Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 1
N/
dagblað
5. ÁRG. - - MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979 — 60. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUIMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
Samkomulag
stjórnar-
flokkanna
um helgina
Stjórnarflokkarnir náðu um
helgina samkomulagi í efnahagsmál-
unum. Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra færði sig í málamiðlun aftur
nær sinu upphaflega frumvarpi, og
Alþýðubandalagið „bakkaði”. Sam-
komulagið fer fyrir fundi i flokknum
i dag og á að koma aftur fyrir rikis-
stjórnarfund í fyrramálið.
Frumvarpið i núverandi mynd
felur í sér, að hraði verðbólgunnar
verði 33 prósent í haust, að sögn sér-
VERÐBOLGAN FER
NIDUR í 33%
raunvextir—viðskipta-
vísitala—binding
peningamagns
fræðinga, og náist því ekki að koma
henni í 30%.
Kaupgjaldsvísitala verður sam-
kvæmt samkomulaginu sett 100 í
febrúar, viðskiptakjaravísitala tekin
upp og olíuhækkanir ekki látnar hafa
áhrif á kaup. Á umræðustigi hjá
Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi er
að sett verði nýtt þak á vísitöluna og
kjaradómi í máli Bandalags háskóla-
manna verði hnekkt með nýjum
lögum.
Raunvextir, háir vextir, verði
teknir upp í samræmi við tillögur for-
sætisráðherra. Þó verði afurðalán
utan þess kerfis en háð ákvörðunum
ríkisstjórnar hverju sinni.
Bindingar á ríkisútgjöldum fyrir
árið 1980 eru ekki jafn afdráttar-
lausar og fyrst var, en talað um að
ríkisbáknið skuli vera um 30% af
þjóðarframleiðslu. Aukin innláns-
binding í Seðlabanka er dottin út, en
inni er það stefnumið að peninga-
magn í umferð skuli aðeins aukast
um 25% á árinu.
3 milljarðar
til hagræðingar
Afnám sjálfvirkni sjóðakerfisins er
inni í frumvarpinu, svo og tak-
mörkun fjárfestingar. Nýr kafli er
kominn í frumvarpið um hagræðingu
i atvinnulífinu, og nýskipan áætlana-
gerðar. 3 milljörðum verði varið til
hagræðingar til viðbótar því, sem
áður var ákveðið. Kommissarakerfið
‘er dottið úr. Greinin um kjaramála-
ráð er farin út, en eftir stendur mikil-
vægari grein um samráð ríkisvalds og
aðila vinnumarkaðarins. Vinnumála-
skrifstofan er inni.
í verðlagsmálum hefur forsætis-
ráðherra komið mjög til móts við
Alþýðubandalagið og á að herða
verðlagseftirlit frá þvi sem ella hefði
verið. -HH
MYNDPLÖTUR-
meirafyrir
augaðeneyrað
- sjá bls. 29
Mickie Gee
slær heims-
metið í dag
^ — sjá bls. 12
Einar Magg
er kominn
heim
— sýning þegar Víkingur
sigraði Fram 32—20 og
undir tók í Höllinni þegar
þrumuskot Einars Magn-
ússonar, er lék sinn
fyrsta leik með Víking,
þandi netmöskvana.
— sjá íþróttir bls 14, 15,
16,17,18 og 19.
lil I
Hann hleypur á vatninu, strákurinn
; Vesturbæjark
Hlaupiðvarað visu stutt
sekundubroti eftir að myndin var'
tekin sökk hann í vatnið með
miklum gusugangi.
DB-mynd: Ragnar Th.
Frumsýning íslenzku óperunnar í gærkvöld:
,,Get ekki hugsað mér
betri útkomu”
—sagði Þuríður Pálsdóttir leikstjóri í morgun
„Þetta gekk alveg afskaplega vel
og ég get ekki hugsað mér betri
útkomu,” sagði Þuriður Pálsdóttir
leikstjóri í morgun um óperuna •
Pagliacci sem íslenzka óperan frum-
sýndi í gærkvöldi. Sýningin fékk
feiknagóðar viðtökur áheyrenda, sem
fylltu hvert sæti i Háskólabíó.
„Leikararnir stóðu sig mjög vel og
leikmyndin kom sérlega skemmti-
lega út og eins búningarnir. Það
fylgja því ýmsir gallar að sýna óperu
i Háskólabíói en við urðum að láta
slag standa því i annað hús var ekki
að venda. Til dæmis var ekki hægt
að draga nein tjöld fyrir og urðum
við að gera ráð fyrir því í leik-
myndinni.
En þetta hafðist sem sagt allt og ég
var mjög „impóneruð” af flutningn-
um,” sagði Þuriður.
-DS.
Þuriður Pálsdóttir leikstjóri með
Haraldi Adolfssyni förðunar-
meistara.
íslenzka óperan lyftir
ftroflicÍAlcS — gagnrýni Aðalsteins
w ClUdUim Ingólfssonar á bls. 21
Guðjón B. Baldvinsson, gjaldkeri
NLFR, heldur báðum höndum
um hljóðnemann, sem hann hafði
örfáum sekúndum áður togazt á
um við Marinó L. Stefánsson,
formann félagsins, á framhalds-
aðalfundi í gær. Talningu at-
kvæða í kosningu 32 fulltrúa
NLFR á landsþing NLFÍ, lauk
seint í gærkvöld. Fengu yngri
mennirnir i félaginu þar öruggan
meirihluta þótt nokkrir hinna
eldri næðu kosningu.
-GAJ/DB-mynd: Bj.Bj.
Lávið handa-
lögmálumá
framhalds-
aðalfundi NLFR
- sjá bls. 12
Maður
losnar aldrei
við illar
tungur
— viðtal við einn
þeirra sem
handteknir voru
íKaupmanna-
höfn
— sjá bls. 6