Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 12
12 Eigum nú fyrirliggjandi , 25 og 30 hestafla j Yamaha - snjósleðana j < Byggung - Kópavogi Fundur verður haldinn með 3. bygg- ingaráfanga mánudaginn 12. marz kl. 20.30 aðHamraborg 1 3. hæð. Mætið öll stundvíslega. Stjómin HEIMILIS- ELDAVÉLIN I er landsþekkt islenzk fram- leiðsla. Frá stofnun hafa veríð fram- leiddar um 60 þúsund eldavél- ar. Þrjár gerðir eru fáanlegar: Gerð E, frístandandi, 90 cm borðhæð. Gerð HE, fyrir háan sökkul. Innbyggingarsett, borðhella og ofn. Allar fáanlegar með klukku- baki, grilli og i 6 Rafha-litum. viðurkennd varahluta- og viðgerðarþjónusta sími 84445 og 86035 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. Lá við handalögmálum — milli tveggja stjómarmanna félagsins Þarna hefur fundarstjórinn Guðjón B. Baldvinsson náð hljóðnemanum af Marínó L. Stefánssyni formanni félagsins en til nokkurra stimpinga kom milli þeirra. Það var heitt í kolunum á fram- haldsaðalfundi NLFR i Austurbæjar- bíói í gær, og gekk það svo langt að til nokkurra stimpinga kom milli tveggja stjórnarmanna. Atvikið átti sér stað er stjórnarformaður NLFR Marinó Stefánsson var að tala í hljóðnemann, og hafði stungið upp á Huldu Jensdóttur sem fundarstjóra í stað Guðjóns B. Baldvinssonar. Reis Guðjón þá úr sæti sínu og hugðist taka hljóðnemann af Marinó í þeim tilgangi að koma á framfæri „áríð- andi tilkynningu”. Marinó hélt sem fastast og kom þá til nokkurra stimp- inga þar til Marinó lét hljóðnemann af hendi. Var greinilegt að hinum al- ' menna fundarmanni þótti nokkuð langt gengið með þessu atviki og mátti heyra hneykslunarraddir viða í salnum. Á fundinum voru nálægt 300 manns og skiptist sá flokkur mjög greinilega í tvo hópa Annars vegar voru stuðningsmenn Marinós og hins vegar stuðningsmenn Guðjóns og ný- liðanna í félaginu. Aðalefni fundarins var að kjósa 32 fulltrúa á aðalfund Náttúrulækn- ingafélags íslands. Voru kjörseðlar afhentir í anddyri Austurbæjarbíós áður en fundurinn hófst og var nú meira skipulag á þeim hlutum en á fundinum i Háskólabíói, enda hafði sú framkvæmd verið gagnrýnd mjög. Fundurinn hófst síðan á því að lesin var upp fundargerð fundarins í Háskólabíói. Komu strax fram gagn- rýnisraddir á fundargerðina, bæði frá Marinó og Huldu Jensdóttur. Þegar Marinó talaði öðru sinni varð fyrrgreint atvik milli hans og Guðjóns. Mátti þá hverjum fundar- manni ljóst veraað litlir kærleikar voru með þessum tveim stjórnar- mönnum félagsins. Síðan var gengið til kosninga um fundargerðina og hún samþykkt með 181 atkvæði gegn 110. Að þess- ari kosningu lokinni ítrekaði Marinó tillögu sína um, að Hulda Jensdóttir yrði kosin fundarstjóri. „Mér finnsl það ekki nema sanngjarnt að við fá- um að ráða fundarstjóranum núna og fundarstjórn Guðjóns var heldur ekki til neinnar fyrirmyndar.” Kom nokkurt hik á fundarstjórann við þetta vantraust en hann tók siðan af skarið og sagði að óþarfi væri að bera þetta upp strax. Til þess kom svo aldrei á fundinum, og gegndi Guðjón embætti fundarstjóra út fundinn. Auglýsti nú Guðjón að gengið skyldi til kosninga um fulltrúana 32. Á meðan á kosningu stóð talaði Pét- ur Pétursson útvarpsþulur og sagði m.a. ekki þætti gott að efna til kirkjuþings með því að hrekja burt lærisveinana og lagði til að nægilegur fjöldi hinna öldnu forvígismanna yrði kosinn til að tryggja samhengi i starfi félagsins. Reis nú upp Hulda Jensdóttir og gagnrýndi mjög fund- arstjóra, sagðist ekki hafa heyrt hann auglýsa eftir kjörgögnum og dyrum á fundarsalnum hefði ekki verið lokað. Hafði þessi gagnrýni sín áhrif og voru kjörgögn afhent fundarstjóra og dyrunum lokað. Ekki vannst tími til að telja atkvæði á fundinum og voru því teknir fyrir aðrir dagskrár- liðir. Mestar urðu umræður um reikninga félagsins, og var tillaga Marinós og Björns L. Jónssonar um „krítiska endurskoðun reikning- anna” felld með 161 atkvæði gegn 82. í lok fundarins var gjaldkeri fé- lagsins, Guðjón Baldvinsson, ítrekað spurður, hvaðan peningar hefðu komið til að greiða gjöld 180 nýrra félaga sem aldrei hefðu gengið í fé- lagið. Færðist Guðjón undan að svara því og sleit fundi. Skoðanir manna að fundi loknum voru að vonum mjög skiptar. Reynir Ár- mannsson sagði við blaðamann DB, að þetta væri framhaldskabarett og Egill Ferdinandsson endurskoðandi sagði, að þessi fundur væri ekki síður löglaus en hinn. Einar Logi Einars- son, sem náði kosningu í stjórn fé- lagsins, var hins vegar hinn ánægð- asti en sagði að eftir ætti að reyna á, hvort Marinó kallaði saman stjórnar- fund. Sagði hann að tillagan um að nýr fundarstjóri yrði kosinn hefði verið út i hött og því ástæðulaust að bera hana upp. Nokkrir fundarmanna samþykkja fundargerð fyrri fundar. i þeim hópi má m.a. sjá lyftingakappann Skúla Óskarsson og Karl Sighvatsson hljómlistar- mann en hann var einn þeirra sem stóð fyrir smölun nýrra félagsmanna. DB-mynd Bjarnleifur. t Heitt í kolunum á framhaldsaðalf undi NLFR: MICKIE GEE SLÆR HQMSMET í PLÖTUSNÚNINGI í DAG „Heilsan er ekki svo slæm, en ég væri að skrökva að þér ef ég segðist ekki vera svolítið syfjaður,” sagði Mickie Gee plötusnúður er blaðamaður og Ijósmyndari litu við hjá honum i Óðali í gær. í dag kl. 15 mun hann slá heimsmet í plötusnúningi en hann hefur verið að síðan 22. janúar sl. Eru því liðnar 7 vikur í dag frá því hann hóf snúninginn. Ekki ætlar hann þó að láta staðar numið alveg strax heldur hyggst hann halda áfram plötusnúningum um óákveðinn tíma. Tilgangurinn með þessu er sá að safna peningum fyrir gleymd börn og sagðist hann vonast til að geta safnað um 6 milljónum. Peningarnir munu síðan renna til Lyngáss, en það er heim- ili fyrir vangefin börn. Verður þeim varið m.a. til húsgagnakaupa fyrir staðinn og annarra endurbóta. Hann kvaðst mjög ánægður með undirtektir fólks og hefði t.d. starfs- fólk Landsbankans safnað hálfri millj- ón króna. Þó kvaðst hann hafa orðið fyrir dálitlum vonbrigðum með undir- tektir hinna stærri fyrirtækja á land- inu. „Þau eru einmitt aðilinn sem búast hefði mátt við mestu af, en sú varð þvi miður ekki raunin,” sagði hann. Okkur lék forvitni á að vita hver færði honum hrein föt og mat. „Hér uppi er eldhús og þar fæ ég að borða. Svo sendi ég fötin mín í þvotta- húsið og þeir koma með þau hingað,” sagði hann. Við höfðum frétt að John Lewis sem vann sem plötusnúður á Óðali um tíma væri einnig byrjaður að snúa plötum i gríð og erg og hygðist slá nýtt heims- met. Við spurðum Mickie álits á þessu og kvaðst hann ekki vita til þess að Lewis gerði þetta í neinum öðrum til- gangi en að hnekkja nýju heimsmeti sínu. Engin góðgerðarstarfsemi lægi þar að baki. Hvers konar tónlist ætli plötusnúður hafi svo mest gaman af að spila? „Diskótónlist i vinnunni,” sagði hann, „en svona fyrir sjálfan mig þá ■hef ég mest gaman af að spila svokallað light blues.” Og hvað tekur svo við eftir að heims- metið er sett? „Alveg örugglega frí,” sagði Mickie og brosti. Hann hefur mikinn hug á að skreppa til Suður-Afríku, en hefur þó ekki alveg gert það upp við sig ennþá. En Englendingurinn Mickie segist eiga íbúð í heimalandi sinu og þangað stefni hugurinn einnig. RK. Þaö er svolítið skjálfhentur plötu- snúöur sem skiptir hér um plötu á fóninum. Ljósm. Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.