Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. ólíkum starfsstéttum hittust reglulega til þess að kynnast hver öðrum og hjálpa hver öðrum. Orðið Rotary er dregið af latneska orðinu „rota”, sem merkir hjól, og var tákn þess að í upphafi fóru menn á milli vinnustaða og hittu hver ann- an og „róteruðu” þannig. En í áranna rás hefur hreyfingin breiðzt út um heim og er hún nú starfandi í allflestum löndum, að kommúnískum ríkjum undanskild- um. Helzta alþjóðlegt starf Rotary- klúbbanna er aðstoð við ungmenni. Frá árinu 1947 hefur hreyfingin að- stoðar um 12 þúsund ungmenni við nám í fjarlægu landi. ,,Á hverjum föstudegi rétt fyrir tólf má sjá nokkra heiðursmenn flýta sér i áltina að stærsta hótclinu. Það er skylda að mæta og láti menn sig vanta fjórum sinnum i röð, án þess að hafa pottþéttar afsakanir, er brottrekstur yfirvofandi." Sultardropi, smjörfjall og tilberar Hrafna-Flóki - Þórólfur smjör Frásögn fornra bóka af landkost- um á fslandi í árdaga landnámsaldar er með mjög misjöfnum hætti. Minnisstæðastar verða þversagna- kenndar staðhæfingar tveggja land- könnuða er kváðu hvað fastasi að orði, hvor með sínum hætti. Hrafna- Flóki átti naumast nógu sterk orð í fordæmingu sinni á landi klaka og kólgu meðan Þórólfur förunautur hans kvað smjör drjúpa af hverju strái. Allt frá þeim tírna er frásagnir þeirra félaga komust i hámæli hefir skipt i tvö horn um álit manna á bjargræðisvegum og búsetuhorfum á íslandi og hafa menn kvatt sér hljóðs með ýmsum hætti og goldið jáyrði við dómum þeirra Flóka og Þórólfs eftir því sem áraði hverju sinni. Muna má álit þjóðskáldsins Matthiasar Jochumssonar er hvað verst horfði á liðinni öld, þá er sand- fok lagði í eyði blómlegar byggðir svo hélt við landauðn. Andi Hrafna- Flóka stýrir penna skáldsins er það kveður kvæði frá íslandi i Lögbergi 18. júlí 1888. Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land. Hrafnfundna land munt þú ei hentugast hröfnum? héðan er beint vorum stöfnum hrafnfundna land! Skyldi ekki mega telja sultardrop- ann sameiginlegt einkenni sveitasam- félags þeirra ára? Landflótti Amerikuferðir liðinnar aldar blóð- mjólkuðu margar sveitir af mann- dómsfólki svo víða horfði til auðnar. Þótt margur horfði fagnandi fram á veginn í leit að sjálfsbjörg i gósen- landi Vesturálfu voru þó aðrir ugg- andi unt framtið lands og fólks og ættarbyggðar. Svo var um einyrkj- ann á Sandi i Aðaldal. Seint mun fyrnast brýning hans er hljómaði út yfir spegilskyggndan Eyjafjörð er út- flytjendaskip lá ferðbúið, skafnar árar skipsbáta gáruðu fjörðinn og frændi hans bjó sig til að stíga á skipsfjöl, en farga bústofni sínum og jkveðja tárvota móður Ætlarðu að fara út i bláinn yfirgefa litla bæinn, eigum þinum út á glæinn öllum kasta og fram á sjáinn? Ætlarðu að glata ánum þinum, afbragðshesti, tryggum vini, þínu góða kúa kyni, kasta í enskinn börnum þínum? nefna hin fleygu orð Gunnars á Hlið- arenda: „Fögur er Hlíðin, bleikir akrar og slegin tún”, og síðar við- kvæði Borgarfjarðarbóndans: „Fallegt þegar vel veiðist”. Þá var forsjálum bændum í blóð borið að hyggja vel að afurðum sínum og undu sér marga stund innan um ker- öld sin og kirnur. Eða hvort mundi þeim Búrfellsfeðgum Bárði og Guð- mundi hafa leiðzt að líta sauðarkrof og spcrðla, tólgarskildi og smjör- dömlur i skenimu sinni. Brandur Guðmundar Friðjónssonar gældi við gamla heyið og dvaldist lengi við fyrningar sínar. Bústólpi — landstólpi Forgöngumenn um aukna ræktun lands hafa allt frá dögum taðskeggl- inga á Bergþórshvoli til Torfa í Ólafs- dal fagnað auknum töðufeng. Korn- ræktarmenn frá Gunnari á Hlíðar- enda til Klemenzar á Sámsstöðum unað á akri sinum. Jónas Hallgríms- son kveður um „lifandi kornstanga- móðu” er bylgjast i blævindi. Bóndi hans er bústólpi, bú landstólpi. Björn i Sauðlauksdal og síðar Árni Eylands hvöttu til jarðabóta. Þúfnabaninn og diskaherfið komu sem vorboðar auk- innar ræktunar. . . Skammt er síðan minnst var Halls- dórs á Hvanneyri og elju hans. Muna má Gunnlaug Kristmundsson sand- græðslustjóra er flutti fagnaðarboð- skap sinn um sandgræðslu. Þarflaust er að nefna fleiri að sinni. Njóli og nöðrugin Þótt við vefengjum ekki frásagnir um kúgun og arðrán danskrar yfir- stéttar á íslenzkum almúga er þó Ijóst, að dönsk stjórnvöld reyndu með margvíslegum hætti að glæða áhuga á jarðrækt og heiðruðu jarða- bótamenn með ýmsu móti. Nægir að nefna Dannebrogsorður og tignar- merki ýmis. Þá var úthlutað ókeypis matjurtafræi. En þar sem dönsk stjórnvöld dreifðu gras- og grænmet- 'isfræi ætla islenzkir búnaðarposlular að fella fjögralaufasmárann i þursa- skeggi og þistlum, njóla og nöðru- gini. Tilberar Eitt hvimleiðasta kvikindi is- lenzkra þjóðsagna er tilberinn. Hann var magnaður til þeirrar ónáttúru að fljúga undir málnytupening og sjúga með þeim hætti lifsbjörg fólksins, en æla síðan i drafla afurð búpenings- ins. Viltu heldur þrælnum þjóna, þeim sem hefir gull í lendum, helduren Kára klæðabrenndum, kónginum við öskustóna? Bleikir akrar — slegin tún V Ljóst er af ýmsum ritum fyrr og síðar, að íslendingar hafa löngum miðað náttúrufegurð við bjargræðis- vegi og afkomuhorfur. Nægir að Forystumenn landbúnaðarmála, með sjálfan ráðherrann i broddi fylk- ingar, ræða nú um að taka að sér hlutverk tilberanna og fljúga undir málnytupening i hverju fjósi, ólmast á stekk og stöðli á hverju býli og láta eigi af ófriði sinum og ónáttúru fyrr en tekist hefir að hefta grósku og gróður, fella lífgrös, fækka í hverri sauðahjörð, hnýta saman kýr á höl- unum, sá arfa í matjurtagarða og kæfa nýgræðing í flagi. Brenninetlur Kjallarinn og elfting eru blóm þeirra í plógfar- inu Frjósemisgyðjunni, móðir nátt- úru, reisa þeir níðstöng. Sveia guðs- gjöfum góðrar uppskeru og afurða, hringja Líkaböng helstefnu og tildurs i hverri sókn. Graflax á veizluborð, matgogga, minkafeldi á herðar hefðarmeyja eru lausnarorð dagsins i nýjum framleiðsluháttum. Hungur- kveinum heimsbyggðar er svarað með viðbrögðum stórbóndans þá er nauðleitarmaður kvaddi dyra: Við skulum láta eins og við séum ekki heima. „Auðurinn vex og grasið grær i götunni heim að bænum” er passiusálmur þeirra á lönguföstu. „Gæzka gjafarans” er þeim hroll- vekja. „Grænar sveitir” vekja þeim viðurstyggð. Buslubæn Svo miskunnarlaus er arðráns- hyggjan i kaldhæðni sinni og fyrirlitningu á verðmætum, að musterisprestar hennar tala án blygðunar um að fækka feitu kúnurn Faraós í nafni Belsebub og tóna buslubænir sinar í veizlu Belsazzars. Smjör sem drýpur af hverju strái ærir þá sem trunt, trunt og tröllin i fjöll- unum. Hofgoðar þeirra hlaða musteri sín á Grundar- og Gelgju- töngum, smíða hertygi úr plógjárnum en trússhestar þeirra bryðja járnmél við blótstall hervelda. Á skjaldarmerki þeirra er rist: Fjárkláði, kal í túnum, mæðiveiki, uppskerubrestur. Tak þennan kaleik Pétur Pétursson grósku og jarðargróða trá vitum vorum. Brauð og blessun Sárfátæk alþýða kreppuáranna átti sér draum um mannúðlegra og betra samfélag, lausn undan striti og áþján og hagkvæma skiptingu náttúrugæða. Skáldin töluðu máli hennar: „Blessaðu þessa blikandi velli, blakkir og marrandi hjól, því þau eiga að mala þér brauð og blessun ogbyggja þinn veldisstól” kvað séra Sigurður Einarsson i óði sinum til islenzkrar alþýðu. En Gróttakvörn auðvaldsins er cigi smíðuð og knúin til þess að ntala „brauð og blessun”. Kaldriljað lög- mál hennar miðast við að það eitt sé ntalað cr færir fámennum hópi arð og auð. Þess vcgna syngja nú kór- drengir og djáknar Mammonspresta Imatvælasamdráttaróratoriu sína og gefa dauðann og djöfulinn í guð- spjöllin og fjallræðuna. Jafnframt iþessu er haldið uppi linnulausri her- ferð gcgn varnaraðgerðum alþýðu er hún í nauðvörn sinni gegn sihækk- andi vcrði á lífsnauðsynjum leggur niður vinnu og boðar til verkfalla i andófsskyni. Menn geta rétt gert sér i hugarlund tóninn i lesendabréfum og forystugreinum borgarapressunnar ef það væru verkfallsmenn cr hindrtiðu tilskipun afurða þeirra er nú cru geymdar í klakaböndtim frystihúsa og fjárgróðahyggju þeirrar yfirstétlar cr framlciðir með gróðann einan að takntarki. án tillits til náttúrlegra bjargræ iislögmála og neyzluþarfar. Eða hjartnæmar stólræður prestanna lum nægjusemi og fórnarlund. Kardínálar og pokaprestar Kirkjufeður allt frá kardínálunt til pokapresta kveina um guðleysi og efnishyggju alþýðu og maula úr mál- skralsskjóðu sinni 2000 ára krafta- verkasögu um guðsson er ntettaði þúsundir nteð fáeinum fisktim og brauðum. Eigi er vitað að Iterfcrð auðvaldsins gegn skauti náttúrunnar og forsntáðar guðsgjafir góðrar tipp- skeru og velframgcnginna hjarða varni þeim svefns. Þegjandi horfa þeir og hlusta á bændasyni kvadda frá búum sínunt, gróandi ttintim og grösugunt engjunt i hóp iðjuleysingja eða til þjónustu við járnkanslarann á Grundartanga er hlakkar yfir hækk- andi heimsmarkaðsverði á færibandi hernaðarhyggju og vigbúnaðar. „Handlæknir Norðurlanda" Vísindamenn virðast sammála unt að vcður fari kólnandi á norðtirhjara hcims. Kæmi þá til álitá hvort „handlæknir Norðurlanda”, en svo nefndi Einar Benediktsson hafisinn, leggur þá ekki „liknarhönd” sína á sveitir landsins og „umfrantbændur” Dagblaðsins og léttir áhyggjum af smjörfjalli og kjöthöllum af herðum landbúnaðar- og kirkjumálaráð- herra. Þá kynni sultardropinn að verða einkennistákn tslcndinga að nýju. Og vel mætti hugsa sér að landsmenn eignuðust nýtt skjaldar- merki um næstu aldamót, er kæmi i stað landvætta: Sultardropi, hornös, silfurrefur og minkur. Og kirkju- feður legðu út af kraftaverkasög- unni er meistari þeirra mettaði þúsund með fáeinum fiskum og brauðum á Kristnitökuhátíðinni árið 2000. Svo gæli Fjallkonan flutt ævintýrið um smjörfjallið 1979 og aldraðir „umframbændur” rifjað upp gamlar starfsíþróttir, á vegum Þjóðháttadeildar. Hver veit nema þeir fengju Dagblaðsverðlaun. Pétur Pélursson þulur. J V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.