Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 18
Barnaog unglingaskrifboroin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval Sendum hvert á land sem er. STIL-HUSGOGN AUDBREKKU 63 KOPAVOGI iiMI 44600 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. UVERP00L STEFNIR A SIGUR í DEILDA- OG BIKARKEPPNI — Eina liðið, sem tryggt hef ur sér rétt í undanúrslit bikarkeppninnar. Sló bikarmeistara Ipswich út á laugardag Evrópumeistarar Liverpool hafa tekiA stefnuna á sigur bæði í deild og bikar á Englandi. Á laugardag sigr- uðu þeir bikarmeistgra Ipswich á Portman Road í Ipswich með marki Kenny Dalglish — og í 1. deildinni Itcfur liðið örugga forustu, forustu sem hinir leikreyndu leikmcnn Liver- pool gefa vart frá sér. Eftir sigurinn á Ipswich er Liverpool eina liðið, sem tryggt hefur sér rétt í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. — Jafntefli varð í öðrum leikjum bikarsins á laugardag og það kemur því ekki í Ijós fyrr en nú í vikunni hvaða lið verða ásamt Liverpool í undanúrslit- um. Engan veginn'er þó vísl að það skýrist allt saman. WBA og Soulh- ampton eiga enn eftir að gera út um hvort liðið leikur gegn Arsenal á heimavelli í sjöttu umferð. Við skulum snúa okkur strax að því að lita á úrslitin í bikarkeppninni á laugardag — þeir leikir voru mcst i sviðsljósinu. 5. umferð WBA—Southampton 1 — 1 6. umferð lpswich—Liverpool 0—1 Tottenham—Man. Utd. 1 — 1 Wolves—Shrewsbury 1 — 1 Lið Evrópumeistaranna var eins skipað í Ipswich og i síðustu leikjum liðsins — Emlyn Hughes vinstri bak- vörður og fyrirliði vegna meiðsla Alan Kennedy, David Johnson mið- herji, en David Fairclough og Steve Heighway ekki valdir. Hjá lpswich var skarð fyrir skildi — miðverðirnir sterku, Kevin Beattie og Alan Hunter gátu ekki leikið vegna meiðsla og tveir tvitugir strákar miðverðir, Butcher og Osman. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleiknum — Ipswich heldur meira í sókn án þess verulega reyndi á Ray Clemence i marki Liverpool. Hann varði þó snilldarlega frá Hollend- ingnum Muhren — og vel frá Paul Mariner og Eric Gates. Hinum megin varði Paul Cooper mjög vel frá Kenny Dalglish. Þá átti Jimmy Case hörkuskot yfir. í síðari hálfleiknum náði Liverpool frumkvæðinu og K. Dalglish skor- aði snilldarlega á 52. mín. Það var eftir sendingu frá Case og þulir BBC sögðu, að slíkt mark hefði enginn getað skorað nema Dalglish. lpswich lék undan snörpum vindi í síðari hálf- leiknum en tókst ekki að nýta sér það i kuldanum á Portman Road. Leik- nienn Liverpool gáfu ekki þumlung eftir og Clemence var öryggið sjálft í markinu. Þó fékk Mariner dágott færi en spyrnti framhjá — og hinum megin misnotaði Johnson auðvelt færi. Sigur Liverpool var þvi stað- reynd — en segja má að heppnin hafi ekki beint fylgt Ipswich, einkum í fyrri hálfleiknum, þegar liðið lék vel. Emlyn Hughes átti þá í erfiðleikum með Woods. En þegar á heildina er litið var l.iverpool sterkara liðið -- og Ipswich cr þvi úr i bikarkeppninni. I.iðið sigraði i fyrsta skipli i bikar- keppninni sl. vor. Vann þá Arsenal i úrslita- leiknum og hafði mikla yfirburði. Það kom á óvart i Ipswich á laugar- dagsmorgun að fimm af leikmönn- um félagsins voru settir á sölulista. Þar er eitthvað meira en litið að ske. Liðin á laugardag voru þannig skipuð: Ipswich; Cooper, Burley, Osman, Butcher, Mills, Wark, Thyssen, Muhren, Woods, Mariner og Gates (Brazil í síðari hálfleik). Liverpool; Clemce, Neal, Thompson, Hanson, Hughes, McDermott, Case, Ray Kennedy, Souness, Dalglish og Johnson. Meðal þeirra sem settur var á sölulista Ipswich, er Roger Os- borne, leikmaðurinn sem skoraði sigurmark Ipswich gegn Arsenal i fyrravor. Tottenham brást í síðari hálfleik Leikmenn Tottenham byrjuðu vel gegn Manch. Utd. á White Hart Lane í Lundúnum á laugardag. Voru betra liðið i fyrri hálfleiknum, ákaft hvattir af 51.800 áhorfendum. Algjörlega uppselt á leikinn og þúsundir fyrir utan. Á 28. mín. náði Tottenham for- ustu. Steve Perryman tók auka- spyrnu — gaf inn i vítateig United og þar tókst minnsta leikmanninum á vellinum, argentinska heimsmeistar- anum Osvaldo Ardiles að skalla í mark. Hann lék nú framar en áður — eða eftir að hann skoraði tvö mörk gegn Derby County fyrra laugardag. Fyrstu mörk hans i ensku knattspyrn- unni. Auk þess skall hurð nærri hælum hjá leikmönnum Manch. Utd. þegar McAllister átti skot í þverslá — og Chris Jones sendi knöttinn i mark United. Það var hins vegar dæmt af vegna rapgstöðu. i siðari hálfieiknum varð hins veg- ar algjör breyting á leiknum. Manch. Utd. náði frumkvæðinu og sótti oft stíft. Mickey Thomas tókst að jafna á 60. mín. eftir hornspyrnu, sem dæmd var, þegar Kendall, markvörður Tottenham, varði hreint snilldarlega skalla frá Steve Coppell. Það var fyrsta mark Thomas eftir að hann var keyptur til United frá Wrexham. Lokakafla leiksins sótti Manch. Utd. og þá munaði oft litlu að liðinu tæk- ist að skora sigurmark. Það varð hins vegar ekki og liðin leika á ný á Old Trafford á miðvikudag. Það getur orðið tvísýnn leikur — Tottenham leikur oft betur á útivöllum en á White Hart Lane og Manch. Utd. er með svipaðan árangur á Old Traf- ford og á útivöllum í vetur. Þá má geta þess, að skozki landsliðsmið- herjinn, Joe Jordan, var varamaður hjá United á laugardag. Hann hefur ekki lcikið með liðinu síðan hann slasaðist i landsleik með Skotum i haust. Shrewsbury hélt sínu Litla liðið Shrewsbury, sem stefnir Gordon McQueen, nr. fimm á myndinni að ofan, var mjög sterkur í vörn Manch. Utd. á laugardag — en missti þó1 Osvaldo Ardiles frá sér, þegar Argentínumaðurinn skoraði eina markTottenham. Myndin er úr viðureign United í Bristol fyrra laugardag, þegar Manch. Utd. vann Bristol City. Nr. 9 er Joe Royle. að því að verða sjötta liðið úr 3. deild, sem nær þeim árangri að komast i undanúrslit ensku bikar- keppninnar, stóð sig vel á laugardag- inn og náði jafntefli gegn Úlfunum í Wolverhampton að viðstöddum 41 þúsund áhorfendum. Leikurinn var lengi vel slakur og fátt markvert skeði — en hins vegar varð spenna mikil síðustu tíu mínútur leiksins. Loks á 80. mín. tókst Úlfunum að skora — Bill Rafferty og þá virtist fokið í flest skjól hjá Shrewsbury, liðinu, sem sló Manch. City út í keppninni. En leikmenn liðsins gáf- ust ekki upp. Hættulegasti framherj- inn, Paul MaGuire lék inn í vitateig Úlfanna á 86. mín. Peter Daniel hafði ekki önnur ráð en brjóta á honum. Vítaspyrna, sem Ian Atkin skoraði örugglega úr. Jafntefli og liðin leika á ný i Shrewsbury á þriðjudag. Örstutt er á milli borg- anna i Miðlöndunum. LeikmennWBA þreyttir Leikmenn WBA voru ekki sjálfum sér líkir i leiknum úr 5. umferð gegn Dýrlingum Southampton i West Bromwich á laugardag. Þreyttir eftir leikinn harða við Rauðu stjörnuna, Belgrad, í Evrópukeppninni fyrr i vikunni. Fimm meiddir eða veikir en léku þó. Dýrlingarnir náðu strax frumkvæðinu í leiknum ogá2l. min. skoraði Phil Boyer. Fékk knöttinn eftir sendingu frá Williams alveg frir. Mikil mistök fyrirliða WBA, John Wile. Leikmenn WBA vöknuðu upp við vondan draum og fóru að sýna tenn- urnar. Alister Brown jafnaði á 31. min. og spenna varð mikil. Fleiri mörk voru ekki skoruð — og þar voru markverðirnir i aðalhlutverk- Kenny Dalglish — skoraði snilldar- lega fyrir Liverpool á laugardag. um, einkum þó Gennoe hjá Dýrling- unum, en Godden i marki WBA varði einnig vel. Liðin leika aftur á mánudag í Southampton og það liðið, sem sigrar, leikur við Arsenal á heimavelli i sjöttu umferð. Næsta laugardag leikur Southampton við Nottingham Forest á Wembley i úr- slitaleik enska deildabikarsins. -hsím. Skozka bikarkeppnin: CELTIC HEFUR MÖGULEIKA Á AÐ K0MAST í UNDANÚRSLITIN —St. Mirren og Dundee Utd. halda sínu striki í 1. deildinni Glasgow Celtic gerði jafntcfli í Aberdeen á laugardag í átta-liða úr- slitum skozku bikarkeppninnar. Fær því möguleika til að leika á ný við Aberdeen á heimavelli nú í vikunni. Þetta var harður og tvísýnn leikur. Johnny Doyle náði forustu fyrir Celtic en Joe Harper jafnaði fyrir Abcrdeen. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Rangers, Partick Thistle og Hibernian tryggðu sér rétt i undanúr- slit keppninnar á laugardag. Úrslit urðu þessi: Aberdeen-Celtic 1 — 1 Dumbarton-Partick 0—1 Hibernian-Hearts 2—1 Rangers-Dundee 6—3 Rangers komst í 4—0 í leiknum gegn Dundee úr 1. deild . Sandy Jard- ine skoraði úr vítaspyrnu, síðan Alex McDonald, Gordon Smith og Tom Forsyth. Þá tókst Stewart McLaren að skora tvívegis fyrir Dundee, en Rangers komst i 6—2 með mörkum Bobby Russell og Dave Cooper áður en Jim Shirra skoraði þriðja mark Dundee. Tveir leikir voru háðir í úrvals- deildinni. Urslit: Dundee Utd.-Morton 4—1 Molherwell-St. Mirren 0—3 Efstu liðin sigruðu þvi bæði og hafa því náð þriggja stiga forskoti á Aberdeen og Rangers. Hins vegar hafa Dundee Utd. og St. Mirren tapað 19 stigum — Celtic, sem er i þriðja neðsta sætinu, hins vegar ekki nema sautján stigum. McGarvey skoraði öll þrjú mörk St. Mirren i Motherwell á laugardaginn. Staðan í þannig: úrvalsdeildinni er nú Dundee Utd. 23 10 7 6 34-21 27 St. Mirren 23 li 5 7 30-21 27 Aberdeen 23 7 10 6 35-24 24 Rangers 21 8 8 5 27-21 24 Partick 21 8 7 6 22-20 23 Hibernian 22 6 10 6 25-25 22 Morton 23 7 8 8 28-35 22 Celtic 19 8 5 6 27-21 21 Hearts 21 6 5 10 28-41 17 Motherw. 23 4 5 14 22-44 13

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.