Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. Erlendar fréttir REUTER Reyndi aðdrepa föðursinníárekstri Ungur ítali á Sikiley gerði tiiraun til þess að drepa föður sinn í árekstri í gær. Hann ók bíl sínum inn í sendibíl, sem faðir hans ók. Lögreglan sagði að með þessu hefði hann verið að mót- mæla vinskap föður síns við konu nokkra, sem var með föðurnum í bílnum. Öll þrjú voru flutt ásjúkrahús og var líðan föðursins slæm. ÍSRAELSMENN TREGIR TIL SAMNINGSGERÐAR —■ Carter íþungu skapi í Jerúsalem Menachem Begin forsætis- ráðherra ísraels sagði Carter Banda- rikjaforseta, sem nú er í ísrael, að alvarieg vandamál væru í vegi fyrir friði milli Egypta og ísraelsmanna og ekki yrði undirritaður friðar- samningur fyrr en þessi vandamál hefðu verið leyst. Forsætisráðherrann kallaði til stjórnarfundar seint í gærkvöldi til þess að fjalla um hin nýju friðardrög, sem Bandarikjaforseti færði með sér. Begin sagði í ræðu að friðar- samningurinn yrði að endast um mannsaldra, e.t.v. alla eilífð. Carter Bandaríkjaforseti sat þungbúinn en kyrr undir ræðunni, en leit ekki einu sinni á forsætis- ráðherrann meðan hann talaði. Það er mat sérfræðinga að ræða Begins hafi verið sérlega hörð, er hann skýrði afstöðu ísraelsmanna. Carter og Begin áttu langar og erfiðar viðræður í gær og er engu hægt að spá um útkomu friðar- viðræðnanna á þessu stigi. Forsætis- ráðherrann talaði biturlega um út- rýmingu sex milljóna gyðinga á nasistatimanum og sagði að ísrael gerði allt sem i rikisins valdi stæði til þess að vernda líf og öryggi þegnanna. Bandarikjaforseti var fölur og virtist þreyttur eftir erfiðar viðræður við Sadat Egyptalandsforseta og síðan enn erfiðari við Begin. Hann virtist vera í þungu skapi er hann hlýddi á Begin. Hann kom til Jerúsalem á laugardag með samningsdrögin og breytingatillögur Egypta. Carter hafði lagt samnings- drögin fyrir Begin, meðan hann var i Washington og ísraelsþing hafði samþykkt drögin. Carter svaraði Begin siðan í ræðu, þar sem hann sagðist ekki telja vandamálin eins erfið úrlausnar og Begin. Hann ítrekaði stuðning Bandarikjastjórnar við ísrael. Talið er að Cyrus Vance fari til Kairó ef svar ísraelsstjórnar verður ekki algerlega neikvætt, en fari svo mun hann verða kyrr i Jerúsalcm með fórsetamim Israelsstjórn heldur annan fund í dag, til þess að taka endanlega ákvörðun um afstöðu stjórnarinnar til samninganna. Carter forseti verður viðstaddur fundinn. Enn er óvíst hvenær Bandaríkjaforseti heldur heim. Carter og Begin. 9 \ ✓ Nígeríustjórn reynir að koma á sættum milli Uganda og Idi Amin Ugandaforseti er hér með cinni eiginkvenna sinna, „Sjálfsmorðs- Söru", en Sara þessi er nú 23 ára gömul. Amin hefurgert hana að herforingja i her sínum og stýrir hún liði gegn innrásarher Tanzaníumanna og útlægra Ugandamanna. Tanzaníu frá innihaldi hennar. Idi Amin hefur sagt að hann semji ekki beint við Nyerere meðan herliðið fráTanzaniu et enn innan landamæra Uganda. Talið er að ef samningaviðræðum verði, fari þær fram í óháðu landi. Einingarsamtökum Afríkuríkja mis- tókst í síðustu viku að koma á samningaviðræðum milli hinna stríðandi bióða. Leiðtogi Nígeríustjórnar Olusegun Obasanjo hefur sent Idi Amin Uganda- forseta og Nyerere Tanzaníuforseta orðsendingu þar sem þeir eru hvattir til þess að binda enda á stríðið, sem nú geisar milli Ugandamanna og innrásar- liðs frá Tanzaníu. Ugandaútvarpið skýrði frá orðsendineunni en ereindi ekki nánar Khomeini dæmigerður fulltrúi karlaveldis — mótmæli kvenna í íran halda áfram Konur í íran halda áfram mót- mælum sínum gegn fyrirskipunum Khomeinis trúarleiðtoga um að þær skuti klæðast hefðbundnum kvenna- klæðnaði, siðum kufli þar sem andlit er að mestu hulið. Farin verður mikil mótmælaganga í dag og hafa konurnar beðið Bazargan forsætisráðherra um að yeita sér vernd meðan á göngunni stendur. Fram að þessu hafa öfgasinnaðir múhameðs- trúarmenn hleypt göngunum upp, m.a. með því að skjóta upp í loftið. Þessi andstaða kvennanna gegn kufiunum er einskonar prófsteinn hinnar nýju trúarstjórnar í íran. Hin þekkta bandariska kvenrétttindakona Kate Millett er nú i Teheran. Hún hélt því fram á blaðamannafundi þar að lýðræði og lýðræðislegri stjórnarskrá væri ógnað og lýsti Khomeini sem dæmigerðum fulltrúa karlaveldisins. Khomcini trúarleiðtogi á ekki upp á pallborðið hjá mörgum írönskum kon- um í dag. Talið er að nú reyni mjög á styrk hinnar nýju stjórnar í íran, en margir eru henni andsnúnir vegna strangra trúarhefða. nyja línan f ra Alafossi m ^llafossbúöin VESTURGOTU 2 - SIM113404

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.