Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 10
10 Útgcfandl: D» 5 hf. BIAÐIÐ DAGBLADID. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. Framkvnmdostiári: Svsinn R. Eyjótfuon. Rkstjóri: J6nas Kristiknsson. Ffkttastióri: Jón Bkgk. Póturason. Rltst)ómariultrút Haukur Haigason. Skrifstofustjóri rttstjóman Jóhannas RsykdaL iþróttlr HaMur StmonaraonrAðstoðarfrtttastjórar Atll Stainarason og Ómar ValdL marason. Msnnktgaimkl: Aðaistainn IngóKsson. Handrtt: Asgrimur PMsson. Blaóamann: Anna Bjamason, Asgak Tómsason, Bragl BlgurOsson, Dóra Stafknsdóttk, Glssur 8igurðs- son, Gurmlaugur A. Jónsson, Haíur Hslsson, Halgl Pkturason, Jónas Haraldsson, Ólafur Gsksson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guójón H. Pklsson. Ljósmyndk: Aml PkH Jóhannsson, Bjamlolfur BJamlalfsson, Hóróur Vlhjkknsson, Ragnar Th. Slgurðs- son. Svalnn Þormóðsson. Skrffstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. GJsldkeri: Prklnn Þorialfsson. Sðkistjóri: Ingvsr Svakisson. ÓraHlng- aratjóri- Mkr E.M. Haldórason. Rltsljóm Slðumóla 12. Afgraiðsla, kakrtftadald, augfýskigar og skrifstofur ÞvsrhoM 11. Aðalslml biaðainsar 27022 (1 Bjfnurl. Askrift 3000 kr. k rnknuðl Innanlands. I lausasöki 150 kr. skitaklð. Satnkig og umbrot Deghlaðlð hf. Slðumóla 12. Mynda- og plðtugarð: Hkrtik hf. Sfðumúla 12. Prantun: Arvakur hf. SkaHunnl 10. Hálfskýringáhruni Sú tillaga Vilmundar Gylfasonar, að þjóðin greiði atkvæði um fyrra efna- hagsfrumvarp Ólafs Jóhannessonar, stuðlaði að fylgishruni Alþýðuflokks- ins, sem síðasta skoðanakönnun Dag- blaðsins hefur leitt í ljós Alþýðuflokkurinn hélt enn kosningafylgi sínu, þegar Dagblaðið kannaði hugi fólks í desember. Þá trúðu menn á hina nýju menn Alþýðuflokksins og baráttu þeirra við verðbólguna og aðra eldspúandi dreka þjóðfélagsins. Þá var ríkisstjórnin svo ung, að hinir nýju kjósendur Alþýðuflokksins höfðu enn von um, að honum tækist að móta stefnu ríkisstjórnarinnar að verulegu leyti. Þessir kjósendur töldu flokkinn þá ekki vera pappírs- tígrisdýr. Siðan þá hefur þjarkið haldið áfram í ríkisstjörn- inni. Um skeið virtist svo sem verðbólguandúð Alþýðuflokksins yrði ofan á í samdráttarfrumvarpi Ólafs Jóhannessonar. En þá venti hann sínu kvæði í kross og þynnti frumvarpið verulega að ráði Alþýðu- bandalagsins. Þannig var staðan, þegar Dagblaðið spurði fólk um stuðning þess við stjórnmálaflokka. Þessi staða skýrir þó ekki ein hið skyndilega hrun fylgis Alþýðuflokksins úr 21—22% í 15%. Þar kemur fleira til. Það er rangt hjá þingmönnum Alþýðuflokksins, að kjósendur séu að hengja bakara fyrir smið. Þeir líta fram hjá því, að i sumar voru hinir nýju kjósendur Alþýðuflokksins öðruvisi kjósendur en kjósendur annarra flokka. Hinir nýju kjósendur Alþýðuflokksins voru einmitt þeir, sem vildu og vonuðu, að flokkurinn næði árangri gegn verðbólgu og spillingu þjóðfélagsins. Kjósendur hinna flokkanna höfðu ekki eins mikinn áhuga á þessum málum. Þegar ríkisstjórninni mistekst að berjast gegn verðbólgu og spillingu, veldur það ekki kjósendum Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins miklum áhyggjum, því áhugi þeirra er á öðrum sviðum. Það veldur hins vegar hinum nýju kjósendum Alþýðu- flokksins verulegum áhyggjum. Þegar ríkisstjórninni mistekst að berjast gegn verð- bólgu og spillingu, eru það einmitt hinir nýju kjós- endur Alþýðuflokksins, sem hlaupa frá ríkisstjórninni og í faðm stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkurinn verður bara að sæta því, að hann fékk í hausinn í sumar nýja kjósendur, sem gferðu til hans meiri kröfur en kjósendur hafa almennt gert til stjórnmálaflokka. Á slíkum kjósendum er ekki auðvelt að hafa hemil. En eitthvað hefur gerzt á síðustu vikum, sem hefur sannfært töluverðan hluta hinna nýju kjósenda Alþýðuflokksins um, að flokkurinn væri í rauninni pappírstígrisdýr, sem réði engan veginn við samstarfs- flokkana í ríkisstjórn. Tímans tönn hefur án efa haft sitt að segja. Þó var það eitt framtak Alþýðuflokksins framar öðrum, sem kjósendur sáu gegnum. Það var tillagan um þjóðarat- .kvæðagreiðslu. Þar vanmat Vilmundur skilning kjós- enda. ' Meirihluti landsmanna er áreiðanlega fylgjandi1 þjóðaratkvæðagreiðslum um skýrar spurningar, sem hægt er að svara með jái eða neii. En kjósendur sáu, að efnahagsfrumvarpið var allt of langt og flókið mál til að svara með jái eða neii. Allt í einu mundu hinir nýju kjósendur Alþýðu-' flokksins eftir því, að hinir stjórnmálaflokkarnir höfðu gegndarlaust hamrað á, að hinir nýju þingmenn| Alþýðuflokksins væru bara lýðskrumarar og pappírs- tígrisdýr, sem lékju skrípaleiki á þingi. Og margir kjósendur fóru að trúa þessu. Þar réð nokkru tillagan um þjóðaratkvæði. i AÐGANGUR AÐ SAMBÖNDUM —fæst með inngöngu íRotaryklúbb í fyrri viku birtust í Dagblaðinu tvær greinar um hina leyndardóms- fullu klúbba frímúrara og Odd- feUow. Greinarnar voru þýddar úr sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Þess má geta í framhaldi af þeim greinum að i hinni sænsku frímúrara- reglu eru eingöngu karlar en hérlend- is er til samregla karla og kvenna. Hér birtist þriðja greinin, um Rotaryhreyfinguna. Sú grein er úr sama greinaflokki í Dagens Nyheter. Rotaryklúbbar eru nokkuð frá- brugðnir hinum tveimur fyrri og ekki eins leyndardómsfuUir. Alþjóðlegur félagsskapur Rotary er alþjóðlegt félag með höf- uðstöðvar í Bandaríkjunum. Yfir því hvílir engin leynd né heldur eru helgir dómar hafðir þar um hönd. En félag- arnir mynda útvalinn hóp og likjast að því leyti bræðrunum í reglum frí- múrara og OddfeUowa. Til að komast i Rotary þurfa menn að vera í einhverri áhrifastöðu. Og þess vegna finnst mörgum heiður að því að vera í þessum hópi. En ekki öllum. Ýmsir telja að fé- lagsskapurinn sé ekki lýðræðislegur. Byggja þeir gagnrýni sína á því að konur fá ekki aðgang og verkamenn sjást þar varla. Af þessari ástæðu er það sam- vizkuspurning hjá ýmsum frammá- mönnum í sósíaldemókrataflokknum sænska hvort þeir eigi að þiggja eða hafna þátttöku, sé þeim boðin hún. Eins og í reglum frímúrara og odd- fellowa sækja menn ekki um inn- jöngu heldur er mönnum boðið sam- kvæmt uppástungum eldri félaga og Þarna er varaborgarstjórinn, báðir bankastjórarnir í bænum, prestur- inn, konsúllinn, matvörukaupmaður- inn við aðaltorgið, framkvæmda- stjórar, skólastjórinn, tannlæknirinn o.fl. Það er skylda að mæta og láti menn sig vanta fjórum sinnum í röð án þess að hafa pottþéttar afsakanir er brottrekstur yfirvofandi. Við hádegisverði Rotarys hittast menn sem aliir hafa völd eða áhrif en fást við ólík störf. Þarna skiptast þeir á skoðunum — og komast í þægileg. sambönd. Ýmis fyrirtæki greiða árgjaldið (sem svarar 15—20 þúsund íslenzkum krónum) fyrir þástarfsmenn sína sem eru í Rotary. Það gefur til kynna að þau telja sig hafa hag af því. Herfor- ingjar hafa fengið leyfi til að nota bifreiðir hins opinbera til að sækja hádegisverðina á þeim forsendum að þar væru rædd mál sem mikilvæg væru fyrir hernaðaryfirvöldin. Læknar eru alltaf velkomnir í Rotary en sækjast lítið eftir því, enda vill legt fyrir þá að eiga fuUtrúa á blöðun- um. Eins og einn úr æðstu stjóm Rotarys í Sviþjóð orðar það: „Blaða- menn fá inngöngu í félag okkar, þótt þeir hafi ekki mannaforráð.” Bankastjórar eru líka stundum fleiri en einn enda geta þeir komið að gagni engu síður en blaðamenn. Fyrir blaðamenn er þátttaka í Rotary ótvíræður kostur. Þeir kom- ast þarna í persónulegt samband við áhrifamenn bæjarfélagsins. En sú hætta getur skapazt að þeir lendi i vandræöum með að gera upp við sig hvorum aðilanum þeim beri að sýna meiri hoUustu, vinum sínum í Rotary eða almenningi, sem gerir þær sið- ferðislegu kröfur til þeirra að þeir veiti heldri mönnum aðhald og miðli upplýsingum um gerðir þeirra. Valdaklíka? Og hér erum við komin að kjarn- anum í þeirri gagnrýni sem stundum er beint gegn Rotary. Er raunveruleg hætta á að i þessum hópi myndist vináttubönd sem séu sterkari en flokksbönd eða önnur eðlileg tengsl.^ Það er auðsætt að óformlegar sam- ræður Rotarymanna yfir hádegis- verðinum sínum geta liðkað og greitt fyrir samstarfi t.d. embættismanna, stjórnmálamanna og atvinnurek- enda; verið smurolía á gangverk þjóðfélagsins, hjálpað mönnum úr ólíkum störfum til að átta sig á vanda hver annars. En þeir sem hafa horn i síðu Rotarys óttast að þar myndist klíka sem fái óeðlilega mikil völd. Að sam- staða Rotaryfélaganna veiti þeim, jafnvel án þess þeir geri sér grein fyrir því sjálfir, forréttindi sem séu ranglát Rotaryfélagarnir hittast vikulega og borða saman. Skylda er að mæta eða boða lögleg forföll. eftir að grennslazt hefur verið fyrir um fortíð þeirra — án þess hátt fari. Rotary-félagar eru menn sem hafa forystu i atvinnulifi eða verzlun og hátt settir embættismenn. Venjulega er aðeins einn fulltrúi úr hverri starfs- grein. Brottrekstur ef ekki er mætt Það eru nærri 400 Rótaryfélög í Svíþjóð með um það bil 20.000 með- limum. Þau eru sérstaklega þýðingar-, mikil í smærri borgum og fréttamað- ur Dagens Nyheter lýsir einu slíku í Sölvesborg: Á hverjum föstudegi, rétt fyrir (ólf, má sjá nokkra heiðursmenn flýta sér i áttina að stærsta hótelinu. brenna við að þeir þurfi þá einlægt að vera að skrifa lyfseðla fyrir hina fé- lagana. Heppilegt að eiga fulltrúa á blöðunum Þeim sem reka eigin fyrirtæki er tekið opnum örmum í Rotary og skiptir þá minnstu hvort þau eru stór eða lítil. Sama er að segja um fulltrúa listamanna, til dæmis skálda, leikara eða málara, sem unnið hafa sér nafn. Þá eru þarna mjög oft ritstjórar og blaðamenn. Með þá er gerð sú und- antekning að þeir fá að vera fleiri en einn því stjórnir Rotaryklúbbanna gera sér grein fyrir að það er heppi- gagnvart þeim sem ekki eru í félaginu og óheppileg fyrir lýðræðið. Stjórn Rotarys er alls ekki blind fyrir þessu og hefur reynt að koma til móts við almenning með auknum upplýsingum um félagsskapinn og með því að bjóða inngöngu fulltrúum ýmissa almennra samtaka og verka- lýðsfélaga. Verkalýðsleiðtogar í Svíþjóð hafna eindregið þátttöku og segja að félagið sé ólýðræðislegt þar sem hvorki konur né óbreyttir verkamenn fái að vera með og reyndar hafi verkamenn of stutt matarhlé til að sitja yfir fínum hádegisverði. Rotaryhreyfingin var stofnuð i Chicago í Bandaríkjunum árið 1905 af lögfræðingnum Paul Harris sem taldi það þýðingarmikið að menn úr

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.