Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.03.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 12.03.1979, Qupperneq 6
Dagblað án ríkisstyrks Það lifi! SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir í öll skirteini. barna&fplskyldu- Ijðsmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 FR f élagar — FR félagar ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður haldin 17. marz í Festi, Grindavík. Aðgöngumiðar eru seldir á skrif- stofu félagsins, Síðumúla 22, sími 34100. Rútuferðir frá Rvk., Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. FR félagar fjölmennið á árshátíðina og takið með ykkur gesti. Hinrik Kastrup-Jensen lögmaður íslendinganna: „VU engu spá um gang ramsóknarinnar...” „Fyrst þeir fóru ekki að yfirheyra neinn eða taka af þeim skýrslur fyrr, á ég ekki von á þvi að mikið gerist með þau sem enn sitja inni,” sagði Hinrik Kaastrup-Jensen, verjandi ís- lendinganna í viðtali við Dagblaðið i Kaupmannahöfn eftir að tveir íslend- inganna höfðu verið látnir lausir. „Það eru ennþá margir lausir end- ar í málinu og mikið eftir að kanna,” sagði Kaastrup-Jensen. ,,Ég vil ekki spá neinu um það, hvenær rannsókn málsins lýkur, né hvenær dómar falla og því síður hversu þungir þeir verða.” Samkvæmt viðtölum blaðamanns Dagblaðsins við ýmsa aðila innan lögreglunnar og á dagblöðum, má fastlega búast við að þau þrjú, sem grunuð eru um sölu á kókaíni og öðr- um fíkniefnum, kunni að verða dæmd í allt að þriggja ára fangelsi ef þau reynast sek um afbrotin. Þá verða þau látin afplána dóm sinn í Danmörku, en verður síðan vísað úr landi, ef að líkum lætur. -HP. Hinrik Kaastrup-Jensen, lögmaður íslendinganna. Til sölu: Renault 12 DL '77 Renault 12 DL '76 Renault 12 DL '75 Renault 12 station '75 Renault 4 sendibíll '76 BMW 2002 automatic '72 BMW 316'77 Toyota Corolla árg. '74 Vantar Renault 4TL og 5TL á söluskrá. Kristinn Guðnason Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633. Heitt Jubilee súkkulaði og súkkulaðivélar tryggja hámarks gæði. Einnig fyrirliggjandi: Pizzaofnar, pizzabotnar; og annaö til pizzagerðar. Hálfdán Helgason sf. Umb. og haildverzkin Brautarholti 2 — Sími 18493 og 22516 Carsten Christianscn á skrifstofu útlendingaeftirlitsins í Höfu. „Nei, það er langt í frá, að íslend- ingar veki eftirtekt hér fyrir afbrot,” sagði Carsten Hgeberg Christiansen, fulltrúi hjá útlendingaef tirlitin u i Kaupmannahöfn í stuttu viðtali við blaðamann Dagblaðsins. „Eftir því sem næst verður komizt eru um 5000 íslendingar á öllum aldri og í öllum þjóðfélagsþrepum vítt og breitt um Danmörku og að þeir hafi orðið áberandi í undirheimunum er ekki vitað. Þetta kókainmál hefur að vísu vakið einhverja athygli hér, en ekki svo mikla að til þess sé tekið,” sagði Carsten Christiansen ennfremur. „Það væri helzt að ég ætti að sjá hvort einhverjum íslendingum hafi verið visað úr landi hér eftir dóm eða afplánun dóms,” sagði Christiansen. „Það verður hins vegar ekki séð. Án þess að vera að hæla íslendingum neitt sérstaklega, þá held ég að af Finnar og Norðmenn í meiri erfið- Norðurlandabúum i Danmörku eigi leikum.” -HP. DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. KókaínmáliðíKaupmannahöfn:___ Valtýr Þórðarson, einn þeirra sem látinn var laus: „Maður losnar aldrei við illar tungur...” „Ég hafði setið að snæðingi i nokkrar mínútur ásamt heimilisfólk- inu þarna þegar lögreglan ruddist inn,” sagði Valtýr Þórðarson, annar íslendinganna sem látinn var laus á föstudaginn í Kaupmannahöfn, en þá hafði hann setið í gæzluvarðhaldi í sex sólarhringa í sambandi við kókaínmálið mikla. „Ég er búinn að margsegja við menn að ég hafi ekkert samband við þetta fólk, annað en það að við erum sum málkunnug. Það er því anzi hart að lenda í þessu, sérstaklega virðist það vera þannig heima að lendi maður einu sinni í því að vera handtekinn, losnar maður aldrei við illar tungur á bak sér.” Daginn sem Valtýr var látinn laus, síðdegis á föstudag, var Sigríður Brynja Pétursdóttir einnig látin laus^ en Franklin Steiner úrskurðaður í 7 daga varðhald til viðbótar þar eða lögregluyfirvöld töldu sig eiga eitt- hvað vantalað við hann varðandi málið, eins og fram hefur komið í Dagblaðinu. „Við vorum flutt i Venstre-fang- elsið og þar var ég læstur inni í klefa. Fékk ekki að hitta neinn nema prest- inn, Jóhann Hlíðar, sem er mikill heiðursmaður, og eins verjanda okk- ar, Hinrik Kaastrup Jensen,” sagði Valtýr ennfremur. „Ég fékk einnig að koma út undir bert loft einu sinni á dag i hálftíma i hvert sinn. Lögregl- an hér var samt ekkert að hafa fyrir því að yfirheyra mann fyrr en í gær, fimmtudag. Lögreglumenn hér eru harðir í horn að taka og beita ekki neinum vettlingatökum. T.d. tóku þeir fast á okkur við handtökuna sjálfa, leituðu á okkur hátt og lágt og við vorum öll handjárnuð. Við Róbert Glad vorum hlekkjaðir saman og fluttir þannig í fangelsi. En varðhaldsúrskurðum er trúlega ekki beitt eins frjálslega hér og manni virðist þeir gera heima á íslandi. Einhver var að segja að ef þetta hefði verið heima hefðum við umsvifalaust verið sett i 90 daga gæzluvarðhald og trúlega geðrannsókn að auki. Ég vil bara fá að ítreka það, að ég er ekki tengdur neinni sölu á kókaíni, hvað þá öðrum fíkniefnum,” sagði Valtýr ennfremur. -HP, Kaupmannahöfn. Fulltrúi útlendingaeftirlitsins íHöfn: Engum íslendingum vísað úr landi nýlega

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.