Dagblaðið - 12.03.1979, Síða 8

Dagblaðið - 12.03.1979, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. ................ ELAN SKIÐI Skíöastafir verð frá 3.670. Aipina skíðaskór Ódýr barnaskíði Stærðir3S—39Kr. 10.990. Stærðir40-46Kr. 14.605. Skóhaldarar Verðkr. 3.760. öryggisbönd Verð frá kr. 1.985. Verzlið hagkvæmt Skíðabúningar Póstsendum Laugavegi 13 — Sfmi 13508 Evrópsk samvinna f verki: AIRBUS RENNUR ÚT —breiðþota Evrópumanna þykir mjög vel heppnuð Airbus A 300 breiðþota SAS. Fyrsta SAS vélin af þessari gerð var skirð Snorri víkingur. Hin nýja evrópska breiðþota Airbus| A 300 virðist ætla að seljast vel. Þotan er byggð í Frakklandi en er samvinna v-| þýzkra, franskra, hollenzkra, enskra og spánskra verksmiðja. Evrópulöndin sameinuðust um flugvélarsmíðina til þess að veita bandarisku risunum Boeing og Douglas samkeppni, en þess- ar verksmiðjur hafa nánast einokað flugvélamarkaðinn undanfarin ár. Þessi nýja breiðþota tekur 240 far- þega og er tveggja hreyfla. Hún er spar- neytin og lágvær. Möguleiki er að innrétta þotuna þannig að hún taki 350 farþega í sæti, en slíkt gæti hentað i leiguflugi. Mörg flugfélög hafa pantað þessa gerð af þotum og m.a. SAS, eins og DB greindi fráá dögunum. SAS fyrirhugar að nota þotuna m.a. á flugleiðum| innan Skandinavíu og verður Airbusi fyrsta breiðþotan á þeim flugleiðum. Þá er einnig fyrirhugað að Scanair, dótturfyrirtæki SAS, noti Airbusþotur þar sem DC 8 þotur þær sem eru í eigu félagsins nú eru of háværar miðað við lög sem ganga í gildi á næsta ári. Alls hafa verið pantaðar 132 Air- busþotur og verksmiðjan í Frakklandi hefur þegar afgreitt 61 vél. Air France hefur 11 slikar þotur i sinni þjónustu og Lufthansa 7. SAS hefur pantað fjórar. Airbus var reynsluflogið fyrst árið 1974. Ný uppf inning: Plötuspilari án nálar Hollenzku Philipsverksmiðjurnar plötuspilurum er notaður örmjór lazer- plötuspilarar komi á almennan markað tilkynntu nú um helgina að þær hefðu geisli á hinum nýju plötuspilara snemma á næsta ári. Því er haldið framleitt plötuspilara án nálar. Philips. fram að hljómgæði hins nýja plötu- í stað hinnar hefðbundnu nálar i Framleiðandinn segir að hinir nýju spilara séu meiri cnmcð„gamlalaginu". Kanadísku selveiðamar að hefjast: KÓPARNIR MÁLAÐIR RAUDIR vemdunarmenn handteknir en aðrir fengu yf ir sig grænan lit veiðimanna Átta menn voru settir í fangelsi í Cap-Aux — Meules í Quebec fylki í Kanada, en mönnunum var gefið það að sök að trufla hinar árlegu selveiðar, sem nú eru að hefjast í Kanada. Sjö mannanna eru Bandarikja- menn, en einn Kanadamaður. Þeir voru handteknir á ísnum úti fyrir ströndum Nýfundnalands á föstudag, eftir að deilur brutust út meðal þeirra er mótmæla seladrápinu og lögreglu. Mennirnir komu fyrir rétt á laugar- dag en kváðust saklausir af öllum ákærum. Þeim var gert að greiða tryggingarfé, ættu þeir að sleppa. Mönnunum er gefið að sök, auk mótþróa við lögreglumenn í starfi, að hafa gert tilraunir til þess að mála skinn kópanna rauð, til þess að gera þau verðlaus.en bjarga þannig lífi þeirra. Lögreglan sagði að mennirnir.sem eru á aldrinum 19—47 ára væru nú að gera ráðstafanir til þess að safna saman tryggingarfé, en hverjum manni er gert að greiða tvö til þrjú þúsund dollara í tryggingu. Selveiðitíminn undan strönd Labrador hófst á laugardag, .en slæmt veður og mikill ís kom í veg fyrir að veiðarnar gætu hafizt eins og fyrirhugað hafa verið. Sex kana- dísk selveiðiskip og fjögur norsk bíða þess að veðrið lægi, þannig að hægt sé að hefja veiðarnar. , Greenpeacemenn eru einnig komnir á staðinn, en ekki er vitað til hvaða aðgerða þeir grípa til þess að reyna að koma í veg fyrir selveiðarnar. Liðsauki lögreglumanna hefur verið sendur á staðinn til þess að vera viðbúnir ef í odda skerst milli verndunarmanna og veiðimanna. Samkvæmt síðustu fréttum réðst hópur reiðra veiðimanna á mótmæl- endur og blaðamenn er þeir komu á flugvöllinn á Cap-Aux-Melues og sprautuðu grænni málningu yfir hópinn, þannig að málning er frjáls- lega notuð. veiðimaður drepur hörpuselskóp á I Lim við strendur Nýfundnalands. | ;sar veiðar valda árlega miklum imnaliirn #1 vr«vprnHiinnrmqnna

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.