Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.03.1979, Qupperneq 16

Dagblaðið - 12.03.1979, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. <1 a.»j Ahorfendur puuðuá þjálfarann — þegar La Louviere tapaði 2-4 fyrir Waterschei. Standard sigraði Lokeren 2-0 Áhorfendur púuðu óspart á þjálfara La Louviere þegar liðið tapaði fyrir Waterschei í La Louviere í Belgíu í gær. Vildu kenna honum um tapið gegn Waterschei. La Louviere sótti mjög í fyrri hálfleik undan nokkrum vindi og oft skall hurö nærri hælum við mark Waterschei, en inn vildi knötturinn ekki. 1 síðari hálfleik tók þjálfarinn á það ráð að setja Karl Þórðarson fram en hann hafði átt mjög góðan leik á miðj- unni. Tók einn sterkasta tengilið liðsins út af, De Tulveres, og setti sóknarmann í hans stað. Það var eins og við manninn mælt, flóðgáttir opnuðust og Waterschei skoraði fjögur mörk á aðeins sex mínútum, en La Louviere aðeins eitt — já, fimm mörk á sex mínútum, Dardeen, belgíski landsliðs- maðurinn hjá La Louviere skoraði og undir lokin bætti Gorez við öðru marki La Louviere. Áhorfendur voru mjög óánægðir og létu óánægjuna óspart í Ijós. Þorsteinn Bjarnason lék með þrátt fyrir meiðsli, sem hann hlaut i síðustu viku gegn FC Brugge — var í læknis- meðferð alla vikuna. En litum á úrslitin í Belgíu: Anderlecht—Berchem 2—0 Lokeren—Standard Liege 0—2 Winterslag—Lierse 4—3 Beershot—Courtrai 4—1 La Louviere—Waterschei 2—4 Antwerpen—FC Brugge 2—4 Waregem—Bevern 1 — 1 FC Liege—Molenbeek 0—1 Beringen—Charleroi 1—0 1 íslendingaslagnum í Lokeren fórlið Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, með sigur i viðureign við Arnór Guðjohnsen og félaga hans hjá Lokeren. Það var verðskuldaður sigur og átti Standard mun meira í leiknum, drifið áfram af leik Ásgeirs á miðjunni. V-Þjóðverjinn Kostedde skoraði fyrra mark Standard og Perzhomme bætti við öðru marki Standard. Beveren jafnaði undir lokin í viðureigninni við Waregem, eftir að hafa fengið á sig mjög slysalegt mark. Skotið að marki, þar fór knötturinn í leikmenn og síðan andlit eins varnarmanns Beveren og í markið. En aðeins fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Beveren. Staðan í Belgíu er nú: Beveren 22 42- -15 34 Anderlecht 22 52- -26 29 FC Brugge 22 33- -23 28 Standard 22 28- -18 27 Molenbeek 22 31- -23 26 Lokeren 22 28- -22 26 Waterschei 22 27- -21 25 Antwerpen 22 26- -23 24 Beerschot 22 30- -26 22 Beringen 22 25- -24 21 Winterflag 22 29- -30 21 Charleroi 22 23- 29 20 Lierse 22 26 31 19 Waregem 22 15- -30 17 Beerchem 22 13- -28 16 j FC Liege 22 .22- -35 14 La Louviere 22 30- -51 14 : Courtrai 22 14- -39 13 Júgóslavneski handknatt- leiksskólinn Ilandknattlcikssambandi Islands hefur borizt boð um að senda nemendur á júgóslavneska bandbolta- skólann. Boðið er fyrii þjálfaradcngra komna). Skólinn verður í baðstrandar- bænum PUI.A, dagana 23.-30. júní næstkomandi. Þátttakendur skulu bera allan kostnað sjálfir, sem er allur ferðakostnaður og að auki DM 450.- pr. viku fyrir uppihald. Nánari upplýsingar og óskir um þátttöku skulu hafa borizt stjórn HSÍ fyrir I. apríl nk. í pósthólf 864, 121 Reykjavík. 12 mörk Stefáns dugðu HK ekki gegn Val — Meistarar Vals sigruðu HK 22-20 að Varmá — Stefán Halldórsson skoraði 12 mörk fyrir HK íslandsmeistarar Vals lentu í erfið- leikum með nýliða HK í 1. deild ís- landsmótsins að Varmá í gær, — en Valsmcnn sigruðu 22—20 og það var ekki fyrr en Valsmenn brugðu á það ráð að taka Stefán Halldórsson úr um- ferð að þeir loks náðu að sigla fram úr og sigra. Náðu að brcyta stöðunni úr 14—14 í 17—14 og sigurinn var í höfn. Hinn 19 ára gamli bráðefnilegi Kópa- vogsbúi, Stefán Halldórsson, sýndi enn einn stórleikinn þó hann fengi litla að- stoð. Skoraði hvorki fleiri né færri en 12 mörk. Það er nú aðeins tímaspurn- ing hvenær hann leikur sinn fyrsta landsleik — og þegar svo verður mun Stefán áreiðanlega verða fastur maður i íslenzka landsliðinu. Valsmenn virkuðu nokkuð þungir að Varmá — rétt eins og hinir erfiðu leikir landsliðsmannanna á Spáni sætu enn í þeim. Það var jafnræði með meistur- unum og nýliðunum í fyrri hálfleik. Valsmenn þó ávallt fyrri til að skora en jafnt á flestum tölum. Staðan í leikhléi var 10—9 Val i vil. í byrjun síðari hálf- leiks komst Valur í 13—10 og virtist stefna i öruggan sigur. En Stefán var ekki á sama máli, hann skoraði þrjú mörk í röð og Hilmar Sigurgíslason, landsliðsmaður HK náði að jafna, 14— Sextán mörk Þor- leifs gegn Þrótti —og KA sigraði 29-25. KA sigraði Leikni 33-20 á laugardag Þorleifur Ananíasson — hinn knái línumaður KA frá Akureyri — var tolleraður af félögum sínum eftir 29— 25 sigur KA gegn Þrótti í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í gær- kvöld. Og engin furða — Þorleifur skoraði 16 mörk fyrir KA og sýndi stór- kostlegan leik. Fjölbreytt mörk, 8 úr vítum, hin úr hraðaupphlaupum og af línu. KA eygir því von um eitt af efstu sætunum í 1. deild eftir gott gengi undanfarið. Þróttur hins vegar er nú i HALLUR SlMONARSON Næstneðsta sæti 2. deildar og flest bendir nú til að Þróttur verði að leika aukaleik um sæti í 2. deild. Á laugardag vann KA síðan öruggan sigur á botnliði Leiknis í Höliinni, 33— 20. KA hefur undanfarið þotið upp iöfluna í 2. deild en staðan í 2. deild er nú: KR 13 8 2 3 307—254 18 Þór, Ak. II 7 1 3 223—195 15 KA 12 7 0 5 278—241 14 Ármann 12 6 2 4 253—240 14 Þór, Eyjum 12 6 2 3 206—207 14 Stjarnan 12 5 0 7 260—251 10 Þróttur 11 4 1 5 257—246 9 Leiknir 12 0 0 12 180—323 0 Lumenition YFIR 5000 BÍLAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur hefðu mælt með ágæti búnaðarins. Hefur þú kynnt þér kosti LUMENITION platínulausu kveikjunnar? HABERG h£ Sketfunní 3e*Simí 3*334 Lumenition VERÐHÆKKUN Á NÆSTU & SENDINGU ^ Meðan nýkomnar birgðir endast getum við boðið LUMENITION á kr. 32.000. Verð búnaðarins hefur verið stöðugt erlendis í tæp 3 ár, en því miður hafa framleiðendur nú tilkynnt verðhækkun, útsöluverð búnaðarins hér sem hækka mun um 8 þús. krónur, miðað við núverandi gengi. HABERGhf Skeifunni 3e*Simí 3*3345! 14. Þá brugðu Valsmenn á það ráð að taka Stefán Halldórsson úr umferð og leikur HK riðlaðist. Valur komst í 17— 14, síðan 20—16 en lokatölur urðu 22—20. Það er ávallt ferskleiki yfir leik HK en liðið skortir svo tilfinnanlega reynslu, meiri breidd. Skemmtilegir og frískir einstaklingar, Stefán Halldórs- son — eitt mesta el'ni er fram hefur komið lengi, Hilmar Sigurgíslason, Jón Einarsson, Kristinn Ólafsson og Einar Þorvarðarson markvörður. Allt skemmtilegir leikmenn. En HK átti ekki svar við reynslu og breidd Valsmanna. Það kom á óvart að landsliðsmarkvörðurinn Ólafur Bene- diktsson lék ekki. Þeir Brynjar Kvaran og Jón Breiðfjörð stóðu í marki Vals. Jón Pétur var sterkastur Valsmanna, Steindór drjúgur á línunni og Jón Karlsson öruggur í vítaköstunum. Hins vegar bar lítið á Bjarna Guðmundssyni —hornamanninum skemmtilega — en hann hefur enn ekki náð sér fyllilega eftir meiðslin sem hann hlaut á Spáni. Jón Pétur Jónsson skoraði flest mörk Valsmanna, 6, en honum brást bogalistin illilega í vítakasti í upphafi leiksins. Einar Þorvarðarson varði frá Jóni Pétri, sem fékk knöttinn aftur en aftur varði Einar — nei, Jón Pétur á ekki að taka viti. Jón Karlsson tók síðan viti Vals og skoraði 5 mörk, þar af 4 víti. Steindór Gunnarsson skoraði 4 mörk, Þorbjörn Jensson 3, Stefán Gunnarsson 2, Bjarni og Brynjar Harð- arson 1 mark. Hjá HK skoraði Stefán 12 mörk — þar af 5 víti. Friðjón Jónsson 2 mörk, Kristinn Ólafsson og Jón Einarsson 2 hvor. Karl Jóhannsson og Hilmar Sigurgislason 1 mark hvor. Þeir Rögn- valdur Erlingsson og Guðmundur Kol- beinsson dæmdu. H.Jónsd. Einar Magnússon, hefur stokkið upp of skoti framhjá varnarmanni og i netinu lá I Tvöfalt hjá Bir á Þorramóti —en Sigurður Jónsson varð i Björn Olgeirsson, hinn bráöefnilegi Húsvíkingur, sigraði bæði í svigi og stórsvigi á Þorramótinu, sem fram fór á ísafirði um helgina. Þorramótið er jafnframt punktamót og Björn hefur nú örugga forustu í bikarkeppninni, með 89 stig. Sigurður Jónsson var meðal keppenda i sinni heimabyggð en honum gekk afleitlega, varð úr leik bæði í svigi og stórsvigi en i sviginu náði hann beztum tíma i fyrri umferð. Á laugardaginn var keppt i svigi og þá var veður mjög gott en daginn eftir, í stórsviginu, hafði veður versnað og gekk á með éljum. Isfirðingar tóku nú í fyrsta sinn í notkun tölvu, sem sýnir strax öll úrslit á sjónvarpsskermi og eru siðan geymd á segulbandi. Bræðurnir Hálfdán og Örn Ingólfssynir hönnuðu þessi tæki. Steinunn Sæmundsdóttir úr Reykjavík var einnig sigursæl á ísa- firði. Rétt eins og Björn varð Steinunn tvöfaldur sigurvegari — sigraði bæði i svigi og stórsvigi. Úrslit á ísafirði urðu sem hér segir. Úrslit í svigi karla: 1. Björn Olgeirsson H. 49.84—47.91 97.75. 2. Valdimar Birgisson í. 51.14—48.68 99.82. Magdeburg í úrslitin Fyrri leikirnir í undanúrslitum austur-þýzku bikarkeppninnar í knattspyrnu voru háðir á laugardag. Dynamo Berlin sigraði Dynamo Dresden 1—0 í Bcrlín og Magdeburg sigraði Leipzig 5—1 á heimavelli. Siðari leikirnir i undanúrslitum verða háðir 31. marz. 3. Kristinn Sigurðsson. R. 4. Karl Frimannsson A. 5. Einar V. Krístjánsson í. 6. Arnór Magnússon í. 7. Tómas Leifsson A. 8. Valþór Þorgeirsson H. 51.92— 49.07 50.92— 50.10 52.16—49.47 51.71-r-50.69 52.37—50.28 52.33—51.22 100.99. 101.02. 101.63. 102.40. 102.65. 103.55 11 luku keppni af 23. Úrslit isvigi kvenna: 1. Stcinunn Sæmundsdóttir R.46.89—46.31 2. Ása Hrönn Sæmundsd. R. 47.95—47.53 3. Halldóra Bjömsdóttir R. 48.49—47.43 4. Nanna Leifsdóttir A. 49.25—47.33 93.20. 95.48. 95.92. 96.58. 8 luku keppni af 9 Úrslit í stórsvigi kvenna: l.Steinunn Sæm.indsd. R. 51.82—50.80 2. Nanna Leilsdouir A. 51.55—51.43 3. Ása Hrönn Sæmundsd. R. 53.33—51.18 53.53—51.73 102.62. 102.98. 104.51. 105.26. 67.36— 64.45 68.93 —63.43 68.20—65.96 66.85—67.54 68.61—66.03 68.91—65.76 68.37— 66.77 68.14—67.00 131.81. 132.36. 134.16. 134.39. 134.64. 134.67. 135.14. 135.14. 4. Halldóra Björnsd. R. 6 luku keppni af 9. Úrslit istórsvigi karla: 1. Björn Olgeirsson H. 2. Einar V. Kristjánsson í. 3. Haukur Jóhannsson. A. 4. Bjarni Sigurðsson. H. 5. Valdimar Birgisson. I. 6. Valþór Þorgeirsson H. 7. Hafþór Júlíusson R. 8. Finnbogi Baldvinsson A. 12 luku kcppni af 120 Alpatvikeppni unnu: Steinunn Sæmundsdóttir og Olgeirsson. Staðan í bikarkeppni skíðasambands Íslands er nú þessi: Kvennaflokkur: Steinunn Sæmundsdóttir R. Nanna Leifsdóttir. A. Ása Hrönn Sæmundsdóttir R Hrefna Magnúsdóttir A. Halldóra Björnsdóttir R. Björn 115 stig 109 stig 55 stig 44 stig 41 stig ■ Karlaflokkur: Björn Olgeirsson H. Haukur Jóhannsson A. Sigurður Jónsson. í Tómas Leifsson A Karl Frímannsson A 89 stig 66 stig 50 stig 48 stig 47 stig Þorri

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.