Dagblaðið - 12.03.1979, Side 21

Dagblaðið - 12.03.1979, Side 21
21 DAGBLADID. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979._ TRÚÐAR Á LEKSVKH LÍFSINS fstenzka óperon — Pagliocci, Háskólobíói, 11. morz Mikið hefur verið rætt, deilt og ritað um íslenzka óperu að undan- förnu og hefur helst til mikið verið talað um það hvort opinberir aðilar hafi sinnt „óperuskyldu” sinni á undanförnum árum, en minna gert að því að benda á raunhæfar leiðir til að búa í haginn fyrir íslenzka óperu i framtíðinni. Ég held að allir þeir sem tekið hafa þátt i þessari umræðu hafi verið sammála um það að ópera ætti fyrir alla muni að vera þáttur af tónlistarlífi landsmanna, en ekki hafa menn verið á eitt sáttir um það hvernig óperuflutningur skyldi fram- kvæmdur og af hverjum. Mér sýnist sem mergurinn málsins sé sá að þótt okkar ágæta Þjóðleikhús hefði yfir nægu fjármagni að ráða til uppsetn- ingar á einni eða fleiri óperum árlega, þá sé húsið sjálft svo ásetið að erfitt verði að koma slíku fyrirtæki þar fyrir með góðu móti. Sama á raunar við um ballettflokkinn. Ævintýralegar upphæðir Talað hefur verið um að reisa sérstakt óperuhús, en meðan list- stofnanir berjast í bökkum og sér ekki fyrir endann á fjármálavanda þeirra, þá þýðir ekki að hugsa í svo ævintýralegum upphæðum. Bráða- birgðalausn gæti verið að sjá föstum óperuhópi og ballettflokknum fyrir sér-húsnæði til æfinga og flutnings verka einhvers staðar nálægt Þjóð- leikhúsinu og gæti það húsnæði orðið vísir að öðru sviði hússins. En þetta er samt sem áður spurning um margar milljónir og það er ávallt til- hneiging hjá rótgrónu leikhúsi að draga taum leikverka á kostnað annarra greina, eins og óperu og balletts. Endanlega er hagur óperu og balletts ekki tryggður nema með sérstökum stofnunum helguðum þessum greinum. Mikið afrek Að vonum hefur margt óperu- áhugafólk verið óhresst með þróun mála og einhvern tímann var stofnað óperufélag sem átti að starfa á svipuðum grundvelli og Tónlistar- félagið, en það lognaðist út af, enda er það mikið afrek fyrir áhugahóp að halda slikri starfsemi gangandi. En menn leggja ekki upp laupana, — sem betur fer, því á síðasta ári var formlega stofnuð íslenzka óperan, að tilhlutan Garðars Cortes og annarra hreystimenna og nú í gærkvöldi var frumsýnt fyrsta verkefni hennar Pagliacci eða Farandtrúðarnir eftir Leoncavallo í Háskólabíói en hún hefur áður verið flutt í Þjóðleik- húsinu. Kostir þeirrar óperu fyrir lítinn óperuflokk eru augljósir, hún er tiltölulega stutt, aðeins i tveim þáttum og sviðsbreytingar þurfa ekki að vera miklar. Áður fyrr var hún jafnan sýnd í samfloti með Cavalleria rusticana Mascagnis, enda voru þessi tvö verk talin boðberar „verismo” eða raunsæis í óperu og voru til samans kallaðar „Cav — Pag” stykkið. Sjónarspil lífsins Hvorugum þeirra Mascagno eða Leonacavallo tókst síðar að skrifa verk sem nálgaðist þessi hvað vinsældir siierti enda fór þá stjarna Puccinis hækkandi eftir frumflutning ,,La Bohéme” árið 1896 og skyggði á þá Mas-Leon. Raunsæi Farandtrúðana felst í því að Leoncavallo byggir söguna á atburði sem gerðist á uppstigningar- dag Maríu, 15. ágúst 1865 í Kalabríu en þá réði leikari konu sinni bana að sýningu lokinni. Faðir Leoncavallos var dómari er morðinginn kom fyrir rétt. Efnið býður að sjálfsögðu upp á lúrvinnslu hugmynda um „sjónarspil lífsins” og notfærir Leoncavallo sér þær til hins ítrasta. Persónur eru farandleikararnir og hjónakornin Canio og Nedda, sem ferðast um landsbyggðina og flytja hina hefð- bundnu gamanleiki um Harlekin, Kólúmbínu og Pagliaccio ásamt öðrum. En Canio karlinn er afbrýðis- samur í meira lagi og konu sinni harður húsbóndi, en Nedda vill losna úr þessari ánauð og njóta lífsins. Reiði og af brýði Hún hittir ungan sveitamann, Æ® í íslenzka óperan hefur lyft Grettistaki með því að búa i haginn fyrir íslenzka óperu í framtíðinni. — Sviðsmynd úr Paliacci -DB-mynd Bjarnleifur. Tónlist AÐALSTEINN INGÖLFSSON Silvíó sem vill ólmur giftast henni og taka hana með sér, Nedda samþykkir með orðunum ,,í kvöld verð ég þin”. Leikarinn Tóníó heyrir þetta og aðvarar Canio sem bregst hinn versti við. Bregður hann hnífi og hótar konu sinni öllu illu segi hún ekki hver ástmögur hennar sé. Leikararnir Tóníó og Beppe halda aftur af honum því leikrit þeirra er um það bil að hefjast. Verður Canio að leika sitt hlutverk, hvað sem tautar og raular, þótt hann sé nær örvita af afbrýði - semi og reiði. „Vesti la giubba” (Klæðumst leikskrúða) syngur hann og bætir við hæðnislega , ,Ridi, Pagli- accio” (Hlæðu nú, trúður). í leik- ritinu gengur svo ýmislegt á sania veg og hafði gerst fyrir sýninguna, þ.e. Nedda leikur Kólumbínu sem bíður ástmanns síns Harlekíns, sem Beppe leikur, meðan Pagliaccio (Canio) er í burtu. Pagliaccio kemur óvænt og heyrir þá Kólumbínu segja „í kvöld verð ég þin” við Harlekín, sömu orð og Nedda hafði sagt við Silvió. Tryllist þá Caníó, — lif og list verða eitt, — og rekur Neddu á hol er hún vill ekki segja hver ástmaður hennar er í alvöru. Silvíó kemur til hjálpar og er einnig drepinn af Canio. Canio hrópar síðan: „Gamanið er búið” og þannig endar leikurinn. Mikill sigur Hvernig tókst svo hinni ungu íslensku óperu að gera þessu verki skil og sanna enn einu sinni tilverurétt óperunnar hér norður í Dumbshafi? Það hefur verið til siðs að skrifa um fyrirtæki af þessu tagi með ýmsum fyrirvörum og þann pól verður enn að taka í hæðina. Há- skólabíó er þegar allt kemur til alls, ekki ópieruhús (og varla hljómleika- salur, eftir því sem tónlistarmenn segja...) og hér er fólk mest af áhuga og elju, án þess að hafa annað upp úr krafsinu en ánægjuna. Með a.m.k. annað augað á þeim meinbugum, verður ekki annað sagt en að sýningin á Pacliacci hafi verið mikill sigur, bæði fyrir hópinn og hinn ötula söngstjóra og altmulig- mann, Garðar Cortes. Leikmynda- teiknari, Jón Þórisson tók það ráð að skapa einfaldan og stíliseraðan sviðs- búnað, að mestu í ljósum litum og eflaust afar meðfærilegan, þar sem allt Grease-liðið beið lafmótt eftir að komast inn í salinn eftir óperuna. Lrflegur kór Sömuleiðis voru búningar hans ásjálegir en lýsing var aftur á móti frumstæð, svo þessi búnaður naut sín ekki sem skyldi, enda eflaust við ramman reip að draga í kvikmynda- sal. Kórinn var prýðilega æfður og líflegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og hefur Ingibjörg Björns- dóttir séð til þess að menn þvældust ekki hver fyrir öðrum á þessu litla sviði. í aðalhlutverkum reynir að sjálfsögðu mest á þau Neddu og Canio, en þau hlutverk sungu þau Elín Sigurvinsdóttir og Magnús Jóns- son, en Ólöf Kolbrún Harðardóttir mun síðan taka við Neddu. Að öðrum ólöstuðum, þá held ég að Elín hafi komið einna mest á óvart með háskala sópran og skemmtilegum leikrænum tilburðum og er sýnilegt að hún á erindi í fleiri stór hlutverk. Magnús hefur löngu sannað hve traustur söngvari hann er og gerði Canio skil með miklum ágætum nema hvað samspil þeirra hjóna i „leikatriðinu” hefði getað verið líflegra. Með tilþrifum Hlutverk Tonios er talsvert erfitt, þar eð flest er honum andsnúið, — útlitið, Nedda, innrætið og þar með áhorfendur og reynir mikið á lát- bragðshæfileika. Halldór Vilhelms- son var aðeins taugastrekktur i fyrsm, en hökti svo af hjartans lyst og söng með tilþrifum það sem eftir var leiksins. Peppe-Harlekín var hins vegar ekki eins vel framinn af Friðbirni G. Jónssyni og vantaði mikið á að hann sýndi af sér þá „vivezza” sem til þurfti. Svona meðan maður er að sletta ítölskunni, þá var hvimleitt að sjá í sífeilu minnst á óperuna sem „II Pagliacci” eða „hann farandtrúðarnir”, í sum- um blöðum í vikunni. Ekki stóð til að Silvio léki stórt hlutverk í leiknum sem aðdáandi Neddu, en Hákon Oddgeirsson hefði samt rnátt leggja aðeins meira i sönginn. Hins vegar var ástardúett þeirra Silvios og Neddu vel sunginn. Óþarfi fannst ,mér svo að drífa leikara á svið til að segja söguna, — slíkt má auðveldlega gera á réttum stað í prógrammi. En ég vil endurtaka, þetta er Grettistak sem þau Garðar Cortes, Þuríður Pálsdóttir leikstjóri og söng- fólkið hafa lyft og er vonandi að opinberir aðilar komi á móti þeim og hjálpi til að stíga næsta skrefið. EFNIOG ÚRLAUSNIR Alþýðuleikhúsið: NORNIN BABA-JAGA Barnaleikrit eftir Jevgení Schwartz Þýöing: Ingibjörg Haraldsdóttir Leikstjórn: Þórunn Siguröardóttir Leikmynd og búningar: Guörún Svava Svavarsdóttir Það er ekki laust við að sé barnaár! Tvö barnaleikrit voru frumsýnd í bænum á laugardag, annað í Alþýðu- leikhúsinu í Lindarbæ, hitt nýr brúðuleikur í Leikbrúðulandi, hvor tveggja rússnesk verk. Og eru þar með komnar upp fimm barnasýning- ar það sem af er árinu. Það er nú vonandi að ekkert gam- aldags foreldri taki upp á því að ótt- ast að verið sé að predika bolsévism fyrir börnunum þótt leikin séu rúss- nesk leikrit. Annað eins hefur raunar skeð þegar barnaefni er annarsvegar! En bæði nornin Baba-Jaga og brúðu- leikurinn Gauksklukkan eftir Soffíu Prókofievu eru í eðli sínu ofur-venju- legir barnaleikir, samdir upp úr ævintýraefni og halda að áhorfand- anum augljósum, hollum og góðum siðaskoðunum eða boðskap. í báðum leikjum sigrast fulltrúar vinnusemi og skyldurækni, heiðarleika og góðvildar á makt myrkranna sem upp rís í leikj- unum til að fyrirfara heilbrigðu lífi. Og í báðum leikjum er sagan sögð með einföldu, gamansamlegu móti sem um leið býður upp á ívið iburðar- lega meðferð á sviðinu, skrautlega og ævintýralega umgerð um hið einfalda frásagnarefni. Ugglaust gætu báðir þessir leikir, hvor með sínu mótinu, orðið tilefni venjubundinna skraut- og skemmtisýninga fyrir börn. Mamma og nornin En sem betur fer eru kringum- stæður Alþýðuleikhússins ekki slikar að þær kalli á meiri íburð en hófi gegnir, og raunar var ekki meir en svo að hið Iitla svið rúmaði leikinn þegar mest fór fram þar. En leik- mynd og búningar Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur hygg ég að haglega hafi leyst vanda sýningar við þessar kringumstæður — hvernig sem ung- um áhorfendum gengur að meðtaka þá náttúru- og dýrafræði sem um- hverfislýsing og persónugerð í leikn- um endanlega helgast af. Það má kannski einu gilda. Mestu varðar að Jevgení Schwarz er höfundur sem raunverulega lætur að yrkja fyrir börn, ævintýraleikur hans um Böbu- Jögu er aðlaðandi og skemmtilegur skáldskapur í sínu látlausa sniði. Hin tvö máttarvöld sem takast á í leikn- um, nornin ill og svört úti i dimmum skógi, og móðirin góða, Vassilísa vinnusama sem aldrei gefst upp ráða- laus en sér leið úr hverjum vanda, eru persónugerðir sem hverju barni liggja í augum uppi, hvað sem sögulegu umhverfi þeirra líður. Og siðferðislega efnið er allt á hreinu án þess neitt sé verið að pre- dika fyrir áhorfandanum. Það er t.a.m. ljóst að strákar Vassilísu rata í klær á norninni af þvi að þeir i barna- skap sínum hafa fengið rangar hug- myndir um lífið og heiminn og halda þar með þeir séu hetjur. Nornin bíður ósigur að lokum þrátt fyrir allan sinn mátt af því að hinn illi stendur end- anlega einn uppi, illskan er heimsk, valdi hennar takmörk sett af hennar eigin takmörkunum. Þannig sigrast ljósið á myrkrinu, maðurinn á mátt- arvöldum umhverfis síns, menningin á náttúrunni — eða hvernig rhenn nú kjósa að leggja út fyrir sér glaðan og bjartsýnan siðaboðskap leiksins. Og nornin illa er handsömuð og lögð undir sameiginlegan dóm manna, byggðin nemuróbyggðinaásitt vald. Það hygg ég að áhorfendur Alþýðuleikhússins og sýningin sjálf njóti góðs af þvi nábýli sem verður i Lindarbæ með leikendum og áhorf- endum — þrátt fyrir hið flata salar- gólf sem alltaf er til ama fyrir áhorf- endur og að sjálfsögðu verst fyrir börnin. En sviðsetning og leikmáti virtist mér stílað upp á að tala beint til áþorfandans, segja og umfram allt sýna honum svo skýrt sem verða mátti það sem mestu skipti í leiknum. Þar kvað eins og vænta mátti mest að þeim tveimur kvenmyndum sem allt snýst um, móður og norn, Margréti Ólafsdóttur og Helgu Thorberg. Helga var verulega aðsópsmikil í gervi Böbu-Jögu — hræðileg og hæðileg i senn eins og við átti. End- anlega á nornin k&nnski bara bágt; það er svo erfitt og leiðinlegt hlut- skipti að vera alltaf illur og vondur. Mér virtist sem sé Þórunn Sigurð- ardóttir leikstjóri leysa farsællega sitt gefna viðfangsefni við kringum- stæður Alþýðuleikhússins og áhöfn alþýðuleikara gera efnivið leiksins og hlutverkanna að flestu leyti ánægju- leg skil. Annað mál er það hvort við- Leiklist ÖLAFUR JÓNSSON fangsefnið sé rétt þrátt fyrir sína aug- ljósu kosti, þann aðlaðandi skáld- skap sem Baba-Jaga ótvírætt er. En er ekki í fyrstu röð á verkefnaskrá Alþýðuleikhússins að beita sér fyrir nýjum yrkisefnum og nýstárlegum úrlausnum leiks á sviði, Iika fyrir börn? Hér var bæði yrkisefnið og úr- lausn þess af ætt og eðli hefðbund- innar barnasögu, og sýningin fór að sínu leyti troðna slóð hinna bestu barnasýninga atvinnu-leikhúsanna, — þeirrar leikbússtofnunar sem Al- þýðuleikhúsið í orði kveðnu vill rísa gegn og gagnrýna. Það hlýtur líka að gilda á leiksýningum fyrir börn. Brúður á sviði Skyldi vera mjög erfitt að komast yfir duganlega leiktexta fyrir brúðu- leikhús? Ég hef að vísu ekki fylgst vel með starfmu i Leikbrúðulandi. En á frumsýningu þess á laugardaginn fannst mér eins og áður þegar ég hef komið þar meira gaman að brúðun- um sjálfum en meðferð þeirra og úr- lausnarefnum i leik. Leiksagan í Gauksklukkunni held ég sé fjarska langsótt fyrir íslensk börn og um leið klúðursleg, svo barnslega einfalt sem frásagnarefnið þó er. Leikbrúðuland stílar að svo komnu ekki upp á meir en einfalda skemmtun fyrir yngstu börnin og getur að ég ætla gengið að gefnum áhuga og eftirtekt áhorfenda sinna. En vitanlega skiptir miklu að hafa upp á yrkis- og viðfangsefnum sem sumpart henti kröftum brúðu- leikhússins sjálfs og sumpart og ekki síður notist sem best hinum ungu áhorfendum. Þarf ekki á leikskáldi að halda í Leikbrúðulandi — nóg eru efnin að yrkja úr i þjóðsögunum, til dæmis. Auðvitað starfar Leikbrúðuland við frumstæðar aðstæður í húsum æskulýðsráðs við Fríkirkjuveg og sjálfsagt þröngan fjárhag. Ég veit ekki hvort má með sanngirni ætlast til mikillar þróunar i leik- óg sýning- artækni við kringumstæður leik- flokksins, en virðist sem sé að leiktæknin og yrkisefnin hafi um sinn orðið á eftir sjálfri brúðugerðinni. Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu. DB-mynd Bjarnleifur. Líkast til ér mest um það vert að í Leikbrúðulandi er af áhuga og ósér- plægni unnið að nýstárlegum viðfangsefnum fyrir okkur, nýjungum sem fyrr en varir geta notast á reglulegum leiksýningum eins og sýnir sig í barnaleikritinu Krukkuborg í Þjóðleikhúsinu i vetur. En víst væri gaman ef brúðuleikurinn tjálfur kæmist til meiri þroska en ýning Gauksklukkunnar bendir til í Leikbrúðu landi. Hvað sem þessum álitaefnum liður hygg ég að Gauksklukkan sé vel /andað verk eftir getu og kringum- itæðum Leikbrúðulands og bar heldur ekki á öðru en áhorfendur tækju leiknum með þökkum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.