Dagblaðið - 14.03.1979, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979.
mmiABw
fijálst'áháð daghlað
Útgefandi: Dagblaðið ht.
Framkvnmdaatj&H: Svelnn R. Eyl&Hason. RHatj6H: J6na> KristjAnaaon.
FrAttaatjárí: J6n Blrglr Páturaaon. RHatjámarfultriU: Haukur Helgaaon. SkrtfatotuatjóH ritatjámar
Jóhannea RsykdaL iþráttlr Hallur Sknonaraon. Aðatoðarfréttaatjórnr Atll Stslnarason og Ómar VaktL
marason. Menningarm&l: Aðototalnn Ingötfsson. Handrit: Asgrimur Pktoson.
Btoðamsnn: Anna Bjameson, Asgalr T6masson, Bragl Slgurðsson, D6ra Stafánadáttlr, Gtosur Slgurða-
son, Gunnlaugur A. Jönaaon, Halur Halsaon, Halgl Péturaaon, Jónaa Haraldaaon. Ótatur Gairaaon,
Ótofur Jðnaaon. Hönnun: Guðjðn H. PHsson.
L ðamyndir Aml PHI Jóhannaaon, BjamlaHur BJamtoHaaon, Hðrður Vlhjáknaaon, Ragnar Th. Slgurða-
son, Svsinn Þormóðsson.
Skrtfatofuatjðri: Ótofur EyjðHsaon. Gjaldkori: Prákin PoriaHaaon. Sökiatjöri: Ingvar Svalnsaon. DraHlng-
aratjðrt: Már E.M. HaHdóraaon.
RHatjðm Slðumúla 12. Afgralðata, áskrtttadeild, auglýalngar og skrifstofur Þ vertrohl 11.
Aðataknl blaðakta ar 27022 (10 Knuri. Aakrift 3000 kr. á mánuði ktnantonda. I lausaaöki 1S0 kr. akitakið.
Setnkig og umbrot Dagbtoðlð hf. Sfðumúla 12. Mynda- og plötugarð: Hllmk hf. Slðumúla 12. Prantun:
Arvakur hf. SksHunnl 10.
Ekki enn fallin
Oft hefur verið hrópað úlfur, úlfur
— í spám manna um lífdaga ríkis-
stjórnarinnar. Nógu oft til þess, að fólk
er hætt að trúa, þótt nú sé enn einu
sinni sagt, að ríkisstjórnin sé fallin.
Óneitanlega er hún núna nær því að
falla en nokkru sinni áður. Forsætisráðherra neyðist
til að leggja efnahagsmálin fyrir alþingi sem sitt eigið
frumvarp, ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar.
í dag lítur svo út, sem frumvarpið muni aðeins
njóta stuðnings minnihluta á alþingi, þingmanna
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Alþýðubandalag
og Sjálfstæðisflokkur geta ekki fallizt á frumvarpið.
En málin er ekki svona einfalt. Frumvarpið
verður væntanlega borið upp á alþingi lið fyrir lið. Þá
hlýtur Alþýðubandalagið að fallast á alla liði þess
nema verðbótakaflann.
Þar við bætist, að Sjálfstæðisflokkurinn getur
fallizt á suma liði þess, til dæmis hugsanlega verðbóta-
kaflann. Það er því ekki óhugsandi að frumvarpið nái
fram að ganga í heild. Hinn möguleikinn er sá, að
verðbótakaflinn einn verði felldur.
Sennilega mundi það duga ríkisstjórninni betur til
framhaldslífs, að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði
verðbótakaflanum. Erfitt er að sjá, að Alþýðubanda-
lagið geti setið áfram í ríkisstjórn á verðbótakafla, sem
knúinn hefur verið í gegn með atkvæðum Sjálfstæðis-
flokksins.
í hamagangi síðustu daga hefur komið í ljós
djúpstæður klofningur í Alþýðubandalaginu milli
ráðherra þess annars vegar og Lúðvíks Jósepssonar og
Ólafs Ragnars Grímssonar hins vegar. Þar hafa hinir
síðarnefndu reynzt sterkari vængurinn.
Hvað eftir annað hafa ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins sýnt sáttfýsi í ríkisstjórninni. Hvað eftir annað
hefur flokkur þeirra síðan rekið þá öfuga til baka með
ný fyrirmæli.
Þyngstu sporin gengu ráðherrar Alþýðubandalagsins
í gær, þegar þeir voru sendir af fundi framkvæmda-
stjórnar, þingflokks og verkalýðsmálaráðs flokksins á
ríkisstjórnarfund til að lýsa algerri andstöðu við verð-
bótakaflann, sem þeim hafði láðst að gera fyrirvara
um á fundum ríkisstjórnarinnar um helgina.
Enn er mögulegt, að stjórnarflokkarnir nái með sér
samkomulagi um þennan kafla á næstu dögum, áður
en til atkvæðagreiðslu kemur á þingi. Þar með gæti
ríkisstjórnin verið áfram við völd, — um sinn.
Ekki er líklegt, að Sjálfstæðisflokkur vilji hefja
viðræður við Framsóknarflokk og Alþýðuflokk um
myndun nýs meirihluta á alþingi. Miklu trúlegra er, að
flokkurinn sækist eftir nýjum kosningum.
Lúðvík Jósepsson og sterki armurinn í Alþýðu-
bandalaginu eru einnig óhræddir við kosningar. Þar af
leiðandi er spurningin sú, hvort Framsóknarflokkurinn
og einkum Alþýðuflokkurinn leggi út í kosningar
einmitt núna.
Þessir flokkar hafa verið að tapa fylgi að undan-
förnu. Raunar má segja, að flótti sé brostinn í kjós-
endalið Alþýðuflokksins. Þess vegna mætti ætla, að
flokkurinn reyndi fremur að semja, en standaand-
spænis nýjum kosningum.
Dæmið er einnig unnt að hugsa á hinn veginn. Ráða-
menn Alþýðuflokksins gætu hugsað sem svo, að síð-
búin festa flokksins gæti endurheimt kjósendur, sem
studdu flokkinn í síðustu kosningum.
Á þessu stigi er aðeins unnt aö hugleiða mögu-
leikana, eins og hér hefur verið gert. Hreina spá er ekki
unnt að leggja fram. En Ijóst er þó, að ríkisstjórnin
þarf ekki að vera fallin, þótt hún hangi núna aðallega
saman á ósamlyndinu!
Kampútsea á valdatímum Rauðu Khmeranna:
Helvíti á jörðu
— að því er f ram kemur í skýrslu Sameinuðu þ jóðanna — ástandið hefur
batnað eftir að Víetnamar steyptu stjóm Poi Pots
Valdataka Rauðu Khmeranna í
Kampútseu í apríl 1975 var upphaf
helvítis á jörðu, þar sem a.m.k. 100
þúsund manns létu lífið, að því er
segir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna
um ástandið i Kampútseu.
Einn þeirra milljóna Kampút-
seumanna, sem neyddur var til
þess að yfirgefa heimabæ sinn og
vinna nauðungarvinnu á lands-
byggðinni lýsti því að á göngu sinni
til sveitar hefði mátt sjá barnslik á
u.þ.b. 200 metra fresti. Flest þeirra
höfðu dáið af magaverkjum, sem or-
sökuðu ofþurrkun líkamans.
Borgirnar voru tæmdar í þessari
útrýmingarherferð. Samkvæmt
upplýsingum læknis var barnadeild
sjúkrahúss nánast breytt í
almenningsgröf, þar sem enginn sá
um að gefa börnunum mat. Rauðu
Khmerarnir ráku lækna og
hjúkrunarfólk burt af sjúkra-
húsunum og þeir sem nýlega höfðu
gengizt undir aðgerð dóu vegna þess
að enginn sinnti þeim.
Ástandið hefur
batnað eftir
að stjórn Pol Pots
var steypt
Nefnd á vegum Sameinuðu
þjóðanna sem fjallar um
mannréttindi hefur haft þessa skýrslu
til meðferðar, en skýrslan er unnin á
vegum stjórna Ástralíu, Bretlands,
Kanada, Noregs og Bandaríkianna.
Særður thailenzkur hermaður eftir átök við landamæri Kampútseu.
HAGBITAR
Það má með nokkrum sannindum
segja, að vart hittast hér á landi tveir
menn úr sömu starfsgrein, að þeir
geri ekki samsæri gegn þjóðfélaginu.
Á íslandi hefur myndazt sérstætt
þjóðfélag, sem byggist á lauslegu
sambandi hagsmunahópa, sem
skekja vopnin framan í hver annan
og ekki sizt framan í samnefnara
hópanna, stjórnvöld landsins. 1
hverjum hópi ná þeir völdum, sem
hæst láta og mest krefjast. Sá, sem
hefur yfirsýn yfir þjóðarhagsmuni, er
beinlínis fatlaður í baráttu um völd-
in. Hóparnir eru búnir að hlaða um
sig grjótgarða, og fundir fara í yfir-
boð og í að sannfæra viðstadda um
ágæti málstaðarins. Gagnrýni má
ekki heyrast, hún slævir baráttuvilj-
ann. En hóparnir eru í raun veikir,
þótt stjórnvöld séu hrædd við þá.
Finnbogi rammi lét kasta út síðasta
mörsiðrinu úr Borgarvirki. Umsátr-
inu var þá aflétt, því féndur hans
töldu hann hafa gnægð matar.
Verðbólgan (af innlendum toga) er
á vissan hátt mælieining fyrir vopna-
brakið. Hún er jafnframt mælieining
á sóun þjóðarverðmæta og mælir
einnig á vissan hátt þá orku, sem fer i
innbyrðis átök. Þeir aðilar, sem
kynda þessa elda eða sóa verðmætum
á annan hátt, eru hælbítar á hagvöxt-
inn eða „hagbítar”. Hverjir eru hag-
bítarnir?
Hagbítar allra
landa sameinizt?
Verðbólgan er lúmskt tæki til að
kollsteypa frjálsu markaðshagkerfi,
enda hafa stjórnmálaspekúlantar af
þýzkum heimspekiskóla frá siðustu
öld fyrir löngu komið auga á það.
Efnahagslegt volæði er kjörinn jarð-
vegur fyrir byltingar og sýnir í reynd
fram á veikleika opins hagkerfis.
Lúddarnir hér á landi hafa auk þess
barið haus við stein og neitað að
viðurkenna staðreyndir um fiski-
skipaflota og afrakstursgetu ís-
lenzkra fiskstofna.
Lúddarnir og útsendarar þeirra
hafa einnig unnið markvisst gegn
þeim hagstjórnartækjum, sem jafnað
geta þær sveiflur, sem stafa frá sjáv-
arútvegi. Með gífurlegri offjárfest-
ingu í fiskiskipum og öfugum rekst-
urskostnaði hefur tekizt að bíta
drjúgt af íslenzkum hagvexti.
í „Fiskiskiptaáætlun I” (Fram-
kvæmdastofnun ríkisins, desember
1977) stendur orðrétt: „Sóknin í is-
lenzka þorskstofninn var árið 1975
fimm sinnum meiri en hagkvæmasta
sókn, þar af var sókn íslendinga um
sjötíu prósent”. Nú er auk þess fyrir-
sjáanlegt að þorskaflinn verður
næstu ár hundrað og fimmtíu til tvö
hundruð þúsund sinnum minni en
hann gæti verið ef „jafnstöðuafli”
væri tekinn og það vegna ofveiði.
Það er nú aldeilis borgaður dálagleg-
ur skildingur fyrir heimsku. Á þetta
eru margir búnir að benda i áravis, og
greinarhöfundur er á meðal þeirra.
AUar tilraunir til haglýsingar á veið-
um benda í sömu átt og að ofan
greinir.
Fjárfestingar í skipum og reksturs-
kostnaöur hefur margfaldazt á sama
tíma og aflaverðmæti hafa aukizt
litiö og síðan staðið i stað. Stað-
reyndin er bara sú, að íslandi hefur
verið stjórnað af snillingum, sem
kunna ekki þríliðu. Annars afgreiðir
Magni Kristjánsson skipstjóri geir-
fuglana í íslenzkum sjávarútvegs-
málum i ÞjóðvUjanum 4. marz sl.
með ágætri grein. Magni segir: „En
við verðum að hætta að meta alla
óvissuþætti í fiskifræðilegum efnum
þeim gráðugustu og ófyrirleitnustu í
vil”.
Landlægir hagbítar
Islendingar reka óhemju ódýran
landbúnað, sem á einskonar sam-
bland af lifnaðarháttum, fábreytni
og offramleiðslu. Niðurgreiðslur og
útflutningsbætur munu nema langt í
þrjátíu milljarða á þessu ári. Fulltrú-
ar landbúnaðarins fjölmenna á fundi
til að stappa stáUnu í hver annan og
samþykkja tillögur, sem flestar ganga
í berhögg við hagsmuni þjóðarinnar.
Það er ályktað um, að bæta þurfi
stöðu StofnlánadeUdar landbúnaðar-
ins og að breyta lausaskuldum bænda
i föst lán. Skattleggja skal stærstu
búin og leggja á fóðurbætisskatt.
Fyrri atriðin fela í sér kröfu um meira
fjármagn frá þjóðfélaginu á sama
(íma og samdráttur er nauðsynlegur,
en seinni atriðin tvö minnkun á arð-
semi og í reynd dýrari framleiðslu á
hverja framleiðslueiningu. Það er
eins og menn rembist við að skegg-
ræða um alla aðra hluti en lausnina.
-a
•m