Dagblaðið - 14.03.1979, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979.
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþró
Óli lóh. dreif Hauka til
sigurs gegn FH
—skoraði 10 mörk í síðari hálfleik er Haukar unnu upp 7
Ólafur Jóhannesson skaut FH-inga i
kaf i Hafnarfirði i gærkvöld. Hann var
maðurínn á bak við ótrúlegan sigur
Hauka gegn FH, ótrúlegan því að FH
núði i upphafi siðari hálfleiks sjö
marka forustu 15—8 og virtist stefna i
auðveldan sigur FH. En Ólafur
Jóhannesson var á öðru máli — hann
skoraði 10 mörk i síðarí hálfleik og
sýndi stórkostlega takta. Allt ætlaði
vitlaust að verða í Hafnarfirði,
stemmningin gifurleg, eins og alltaf
þegar erkifjendur Hafnarfjarðar eigast
við og þegar Haukar stóðu uppi sem
sigurvegarar fögnuðu þeir innilega og
tolleruðu Ólaf Jóhannesson — já, Óli
Jóh., var maðurinn á bak við sigur
Hauka.
Það var hörkuleikur í Hafnarfirði,
leikur skemmtilegra marka,
skemmtilegra tilþrifa en einnig
ótrúlegra mistaka. Furöulegt ■ hvað
hinir leikreyndu leikmenn FH
brotnuðu við mótlætið, hvað liðið féll
FH sigraði
Hauka
íl.deild kvenna
FH nálgast Fram óðum í efsta sæti
1. deildar kvenna. i gærkvöld sigraði
FH lið Hauka 14—12 i Hafnarfirði,
eftir að Haukar höfðu haft yfir í
leikhléi, 8—6. FH komst yfir i byrjun
síðarí hálfleiks, 9—8 og sigur Hauka
varstaðreynd — 14—12.
markaforustu FH
saman. Fyrri hálfleikur var lengst af
mjög jafn en eins og áður í vetur þá
brotnuðu Haukar í lok fyrri hálfleiks.
Haukar höfðu yftr 8—6 en lokakafla
fyrri hálfleiks var ekki heil brú í leik
Hauka og FH-ingar skoruðu sjö mörk i
röð — komust í 13—8. Og í upphafi
siðari hálfleiks juku FH-ingar enn for-
skotið og hinir fjölmörgu áhorfendur í
Hafnarfirði bjuggust við enn einum
sigri FH gegn Haukum,
Ólafur Jóhannesson, einn minnsti
maðurinn á vellinum, var á öðru máli.
Hann er ekki hár í loftinu, né mikill um
sig, — nei, ekki mikill fyrir mann að sjá
hann Óli Jóh. En þessi litli leikmaður
hefur ótrúiega snöggar hreyfingar,
kvikur og erfitt að henda reiður á
honum. Útsjónarsamur og prímus
mótor í spili Haukanna. Snilli hans fór
að segja til sín, snjöll mörk og Haukar
söxuðu óðum á forskot FH. Þegar 13.
mínútur voru til leiksloka höfðu
Haukar, með Óla Jóh. í fararbroddi
jafnað metin, 19—19. í kjölfarið komu
þrjú mörk FH og áhorfendur héldu að
nú væri bólan sprungin eins og svo oft
áður þegar lið er að vinna upp forskot
— nær stundum að jafna en vantar
herzlumuninn. FH komst í 22—19, en
Haukar jöfnuðu 23—23 og síðan 24—
24. Þeir létu þar ekki staðar numið því
þeir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum,
25—24, og síðan 26—24 og sigurinn
blasti við. Og sigur varð það — 27—25.
Fögnuður Haukanna mikill, bókstaf-
lega dönsuðu stríðsdans á fjölum
íþróttahússins í Hafnarfirði. Þeim
Dodge
B200/B300
1978
Eigum til afgreiðslu í þessum mánuði
fáeina Dodge B200/B300 sendibíla
árgerð 1978 á afsláttarverði. Dodge
B200 er 6 cyl., beinskiptur mð vökva-
stýri. B300 Maxivan er sjálfskiptur, 6
cyl. með vökvastýri. Hér er einstakt
tœkifœri til að eignast gott atvinnutœki á
hagstœðu verði. Tryggið ykkur bíl strax
í dag — á morgun verða þeir e.t.v.
uppseldir.
Sölumenn Chrysler-sal, sími 83454 & 83330.
® Vökull hf.
Ármúla 36. Símar 84366 - 84491
Umboðsmenn:
Sniðill hf. Óseyri 8, Akureyri. Simi 22255
Bílasala Hinriks, Akranesi. Sími 1143
Friörik Óskarsson, Vestmannaeyjum. Simi 1552
Óskar Jónsson, Neskaupsstað. Simi 7676
hafði tekizt hið ómögulega — að vinna
upp stórt forskot FH. Haukar hafa því
betur í innbyrðisviðureignum
félaganna í vetur — hafa unnið þrisvar,
gegn tveimur sigrum FH.
Ólafur Jóhannesson skoraði flest
mörk Hauka, 10, 2 víti — öll mörk
hans komu í síðari hálfleik. Hörður
Harðarson 8, Sigurður Aðalsteinsson,
Þórir Gíslason, Jón Hauksson og
Andrés Kristjánsson 2 mörk, Ingimar
Haraldsson 1 mark. Geir Hallsteinsson
var markhæstur FH-inga með 8 mörk,
2 víti, Guðmundur Magnússon og
Janus Guðlaugsson 4, Viðar og
Guðmundur Árni, 3 hvor, Kristján
Arason 1 mark.
Hörður Hilmarsson, dró fyrir
Stjömuna og hann dró upp nafn bikar-
meistara Vildngs. Þungur róður þar
fyrir Stjörnuna. DB-mynd Hörður.
STJARNAN FÆR BIKAR-
MEISTARA VÍKINGS
— í8-liðaúrslitum
Stórlið 1. deildar, Valur og Víkingur
sluppu hvort við annað þegar dregið
var i bikarkeppni HSÍ i gær. Fulltrúar
allra félaganna voru mættir í bikar-
dráttinn, svo og flestra fjölmiðla — en
háværar raddir hafa veríð um að bikar-
keppni HSÍ hafi verið nokkurs konar
leynimót og enginn vitað af því. Móta-
nefnd bauð því fulltrúum blaðanna að
vera viðstaddir og er greinilegt að svo
lengi lærirsem lifir.
Bikarmeistarar Víkings fá Stjörnuna
úr 2.'deild og ætti leiðin að verða greið
í undanúrslit fyrir Víkinga en Stjarnan
hefur að undanförnu verið í mikilli
sókn í 2. deild. íslandsmeistarar Vals
fengu Fram og er þar á ferðinni stór-
leikur 8-liða úrslitanna.
En bikardrátturinn varð:
FH — Fylkir
Stjarnan — Víkingur
ÍR — Þór, Ak/Ármann
Fram — Valur
í 2. flokki var einnig dregið og
Víkingur mætir þar Þrótti en FH leikur
annaðhvort við Fram eða ÍR.
Jafnt í Eyjum
— Þróttur og Þór skildu jöf n, 16-16
Þórarar úr Eyjum sluppu í gær-
kvöld rneö skrekkinn i 2. deild íslands-
mótsins er þeir gerðu jafntefli við
Þrótt, 16—16 i Eyjum. Þórarar voru
nefnilega fimm mörkum undir i leikhléi
— 11—6 en með mikilli baráttu í vörn
og snilldarmarkvörzlu Sigmars Þrastar
í markinu tókst Þórurum að ná fram
jafntefli, 16—16 — sanngjörn úrslit og
stemmingin í Eyjum var gífurleg þegar
Þórarar voru að vinna upp forskot
Þróttara i síðarí hálfleik.
Annars var viðureign Þórara og
Þróttar viðureign tveggja snjallra
markvarða. Sigmars Þrastar í marki
Þórara og Sigurðar Ragnarssonar í
marki Þróttara. Báðir vörðu af stakri
snilld. Sigmar Þröstur var snjall í síðari
hálfleik en þá náðu Þórarar upp
sterkum varnarleik, og sannaðist enn
einu sinni að markvarzlan og varnar-
leikurinn haldast iðulega í hendur.
í fyrri hálfleik var ekki heil brú í leik
Þórara. Hvað eftir annað misstu þeir
knöttinn klaufalega og Þróttarar án
Konráðs Jónssonar, markakóngs síns,
gengu á lagið. í leikhléi höfðu þeir yfir
fimm mörk, 11—6. En það var sem
nýtt lið Þórara væri inn á í síðari hálf-
leik. í stað deyfðar var baráttan í al-
gleymingi og Þórarar, vel studdir af
áhorfendum, söxuðu óðum á forskot
Þróttar. Þeim tókst að jafna, 14—14
og komust síðan yfir í fyrsta sinn, 15—■
14. En Þróttur svaraði með tveimur
mörkum, 15—16. Síðasta orðið átti svo
Þór — jafntefli, 16—16, sanngjörn úr-
slit.
Menn dagsins voru markverðirnir.
En einnig var Andrés Bridde sterkur
hjá Þór. Hann ásamt Hannesi Leifs-
syni skoraði 4 mörk, Ásmundur og
Böðvar 2 hvor. Einar Sveinsson átti
góðan dag hjá Þrótti, skoraði 5 mörk,
Páll Ólafsson 4, og Árni Einarsson 3.
FÓV.
IR vann UMFN
—96-95 íBikarnum
ÍR sigraði i gærkvöld Njarðvíkinga i
þríðja sinn i röð i Hagaskóla og tryggði
sér með sigri sínum sæti í úr-
slit Bikarkeppni KKÍ — mætir
annaðhvort Fram eða KR i úrslitum.
ÍR-ingar sigruðu Njarðvíkinga 96—95 i
hörkuleik en ÍR-ingar þorðu vart að
fagna fyrr en búið var að fara vendilega
yfir leikskýrsluna — að fenginni
reynslu.
Það var hörkuleikur í Hagaskóla og
ÍR-ingar fögnuðu mjög sigri sinum.
Þeir eygja ekki möguleika í úrvals-
deildinni, hafa því lagt allt sitt í Bikar-
inn. Og Njarðvíkingar hafa oftar en
einu sinni lýst því yfir að markmiðið
væri að vinna Bikarinn — í gærkvöld
varð sá draumur að engu i Hagaskóla
en Njarðvíkingar standa í harðri
baráttu i úrvalsdeildinni og eygja þar
góða möguleika.
Lokamínútur viðureignar ÍR og
UMFN voru æsispennandi. Þegar 44
sekúndur voru eftir haföi ÍR eitt stig
yfir, 92—91. Jón Jörundsson skoraði
tvívegis úr vitum fyrir ÍR, öryggið sjálft
og hinum mistókust sjaldan vítin.
Brynjar Sigmundsson náði að svara
fyrir UMFN, 94-93. En bróðir Jóns
Kristinn lék sama leikinn og Jón.
Hann skoraði tvívegis úr vítum, aftur
komst ÍR í þrjú stig yfir, 96—93.
Njarðvíkingar svöruðu umsvifalaust,
Ted Bee var þá að verki. En sekúnd-
urnar tifuðu og ÍR-ingum tókst að
halda knettinum lokasekúndumar —
ÍR-sigur í höfn og fögnuður ÍR-inga
mikill.
Jón Jörundsson var stigahæstur ÍR-
inga með 24 stig, Stewart 23, Kolbeinn
Kristinsson 14, Kristinn Jörundsson 12
og Sigmar Karlsson 11. Hjá UMFN
var Ted Bee langstigahæstur, með 39
stig. Gunnar Þorvarðarson skoraði 19,
Geir Þorsteinsson 18.
kynnt
-s
Sigurlás Þorleifsson, miðherji Eyja-
manna og markakóngur þeirra undanfarin
ár, tilkynnti í gær félagaskipti yfir í Víking
Ekki að efa að Sigurlás verður Víkingum
mikill styrkur, markheppinn leikmaður,
eldfljótur og fylginn sér. Sigurlás er fjórði
leikmaðurínn, sem í vetur hefur tilkynnt
félagaskipti yfir i Viking. Áður höfðu
gengið I raðir Víkinga landsliðsmaðurínn
Hinrik Þórhallsson, úr Breiðabliki,
Halldór Árnason úr Austra og Ómar
Torfason úr ÍBÍ. En úr röðum Vikinga
hurfu þeir Viðar Elíasson er gekk aftur i
raðir Eyjamanna og Jóhann Torfason er
leikur i Sviþjóð i sumar.
Mikill fjöldi leikmanna hefur í vetur
tilkynnt félagaskipti — nánast um
sprengingu að ræða. Um 70 leikmenn hafa
tilkynnt félagaskipti i vetur, fleiri en
nokkru sinni fyrr. Flestir leikmenn hafa
gengið i raðir Skagamanna, fimm, ogsíðan
Víkinga. Segja má því að straumurinn liggi
til þessara félaga. Skagamenn fengu
miðherja sinn aftur, Sigþór Ómarsson, og
ásamt honum úr Þór kom Sigurður Lárus-
son. Þá tilkynnti Völsungurinn Kristján
Olgeirsson félagaskipti yfir i ÍA. Tveir
ungir leikmenn úr Breiðabliki, tilkynntu
C-stigs námskeið sem samsvarar II. stigi
fyrri námskeiða, verður haldið 16.—19.
marz nk. Námskeiðið er miðað við 20 þátt-
takendur og verða umsóknir teknar til
greina í þeirri röð sem þær berast.
Nauðsynlegt er fyrír þá sem lokið hafa I.
stigs námskeiði (Samkv. eldri námsskrá) að
sækja þetta C-stigs námskeið (II. stig), eru
því þjálfarar sem lokið hafa eldra I. stigi
hvattir til að sækja þetta námskeið. Einnig
eru þau félög sem ráðið hafa þjálfara sem
lokið hafa eldra I. stigi, til starfa, hvött til
að senda þá á fyrrgreint námskeið. Allar
upplýsingar eru veittar á skrifstofu KSÍ
sími 84444, og skal þátttaka tilkynnt
þangað.
Helgina 2.-5. marz sl. hélt Tækninefnd
KSÍ A-stigs þjálfaranámskeið. Námskeið
þetta er eins konar forstig miðað við fyrri
námskeið I. II. og III. stigs. Námskeiðið
sóttu 12 þjálfarar og tókst það í alla staði
vel.
Úlfarnir bi
á draum S
— Úlfarnirsigruði
Bikarnum í
Liverpool og Everto
Úlfarnir bundu enda á bikardraum
3. deildarliðs Shrewsbury á Gay
Meadow, velli Shrewsbury i gærkvöld.
Úlfarnir sigruðu 3—1 en loka varð
hliðum vallaríns talsvert fyrír leikinn
og á 19. þúsund manns fylltu litla
völlinn i Miðlöndunum.
Shrewsbury hafði náð óvæntu jafn-
tefli gegn Úlfunum á Molyneux á
laugardag og mikil eftirvænting var í
Shrewsbury og menn minntust bikar-
sigursins gegn Manchester City fyrr í
vetur. En Shrewsbury átti aldrei mögu-
leika gegn Úlfunum — vöUurinn í
Shrewsbury alveg þokkalegur til að
leika á og yfirburðir Úlfanna komu i
■ ljós — annað en þegar liðin áttust við i
druUunni í Molyneux.
Willie Carr náði forustu fyrir Úlfana
á 24. mínútu. BUly Rafferty jók forustu
Úlfanna á 53. mínútu í 2—0 og á 65.
mínútu bættu Úlfarnir við þriðja marki
sínu, Peter Daniel skoraði, úr víti eftir
að John Richards hafði verið felldur.
Átta mínútum fyrir leikslok minnkaði
Jack Kaey muninn en aUt um seinan.
Bezti árangur Shrewsbury í Bikarnum í
93 árvaráenda.
Annars urðu úrsUt á Englandi:
1. deild
Liverpool — Everton 1—1
Ipswich — Coventry 1—1
Middlesbrough — Derby 3—1