Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.03.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 24.03.1979, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MARZ 1979. Mikil ferðalög um páskana —ef friðurhelzt „Jú. Þaö er útlit fyrir aö það verði mikil hreyfing um páskana. En það má segja aö ferðavenjur fólks séu aö breyt- ast því að minna er um að fólk fari í skipulegar hópferðir. Þátt í því á eflaust það að fargjöldin eru orðin mjög hagstæð einstaklingum,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða í samtali viö Dagblaöið. Þó er töluvert um hópferðir um páskana. Þannig fer 126 manna hópur til Kanaríeyja 30. marz, og í dag fer 50 manna hópur tU Miami. Þá fara hópar til Búlgaríu, ísraels og Spánar. Einn hópur er dálítiö sér á báti. Það eru hundrað knattspyrnuunnendur er halda til London og Glasgow þar sem þeir munu fylgjast meö knattspyrnu- leikjum Breta um páskahátíðina. Þá sagði Sveinn að geysilega mikið væri bókað í áætlunarferðir um páskana Ul nágrannalandanna og Hótel Loftleiðir og Esja væru mjög vel bókuð, Loftleiðir aðallega af út- lendingum en meira væri um lslendinga á Esju. í innanlandsfluginu væri búið að setja upp margar aukaferðir. Þær fyrstu verða farnar 6. apríl og síðan verða þær nánast á hverjum degi alveg til 17. apríl. Flestar verða ferðirnar mánudaginn 16. apríl. Þá er reiknað með 23 ferðum frá Reykjavík. ,,Ef friður helzt ætti þetta að geta orðiö mjög mikil ferðahelgi,” sagði Sveinn Sæmundsson. -GAJ- Ferðafélag íslands: Úr mörgum feröum að velja Eins og undanfarin ár efnir Ferða- félagið til nokkurra ferða um páskana. Þessum ferðum má skipta i tvo flokka, í fyrsta lagi lengri ferðir, þ.e. 5 daga ferðir, og i öðru lagi stutt- ar dagsferðir. Á skírdag verður lagt upp í þrjár ferðir sem aUar standa fram á annan í páskum. Fyrsta ferðin veröur um SnæfeUs- nes og verður meðal annars gengið á SnæfeUsjökul en aðsetur haft á Arnarstapa. önnur ferð verður i Landmannalaugar. Ætlunin er aö aka að Sigöldu og ganga þaðan á skíöum inn i Landmannalaugar með aUan farangur. Einnig verður farið í Hrafntinnusker. Þriðji möguleikinn er Þórsmörk. Þangað verða farnar tvær ferðir, sú fyrri á skírdags- morgun og sú seinni á laugardags- morgun. Gist verður í Skagfjörðs- skála og farnar þaðan langar og stutt- ar gönguferðir. En margt er einnig í boöi fyrir þá sem ekki hyggja á lengri ferðir um páskana. Á skírdag verður gengið á Vífilsfell. Á föstudaginn langa verður strandganga. Laugardaginn fyrir páska verður skotizt út í Hólmana, þar sem áður fyrr voru verzlunarhús erlendra kaupmanna hér við Sundin. Ápáskadag verður gengið á Skálafell viö Esju. Á annan í páskum verða gengnar fjörur á Kjalarnesi. Lagt verður af stað í allar þessar ferðir kl. 13.00 frá Umferöarmiðstöðinni að austanverðu. Börn í fylgd með for- eldrum sínum fá fritt, en börn og unglingar á eigin vegum greiða hálft gjald. -GAJ- Mikil hreyfing verður á fóiki um páskahelgina að vanda. Fjölmargir fara til útlanda, en aðrir ferðast innanlands. Þessi fallega mynd frá Húsavík freistar liklega margra sem hyggjast bregða undir sig betri fætinum um páskana. Myndina tók fréttaritarí DB á Húsavfk einn fallegan logndag fyrír skömmu. Landssamband vörubifreiðastjóra: Aukinn kaupmátt Barnagæzla verðurfrákl. 14 til 18 Menningardagar Herstöðvaandstæðinga Stöðugar fréttir berast nú af hafis af norðan- og austanverðu landinu. Reykvikingar eru lausir við fjanda þann en is er þó f Reykjavfkurhöfn. Hann er þó Utt til baga, aðeins brothætt skurn. DB-mynd Hörður. fOP^ónleikar að Kjarvalsstöðum í dag kl. 14 Framkoma: EIK, ÞOKKABÓT 0G SJÁLFSMORÐSSVEITIN Kvikmyndasýningkl. 21 íRáðstefnusal. Sýnd verðurkvikmyndin PUNISHMENT PARK ur og félags- legar umbætur — meira virði en kauphækkanir í krónum ,,Eitt brýnasta verkefni stjóm- valda er að haga svo rekstri þjóðar- búsins aö full atvinna haldist í landinu,” segir í ályktun Landssam- bands vörubifreiðastjóra um frumvarp forsætisráðherra um stjóm efnahagsmála. ,,Sú ríkisstjórn, sem nú situr, hefur haft það að kjörorði, að hún sé til fyrir launastéttirnar og að stjórnað verði í samvinnu viö þær. Stuðningur launastéttanna byggist á þvi að við þaðséstaðið. Verkalýðshreyfingin hefur bundið miklar vonir við þessa ríkisstjórn. Þaö em fórnfrekar aðgerðir f hvaða formi sem þær birtast, sem verka- lýðshreyfingin grípur til í því skyni að verja samningslegan rétt sinn og jafna metin, ef þessi réttur hefur verið skertur. Það er því augljós hagur fyrir launastéttirnar að við völd sé vinsamleg stjórn, sem hægt sé að treysta, og að orð hennar og gerðir séu í samræmi. Verkalýðshreyfingin er albúin að takast á við vandamál líðandi stundar í efnahagsmálum ef þær ráðstafanir, sem hugsaðar eru, miðast ekki viö skertan kaupmátt, samdrátt og í kjölfar þess atvinnuleysi. Verkalýðshreyfingin hefur marg- lýst því yfir aö hún metur, ekki síður en kauphækkun í krónum, ráðstafanir sem gerðar eru til styrktar kaupmættinum, auk félagslegra umbóta, sem launafólk metur mikUs. Það hefur með öðrum orðum verið megintónn í allri kröfugerð verkalýðssamtakanna á siðustu árum að kaupmátturinn væri ekki skertur. Hvernig það væri gert væri ekki aðal- atriðið. Stjórn Landssambands vörubif- reiðastjóra skorar því eindregið á Alþingi og rikisstjórn að leysa úr þeim ágreiningi í verðbóta- ogkjara- málum, sem nú ríkir, með því móti að veita sérstakar launabætur til lág- launafólks er verði í senn raunhæfar og varanlegar. -BS. Alþjóðleg teiknisamkeppni barna: Líf fólks árið 2000 Ákveðið hefur verið í tilefni af alþjóöaári barnsins aö gefa íslenzkum börnum, 11 ára og yngri, tækifæri til að taka þátt í alþjóölegri teiknisamkeppni sem efnt er til af Menningarmídastofnun SÞ, Barna- hjálp og Flóttamannastofnun SÞ. Viðfangsefni í þessari samkeppni er líf fólks áriö 2000. Vinnuaðferðir við myndagerðina eru frjálsar. Stærö mynda er ekki tiltekin. Skilafrestur rennur út 18. apríl 1979. Sérstök dómnefnd mun velja 10 beztu myndirnar frá íslandi sem síðan verða se'ndar til aðalstöðva UNESCO og þar mun alþjóðleg dómnefnd velja 10 beztu myndirnar sem berast frá þátttökuþjóðunum. Höfundar þeirra mynda fá að verðlaunum ferð til Parísar og 8 daga dvöl þar. Þeir fá sjálfir að velja sér fylgdarmann. Höfundar 25 beztu myndanna frá íslandi fá sérstök verðlaun. Utaná- skrift skal vera: Teiknisamkeppni barna, fslenzka UNESCO-nefndin, Hverfisgötu6, 101 Reykjavík. -GAJ-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.