Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. 3 Vermundur — gott ef ni í Stundinni okkar Ranka skrifar: Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að ætla að fjalla öllu meira um Stundina okkar. En þar sem flest skrif hafa verið á þá leið hve leiðinleg hún sé vona ég að þessi skrif mín um eitt gott atriði í henni verði ekki til þess að yfir bakkana flæði. Ég er sem sagt hæstánægð með gamla góða karlinn sem safnar ævintýrum. Hann er mjög skemmtilegur. T.d. fannst mér sagan um W.C. í síðasta þætti alveg dúndurgóð. Og Búbúlína og Heiðar dansa undurvel. Ég vil endilega skora á sjónvarpið að halda áfram á þessari braut og fá helzt fleiri svona furðukarla, því krakkar hafa alltaf mest gaman af því sem er svolítið örðuvísi en þetta daglega líf þeirra. Áfram Vermundur, þú ert skemmtilegur og átt skilda langa líf- daga á skjánum. Raddir lesenda Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Plötukynning 40 PETERTOSH WÆL Hannes Július Hafstein, 7 ára: Já. Mér fannst þeir skemmtilegir. FALKINN -JOHN ANTHONY kynna; PETER,TOSH og félaga sem eru snillingar á sviði RAGGIE tón- listar. Á Þessari frábœru plötu njóta peir aðstoðar m.a. MICK JAGGERog KEITH RICHARD ásamt fleirum úrvals tónlistar- monnum. Þessi plata er í sérflokki! Ath; Platan fœst í FALKANUM Trausti Þórmundsson, 7 óra: Ég missti af nokkrum þáttum en þeir sem ég sá fannst mérgóðir. Svanberg Jakobsson, við gluggahreins- un: Að hluta til gerði ég það. Nei, þeir breyttu ekki neitt afstöðu minni til svertingja. Ég hef alltaf litið svo á, að litarháttur manna skipti engu um mannkosti þeirra. Rut Eiflsdóttir, 12 óra: Já. Mér fannst þeir fínir og ég ætla að fylgjast með framhaldinu þegar það kemur. Símamál Selfyssinga Jón Danielsson, nemi: Já. Ég gerði það yfirleitt en mér fannst þættirnir hálf slappir undir lokin. Skonrokkið gott —algjörlega óviöunandi ástand Jón K. Sigurðsson, nemi: Já. Ég horfði á hvern einasta þátt og mér fannst þeir alvegágætir. Fylgdist þú með sjjónvarpsþættinum Rætur? — máetti endursýna f miðri viku 8553—9376 skrifar: Mig langar að gera smáathuga- semdir við bréf sem birtist í DB þann 23. þ.m. frá „lesanda á Norðurlandi”. Hann setur mikið út á þann frábæra þátt Skonrok(k) sem að mínu mati og margra annarra er bezti þátturinn sem sjónvarpið sýnir. Ég vona að hann sé byrjun á nýrri stefnu sjónvarpsráðs. Það er líka tími til kominn að koma með efni handa meirihlutanum. Það kom í ljós í skoðanakönnun á vegum Hagvangs núna fyrir skömmu, að það sem fólk hlustar helzt á í útvarpi eru popplög og létt efni. Og er ekki annað að ætla að svo sé líka með sjónvarpið. „Les- andinn á Norðurlandi” hélt því einnig fram að sjónvarpsáhorfendur um helgar væru á aldrinum frá 25 ára og undir 12 ára. Þetta er rangt. Skóla- fólk á þessum aldri (þ.e. 12—25) hefur einfaldlega ekki efni á því að fara mikið út að skemmta sér og situr því heima. En svo er annað mál að það mætti endursýna Skonrok(k) einhvern tíma um miðja viku. Eg held að fólk hafi ekkert á móti að sjá svona þætti aftur. Að lokum langar mig að taka undir þær raddir sem heyrzt hafa um að hafa sjónvarp aðeins 3—4 daga i viku, en hafa samt fréttir og veður á hverju kvöldi. Föllum ekki í sömu gröf og Banda- ríkjamenn og aðrar þjóðir sem eyða ískyggilega miklum hluta ævinnar fyrir framan sjónvarpsskerminn. Ég skora á DB að gera skoðunarkönnun á vilja fólks um þessi efni. Einn að austan hringdi: Mig langar til að segja ykkur svolítið frá ástandinu í símamálum ,hér á Selfossi vegna skrifa á lesenda- síðunni um ástand þeirra mála í Mos- fellssveit. Ástandið hér er vægast sagt mjög slæmt, jafnvel verra held ég en í Mosfellssveit, og hefur verið svo i mörg ár. Við hér á Selfossi erum fyrir löngu hættir að treysta á símann sem öryggistæki. Það má ekki einu sinni rigna hér án þess að síminn fari allur úr skorðum. Það er nefnilega þannig að ef rignir þá heldur fólk sig skiljanlega meira innan dyra og notar heldur símann. Og ef 15—20 manns taka upp tólið í einu þá dettur allt út og enginn leið er að ná sambandi. Hreppum hefur verið bætt inn á þessa sjálfvirku stöð og átti það að verða til þess að rekstur stöðvarinnar yrði hagkvæmari. En þetta hefur svo sannarlega komið niður á okkur á Selfossi, því auðvitaðer álagið meira. Nú er að vísu nýtt stöðvarhús í byggingu og er vonandi að hún kom- istígagniðsemfyrst. Við höfum hér nokkrar FR talstöðvar, en vegna reglugerðar Pósts og síma mega þessar stöðvar ekki halda þeim styrk sem við nauðsynlega þurfum hér til þess að hafa not af þeim. Hefur því styrkur þeirra allra verið minnkaður, þannig að selflytja verður skilaboð milli stöðva, því þær ná ekki nema 5—10 km radíus í sjólínu. Viða ó landinu er símakerfið slæmt eins og t.d. ó Selfossi. Hinn fróbæri stjórnandi Skonrokks, Þorgeir Ástvaidsson. DB-mynd Ari. Afram Spurning dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.