Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. BORGARDÓMUR STYÐUR LÖGIN UM JÖFN LAUN KVENNA OG KARLA V. en ríkissjóður áf rýjar til Hæstarettar Jafnréttisráð hefur nú unnið sitt fyrsta mál fyrir dómstólunum. Eins og nýlega var sagt frá hér í blaðinu voru málavextir þeir, að Sóknarkona ein, Guðrún Emilsdóttir, vildi ekki una því að fá lægra kaup en karl- menn sem unnu sömu störf og hún á Kópavogshæli. Þeir báru starfsheitið gæzlumenn og voru á BSRB-taxta. Jafnréttisráð tók kröfu hennar upp, og eftir að bréfaskriftir til fjármála- ráðuneytisins, sem greiðir laun starfs- fólks á Kópavogshæli, höfðu engan árangur borið, var málið lagt fyrir borgardóm Reykjavíkur. Það var prófmál að því leyti, að fengi Guðrún Emilsdóttir kröfu sína viðurkennda, mundu Sóknarkonur, sem vinna á Kópavogshæli og Kleppsspítala, eiga rétt til sömu kjarabóta. Þær eru tals- vert á annað hundrað. Dómur var kveðinn upp i fyrradag og var dómsorðið á þessa leið: „Krafa Jafnréttisráðs fyrir hönd Guðrúnar Emilsdóttur er viður- kennd á þann veg, að Guðrún eigi rétt á, að um kjör hennari fari að sömu meginreglum og kjör þeirra, sem vinna undir starfsheitinu gæzlu- maður við geðhjúkrun á Kópavogs- hæli. Stefndi, fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs greiði stefnanda, Guðrúnu Emilsdóttur kr. 450.000 með 19% ársvöxtum frá 30. marz 1978 til greiðsludags.” Þess má geta að dagsetningin 30. marz 1978 er miðuð við þingfestingu málsins. Aðaldómari í málinu var Hrafn Bragason, en meðdómendur Sigurður Líndal og Guðríður Þor- steinsdóttir. Jafnréttislögin viðurkennd ,,Við fögnum þessum úrslitum,” sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, ,,og erum mjög ánægð með þennan dóm. Við teljum, að hér hafi rétt- lætið náð fram að ganga. Við höfum nú unnið okkar fyrsta sigur fyrir dómstólunum og fengið viðurkenningu á lagagrein nr. 2/78/1976, en þar segir svo: Konum og körlum skulu veittir jafnir mögu- leikar til atvinnu og menntunar og greidd jöfn laun fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.” Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Sóknar, tók í sama streng. „Þetta verður kjarabót fyrir talsvert á annað hundrað Sóknarkonur, sem eru í sömu aðstöðu og Guðrún Emils- dóttir,” sagði hún. „Við erum mjög glaðar yfir þessum dómsúrslitum. Ég tel, að málið hafi verið ákaflega vel unnið, bæði frá hendi Jafnréttisráðs og þess lögfræðings, Jóns Steinais Gunnlaugssonar, sem sótti það. Ég efast ekki um, að dæmi Hæstiréttur eins, þá eigi þetta mál eftir að hafa mikil áhrif. Nóg er til af óréttlætinu, sem þarf að laga,” sagði Aðalheiður að lokum. Máliðfertil Hæstaréttar DB hafði ennfremur samband við Gunnlaug Claessen, deildarstjóra eigna- og málflutningsdeildar í fjár- málaráðuneytinu. „Ég var rétt að heyra um niðurstöðu borgardóms og hef enn ekki fengið forsendumar fyrir dómnum, svo ég get ekki mikið sagt um málið ennþá. Þó er hægt að ganga út frá því, að við munum áfrýja málinu til Hæstaréttar. Þessi dómur hefur mikla fordæmisþýð- Þegar jafnréttislögin voru sett vildu ýmsir halda þvi fram, að þau væru orða- gjálfur og varla meira virði en pappírinn, sem þau voru prentuð á. En niður- staða borgardóms i fyrradag er spor í áttina til að bæta hag verkakvenna, enda er Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Jafnréttisráði sigurhress á svip. DB-mynd: H ingu, ekki aðeins fyrir ríkið, heldur einnig fyrir aðila vinnumarkaðarins. Þarna stangast á tvö sjónarmið, annars vegar jafnréttislögin og hins vegar meginreglur um forræði hvers stéttarfélags á sínum eigin kjara- samningum,” sagði Gunnlaugur. IHH. Engin læknisskoðun í Menntaskóla Kópavogs Ráðuneytið úrskurðar um verð Jóni L. boðið á skákmót íPóllandi Jóni L. Árnasyni hefur verið boðið að taka þátt í 16 manna al- þjóðlegu skákmóti sem haldið verður í Póllandi í ágúst næst- komandi. Er þetta sextánda minningarmót skákmeistarans Rubinsteins og verða keppendur frá 10 löndum. Að sögn Einars S. Einarssonar formanns berast Jóni L. mjög mörg tilboð eftir að hann varð heimsmeistari sveina. Mót þetta er það fjölmennt að ef Jón L. næði þar tilskildum árangri þá nægði sá árangur honum til að hljóta alþjóðlegan meistaratitil en að undanförnu hefur Jón oft aðeins vantað herzlumuninn í þann árangur. -GAJ- Landhelgisbrot Fjölnis kostaöiá7. milljón Skipstjórinn á Fjölni GK 17 var í Sakadómi Grindavíkur í gær- morgun dæmdur í milljón króna sekt og að auki voru veiðarfærj gerð upptæk, en verðmæti þeirra var talið vera um 5.2 milljónir kr. Að auki greiðir skipstjórinn máls- kostnað. Skipstjórinn viðurkenndi brot sitt um veiðar áalfriðuðu svæði á Selvogsbanka, en bar fyrir dómi að hann hefði ekki vitað um út- færslu friðaða svæðisins til austurs. Var báturinn kominn með 8 netatrossur í sjó er varð- skip kom að honum. -ASt. Maður undir lyftara áHöfn Maður varð undir lyftara á Höfn í Hornafirði fyrripartinn á sunnudaginn. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík og þaðan á gjörgæzlu- deild þar sem hann liggur nú. Maðurinn var illa brotinn en ekki talinn í lífshættu. Líðan hans í gærdag \ar sæmileg eftir at- vikum. -DS. Miklar áhyggjur bæjarráðsmanna í Kópavogi komu fram á fundi þeirra fyrir nokkrum dögum af því að engin læknisskoðun hafði farið fram í Menntaskólanum í Kópavogi þetta skólaár. Var þess krafizt að Mennta- málaráðuneytið sæi til þess að eðli- legri heilsugæzlu yrði komið á við skólann hið bráðasta. DB sneri sér til Ingólfs Þorkels- sonar skólameistara Menntaskólans í Kópavogi og spurði hann um ástæðu þess að nemar hefðu ekki verið skoð- aðir. Sagði hann að undanfarin þrjú ár hefði hjúkrunarkona skoðað nemendur en núna hefði verið sett upp svo hátt vérð fyrir þjónustu hennar að honum hefði þótt ástæða til þess að senda Menntamálaráðu- neytinu bréf þar sem farið var fram á úrskurð þess í því hvað hæfilegt væri að greiða. Það er heilsugæzlustöðin í Kópavogi sem sendir hjúkrunarkon- una samkvæmt nýjum lögum og sagði Ingólfur dýrara að fá hana hetdur en verið hefði undanfarin ár að semja við hjúkrunarkonu úii i bæ sérstaklega. Þar til ráðuneytið úr- skurðar i málinu verða nemendur ekki skoðaðir. -DS. Hver annar en BINATONEgetur boðið stereoútvarpstæki með kassettuseguibandi á svipuðu verði og mono. Verðkr. 119.720 V- LW MW SW VHF - MW/SW/LW/VHF MPX STEREO RADIO CASSETTE RECORDER 2'S’S’XíX PAiJSE tjttí ft PtOMI MtN t4AX BALAMCE VOLUMl: ... uiuTTTl Þú ættir að kynna þér þetta stórglæsilega stereoútvarpstæki með kassettubandi. ER TIL BETRIFERMINGARGJÖF? w D i. . i Kdaiooær i r ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) - 105 REYKJAViK SÍMAR: 31133 - 83177 PÓSTHÓLF 1366

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.