Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 1
5. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979 — 74. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMtLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. f Endurheimtalaxa í Laxeldistöð ríkisins í Kollafirði hefur hrapað: Ræktaður lax getur kostað allt upp í 120 þúsund krónur — miðað við 1% endurheimtu—300 króna seiðaverð og 25% meðalveiði í á Hrun hefur orðið í endurheimtu laxaseiða í Laxeldistöð rikisins í Kollafirði, eðaúr 13% 1973, sem var bezta ár frá byrjun, niður í um eitt prósent sl. ár, að því er DB hefur eftir áreiðanlegum en óstaðfestum heimildum. Til samanburðar er 10— 15% endurheimta talin eðlileg í Sví- þjóð úr slíkum stöðvum og náttúrleg endurheimta hér er talin um 26% skv. athugunum Veiðimálastofn- unar. Hafa seiöakaupendur nú veru- legar áhyggjur af þessari þróun og krefjast nánari skýringa. Er það að vonum þar sem væntan- legt verð sjógönguseiða í sumar verður líklega um 300 krónur fyrir seiðið. Þarf því að kaupa 100 seiði fyrir samtals 30 þús. krónur til að fá eitt til baka miðað við 1% endur- heimtu. Nærri mun láta að fjórði hver lax sé veiddur úr góðri laxveiðiá árlega, svo hægt er með nokkurri sanngirni að framreikna laxinn eina, sem kostaði orðið 30 þúsund, upp í 120 þúsund. Því velta forráðamenn laxveiði- ánna nú mjög fyrir sér hvort verjandi sé að gera slík viðskipti þegar þess er gætt að 75% laxastofnsins verður eftir í ánni og á fullkomlega að geta séð um eðlilega endurnýjun og jafn- vel vöxt stofnsins, þeim að kostnaðarlausu. Blaðið hefur borið þessar niðurstöður undir vísinda- menn, sem telja raunhæft að setja það svona fram miðað við 1 % endur- heimtu. Árni ísaksson, hjá Veiðimála- stofnun, sagði í viðtali við DB í gær, að á það væri að líta að Kollafjarðar- stöðin væri tilraunastöð og því ýmsar aðferðir reyndar með misjöfnum árangri. Einnig væri stöðin í fjár- svelti, sem kæmi mjög niður á allri aðstöðu. Þannig hafi seiðunum, sem sleppt var með þessum árangri, verið sleppt við slæm skilyrði. Þá benti hann á að þótt þau hafi skilað sér svo illa í Kollafjarðarstöðina, kunni þau að hafa skilað sér mun betur í aðrar ár, sem þeim var sleppt í sem t.d. liggur fyrir í Súgandafirði. Loks gat hann þess að það tæki stöðina 2 ár að leiðrétta slæma útkomu þar sem eitt árið væri seiðum sleppt, næsta ár væri útkoman ljós og ekki væri hægt að bæta úr eða breyta til fyrr en í ljósi þe'ss. í fyrra fengust fram nokkr- ar lagfæringar og bindur stofnunin vonir við mun betri árangur í sumar. -GS. • r* Hafísinn: Greiðfært víðast fyrir Norðurlandi „Það sást litið til fssins f gær en hann hefur aukizt töluvert f nótt og að sögn sjó- manna hér i morgun er á takmörkunum að fært sé út úr höfninni,” sagði Einar Ólason fréttaritari DB á Húsavík í morgun. ,,í gær var nánast allur ís horfinn héðan nema það sem var landfast á fjörum. Núna er hins vegar komin norðanátt aftur svo það má búast við að ástandið versni aftur en hér var allt lokað þar til á laugardag, að skip náði að brjótast út.” Segja má að i gær hafi verið greiðfært frá Horni og að Rauðunúpum en siðan erfið sigling frá Rauðunúpum og að Langanesi. Þá var til þess að gera greiðfært fyrir Austurlandi með jökum og spöngum þó suður að Gerpi. En þótl greiðfært sé víðast fyrir Norðurlandi er víða ís uppi við land og lokar hann einstaka höfnum. í morgun var norðanátt en að sögn Veðurstofunnar er hún sem óðast að ganga niður. -GAJ-/DB-mynd Einar Ólason, Húsavík. önnur raf væöíng sveitanna íburðarliönum og nú fyrir tæpa níu milljarða króna — sjábls.8 Vandamál aldraðra skilja allirnema ráðamenn — sjá bls.9 Sjálfseignar- stofnun um vistunarmál aldraðra — sjá bls. 9 Alþýðubandalagið ber fram tillögur: 4-5 þús. bætur á laun undir 250 þús. —alþýðuf lokksmenn nefna skattalækkanir Alþýðubandalagið lagði i gær fram tillögur um láglaunabætur. Þar er gert ráð fyrir, að 4—5 þúsund króna bætur komi á laun undir 250 þúsund- um á mánuði, og verði uppbótin föst krónutala. Flokkurinn lagði einnig fram til- lögur um breytingar á verðbótakafl- anum í frumvarpi forsædsráðherra. Tillögurnar eru nokkuð svipaðar því, sem DB sagði frá í gær. Gildistöku viðskiptakjarávísitölu skuli skipt í tvennt, og meðferð búvörufrádráttar og áfengis og tóbaksverðs í vísitölu skuli vera' óbreytt frá þvi, sem nú er. Þegar tillögurnár voru lagðar fyrir Alþýðu- og Framsóknarflokk, vísuðu þeir á Jón Helgason (F) og Ágúst Einarsson (A), sem sitja í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar. Jón og Ágúst tóku tillögunum illa. Höfðu þeir útreikninga um, að verðbólgan yrði tæp 40%, ef að tillögunum yrði gengið. Einn þingmaður Alþýðuflokksins sagði í morgun, að nær lagi væri að reyna að mæta tillögum Verka- mannasambandsins með skattalækk- unum til láglaunafólks. -HH. Ráðherrar Framsóknar: „Við erum óhressir með tillögurnar...” — Það var ekki tekin nein ákveðin af- staða til tillagna Alþýðubandalagsins í gærkvöldi, sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra í viðtali við DB í morgun, en Framsóknarmenn þing- uðu um tillögur Alþýðubandalagsins i gærkvöldi. „Mér sýnist hins vegar að ef menn vilja reyna að ná ein- hverjum árangri í baráttunni við verðbólguna, séu þetta ekki réttar að- ferðir. Mér finnst sjálfsagt að taka tillit til lægstu launanna en eins og þetta er sett fram, aðeins er talað um dagvinnu og miðað við 250 þús. á mánuði, þá erum við komnir hátt upp í launataxtana,” sagði Tómas ennfremur. „Við erum ákaflega óhressir með tillögur Alþýðubandalagsins,” sagði Steingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra í morgun. ,,Þær ganga allt of, allt of langt, ef menn eru að hugsa af alvöru um verðbólguna. Það eru mörg atriði sem þarf að skoða en ég vi! benda á eitt, samning- ana við BSRB. Það er til lítils að vera að semja um brottfall 3ja% kaup- hækkunar við þá og ætla að veita öðrum stéttum 2% launahækkun minnst og meira á lægri laun er 250 þús. í dagvinnu,” sagði Steingrímur. -HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.