Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979.
13
óftir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
s
lac kom-
ieð félögum sinum f Djurgarden. Á myndinni
víþjóðar
i fullu með Djurgarden,
úkameðísumar
„Super-Mac” hefur vakið mikla athygli í
Svíþjóð og talið er næsta víst að aðsókn á
leiki Djurgarden muni aukast talsvert. Hvort
„Super-Mac” verður sænskur nteistari með
Djurgarden skal ósagt látið — aðeins einner
lendur leikmaður hefur orðið það og það er
Teitur Þórðarson. En „Super-Mac” hefur
aldrei unnið til verðlauna á Englandi, þó
leikið tvisvar á Wembley í Bikarnum og einu
sinni í deildabikarnum.
iam lyfti
atninum
forwich á St. Andrews
Stoke—Sunderland 0— 1
3. deild
Watford—Walsall 3—0
Sunderland vann nokkuð óvæntan sigur á
Stoke City á útivelli. Mike Docherty, sonur
hins litríka framkvæmdastjóra Derby, skor-
aði sigurmark Sunderland og baráttan um
sæti í 1. deild er nú gifuriega hörð.
Staðaefstu liðaernú:
Brighton 34 19 7 8 57-30 45
Stoke 33 15 13 4 46-26 43
C.Palace 32 13 16 3 40-21
Sunderland 33 16 10 7 53-37
West Ham 30 15 8 7 60-29
Notts County 31 12 11 7 43-45 37
Þá áttust við á Anfield Liverpool og Bor-
ussia Mönchengladbach í vináttuleik. Yfir 40
þúsund manns sáu viðureign þessara risa
Evrópu — og Borussia sigraði óvænt
nokkuð, 1—0. Sheffield Wednesday var í
gær neitað um heimild til að ráða júgóslavn-
eskan leikmann, Mojas Radonjic. Ástæðan
var sú, að Radonjic hefur ekki leikið með
júgóslavneska landsliðinu og þar sem hann
var ekki leikmaður á „alþjóða mælikvarða”
var honum neitað um vinnuheimild.
Ólympíuleikar
án rigningar!
Spartak-leikarnir i sumar verða
„general-prufa” fyrir Ólympiuleikana
í Moskvu 1980. Eftir því, sem skýrt var
frá í Moskvu i gær, munu um 2000 í-
þróttamenn frá 100 löndum taka þátt í
Spartak-leikunum. Þeir hefjast 7. júli
og standa í mánuð. Þar mun gefast
tækifæri til að reyna öll áhöld og tæki
á Lenin-leikvanginum i Moskvu.
Þá var skýrt frá þvi i Moskvu í gær
að ekki þyrfti að óttast regn á Ólympíu-
leikunum. Flugvélar með sérstökum út-
búnaði munu eyða regnskýjum áður en
hau Lnma vfir Mnclrmi.knrn
Fellur Fylkir f 2. deild?
— mætir Fram íHöllinni í kvöld
og verður að sigra til að eygja möguleika á að halda sætinu f 1. deild
Fellur Fylkir í kvöld? Það er sú
spurning, sem brennur þegar nýliðar
Fylkis f 1. deild, mæta Fram í Höllinni
kl. 21. Með sigri í þeim leik eygir
Fylkir enn von um að halda sæti sinu i
1. deild en ósigur þýddi fall i 2. deild.
Fram hefur í raun engra hagsmuna að
gæta — nema ef vera skyldi að bjarga
andlitinu eftir tvo siðustu leiki þar sem
Fram var yfirspilað af Viking og FH
Fram er einnig eina liðið sem Fylkir
hefur sigrað í 1. deild i vetur.
En fall Fylkis er ekki eina spurning-
in, sem brennur í handknattleiknum í
Höllinni. Fram getur tryggt sér
meistaratign í 1. deild kvenna — með
sigri gegn KR. Fram á nú tvo leiki eftir í
1. deild kvenna og þarf aðeins eitt stig
úr þeim til að tryggja sér meistaratign
— slíkir eru yfirburðir Fram.
Þá mæta bikarmeistarar Víkings liði
Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ i
kvöld kl. 20.30. Þessi leikur er í Bikam-
um, 8-liða úrslitum, og þó Víkingar
hljóti auðvitað að vera sigurstranglegri
og hljóti að vinna, gerir hinn litli salur í
Garðabæ þeim áreiðanlega erfitt fyrir.
En staðan i 1. deild er nú:
Víkingur 12 10 1 1 297—237 21
Valur 12 10 1 1 224—188 21
FH 13 6 1 6 275—266 13
Haukar 13 5 2 6 271—282 12
Fram 12 5 1 6 241—270 11
ÍR 13 4 1 8 237—254 9
HK 13 3 2 8 220—252 8
Fylkir 12 1 3 8 215—240 5
'Markhæstu leikmenn í l.deilderu:
Geir Hallsteinsson FH 93/33
Hörður Harðarson Haukum 78/27
Stefán Halldórsson HK 72/20
Gústaf Björnsson Fram 63/30
Atli Hilmarsson Fram 62/8
Viggó Sigurðsson Víking 56/6
Jón Pétur Jónsson Val 56/9
Guðjón Marteinsson ÍR 53/3
Páll Björgvinsson Víking 49/9