Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 10
. 10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. MMBIAÐW frjálst, óháð dagblað Útgafandfc Dagbtaðið hf. Framkvnmdastjóri: Svainn R. Eyjótfsson. RHstJóffc Jónas KHstfánsaon. Fréttastfórfc Jón Birgir Pátursson. RitstJómarfultrCifc Haukur Haigaaon. Skrifstofuslfóri ritstjómar Jóhannas RaykdaL fþróttk: HaMur Sfmonarson. Aöatoóarfréttastfórar AtN Btslnarsson og ómar VaidF marsson. MannbigarmAfc Aðalstalnn IngóHsaon. Handrit Asgrfmur PMsson. Blaðamann: Anna Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragl Blgurðsson, Dóra 8tafánsdóttir, Giaaur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur HaHsson, Hslgl Pfctursaon, Jónas Haraldsaon, Ólafur Galrsson, ólafur Jónsaon. Hönnun: Guðjón H. Páisson. Ljóamyndir Aml PAI Jóhannason, BJamlalfur Bjamlalfaaon, Hðrður Vlhjálmason, Ragnar Th. Slgurða- son, Svafcin Potmóðasbn. Skrifstofustjóri: ólafur EyJÓHsson. Gjaldkarfc Prálnn Porialfsaon. 8ðluatjóri: Ingvar SvNnrsiyt Dralfing- arsfjórfc Már E.M. HaMÓrsaon. Rhstjóm Slðumúla 12. Afgrslðsla, áakrtftadald, auglýslngar og akrifstofu^PvarhoM 11. . AMiknl blaðsln, .r 2>022 (10 Knuri. Aakrift 3000 kr. t mknuOI Innanlanda.) lauaaaðlu 150 kr. akitakW. Satnfcng og umbrot Dagblaðlð hf. Sfðumúla 12. Mynba- og plðtugarð: Hlptir hf. Síðumúla 12. Prantun: Árvakur hf. SkaHunnl 10. r Hálftskref Milljón Palestínumenn, sem hraktir voru frá heimabyggð sinni við stofnun Ísraelsríkis, eru enn útskúfaðir eftir friðarsamninga Sadats og Begins. í samningunum er aðeins óljósum orðum minnzt á þetta fólk. ísraelsmerin og Egyptar lýsa yfir í bréfi, að þeir muni halda áfram viðræðum um framtíð þessa fólks og hugsanlega sjálfsstjórn á vesturbakka Jórdans og Gazasvæðisins. Þeim viðræðum eigi að ljúka innan árs. Flestir efast um, að vænta megi nokkurrar lausnar á þeim málum á svo skömmum tíma. Fátækt og umkomuleysi Palestínufólksins hefur ver- ið eðlilegur jarðvegur hermdarverkamanna, sem allir kannast við af fréttum. Fólk verður að forðast að rugla saman þeim hryðjuverkum og málstað Palestínufólks- ins. Vandinn verður ekki leystur nema með því að þetta fólk fái sitt eigið sjálfsstjórnarsvæði. Þangað til verður tilvist þess stöðugur hvati til ófriðar. Friðarsamningar ísraelsmanna og Egypta eru heims- sögulegur viðburður. Þrjátíu ára ófriðarástandi lýkur fyrir tilstilli þriggja stjórnmálaforingja, sem lögðu pólitíska framtið sína að veði. Við slíku var ekki búizt, þegar Sadat og Begin komust til valda í ríkjum sínum. En þeir reyndust menn til að gera hið óvænta, höggva á hnútinn, þegar engin leið fannst til að leysa hann. Carter Bandaríkjaforseti er meiri maður eftir dug- mikinn þátt í þessum samningum. Án hans hefðu samningarnir aldrei heppnazt. Hans bíður enn mikið verkefni við að halda Egyptum á floti, þegar á þeim dynja refsiaðgerðir annarra arabaríkja, sem búizt er við. Með samningum fá Egyptar aftur Sinai, sem ísraels- menn hertóku í júnístyrjöldinni 1967 og mikilvægar olíulindir, sem þar er að finna. Alltaf var út frá því gengið, að það yrði lágmarkskrafa í friðarsamningum, að ísraelsmenn skiluðu þessu svæði. En lengra hefði þurft að ganga. ísraelsmenn hefðu einnig þu.rft að skila aröbum öðrum hernumdum svæð- um. Löngum stóðu arabaleiðtogar á þeirri fjarstæðu, að Ísraelsríki skyldi lagt niðhr. Tilvist þess er réttmæt. En jafnframt má ekki gleymast, að ríkið varð til með. sigurvinningum gyðinga á aröbum og brottflæming milljón manna, sem flestir búa enn í ömurleik flótta- mannabúða í nálægum arabalöndum. Við skyldum varast öfgar í stuðningi við annan aðil- ann í deilum araba og ísraelsmanna. Sannleikurinn er sá, að löngum hafa báðir komið fram af óbilgirni. ísraelsmenn hafa svarað hryðjuverkum Palestínu- manna með árásum á varnarlaus þorp i arabaríkjun- um. ísraelsmenn hafa komið sér vel fyrir og hafið landnám á herteknu svæðunum, þótt augljóst væri, að það yrði skilyrði í friðarsamningum, að þeim yrði skilað. Málið er að sjálfsögðu ekki svo einfalt, að unnt sé alfarið að taka afstöðu ,,irieð” einum og ,,á móti” öðrum. Friðarsamningarnir nú eru aðeins hálft skref til friðar á þessu svæði. Skrefið verður vonandi stigið til fulls innan tíðar, þótt andstæðingar Sadats í heimi araba skeki nú branda. Við ríkjandi aðstæður er hálft skref þó býsna mikils virði. Friðarsamningar Israela og Egypta: Fríðurínn mun kosta Bandaríkin milljarðatugi Þáttur Bandarikjanna og Jimmy Carters Bandaríkjaforseta í friðar- samningum Egypta og ísraelsmanna er mjög mikill, eins og flestum er ljóst. Þeir hafa einnig tekið á sig miklar skuldbindingar bæði fjárhags- legar og aðrar. Þeir hafa til dæmis lofað ísraels- mönnum að tryggja þeim olíu næstu fimmtán árin reynist svo að þeim tak- ist ekki að tryggja sér næga olíu eftir að lokað var fyrir viðskipti þeirra við íran og þeir jafnframt skuldbundið sig til að afhenda Egyptum olíu- vinnslustöðvar sem þeir hafa komið upp á Sinaiskaganum. Loforð um hernaðaraðstoð bæði við Egyptaland og ísrael hafa verið gefin óspart í Washington og er það ekki sízt mikilvægt fyrir Egypta, en vopnabúnaður þeirra mun nú aðal- lega samanstanda af sovézkum vopn- um, sem að miklu leyti eru talin úrelt. Bandaríkjamenn hafa einnig lofað að aðstoða tsraeismenn við að reisa aðrar herstöðvar í stað þeirra sem lagðar verða niður þegar þeir yfirgefa Sinaiskagann. í Bandaríkjunum hefur verið tölu- vert umrætt hversu mikið greiða þurfi til þess að friðarsamningar geti komizt á. Loforð um lán og styrki voru mikilvægur þáttur í þeirri við- leitni Carters Bandaríkjaforseta að tryggja undirskrift samninganna. Áhrifaaðilar þar i landi hafa þó flest- ir verið sammála um að ekki væri áhorfsmál að rétt væri að Bandaríkin greiddu verulegar fjárhæðir á einn eða annan hátt til að tryggja frið í Miðausturlöndum. Sterkasta rök- semdin fyrir því var kannski sú að styrjöld þar og órói kóstaði líka stór- fé og örugglega meira heldur en greiða þyrfti fyrir friðinn. Miðausturlönd eru vegna olíuhags- muna og mikilla tengsla við ísrael það landsvæði, sem Bandaríkjastjórn og aðrir áhrifaaðilar þar í Iandi telja sér mikilvægast í heiminum í dag. Áhrif þeirra þar og afskipti hafa verið mikil á undanförnum árum en eftir gerð friðarsamninganna þykir fullvíst að afskipti Bandaríkjanna muni aukast að miklum mun. Athygli vakti fyrir nokkrum dögum þegar Jimmy Carter gaf í skyn i ræðu að í huga hans væri Egyptalandi ætlaður sérstakur sess í framtíðarhugmyndum Bandaríkja- stjórnar um þróun mála í þessum heimshluta. Mun þá hugmyndin að Egyptar taki við fyrra hlutverki írans, að gæta þess að valdahlutföll raskist ekki um of og ró og valdajafn- vægi haldist. Ekki eru þó allir jafn- sannfærðir um að æskilegt sé fyrir Egypta að tengjast Bandaríkjunum of sterkum böndum. Anwar Sadat og stjórn hans virðast þó ekki í neinum vafa um að Bandaríkin séu sá fjár- hagslegi bjargvættur sem trúa beri á næstu árin. Áður en friðarsamningar voru gerðir var talið að aðstoð Bandaríkj- anna við ísrael og Egyptaland mundi nema 7,5 milljörðum dollara næstu þrjú árin. Sú áætlun hefur nú hækk- að upp í 12,5 milljarða; er þá aðeins talið að um Iágmark sé að ræða — upphæðin geti vel orðið mun hærri. Þetta er einnig talið vera aðeins býrj- unin á greiðsium Bandaríkjamanna. Þó svo vel tækist nú til — sem enginn þorir að fullyrða um — að friðar- samningarnir haldi og þá einnig friður geta ísraelsmenn krafið Bandaríkjamenn um hemaðarað- stoð, sem nema mun nærri tíu millj- örðum dollara næsta áratuginn. Anwar Sadat Egyptalandsforseti hefur þegar farið fram á tuttugu milljarða dollara hernaðaraðstoð á sama tíma. Hann hefur einnig talað um hina miklu áætlun Carters vinar síns um lausn á efnahagsvanda Egyptalands. Þykir það gefa í skyn að hann telji sig hafa fyrirheit um verulega efnahagsaðstoð. Slíkt kæmi sér sannarlega vel fyrir Sadat, sem ekki þykir hafa staðið sig neitt sérlega vel i innanlandsmálum og jafnvel svo illa að valdastöðu hans gæti verið hætt vegna þessa. Af þessu öllu má ljóst vera að út- gjöld Bandarikjanna vegna friðar- samninga fsraels og Egyptalands verða veruleg. Þeir virðast þó una glaðir við það og hver leiðtoginn á' fætur öðrum hefur undanfarna daga keppzt við að lýsa því yfir að rétt sé að greiða mikið fyrir friðinn. Frá því hefir verið sagt i fjölmiðl- um, að í Sameinuðu alþingi sl. fimmtudag hafi undir fundarlok verið einungis þrír þingmenn í fundarsal: forsetinn, ræðumaður og einn á þingbekk. Hefir þessi „fundarseta” vakið þjóðarathygli og hneykslað flesta. En orsakir eru til alls. í stórum dráttum skiptast störf Alþingis í tvennt: nefndastörf og þingfundi.Nefndastörf fara yfirleitt fram fyrir hádegi á tímabilinu kl. 9— 12, og fer það að sjálfsögðu eftir því, hvað þingmenn eru í mörgum þing- nefndum, hve þeir þurfa að sitja lengi nefndafundi daglega, sömu- leiðis hvað mál ganga hratt frá umræðu þingfunda til nefnda. Segja má, að meginvinnsla mála fari fram í nefndunum, og yfirleitt sækja þing- menn vel nefndafundi. Á þingfund- um eru frumvörp og þingsályktunar- tillögur lagðar fram og ræddar til nefnda. Þingfundir eru að jafnaði ekki nema 4 daga vikunnar, mánud. — fimmtudaga, þó einnig föstudaga og jafnvel laugardaga undir jólahlé og þinglok, þegar Ijúka þarf málum. Deildarfundir eru á mánudögum og miðvikudögum, en á deildarfundum eru frumvörp rædd, (nema fjárlaga- frumvarp), en á þriðjudögum og fimmtudögum eru fundir í Sam- einuðu þingi, og eru þar þings- ályktunartillögur ræddar (þar fer fjárlagaumræða og fram). Fastur þingfundartími er kl. 14— 16 daglega, og sækja þingmenn þá Kjallarinn Bragi Sigurjónsson fundi yfirleitt mjög vel, og oft lýkur deildarfundum á þessum tíma, a.m.k. í efri deild, en þar temjaþing-' menn sér helst ekki málalengingar, heldur segja skoðanir sínar í stuttum ræðum. Fjölmiðlum þykja slíkar umræður sjaldnast fréttnæmar. Málglaðari í neðri deild í neðri deild sitja 40 af 60 þing- mönnum, og er því ekki óeðlilegt, að þar taki umræður um hvert mál lengri tíma, þar eð fleiri kunni að vilja taka til máls, en þar sitja líka oft piálglaðari menn þingsins, auk þess sem oftar eru þar og formenn þing- flokkanna, sem sitja í málsvari fyrir flokka sína. Deildarfundir neðri deildar dragast því stundum fram á tímann 16.30—19 eftir kaffihlé þing- manna, og fer þá eftir áhuga þing- manna á viðkomandi málum, hve fast þeir sitja síðdegisfundina, því ýmis erindi þurfa þingmenn að reka fyrir kjördæmi sín, og hafa til þess oft helst tíma seinni hluta dags. í Sameinuðu þingi eru svo þings- ályktunartillögur þingmanna ræddar (auk fjárlagafrumvarps fyrir jól) og hér er það, sem reynir á setuhollustu þingmanna og stjórnsemi forseta Sameinaðs þings. Óft er flóð þings-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.