Dagblaðið - 06.04.1979, Page 1
1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 — 82. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Flugmannaverkfallinu af lýst og allir komast í páskaf rí:
SAMIÐ í KAPPHLAUPI
VIÐ LAGASETNINGUNA
—FÍA menn fá einir nýju B-727 þotuna—þaklyf ting á laun f rá 1. aprfl—jafnlaunadeilan fyrir
gerðardóm—sameining FÍ og LL manna ekki á dagskrá
„Flugmenn samþykktu þetta
samkomulag með yfirgnæfandi
meirihluta í nótt og hefur verkföllum
nú verið aflýst,” sagði Björn
Guðmundsson, formaður Félags
íslenzkra atvinnuflugmanna í viðtali
við DB í morgun.
í dag átti að leggja fram frumvarp
á Alþingi er bannaði flugmönnum að
beita verkfallsvopninu í kjarabaráttu
sinni framyfir áramót. Magnús H.
Magnússon, Ragnar Amalds og
Ólafur Jóhannesson sömdu
frumvarpið í gær og var búið að
kanna fylgi stjómarandstöðunnar við
það og það atriði að gera þær undan-
tekningar að unnt yrði að koma
því í gegn um þingið og gera að lög-
um nú fyrir kvöldið. Virtist ekkert
því til fyrirstöðu.
Það sem sleit samninga-
viðræðunum í fyrrinótt var krafa
FÍA flugmanna að fá einir að fljúga
nýrri B—727—200 þotu, sem
Flugleiðir eiga í pöntun og kemur
væntanlega hingað síðla næsta árs.
Nú hafa FÍA menn fengið
viðunandi vilyrði fyrir því. Þá
samþykktu flugmenn að visa svo-
nefndri jafnlaunadeilu til gerðar-
dóms.
Einnig samþykktu þeir tilboð
Flugleiða um „þaklyftingu” launa til
samræmis við aðrar stéttir í landinu,
strax frá 1. apríl, sem gæti þýtt hátt
á 3. hundrað þúsund króna hækkun
á mánaðarlaun hæstlaunuðu flug-
stjóranna.
Sameining starfsaldurslista LL og
FÍ flugmanna var haldið fyrir utan
þetta samkomulag og verður ekki
rædd frekar á samningstímabilinu.
Bjöm lauk að lokum lofsorði á
vinnubrögð opinbents unninganel nd-
arinnar í málinu, sem félagsmála-
ráðherra skipaði á sínum tíma.
í viðtali í Morgunpóstinum í
morgun upplýsti Sigurður Helgason,
einn forstjóra Flugleiða, að fyrirsjá-
anlegt tap af 10 daga páskaverkfalli
hefði orðið um 226 milljónir króita,
en óreiknað væri hversu mikið
skyndiverkföll flugmannanna hefðu
kostað að undanförnu.
-GS.
Niðurstöður
skoðanakönnunar
Dagblaðsins:
Meirihlutinn
vill frjálsan
afgreiðslu-
tíma
verzlana
Meirihluti þjóðarinnar vill hafa
afgreiðslutima i verzlunum frjáls-
an. Þetta kom í ljós í skoðana-
könnun DB.
57 af hverjumlOOvilja frjálsan.
afgreiðslutíma, 34 af hundraði
vilja óbreytt kerfi og 9 af hundr-
aði em óákveðnir.
Meirihlutinn með frjálsræðinu
er tiltölulega meiri en þetta á
Reykjavíkursvæðinu. Þar eru
hlutföllin 2:1.
Sjá ftarlega frásögn af
niðurstööunum á bls. 12
Reykjavíkurborg:
Gunnar
Eydal ráðinn
Gunnar Eydal lögfræðingur
var á fundi borgarstjómar í gær
ráðinn skrifstofustjóri Reykja-
víkurborgar. Fulltrúar meirihlut-
ans greiddu atkvæði með ráðn-
ingu Gunnars, en fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins greiddu Jóni G.
Kristjánssyni atkvæði sitt. Sjálf-
stæðismenn bókuðu mótmæli
vegna ráðningar Gunnars, sem sé
„pólitískmisnotkun valds”. -JH.
Björgunarmenn að störfum f hrfðarkófinu f nótt
Peningarnir út
íveðurogvind
— byggingu
íþróttahúss í
Kópavogi seinkar
— bls. 7
Það var engin aprílsvipur á
veðráttunni á Suðurlandsvegi vestan
heiðar í gæfkvöldi. Þar festust 10—15
bílar í sköflum er mynduðust af skaf-
renningi sem gerði er líða tók á kvöld.
Lokaði lögreglan veginum austur við
Lögberg og leitað var ásjár björgunar-
Kollafjarðarstöðin:
Hvítblettaveikin
hafðiekki
áhrifá
seiðamagnið
- bls. 6
sveitar Ingólfs um aðstoð við fólkið er I
bílunum sat.
Ingólfsmenn fóru austur i tveimur
fjallabílum og grófu eina 5 bíla úr fönn
skammt frá Litlu kaffistofunni. Engan
mann hafði sakað og fékk fólkið góða
Málið er
hryllilegt
— rætt við Skúla
Pálsson Laxalóni
- bls. 13
aðhlynningu í fjallabílum Ingólfs-
manna.
'Er þeir voru að ljúka björgunar-
starfi sínu komu vegagerðarmenn og
stungu leið í gegnum skaflana. Hún
lokaðist svo aftur en í morgun var búið
að ryðja enn á ný og sáust lítil vegsum-
Takið með
ykkurþrjá
vasaklútaá
leiksýninguna
- bls. 7
DB-mynd: Sv. Þorm.
merki næturævintýrisins sem fólkið í
bílunum átti þama frá því um kl. 10 til
klukkan eitt í nótt. Einn bill var skilinn
eftir — fullur af blómum, túlípönum
og páskaliljum. Þóttu þau taka sig vel
út í skafrenningi þessarar aprílnætur.
-ASt.
Niðurskurður
loðnuveiðanna:
Tökum tölurnar
ekki sem
heilagan sann-
leikaenn—bis.6