Dagblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979. DB á ne ytendamarkaði Þrír kaupmenn gera tillögu um páskamatseðil Matarinnkaup fyrir stórhátiðir eins og páskana vefjast fyrir mörgum af skUjanlegum ástæðum. Sér- staklega virðist vera erfitt að gera sér grein fyrir hvað á að hafa í matinn hátíðisdagana fjóra, sem í hönd fara og eins hvað eigi að bjóða gestum, en venjulega er mikið um alls kyns gestaboð um páskana. Svo eru þeir sem nota páskana meira til ferðalaga og afslöppunar og margir telja að hátíðarhöld á páskum séu hvergi næri eins íburðarmikil nú og var hér áður fyrr. Neytendasíðan sneri sér til þriggja kaupmanna í Reykjavík og bað þá að gera tillögur um matseðil fyrir helgidagana fjóra og útbúa innkaupalista og áætlað verð. Miðað var við að fjölskyldan væri svona fjögurra til fimm manna og að einhvern hátíðisdaganna kæmu jafnmargir gestir í mat. Við leituðum til Björns í Suður- veri, Hrafns í Kjötmiðstöðinni og þeirra Jóns Þórs og Þórðar i Valgarði. Tillögur þeirra voru nokkuð mis- jafnlega útfærðar, eins og við var að búast, en það er álit okkar að les- endur DB geti dregið nokkurn lær- dóm af þessu og haft af tillögum þeirra kaupmannanna viðmiðun. Þeir hjá Kjötmiðstöðinni riða á vaðið í dag með nokkuð fullkominn matseðil og hvernig útbúa á réttina, á morgun verða þeir félagar Jón og Þórður með sinn seðil og nákvæman innkaupalista fyrir helgidagana fjóra og á mánudag kemur svo Bjöm í Suðurveri með einfaldan og léttan matseðil fyrir þá, sem vilja hafa minni íburð og léttlagaðan mat yfir hátíðarnar. Meginefni þess sem til þarf i matseðill páskahelgarinnar frá Kjötmiðstöðinni. Allt sem til þarf kostar um 15—16000 krónur. Skírdagur: Fimmtudagsbollur ca.: 2.200 kr. Steikingar- og undirbúningstími 30 min. Nautahakk 1980 kr. kg, kindahakk 1210 kr., saltkjötshakk 1210 kr., kálfahakk 1267 kr., folaldahakk V 1150 kr., svínahakk 2280 kr., ærhakk910kr. 1/2 kg hakk (700 kr.) 200 g 20% ostur (300 kr.) 175 g sveppir (700 kr.) 2 egg (143 kr.) 2 teskeiðar rasp 1/2 litill hvítlaukur salt, pipar paprika (240 kr.) 1 litið glas gaffalbitar (378 kr.) 2 dl kjötkraftur 1 glas rauðvín (annað 400 kr.) Borið fram með soðnum kartöflum, skreytt með steinselju, grænu salati eða tómatsalati og sósu. 1. Hnoðið kjötið saman ásamt smá ostateningum, hreinsuðum sveppum, hrærðum eggjum, raspi, hvítlauki og kryddi. 2. Búið til þéttar bollur og steikið þær brúnar i smjöri, látið í eldfast fat og gaffalbitana yfir. 3. Setið kjötkraftinn og rauðvínið á pönnuna og bragðbætið með kryddinu. Ath. í staðinn fyrir ost og sveppi má notabacon og fylltar olívur. Föstudagurinn langi: Spánskur þorskréttur Ca.: 1500 kr. Undirbúningstími ca 20 mín., ÍDAG: Kjötmiöstööin ámorguN: Valgarður ámánudaG: Kjötbúöin Suöurveri i ..... i LAUSARSTÖÐUR Tvær kennarastöður, önnur i stærðfræði en hin í þýsku (2/3 stöðu), við Menntaskólann við Hamrahlíð eru lausar til umsóknar. Umsækj- endur skulu taka fram í umsókn hvaða greinar aðrar þeir séu færir um að kenna við skólann. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vík,fyrir 1. mai n.k. — Sérstök umsóknareyðublöðfást i ráðuneytinu. Menntamálaráflunoytiö 29. mara 1979. Backmann í Kjötmiðstöðinni og John Flemming Jensen kjöt- iðnaðarmaður. steikingartími ca 20 mín., ofnhiti 200 gráður. 750 g þorsk- eða ýsuflök (600 kr.) salt & pipar safi af 1/2 sítrónu (100 kr.) 2 stórir laukar (40 kr.) 2 matskciðarsmjör 4—5 tómatar (370 kr.) 1 búnt stcinselja (190 kr.) 1/81 rjómi (140 kr.) Borið fram með brauði og grænu salati. 1. Stráið salti á flakið, kreistið sítrónusafann yfir og kælið fiskinn í isskáp. 2. Skerið laukinn í hringskífur og steikist í 1 matskeið af smjöri, skerið tómatana i báta og hakkið steinselju, salt og pipar, látið grænmetið sjóða í 2 mín. 3. Setjið síðan í eldfast fat með fisk- inn ofan á og setjið 1 matskeið af smjöri yfir. 4. Setjið fiskinn í ofninn og látið hann verða næstum tilbúinn, hellið rjóma yfir og steikið í 4—5 mín. i viðbót. . Páskadagur: Kaldur hamborgar- hryggur Ca.: 6000 kr. Undirbúnings- og steikingartími 35 mín. 1 kg kr. 3.990,- 1.2 kg hryggur (4.800 kr.) 50 g smjör (60 kr.) 3—4 blöð matarlim (50 kr.) 2tómatar(185 kr.) 1 búnt steinselja (190 kr.) 750 g kartöfiur (100 kr.) 2 dl sýrður rjómi. sitrónusafi salt pipar laukur (40 kr.) (annað 200 kr.) 1. Brúnið kjötið í smjöri í potti, stráið salti og pipar á kjötið, hellið 2 dl vatni yfir og gefið því smásuðu við vægan hita.. 2. Takið pottinn af og látið kjötið kólna í pottinum. 3. Sjóðið kartöflurnar á meðan, takið hýðið af og látið þær kólna. 4. Takið feitina af pottinum og síið soðið, blandið saman matarlíminu og látið kólna þar til hlaupið verður stíft. 5. Setjið hrygginn á fat, skreytið með söxuðu hlaupinu, tómatbát og steinselju. 6. Hrærið sýrðum rjóma saman við sítrónusafann, setjið síðan salt, pipar, rifinn lauk og saxaða steinselju og að lokum kartöfiusneiðar í og berið salatið fram með kjötinu. Annar í páskum: Papriku- kjúklingur Ca.: 4.700 kr. Undirbúningstími 15—20 mín., steikingartími 30—40 mín. (8 manns, ath. gestir í mat), 2 kjúklingar 4 msk. matarolia 2 msk. smjör 4 stórir laukar 1 hvítlaukur 1 paprika salt, pipar 2 bollar kjötkraftur 2 gulrætur 4 dósir tómatpuré Borið fram með spaghetti eða makkarónu-kuðungum. 1. Skerið kjúklinginn í 6—8 stk. 2. Saxið laukinn smátt, brúnið í smjöri og olíu. 3. Nuddið salti og pipar í kjúklinginn, setjið í pott og látið taka lit. 4. Lækkið hitann, stráið rifinni gulrót yfir, kjötkrafti og sterkri tómatpuré. Snúið kjúklingnum nokkrum sinnum, meðan hann er að steikjast.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.