Dagblaðið - 06.04.1979, Side 6

Dagblaðið - 06.04.1979, Side 6
Laxaeldisstöðin íKollafirði DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR6. APRÍL 1979. . —.............. 6 r H VITBLETTAVEIKIN HflFÐI EKKIAHMF A SEIÐAMAGNK) Hvítblettaveikin, sem upp kom í hrognum i laxeldisstöðinni í Kolla- firði í nóvember mun á engan hátt draga dilk á eftir sér fyrir stöðina hvað seiðaframleiðslu snertir, að sögn Áma ísakssonar fiskifræðings hjá Veiðimálastofnuninni. Nægilegt magn hrogna var fyrir hendi til þess að sjá stöðinni fyrir óbreyttu seiða- magni til sölu og notkunar I stöðinni. Hvítblettaveikin er ekki smitsjúk- dómur en getur að sögn dr. Sigurðar Helgasonar að Keldum orsakazt af efnum i vatni eða af völdum með- höndlunar hrognanna. Dr. Sigurður sagði að hvítbletta- veikinnar hefði aðeins orðið vart i hluta hrognanna í haust er leið. Vegna veikinnar hefðu nokkrir þætt- ir í samsetningu vatns stöðvarinnar verið athugaðir. Hins vegar væru mörg önnur efni í vatninu sem ekki hefði verið hægt aö mæla. Benti Sigurður á aö áður en veikinnar varð vart í Kollafjarðarstöðinni hefði verið hafin vinna við nýja vatnslögn til stöðvarinnar og mætti hugsanlega rekja orsök veikinnar til þeirra fram- kvæmda. Dr. Sigurður kvað þau hrogn er upp komust fullkomlega eöUleg.og þó haniyvildi ekki gefa upp tölur kvað hann veikinnar aðeins hafa orðið vart I hluta hrognanna. Þessi ummæU staðfesti Árni fsaks- son og kvað seiðamagn stöðvarinnar nú meö eðlilegum hætti. - ASt. Tillaga nýs þingmanns: Símtöl tfmamæld innan svæðanna og aðstöðumunur sveitanna jaf naður Umframgjald á fyrirtækjasíma í notkun er frá 53.390 krónum í Breið- holti, þar sem það er lægst, upp i 355.013 krónur á Austurlandi, þar sem kostnaðurinn er mestur. Samsvarandi kostnaður á einkasíma er 20.323 á móti 100.138 krónum á Vestfjörðum, segir Jón Kristjánsson (F), sem nú situr á þingi, og vitnar í greinargerð starfshóps landshlutasamtakanna um símamál. Jón telur enn langt í land að viðun- andi jöfnuður náist. Fólk á lands- byggðinni greiði margfalt á við fólk á höfuðborgarsvæðinu fyrir það að hafa simasamband við sto.nanir sem eiga að þjóna landinu öllu. Þessi aðstöðu- munur bætist við aðstöðumun vegna fjarlægðar. Jón telur, að jöfnuði megi meðal annars ná með því að tímamæla símtöl innan svæða og nota tekjur af því til jöfnunar. Forsenda fyrir umbótum sé einnig að örbylgjusamböndum verði komið upp um land allt, þannig að línum fjölgi og símakerfið þoli aukið álag. Sveitir landsins njóti nú ekki lág- marksþjónustu og mjög skorti á að síminn sé það öryggistæki sem vera skyldi í sveitum, eða notkun hans sam- bærileg við það sem gerist hjá notend- um sjálfvirkra stöðva. Því leggur Jón Kristjánsson til í þingsályktunartillögu að gerð verði 5 ára áætlun um upp- byggingu sjálfvirkra síma í sveitum landsins. Átak verði gert árið 1980, uppbygg- ingu örbylgjusambands milli lands- hluta verði hraðað og stefnt að jöfnun símgjalda milli svæða. -HH Sinubruni er byrjaður i Reykjavik. Það var ekki langt að fara fyrir slökkviliðið að þessu sinni, því sinubruninn var í Öskjuhliðinni. Það nægði næstum þvi að tengja slönguna við vatnskranann i Slökkvistöðinni i Öskjuhlíð. Sjávarútvegsráðuneytið um helmings niðurskurð loðnuveiða: „Fiskiverndar- sjóður” Þingmenn úr öllum flokkum nema Alþýöubandalagi báru í gær fram frumvarp um stofnun fiskivemdar- sjóðs, sem gangist fyrir umbreytingu í fiskveiðum. Úr sjóði þessum skuli greiða tímabundnar verðuppbætur til að greiða fyrir veiðum á vannýttum fiskistofnum, þegar aflatakmarkanir eru á ofnýttum stofnum. Sjóðurinn skuU aðstoða við breyt- ingar og endurbætur á vinnsluaðferð- um og tækjabúnaði fiskvinnslufyrir- tækja, sem fyrirvaralítið þurfa að breyta um vinnsluaðferðir eða búnað eða tileinka sér úrvinnslu úr öðm hrá- efni en byggt hefur verið á. Einnig á hann að aðstoða þá sem verða fyrir verulegum búsifjum af völdum veiðitakmarkana og annarra fyrirmæla stjórnvalda um fiskveiði- stefnu. Fiskvemdarsjóðsgjald skuU lagt á sem almennur viðbótarlaunaskattur, lagður á launagreiöendur. Flutnings- menn eru: Sighvatur Björgvinsson (A), Sverrir Hermannsson (S), Páll Péturs- son (F) og Árni Gunnarsson (A). - HH Frumvarp þingmanna úr þremur flokkum Tökum tölurnar ekki sem sannleika , .Tölurnar eru það nýjar að menn eru enn að átta sig á þeim og „melta” þær, en ég tek þær ekki enn sem heilag- an sannleika frekar en fiskifræðingarn- ir, sem gefa fyrirvara á þeim,” sagði dr. Björn Dagbjartsson, aðstoðar- sjávarútvegsráðherra í viðtali við DB er hann var inntur áUts á tUlögum ísleni'kra, norskra og færeyskra fiski- fræðinga nýlega þess efnis að minnka lr 'uaflann á haust- og vetrarvertíðun- um ur 1200 þús. tonnum í 600 þús. tonn. Án þess að vera að vefengja þær bráðabirgðaniðurstöður fiskifræðing- heilagan enn anna um að draga þyrfti úr loðnuveið- unum sagði Björn svo yfirgripsmiklum rannsóknum ólokið til að staðfesta verulegan samdrátt að staðan væri mjög óljósnú. Svo sem fram hefur komið hyggjast norskir og íslenzkir fiskifræðingar beita sér fyrir viðtækum rannsóknum á málinusíðaráárinu. Engu vildi Bjöm að svo stöddu spá um hvað væri til bjargar loðnuútgerð- inni, ef tölur fiskifræðinganna hlytu frekari staðfestingu við rannsóknir. - GS liÚDAGRtiNN f»ICA?:USNfl StlTJARNARN« hafnapuÍrd! Rásnr. 1. ökumaöur 2. ökumaður Bílteg. 1. Hafsteinn Aðalsteinsson Magnús Pálsson BMW 320 2. Ómar Ragnarsson Jón Ragnarsson Simca 1100S 3. Úlfar Hinriksson Sigurður Sigurðsson Escort 1600 4. Sigurður Grétarsson Sigbjörn Björnsson Escort RS 5. Árni Bjarnason Bjarni Haraldsson Lada Fyrsta rall ársins hjá BÍKR: ÞEYTAST 370 KÍLÓMETRA LEIÐ UM SUÐVESTURLAND Verðlaunaafhending eftir keppn- ina fer fram í veitingahúsinu Sigtúni, efri hæð, annað kvöld. 'x-.jh u Kort af leiöinni sem eldn verður á morgun. Keppendur verða ræstir við Hótel Loftleiðir. Þaðan verður eldð yfir öskjuhliðina, suður á Álftanes, yfir hjá Garðaholti, gegnum Hafnarfjörð og suður Keflavíkurveg með tveimur krók- um um gamla Keflavikurveginn. Við Fitjanesti stanza keppendur smástund áður en ekið verður um Hafnirnar og til Grindavikur. Síöan aka keppendur um malbikið allt að Krisuvikurvegamótunum. Krisuvikurvegurinn verður farinn til Hveragerðis og þaðan sem leið liggur austur með Ingólfsfjalli, upp Torfa- staðaveg, yfir Sogið við Ljósafoss og siðan upp Búrfellsveg upp að Seyðishól- ,um. Þaðan er ekið að Selfossi þar sem áð verður i hálftíma. Eftir hvíldina er ekið áfram austur og niður að Stokkseyri og þaðan um Eyrarbakkaveg og siðan sem leið liggur í átt til Reykjavíkur um Kamba með krók um gamla Kol- viðarhólsveginn. Að lokum verður farið yfir Rjúpnahæð og svokallaðan Flóttamannaveg og þaðan til Hótel Loftleiða. Hátt á þriðja tug bíla keppa í fyrsta ralli ársins, sem Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur gengst fyrir. Keppnin verður haldin á morgun og ekin um 370 kílómetra löng leið um Suðvesturlandið. Öryggiskröfur til ökumanns og farartækja þeirra hafa enn verið nokkuð hertar frá fyrri röllum. Nú ber öllum skylda til að hafa veltibúr i bílum sínum í stað veltigrinda áður. Þá skulu ökumaður og 2. ökumaður svokallaður bera á hjálmi eða bún- ingi upplýsingar um i hvaða blóðflolcki þeir séu. Rallið á morgun, sem hefur hlotið nafnið Finlux-rall, er hið sjötta sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur (BÍKR) gengst fyrir. Það hefst klukk- an tíu um morguninn við Hótel Loft- leiðir og lýkur á sama stað upp úr fimm sama dag, ef allt fer samkvæmt áætlun. Á meðan keppendur hendast yfir forarpytti, troðninga og snjó- skafia í bland við beinar og breiðar ferjuleiðir verður starfrækt upplýs- ingamiðstöð í fundarherbergi Hótels Loftleiða. Þar verður staða keppenda einnig birt jafnóðum og upplýsingar berast frá tímavörðum. ökumenn Finluxrallsins verða ræstir frá Hótel Loftleiðum þannig, að sá fer fyrstur af stað, sem stóð sig bezt í röllum síðasta árs. Þá kemur sá næstbezti frá fyrra ári, sá þriðji bezti og þannig koll af kolli. Allir munu keppendurnir í Finluxrallinu áður hafa einhverja reynslu í rallakstri. Fimm þeir fyrstu sem fara frá Loftleiðum eru þessir:

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.