Dagblaðið - 06.04.1979, Page 7

Dagblaðið - 06.04.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979. 7 Haf ið þrjá vasa- klúta með á leik- sýninguna — segir Regína f ráðleggingum til Eskf irðinga og nágranna, því fólk grætur af hlátri „Eg ráðlegg öllum Eskfirðingum að sjá sýningar Leikfélags Eskifjarðar á Karólína snýr sér að leiklistinni eftir Harald Á. Sigurðsson og hafa með sér minnst þrjá vasaklúta, því fólk grætur mikið af hlátri. Ég fór með tvo klúta en það dugði ekkert,” sagði Regína Thorarensen, fréttamaður DB, eftir að hún sá lokaæfingu á leiknum. Regína helduráfram: í meðferð Leikfélags Eskifjarðar eru þættir felldir úr leikritinu en öðrum, sem fjalla um Eskifjörð og lífið þar bætt við í staðinn. Fjórtán taka þátt í sýningunum, 7 leikarar og 7 söngvarar. Sviðsstjóri er Margrét Sveinsdóttir. Aðalhlutverk fara þau Sigríður Kristinsdóttir og Ragnar Lárusson með og þykir leikur þeirra frábær, einkum Ragnars. Leikritið hefst á hrífandi söng og hljóðfæraslætti en lýkur með að Högni maður Karólínu ætlar að skjóta hana fyrir framhjáhald — en byssan reynist þá sem betur fer aðeins vatnsbyssa enda vel því Karólína er saklaus af framhjáhaldi en aðeins tekin til við leiklistina. Leikfélag Eskifjarðar hefur ekkert starfað undanfarin ár, en á sl. vori komu nokkur ungmenni alkomin heim eftir margra ára skólanám í Reykjavík. Þeirra á meðal var Gunnlaugur E. Ragnarsson, núverandi formaður leik- félagsins. Andinn kom ekki upp hjá unga fólk- inu að endurvekj,a leikfélagið fyrr en 3. desember sl. Það kvöld var lokað fyrir rafmagn á götum Eskifjarðar og myrkur mikið. Gerðust þá 173 menn styrktarfélagar leikfélagsins en stofn- endur þess eru 60. Mest er þetta ungt fólk sem margt getur í myrkri. Sagt er að bæjarstjórinn ungi búist við um 100 manna fjölgun i bæjarfélaginu um mánaðamótin ágúst september. Frumsýning á Karólína snýr sér að leiklistinni var á Eskifirði á fimmtu- dagskvöld. Aftur verður sýning kl. 9 á sunnudagskvöld. f næstu viku verða sýningar á.Reyðarfirði og Norðfirði. - Regína / ASt. Skyldum við komast til DB-mynd KHstján Ingi Er Lundúnaferðin komin í vaskinn? ,,Við áttum að fara út í dag en það var ekki flogið vegna flugmannaverk- fallsins,” sögðu þau okkur krakk- arnir í Garðabæ, þegar DB leit þar við í gær. ,,Það á að sjá til á morgun en við erum strax búin að frétta af því að við misstum hótelið í London af því við gátum ekki farið á réttum tíma en það er verið að athuga með annað hótel.” Þau voru heldur óhress með þetta eins og eðlilegt er. Búin að safna fyrir ferðinni i tvö ár og svo ruglast allt vegna þess að ein- hverjir kallar eru að rifast. Annars voru þau að reikna eitthvert dæmi sýndist okkur DB-mönnum þar sem við gengum fram á fjórmenningana i anddyri Garðaskóla við Lyngás. Eins og sjá má hefur tæknin haldið inn- reið sína á skólastærðfræðina og vasatölva komin í hvers manns hendur. Aldeilis munur frá því að allir útreikningar fóru fram á blaði og ekki einu sinni öruggt að niður- staðan væri rétt loksins þegar hún lá fyrir. Vonandi kemst hópurinn til London en þar halda þau upp á að siðasti veturinn i Garðaskóla er senn á enda. Prófin hefjast fljótlega eftir páska og síðan dreifist hópurinn í aðra skóla og víðs vegar um þjóðlíf- ið. - ÓG Vcrðum í Hlíðarfjalli um helgina. Akureyrarferðin: DB-myndir Krístján Ingi Ákveðin að komast Allt í fári. Flugmannaverkfall að ríða yFir og allt í óvissu með Akur- eyrarferðina langþráðu. Þau sögðu okkur krakkarnir i Garðabæ, sem ætla að bregða sér til Akureyrar á skíði nú í páskavikunni að þetta væri nokkurs konar herráðsfundur. Til Akureyrar ætluðu þau alveg örugg- lega með einhverju móti. Ferðin er farin í tilefni af því að þetta er síðasti veturinn þeirra i Garðaskóla. í gær, þegar DB leit inn á fundinn, var verið að ræða stöðuna. Til greina kom að fara landleiðina. Tilboð lá meira að segja fyrir og tveir fulltrúar krakk- anna voru að tygja sig á fund bif- reiðastjórans til að ræða málið. Ef vel tekst til þá verður það hress hópur úr Garðaskóla sem rennir sér í brekk- um Hlíðarfjalls við Akureyri á næstu dögum. Auk skíðaferða og útiveru verða ýmiss konar skoðunarferðir á söfn og um höfuðstað Norðurlands á dagskráí ferðinni. -ÓG Hið hálfbyggða íþróttahús í Kópavogi. íþróttahús Kópavogs: DB-mynd Krislján Ingi. PENINGARNIR UTI VEÐUR 0G VIND? Mikillar óánægju gætir nú í Kópa- vogi vegna þeirrar seinkunar sem hefur orðið á framkvæmdum við íþróttahús bæjarins og ekki síður með hvernig að frestun framkvæmd- anna var staðið og að þeir peningar sem áttu að sparast við það hafa hreinlega horfið út í veður og vind í uppgjöri við verktakann og í skaða- bætur honum greiddar fyrir samn- ingsrof. Samkvæmt heimildum Dag- blaðsins áttu við frestun fram- kvæmdanna að sparast 32 milljónir. Málið hafi hins vegar æxlazt þannig að verktakinn, Árni Jóhannsson, hafi í millitíðinni fengið annað verk við húsið og fengið fyrir það 8 millj- ónir, hann hafi síðan fengið 15 millj- ónir í ýmiss konar verðbætur og loks verið borgaður út úr verkinu fyrir 10 milljónir og sé það í annað sinn sem Kópavogsbær borgi hann út úr verki. Þá hafi hann að auki selt Kópavogs- bæ vinnuskúr fyrir 3,5 milljónir. Ef rétt reyndist væru þarna farnar 36,5 milljónir eða töluvert hærri en átti að sparast. „Nei, málið er ekki svona einfalt,” sagði Steingrímur Hauksson, eftir- litsmaður á bæjarskrifstofunum er DB bar þetta undir hann. „Það er hægt að segja svo margt með tölum en málið er ekki svona einfalt,” bætti hann við og vildi ekki ræða málið frekar en vísaði á Sigurð Björnsson bæjarverkfræðing. Sigurður sagðist ekkert kannast við þær tölur sem þarna voru nefndar. Hann sagði að þetta væri pólitískt mál og því ýmis kjaftavaðall í kringum það. Verkinu hafi verið frestað seinni partinn í sumar og fram til 1. apríl. Verktak- inn hafi af þeim sökum orðið fyrir ýmiss konar óþægindum og sam- komulag orðið um að greiða honum 8,5 milljónir fyrir „vafaverk” og í skaðabætur. Þá hafi ýmislegt, s.s. vinnupallar, verið keypt af honum fyrir 4 millj. 750 þús., þar á meðal tveir vinnuskúrar. Deilt er um verð- bætur og er það mál í gerðardómi. Sagði Sigurður að ómögulegt væri að spá í hvað út úr því gæti komið. Það gæti orðið alveg frá núlli og upp i nokkrar milljónir. Varðandi þá spurningu hvort verktakinn hafi fengið annað verk á vegum bæjarins í millitíðinni sagði Sigurður að það hefði komið upp sem óformleg hug- mynd en síðan hefði enginn áhugi reynzt fyrir því. Það hefði svo orðið að fullyrðingu hjá almenningi eins og ýmislegt annað i jsessu „pólitiska máli” sagði Sigurður að lokum. -GAJ björgunarbátar SEAFARER Stærðir 4—25 manna. Uppfylla öryggiskröfur Siglingamálastofnunar ríkisins. (”> nTinriuOF ÖRYGGl /1USTURBAKKI HFl Skeifan 3 A - Sfmar 81411 og 38944.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.