Dagblaðið - 06.04.1979, Side 8
8
ÐAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979.
Bandaríkin:
ÞYNGRISKATTAR
A OUUFELOGUM
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti
tilkynnti í gaerkvöldi aö hann mundi
leggja fram frumvarp þar sem mjög
verða takmarkaðar heimildir alþjóö-
legra olíufélaga til að færa hagnað
sinn og tap á milli landa eftir
aðstæðum á hverjum stað. Núver-
andi lög hafa gert þessum fyrir-
tækjum kleift að draga tap á
einum staðnum frá hagnaði fyrir
skatt á öðrum nánast að eigin vild.
Ætlun forsetans er að koma í veg
fyrir að skattfriðindi þessi verði
notuð til að lækka skatta á hagnaöi
af olíuhreinsunarstöðvum og olíu-
flutningum. Aðeins verður heimilað
að færa hagnað og tap vegna olíu og
jarðgasleitar og vinnslu á milli ríkja.
1 tUkynningu Bandarikjaforseta
sem kom í kjölfar tUkynningar um
nýja orkuspamaðarherferð segir að
ekki sé eðlilegt að olíufélögin njóti
sérstakra skattívUnanna nú þegar
aflétta eigi verðtakmörkunum á oUu,
sem framleidd er í Bandarjíkjunum
sjálfum. Margir hafa fagnaö
ákvörðun Carters um að aflétta verö-
takmörkunum á olíu þó svo að full- |
víst sé taUð að hún muni vaida nokk-
urri verðbólguaukningu í Banda-
ríkjunum. Er það hald margra, að
með þessu megi auka þar olíuvinnslu
og þá jafnframt minnka eftirspum
eftir olíu á heimsmarkaði í heild.
Yrði þá olíuverðhækkun OPEC ríkj-
anna væntanlega ekki eins mikil.
Annar
hver
fískur
sjúkur
Sjórinn i Litltbelti við Dan-
mörku er orðinn ein aUsherjar
eitursúpa. Stafar það af alls
konar eiturefnum, sem þangað
renna frá verksmiðjum og öðrum
fyrirtækjum. Samtök danskra
náttúruverndarmanna hafa nú
beitt sér fyrir sér .takri áróðurs-
herferð til að reyna að bæta úr
þessum vanda. Til dæmis um
ástandið er bent á að annar hver
fiskur, sem i Litlabelti sé, sé
sjúkur og jafnvel eitraður. Kvika-
silfur f lifur fiska sé aUt of hátt og
krækUngurinn og annar skelfisk-
ur orðinn gjörsamlega óhæfur tU
manneldls.
Spánn:
Ný ríkisstjórn
Adolfo Suarez forsætisráðherra
Spánar tilkynnti nýskipan ríkisstjórnar
sinnar í gær. Tiu nýir ráðherrar vom
skipaðir en mesta athygli vekur að
skipaður er herforingi til að fara með
innánríkismál og þar með baráttuna
gegn Böskum og öðrum þeim, sem
stunda hryðjuverk.
Jerúsalem:
Þrettán særðir
af sprengju
Sprengja sprakk í Jerúsalem í gær-
kvöldi og særði þrettán manns, engan
þó alvarlega að því lögreglan í borginni
sagði. Talið er að það hafi verið
skæmliöar Palestínuaraba, sem komu
sprengjunni fyrir.
Að fá eða fá
ekki að lifa
Solomon Manlangu, 23ja ára
gamall svertingi og skæruliði virtíst
ekki gera umflúið þau örlög að verða
hengdur í Pretóriu, Suður-Afríku, í
morgun. John Vorster forseti hefur
daufheyrzt við öUum bænum um að
náða hann. Það dugði heldur ekki, að
Carter Bandarikjaforsetí sendi for-
sætísráðherra landsins, Pieter Botha,
beiðni um að þyrma lífi hans. Botha
kvaðst ekki hafa umboð til að grípa
fram fyrir hendur réttvísinnar.
öryggisráðið í New York hefur
einnig skorað á yfirvöld Suöur-Afríku
að þyrma lifi unga svertingjans. Hann
var dæmdur tU hengingar fyrir morð á
tveimur hvítum. Forsetí öryggisráðsins,
Ole Algaard frá Noregi, las frétta-
mönnum skeyti, sem aUt ráðið var sam-
mála um, þar sem eindregið var óskað
eftir náöun. Skeytið var sent til
Vorsters forseta, en hann einn hefur
vald tU að milda dauðadóminn.
í Washington var einnig meiningin
aö taka morðingja af lífi, John Evans.
En þar myndaöist einkennUega staða.
Hæstiréttur bannaði aftökuna. En
morðinginn vUdi ekki Ufa og óskaði
ákaft eftír því, að dauðadómnum yrði
fullnægt. Það var ekki tekið tíl greina
og aftökunni, sem vera átti í Alabama
næsta föstudagsmorgun var frestaö,
um stundarsakir að minnsta kosti.
MCRCO
Simar 36501 - 36500
Oplð á margtut Gamla
Laugardag Kompanííð
MERCO
Nú býðst einstætt tækifæri,
MERKO skrifborð á lækkuðu
verði. Þau eru fáanleg úr beyki,
tekki og maghoni, en fætur og
höldur eru úr svörtu nylonhúð-
uðu, eða krómuðu stáli.
Vandaður frágangur, stílhrein og
sterk skrifstofuborð.
MERKO skrifstofuborð er góð
fermingargjöf.
Komið og skoðið í sýningarsal
okkar að Bíldshöfða 18.
í HEIMINN í
HARRISBURG
Margir óttast að slys eins og þaö sem
varð við kjamorkuverið nærri Harris-
burg i Bandarikjunum i fyrri viku geti
valdið skaða á ófæddum böraum. Sue
Moses þar i borg þarf þó tæpast að
óttast að nýfæddur sonur hennar, sem
fæddist skömmu eftir slysið muni bera
þess nein merki i framtiðinni. Reyndar
er búið að skira hann Joseph Andrew.