Dagblaðið - 06.04.1979, Side 31

Dagblaðið - 06.04.1979, Side 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979. 35 Útvarp Sjónvarp ÁYZTUNÖF -sjónvarpíkvöldkl. 22.05: Nasistinn hatar sálfræðinginn \ r — semáað lækna hann Það er orðið langt síðan Sidney Poi- tier hefur borið fyrir augu íslenzkra sjónvarpsáhorfenda. Enda er þessi svertingi sem eitt sinn var hæst launaði leikari í heimi fallin stjarna og hefur lítið gert sér til frægðar hin síðari ár. En í kvöld gefst fólki kostur á að sjá ágætan leik Poitier í myndinni Á yztu nöf, sem sýnd verður í sjónvarpinu. Poitier leikur þar sálfræðing sem starfar við bandarískt fangelsi. Sá sjúklingur sem hann þarf mest fyrir að hafa er nasisti sem hatar bæði negra og gyðinga, og þar af leiðandi sálfræðing- inn líka. Myndin gerist rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skellur á, þegar alls kyns fordómar voru sem algeng- astir. Auk þess sem myndin lýsir kynnum þeirra sálfræðingsins og nasistans er lýst ástæðunni fyrir því að nasistinn situr inni. Glæpur sá sem hann framdi var hreint ekkert smáræði. Eins og við er að búast leikur Poitier Úr myndinni Á yztu nöf. sálfræðinginn af hógværð og lipurð. Bobby Darin leikur nasistann og er leikur hans aldeilis frábær. Enda fær myndin í heild þrjár stjömur af fjómm mögulegum út á leikinn einan. í auka- hlutverki sjáum við svo Peter Falk, sem við könnumst betur við sem Colombo. DS. KASTUÓS—sjónvarp í kvöld kl. 21.05: Fóstureyðingar, streita og Reykjavík og nágrenni Kastljós kvöldsins er i umsjón Sigrúnar Stefánsdóttur fréttamanns. Henni til aðstoðar er Pjetur Maack guðfræðingur. Til umræðu verða tekin þrjú mál, fóstureyðingar, streita og tengsl Reykjavíkur við nágrannabyggð sína. í fyrsta hluta Kastljóssins verður rætt fmmvarp Þorvalds Garðars Kristjánssonar alþingismanns um breytingar á lögum um fóstureyðingar. Ef fmmvarp Þorvalds veröur að lögum verða félagslegar aðstæður ekki lengur nægilegar til þess að fá fóstri eytt. Til umræðu eru kallaöir Þorvaldur Garðar, Lilja Ólafsdóttir og Sigurður S. Magnússon, yfirlæknir fæðingardeildar Landspítalans. Hvað veldur streitu og hvernig vinna megi á móti henni er annað málið á dagskrá. Rætt veröur við Pétur Guðjónsson sem ferðast víða um heim í deilunni um fóstureyöingar eru tvö sjónarmið ofarlega i hugum þeirra sem með erueðaámóti, réttur barnsins til að lifa og réttur móðurinnar yfir eigin likama. Kastljós i kvöld verður að einum þriðja helgað þessu máli. til þess að kenna fólki að vinna gegn streitu um það meðal annars hvaö fyrirbærið streita er, því þó margir virðist þjakaðir af henni geta líklega færri útskýrt hvað hún eiginlega er. í þriðja lagi verður reynt að finna svör við því hvort kostir þess að sam- eina Reykjavík og nágrannasveitar- félög hennar em fleiri en gallarnir við það. Sigurjón Pétursson forseti borgar- stjómar Reykjavíkur og Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi ræðamálin. -DS. M.nllllllJJ.M Föstudagur 6. apríl 12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar. 12.25 Vcöurfregnir. Fréctir. Tilkynningar. Vid yinnuna: Tónlcikar. 14.30 MWdegissagan: „Fyrir opnum Ijflldum” eftir Grétu Sigfúsdóttur. Herdís Þorvakisdóu irlcs(ló). 15.00 Miödegistónlelkar: Hljómsveitin Ffl- harmonla 1 Lundiinum lcikur ballctttónlist úr ópcrunni „Lifið fyrir Kcisrarann” cftir Glinka; Efrcm Kurtz stj. / Suisse Romandc h|jóm- sveitin leikur „Tamar”, sinfónískt Ijóö eftir Balakircff; Emcst Anscrmct stj. 15.40 Lesin dagskrá na»tu viku. 16.00 Fráttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Poppbom: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 (Jtvarpssaga bamanna: „Leyniskjalifl” eftir Indrifla Úlfsson. Höfundur lcs (4). 17.40 Tónlcikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 Hákarlaveiflar rifl Hánaflóa um 1920. Ingi Karl Jóhanncsson ræöir við Jóhannes Jónsson frá Asparvik; — þriöji og slöasti þátt- ur. 20.05 Tónlist eftir FeHx Mendelssobn-Bart- holdy. a. Fiðlukonscrt í d-moll. Gustav Schmal og Kammcrhljómsvcit Berlínar leika. Stjórn andi: Hclmut Koch. b. Sinfónia nr. 12 Í g-moll. Kammcrhljómsveit Ríkishljómsvcitarinnar i Dresden leikur. Stjórnandi: Rudolf Neuhaus. 20.45 nÓ göngum tvfl á grcnan Jaflar sands”. Magnús Á. Ámason listamaöur scgir frá íerð sinni til Irans áriö 1973, er hann fór meö Barböru konu sinni. Guöbjörg Vigfúsdóttir og Baldur Pálmason lesa fyrri hluta fcröasögunn- ar. 21.40 Kórsflngun Pólyfónkórinn syngur andleg Iftg eftir Fjölni Stefánsson, Pál P. Pálsson og Þorkcl Sigurbjömsson. Söngstjóri: Ingólfur Guöbrandsson. 22.05 Kvflldsagan: „Heiraur á rifl háift kálf- skinn” eftir Jón Helgason. Sveinn Skorri Höskuldsson lcs (13). 22.30 Veðurfrcgnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. Lestur Passiusálma (45). 22.55 Úr menningarlifínu. Umsjón: Hulda Valtýsdóttir. Rætt við dr. Finnboga Guðmundsson landsbókavörð um Landsbóka- safn Islands. 23.10 Kvöidstund meöSveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 6. apríl 20.00 Fréttirog veflur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Próflu leikararnir. Gestur i þessum þætti er bandaríska söngkonan Pcarl Bailcy. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 22.05 A ystu nflf s/h. (Pressure Point). Bandarísk biómynd frá árinu 1962. Aöalhlutverk Sidney Poitier, Bobby Darin og Peter Falk. Myndin gerist á ámnum fyrir siöari heimsstyrjöld og á striðsárunum. Geðlæknir lýsir kynnum sínum af fanga, sem haidinn er alls konar kynþátta- fordómum og er i bandaríska nasistanokkn um. Þýöandi Kristrún Þóröardóttir. 23.30 Dagskrárlok. MagnúsÁ. Ámason listamaður er vígur jafntá léreft, leir og pappír. „d GÖNGUM TVÖ Á GRÆNAN JAÐAR SANDS” - útvarp í kvöld kl. 20.45: „íranskeisari gerði mjög mikið fyrir land sitt” „Mér fannst eftirtektarverðast þarna í íran hvað keisarinn hafði gert mikið fyrir þjóð sína og land,” sagði Magnús A. Ámason listamaður. Magnús og kona hans Barbara fóru til írans árið 1973 og lesa þau Baldur Pálmason og Guðbjörg Vigfúsdóttir frásögn af því i útvarpinu i kvöld. „Hugsun keisarans vai mjög einföld. Hann sagði sem svo „Olían endist okkur ekki alla eilifi’. meðan hún er skulum við nota ágóð- ann af henni til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.” Og það var akkúrat það sem hann gerði. Féð var notað til að byggja upp jámbrautarkerfið og vegi, komið á skólaskyldu og jörðum eigna- manna skipt á milli kotbænda. Landið sem tekið var af stórbænunum var þeim greitt að fullu með hlutabréfum í fyrirtækjum ríkisins. En þessir góðu hlutir sem keisar- inn stóð fyrir eru gleymdir núna eftir að hann var rekinn frá völdum.” — Þið hafið ekki orðið vör við að óánægja ríkti meðstjóm hans? „Nei, alls ekki. Hann átti þá og á enn mikið fylgi.” — En hvað varð til þess að þið fóruð til íran? „Synir góðra vina okkar í Frakk- landi giftust systrum frá íran. Brúðkaup annars þeirra fór fyrst fram á kaþólska vísu í Frakklandi en síðan að hætti múhameðstrúarmanna í Teheran. Okkur var boðið að koma og vera viðstödd brúðkaupið en við gátum það ekki á þeim tíma. Síöar bauð hann okkur svo að koma og dvelja hjá sér, sem við gerðum. Við sáum okkur töluvert um. íran er stórkostlegt land. Sérstaklega er gaman að sjá hinar gömlu grafir og rústir sem eru um 2500áragamlar.” — Hittuð þið nokkra Kúrda? „Nei, því miður ekki. Ég hefði gjarnan viljað tala við þá en þess gafst ekki kostur.” — Hvað finnst þér um þá þróun sem nú er í Iran? „Hún er hryggileg, sérstaklega fyrir konur. Þegar við vorum þarna voru íranskar konur i sömu stöðu og kontir í Evrópu. En nú á að fara að færa þn i langt aftur í aldir,” sagði Magnús. -DS. rFYRIR FERMINGUNA' snittur og brauðtertur. Pantanir í síma 16740. Brauðbankinn Laufásvegi 12 — Sími 16740. SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SiMI 12644

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.