Dagblaðið - 10.05.1979, Síða 27

Dagblaðið - 10.05.1979, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAl 1979. BÆJARINS BEZTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar bjóöa upp á Capricorn One Leikstjóri: Peter Hyams, gerð í Bandarikjunum 1977. Sýningarstaður: Regnboginn. Hugmyndin að baki Capricorn One er nokkuð athyglisverð. Geim-! far er sent til Mars og tilkynnt að 3 geimfarar séu innanborðs þótt það sé víðs fjarri sannleikanum. Með tæknibrellum og sjónhverf- ingum tekst að láta þjóðina trúa þessu þangað til forvitinn blaða- maður kemst í málið. Upp frá þvi tekur myndin á sig meira yfir- bragð hasarmyndar. Þótt Capricorn One fari hægt af stað lekst leikstjóranum að skapa töluverða spennu þegar fer að liða á seinni hlutar.n. Heildarútkoman verður því þokkaleg afþreyingarmynd með töluverða alvöru að baki. Leikurinn er ekkert sérstakur en tæknivinnan mjög góð á köflum. Flökkustelpan Boxcar Bertha, gerð í Bandaríkjunum 1972. Leikstjóri: Martin Scorsese. Sýningarstaður: Hafnarfoió. Það er vel til fundið hjá forráðamönnum Hafnarbíós að endursýna Flökkustelpuna eftir Martin Scorsese. Kvikmyndaunnendum hefur nú á stuttu tímabili gefist kostur á að sjá fjórar af myndum Scor- seses. Boxcar Bertha er önnur mynd hans í fullri lengd. Myndin er gerð eftir ævisögu Boxcar Berth Thompson sem lifði sitt fegursta á kreppuárunum. Boxcar Berth þessi ásamt þrem öðrum karlmönn- um leiddist út í gripdeildir fyrir hreina tilviljun. Það leið ekki á löngu þar til þau voru farin að stunda umfangsmikla glæpastarf- semi i likingu við Hróa hött. Stela sem sagt aðeins frá þeim ríku og gefa öreigunum. Þessi mynd sver sig í ætt við Mean Street og Taxi- driver hvað varðar ofbeldið í lokauppgjöri myndarinnar. Heyrðu Höfurtdur: Siguröur Grímsson. Sýningarstaður: Vinnustofa Ósvaldar Knudsen, Hellusundi 6A kl. 9. 'Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er sýnd opinber- lega. Þessa dagana hefur verið sýnd i vinnustofu Ósvaldar Knudsen skólaverkefni Sigurðar Grímssonar, kvikmyndin Heyrðu. Myndin fjallar um ungan pilt sem leitar á náðir móður náttúru til þess að ilosna undan hversdagsleikanum. Þetta er að hálfu leyti leikin mynd jog heimiidarmynd. Ungi pilturinn er notaður sem tenging. Þvi miður er sú tenging meira eða minna misheppnuð meðal annars vegna þess að sá sem fer með hlutverk hans veldur þvi engan veg- inn. Kvikmyndataka og klipping er oft mjög góð en hljóðblöndur er stundum ábótavant. Það er ástæða að hvetja fólk til þess að sjá þessa kvikmynd þvi það eru margir góðir kaflar sem eru bæði fróð- llegir og skemmtilegir. Blue Collar Leikstjóri: Paul Schrader, gerð t Bandarikjunum 1978. Sýningarstaður: Laugarásbió. Þetta er frumraun Paul Schrader sem leikstjóra en hann er þekkt- astur hér á landi sem handritahöfundurinn að myndinni Taxidriver. Blue Collar fjallar um 3 félaga sem vinna saman í bílaverksmiðju í Detroit. Allir eiga þeir við sama vandamálið að glima. Tekjurnar hrökkva ekki fyrir útgjöldunum. Því grípa þeir til örþrifaráða og ræna verkalýðsfélag staðarins. En það dregur dilk á eftir sér. Myndin ræðst harkalega á forystu verkalýðsfélaganna í Bandaríkj- unum og dregur fram spillinguna bæði þar og meðal vinnufélag- anna. í Blue Collar hefur Paul Schrader tekist að samræma sterka þjóðfélagslega ádeilu og gamansaman tón svo að í heild virkar myndin mjög sterk. Superman Leikstjóri: Richard Donnor, gorð I Brotlandi 1978. Sýningarstaður Háskólabió. Superman hefur þann vafasama heiður að vera talin ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið enda ber hún greinilega merki þess. Myndin er ein tæknibrella í gegn og eru sum atriðin ótrúlega vel unnin. Þar á stóran hlut kvikmyndatökumaðurinn Geoffrey Uns- worth. Efni myndarinnar er byggt á teiknimyndaseríunni Super- man, sem sköpuð var 1938 og fjallar um ofurmennið Clark Kent sem kom til jarðarinnar frá plánetunni Krypton. Þessi Kent hefur flesta kosti og dyggðir sem fyrirmyndarsonur flestra ætti að hafa. Þannig má segja að Superman sé draumasonur vísitölufjölskyld- unnar. Margt frægra leikara kemur fram en Gene Hackman í hlut- verki þorparans kemur sterkast út. Einnig fer óþekktur leikari, Christopher Reeve, mjög vel með hlutverk Superman. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. « Utvarp Sjónvarp DANSKAR SKÁLDKONUR - útvarp í kvðld kl. 20,00: „í nóttinni brennur Ijósið” — þáttur um Tove Ditlevsen „Þetta verða fimm þættir sem allir fjalla um danskar skáldkonur. Fyrsti þátturinn verður um Tove Ditlevsen en síðan verður fjallað um Cecil Bógker, Charlotte Strandgaard, Kirsten Torup og Vita Andersen,” sagði Nina Björk Árnadóttir en hún sér um þessa þætti ásamt Kristínu Bjarnadóttur. „Það má segja að ferill Tove sé lang- litríkastur. Hún ólst upp í fátækra- og melluhverfi i Vesterbro, þar sem hún fæddist í tveggja herbergja íbúð í bak- húsi. Hún var gift fjórum sinnum og skildi jafnoft. Hún skrifaði ákaflega mikið og sagðist eiga þann rómantíska draum að deyja í miðri setningu. Við lesum aðallega úr bók sem heitir Bernska og var hin fyrsta af fjórum I Nína Björk Árnadóttir og Kristfn Bjamadlttir. endurminningabókum hennar. Þá hefur Helgi J. Halldórsson þýttýmis ljóða hennar sem við lesum úr. Einnig lesum við úr bók þar sem hún segir frá ínu stprmasama einkalífi og hvernig pað þáfði áhrif á skáldskap hennar,” sagði Nína Björk. -GAJ- t-------------\ LEIKRITVIKUNNAR —útvarpíkvöld lllll CICI/ Mú er sterka ryksugan * l\IILrlOl\ ennþá sterkari... kl. 21,05: Ejnum NILFISK ofaukið ÍW SÚPER NÝ SOGSTILLING: Auðvelt að tempra kraftínn NYR SÚPERMÓTOR: Áður óþekktur sogkraftur. NÝR PAPPÍRSPOKI MEÐ HRAÐFESTINGU, ennþé staerri og þjálli. Jill Brooke höfundur leikritsins Einum ofaukið. Leikrit vikunnar nefnist Einum of- aukið og er eftir Jill Brooke Árnason sem jafnframt er leikstjóri. Þýðinguna gerði Benedikt Árnason en með hlut- verkin fara Þóra Friðriksdóttir, Guðrún Þ. Stephensen og Bessi Bjarna- son. Flutningur leiksins tekur 37 mín- útur. Mavis og James Thompson lifa hvorki í betra né verra hjónabandi en gengur og gerist. Þau eiga tvö börn, búa í þægilegu borgarhverfi og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. En dag nokkurn kemur kona i heimsókn. Hún segist heita Rose McNally og það verður fljótlega ljóst að hún er enginn venjulegur gestur. Þetta er gamansamt verk en þó er kannski meiri alvara á bak við en margur hyggur. Jill Brooke er borin og bamfædd i Englandi. Hún stundaði leiklistarnám í RADA og vann siðar hjá útvarpi, sjón- varpi og leikhúsum og einnig við kvik- myndir. Eftir að Jill flutti til íslands með manni sínum, Benedikt Árnasyni leikara, hefur hún sett á svið nokkur leikrit. Einum ofaukið er fyrsta verk hennar í islenzka útvarpinu en hefur áður verið flutt í BBC. -GAJ- NY SLÖNGUFESTING: Samboðin nýju kraftaukandi keiluslöngunni NYR VAGN: Sterkari, stöðugri, liprari, auðlosaður istígum. sogorka í sérflokki Ofantaldar og floiri nýjungar auka enn hina sígildu verðleika Nilfisk: efnisgœði, markvisst byggingarlag og afbragðs fylgihluti. Hvart smá- atriði stuðlar að soggetu i sérflokki, fullkominni orkunýtingu, dæma- lausri endingu og fyllsta notagildi. Já, svona er Nilfisk: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð tíl að vinna sitt verk fljótt og vel, ár aftír ér, með lágmarks truflunum og tilkostn- aði; varanleg: til lengdar ódýrust. lyii OCI/ heimsins bezta ryksuga! I wl X Stór orð, sem reynslan réttlætir. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. FYRSTAFLOKKSFRÁ /rQniX Hátúni — Sími 24420

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.