Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 1
 5. ÁRG. - LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979 - 107. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGRFIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—ADALSÍMI 27022. — 25 tonnum af gerkorni hent „Þetta er sjálfsagt tjón upp á 3—3,5 milljónir og ég á ekki von á að við fáum það bætt,” sagði Jóhannes Tómasson, forstjóri Egils Skallagrímssonar. Af hundrað tonna sendingu af ger- korni, sem fyrirtækið fékk sjóleiðis frá Belgíu, varð að henda 25 tonnum vegna þess að hundruð músa leyndust í korn- pokunum. „Við tókum ekkert sem minnstagat var á,” sagði Jóhannes. „Þetta hefur ekki komið fyrir áður, kannski fundizt ein mús eða svo í heilli sendingu en núna var þetta í tuga- eða hundraðatali, Þetta hefur örugglega' komið í vöruhúsunum í Antwerpen þótt sendingin sé búin að liggja eitthvað í skemmunum hér.” Músanna varð vart er verið var að vinna við farminn í Bakkaskemmu í gær og var þær einungis að finna i innsta hluta farmsins. Jóhannes sagði enga hættu á að mýsnar gætu borizt með korninu inn í verksmiðjuna þar sem allt kornið færi i gegnum sigti og ryksugur. -GAJ- Æ, hvur skollinn — æææææ! Það fór mús upp í skálmina! Við athugun reyndist um misskilning að ræða, aðeins imyndun! Á minni myndinni má glöggt sjá að ekki voru mýsnar frfðar. DB-mynd Sv. Þorm. Það Var líf Og fjör á Lœkjartorgi I gær — jfjöldi nýrra vara á útimarkaðinum og veður ágœtt til markaðskönnunar. DB-mynd Hörður. Ny breiösiða hja Hafskipi Svo virðist sem nýjum stjórnend- um Hafskips hafi tekizt að skapa félaginu „nýja breiðsíðu” í sam- keppninni við stærsta skipafélagið og höfuðkeppinautinn Eimskip. Á aðalfundi í Hafskipi i gær var kjörin ný stjórn og er Albert Guðmundsson alþingismaður og stórkaupmaður formaður hennar. Kemur hann í stað Magnúsar Magnússonar fyrrum forstjóra Haf- skips sem nú á í málaferlum við fyrri félaga, sakaður um fjárdrátt ogsakar þá um misjafnt á móti. Með Albert Guðmundssyni hafa valizt margir sterkir aðilar, bæöi í inn- og útflutningi, svo ljóst má vera að verulega gæti höggvizt i hlut annarra skipafélaga ef þeir beina öilum farmflutningi til Hafskips þar sem þeirráðamálum. Vildi einn viðmælenda DB í gær nefna hina nýju stjórn „breiðsíðu”. Auk Alberts eru þessir menn í stjórn og varastjórn hlutafélagsins: Axel Kristjánsson forstjóri Rafha, Jóna- tan Einarsson framkvstj. Bolungar- vik, Sveinn R. Eyjólfsson framkvstj. Dagblaðsins, Ólafur B. Ólafsson framkvstj. Miðness Sandgerði, Davið Scheving Thorsteinsson, framkvstj. Smjörlíkis hf., Gunnar Ólafsson framkvstj. Fiskiðjunnar hf., Njarð- vík, Páll G. Jónsson framkvstj. Polaris og Sanitas, Guðlaugur Berg- mann framkvstj. Karnabæjar hf„ Víðir Finnbogason framkvstj. Teppalands, Guðbergur Ingólfsson framkvstj. ísstöðvarinnar hf. o.fl. i Garði, Jón Hákon Magnússon, Vökull hf„ Hilmar Fenger, (Nathan & Olsen hf.) og Haukur Hjaltason, Dreifinghf. Forstjórar Hafskips hf. eru þeir Björgólfur Guömundsson og Ragnar Kjartansson. Ólafur B. Thors, forstj. Mmennra tryggingahf. varfundarstj. BS/ÓG. Mynd af nýkjörinni sljóm Hsfskips hf. og framkvaomdastjónmi: Efri röö frá vinstri: Ragnar KJartahsson, Björgóffur Quömondsson, Svobin R. Eyjóffs- son, Haukur HjaKason, Jón Hákon Magnússon, Guölaugur Bargmann, Vtðir Rnnbogason, Gunnar Öiafsson. Neöri röö frá vinstri: Hiimar Fsngor, ólafur B. Óiafsson, Albort Guömundsson, Davið Sch. Thorsteinsson, Axsl Krístjánsson. A myndina vantar Guöborg ingólfsson útgeröarm. Jónatan Einarsson f ramkvœmdastjóra, Bokmgarvik, og Pál G. Jónsson f ramk veemdastjóra. RANNSÓKN ENN í GANGI Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur Rannsóknin hófst i fyrra að beiðni Að sögn Erlu Jónsdóttur fulltrúa er enn að rannsókn svonefnds Hafskips- stjórnar Hafskips og sat fyrrverandi engu hægt að spá enn um niðurstöður mál sem snýst um meint fjármálamis- stjórnarformaðurinn m.a. í gæzluvarð- né hvenær þeirra er að vænta. ferli fyrrverandi stjórnarformanns. haidi í röskan mánuðum áramótin sl. -GS. „...fær útrás með þvfað berja steikarpönnunni íhöfuðið á vottinum...” — rætt við Cyril N. Parkinson, höfund Parkinsonslögmálsins — Sjá bls. 13 Hundruð músa íkornpokunum: MÝSNAR SKEMMDU FYRIR 3 MILUÓNIR I 1 Á 1 í i i 4 i - 5 t 1 i * i < i I 4 i i ) A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.