Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 13

Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 13
13 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979. r „...fær útrás með því að berja steikarpön íhöfuðiðá vottinum...” —rætt við CyrilN. Parkinson, höfund Parkinsons■ lögmálsins „Nefndir blómstra og bera fræ og upp af þeim spretta nýjar nefndir í fyllingu tímans — ad skilja þetla er undirstaða þess að botna nokkuð i þjóðfélaginu.," Parkinson ásamt Herði Sigurgestssyni, formanniS' jórnunarfclagsins. „Kornungt fólk og höfundar skólabóka trúa því statt og stöðugt, að heiminum sé skynsamlega stjórn- að og í ráðherrastólum og stjórnum opinberra fyrirtækja sitji hinir vitr- ustu menn,” segir í inngangi hinnar frægu bókar, Parkinsonslögmálið. Höfundurinn, Cyril Nortcote Parkinson, er á annarri skoðun. Hann er staddur hér á landi þessa dagana í boði Stjórnunarfélags íslands. Á fundi með blaðamönnum ræddi hann kenningar sínar, sem eru í stuttu máli þær, að þeim mun fleiri menn sem ráðnir séu við stjórnunar- stofnun, þeim mun minna verði þeim úr verki, og þarf ekki að leita langt til að finna dæmi, sem sanna mál hans. Hann er sonur listmálara og ætlaði upphaflega að feta í fótspor föður síns, en sá sig um hönd og las verzl- unarsögu og ritaði margar fræði- bækur um þau mál. í stríðinu var hann kallaður í herinn, varð þar hátt- settur — og missti trúna á skrifstofu- veldið. Störf sendiherra Hann tekur sendiráð sem gott dæmi: ,,Ekki alls fyrir löngu var ég stadd- ur í Noregi og tilviljun hagaði því svo, að ég snæddi hádegisverð með þýzka sendiherranum þar, elskuleg- asta manni. Hann lýsti ánægju sinni yfir því að vera kominn aftur til Noregs, því einmitt þar hefði hann byrjað feril sinn í utanríkisþjónust- unni sem ungur maður. „Hvað störfuðu margir í þýzka sendiráðinu þá?” spurði ég. ,,Sjö,” svaraði hann. „En hvað eruð þið mörg núna?” ,,Tvö hundruð og fimmtíu,” svaraði hann. ,,Og hvað afkastið þið miklu?” ,,Svo sem sjö manna verki,” stundi hann.” Léttur kímnisglampi flögrar yfir andlit Parkinsons og hann heldur áfram: „Sendiherra i útlöndum hefur tvö verkefni. Annars vegar á hann að reyna að kynna sér hvaða viðhorf þjóðin sem hann dvelur hjá hefur til hans eigin föðurlands. Hins vegar á hann að kynna viðhorf og stefnu síns eigin lands. En með risavaxið sendiráð (Rússar og Bandaríkjamenn komast upp í 800 hvor, sérstaklega þar sem þeir eru í samkeppni) þá fer allur hans timi í að sinna starfsfólki sínu, ákveða hverjir eiga að hækka í tign, hvenær hver eigi að fara í frí og hvar hver megi leggja bílnum sinum. Bad Godesburg er ágætt dæmi um tilgangsleysi sendiráða. Þar, eins og i öllum meiriháttar borgum, eru yfir hundrað sendiráð. Hvert þeirra um sig heldur auðvitað veizlu með söng Lögmál frú Parkinson Parkinson ritaði fyrir nokkrum árum bók, þar sem hann yfirfæröi margir ættliðir saman, svo hvert hús er fullt af öfum og ömmum, frænd- um og frænkum og náttúrlega kálfum og geitum eða öðrum hús- dýrum. Og foreldrar unga piltsins Heillavænlegastur fjöldi ráðherra er fimm. Þá er auðvelt að ná þeim saman, en fundarfært þótt tveirséu veikir og dansi á þjóðhátíðardegi sinum. Og þangað verða allir hinir að koma. í þetta fara hundraðdagar. Þar sem svo mörg sendiráð eru fer auðvitað ekki hjá því, að nýr sendi- herra komi í hverri viku en annar hverfi á brott. Svo það fara aðrir hundrað dagar í móttöku- og kveðju- athafnir, þar sem allir verða að mæta. Þá daga sem eftir eru nota sendiherrarnir til að kynnast sínu eigin fjölmenna starfsliði. Það verður þvi lítið úr því hjá þeim að vingast við þá innfæddu, enda búa engir Þjóðverjar i Bad Godesburg, þar eru eintóm sendiráð! margföldunarkenningu sína á að- stæður giftra kvenna úr efnaðri milli- stétt. „Að einn maður og ein kona flytji saman í eitt hús i úthverfi fjarri öðrum vandamönnum er Vestur- landa ósiður,” segir Parkinson. „Álagið á tilfinningasamband hjón- anna verður óbærilegt. í Kína búa velja konuna handa honum, sem eðli- legt er, því hún flyzt heim til þeirra og umgengst tengdaforeldra sína ekki minna en eiginmanninn, sem er á þönum út á við að afla heimilinu tekna. Á Vesturlöndum skapast þetta óeðlilega ástand, að konan er oft alein á heimilinu, þekkir ekki ná- grannana, hefur engan til að hlæja eða gráta með. Hún fer að gera smámistök, og þau aukast í réttu hlutfalli við vaxandi skelfingu hennar. Hún hringir í manninn sinn, en hann má ekkert vera að því að sinna henni, og i hryggð sinni yfir þvt sýður upp úr pottunum hjá henni. Allt endar með því, að annaðhvort lendir hún í um- ferðarslysi á leið til vinkonu sinnar, þar sem hún ætlar að leita stuðnings, eða þá að dyrabjöllunni er hringt, á tröppunum stendur vottur Jehóva og hún fær útrás með þvi að berja steikarpönnunni sinni ofan I hausinn á honum og rota hann! Þá Iíður henni betur — en Jehóvavottinum v :." Hefði hann verið til Parkinson verður sjötugur á þessu ári og ætlar nú að slaka nokkuð á. „Undanfarin ár hef ég unnið 8—10 stundir alla sjö daga vikunnar, en nú ætla ég að fara að taka mér frí um helgar,” segir hann. „En mér finnst ég hafa minni og minni tima og samt hef ég ekkert aðstoðarlolk. í.g held að heimurinn sé farinn að snúast hraðar.” Eflaust stafar tímaskortur hans mestan part af því, hvað hann er eftirsóttur fyrirlesari og rithöfundur. Og það er ekki aðeins verzlunarsaga eða háð um skrifstofubáknið sem hann ritar, upp á siðkastið er liann farinn að skrifa ævisögur skáld- sagnapersóna! Eftir mánuð kemur út eftir hann bók um Jeeves, sem er einkaþjónn í skáldsögum P.G. Wodehouses, en is- lenzka sjónvarpið sýndi einmitt myndaflokk síðastliðið haust, sem byggður var á sögum hans og hét Gengið á vit Wodehouse eða eitthvað í þeim stil. Parkinson segist halda, að ævi- sagan sé eins áreiðanleg og uppdigtuð persóna eigi frekast heimtingu á. Hann hefur áður ritað tvær bækur um aðra skáldsagnapersónu, horna- blásarann Hóras. Þar fléttaði hann staðreyndum úr siglingasögu og landafræði svo haglega inn í, að margir lesendanna trúðu hverju orði. í kirkjugarðinum í hafnarbænum, þar sem hann átti samkvæmt sögunni að vera grafinn, komu oft ferðamenn að leita að leiðinu hans. Parkinson kímir: „Ég vildi gjarna hafa þar legstein, sem á væri letrað: . „Hornablásarinn Hóras var aldrei til. En hefði hann lifað mundi hann vafalaust hvíla hér.” - IHH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.