Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979. 7 Byggingastofnun landbúnaðarins svarar gagnrýni á vinnubrögð: Göngum eins langt til móts við verk- beiðendur og unnt er — miðað við mannafla „Undanfarin ár höfum við ekki getað tekið við verkbeiðnum í maí og júní til afgreiðslu, þannig að teikn- ingar liggi fyrir er byggingavertíðin hefst á sumrin, þar sem við leggjum fremur áherzlu á að geta gengið frá þeim verkbeiðnum sem borizt hafa í tæka tíð,” sagði Gunnar Jónasson forstöðumaður Byggingastofnunar landbúnaðarins i viðtali við DB í gær. í viðtali i blaðinu í gær segir byggingafulltrúi landbúnaðarins á Suðurlandi að þetta kunni að tefja alvarlega fyrir mönnum. Bréf stofnunarinnar þessa efnis hafi komið honum á óvart. Þessu visaði Gunnar á bug með þeim rökstuðningi að ætli bóndi t.d. að byggja í sumar hefði hann þurft að sækja um lán til Stofnlánadeildar landbúnaðarins í sept. sl. Þá atti hann strangt tekið að skila inn verk- beiðni. Taldi Gunnar stofnunina því verulega ganga til móts við þá sem ekki skila beiðnum á réttum tima með því að taka þær til vinnslu^llt upp í hálfu ári eftir skUafrest. Varðandi bréfjð, sem fulltrúunum var sent, sagði Gunnar það hafa verið gert í þjónustuskyni og til glöggvunar fyrir væntanlega verk- beiðendur á stöðu sinni. Væri enda- laust tekið við verkbeiðnum fyrir sumarið kynni það að koma niður á beiðnum sem borizt hafi snemma. Miðað við fimm til sex m mna starfs- lið, sem skilaði svo sem 9 teikning- um árlega, væri ekki hægt að krefjast tafarlausrar afgreiðslu. „Launafólk getur ekki beðið aðgerðalaust” — segir miðstjórn ASÍ „Við þessar aðstæður getur almennt launafólk ekki beðið aðgerðalaust,” segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Miðstjórnin krefst þess að launa- kjörin verði jöfnuð með kauphækkun til almenns launafólks. Rakið er að allir opinberir starfs- menn muni nú fá 3% grunnkaups- hækkun frá 1. apríl að telja. Vísitölu- þakið hafi verið afnumið, með þeim af- leiðingum að þeir launahæstu hafi fengið mestar launahækkanir og launa- mismunur þannig aukizt í þjóðfélag- inu. Að undanförnu hafi verðbólga magnazt og miklar verðhækkanir gengið yfir sem ekki sé unnt að rekja til hækkana á kaupi almenns launafólks. Megi í því sambandi sérstaklega minna á hinar miklu hækkanir á verðlagi opinberrar þjónustu. ASÍ hafi stutt ríkisstjórnina og ýmis- legt hafi áunnizt, sérstakleg megi benda á félagsleg réttindi, svo sem nýsam- þykkt lög um rétt verkafólks í veikinda- og slysatilfellum. Þó hafi ríkisstjórnin í veigamiklum atriðum brugðið frá yfir- lýsingum sínum frá síðastliðnu hausti. Við síðustu efnahagsaðgerðir hafi ekki verið tekið tillit til vilja ASÍ varðandi verðbætur. - HH Orkuverðiðífyrra: Rafbflar hefðu fært ríkissjóði 63% meira ívegasjóðinn — bensínbfll notar 218% meiri frumorku enrafbfll ,,Ég undrast að Samband íslenzkra rafveitna skuli ekki sýna neitt frum- kvæði í tilraunum með rafbila hér eins og raforkuaðilar erlendis gera,” sagði Gísli Jónsson prófessor í viðtali við DB í gær er hann var inntur eftir saman- burði á hagkvæmni raf- og bensínbíla. Skv. útreikningum Gísla, þar sem hann reiknar meðalvegagjald til ríkis- sjóðs í fyrra 41,81 krónu af bensínlítr- anum, hefði ríkissjóður fengið 63,3% meiri tekjur í vegasjóð af rafbílum. Miðar hann þar við bensínbtl sem eyðir 10 litrum á 100 km og sambærilegan rafbíl. í vegasjóð runnu þá í fyrra 4,18 krónur fyrir ekinn kílómetra bensin- bílsins en 6,83 krónur hefðu fengizt af hverjum kílómetra rafbílsins t formi þungaskatts eins og af disilbílum. Þá hefur Gísli lauslega áætlað að ef núverandi bílafloti landsmanna væri rafbílar skorti ekki nema svo sem 14 til 15 prósent upp á núverandi raforku- framleiðslu til að fullnægja öllum raf- bílunum. Þá hefur hann reiknað út að rafbílar nota langminnstu frumorkuna, eða 377 vattstundir á kílómetrann, bensínbíll- inn 823 vattstundir, eða 218,3% meira miðað við að tala rafbílsins sé 100%, og vetnisbíllinn 1139 vattstundir, eða 302,1 % meira en rafbíllinn. - GS ;úömó; gefíOblóm Mæðradagurinn er á morgun koinið við og kaupið bkiniin idag j^Blóma fiamleiðendur Það var hægt að fá bæði rikling og hrognkelsi á útimarkaðinum á Lækjartorgi f gær — fjörug viðskipti í góða veðrinu. DB-mynd Hörður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.