Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 10
10. Iijálst,aháð dagblnð Útgefandi: Dagblaðið hf. Fromkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulitrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atii Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifss )n. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og ptötugorð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 10. ,,Við erum í glímu við góðærið,” sagði Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra á ársfundi Seðlabankans eftir að hafa hlýtt á góðviljað yfirlit Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra yfir stöðu efnahagsmála. Viðskiptaráðherra átti þar helzt við góð aflabrögð. Að öðru leyti geta honum ekki dulizt öll þau voveiflegu hættu- merki, sem varða veginn í efnahagsmálum okkar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins til langs tima héldu áfram að vaxa á síðasta ári og námu i árslok 230 millj- örðum króna miðað við það gengi, sem þá var í gildi. Þetta er um ein milljón á hvert mannsbarn í landinu. Þessi gífurlega skuldabyrði hefur lítið breytzt síðustu fjögur ár og verið 35 af hundraði af allri árlegri fram- leiðslu þjóðarinnar. Árlegar greiðslur á vöxtum og afborgunum af þessari skuldasúpu hafa einnig lítið breytzt og verið 13—14 af hundraði af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins undanfarin ár. Gjaldeyrisstaða bankanna batnaði á síðasta ári, en undirstaða batans voru að miklu erlendar lántökur. ,,Þrátt fyrir þennan mikilsverða bata vantar þó enn mikið á, að unnizt hafi upp sú mikla rýrnun gjaldeyris- stöðunnar, sem átti sér stað á árunum 1974 og 1975,” sagði Jóhannes Nordal um þetta atriði. Þá gat bankastjórinn þess, að viðskiptajöfnuður við útlönd hefði verið hagstæður um 1,5 prósent af fram- leiðslu þjóðarinnar á síðasta ári. Einnig það dugir skammt til að fylla í götin. Hallinn árið áður var 2,6 af hundraði af framleiðslunni. Birgðalækkun skýrir tvo þriðju hluta af þeim bata, sem varð í fyrra, sagði Jóhannes Nordal auk þess. Þjóðarframleiðslan óx um 4,1 af hundraði í fyrra en 4,8 af hundraði árið áður. „Framleiðsluaukningu síðasta árs má að mjög stórum hluta rekja til hag- stæðra framleiðsluskilyrða í sjávarútvegi,” sagði seðlabankastjórinn. Hann gat þess einnig, að árið hefði verið óvenju hagstætt til búskapar, en þar hefðu birgðir hlaðizt upp. Þetta er gervigóðæri. Skammt verður byggt á framleiðsluaukningu sjávarafurða vegna ástands fiskstofna. Þjóðin nýtur ekki góðs af framleiðsluaukningu í landbúnaði, sem safnast í „fjöll” og er sullað á erlendan markað á reikning inn- lendra skattgreiðenda. Framleiðsla síðasta árs sýnir þvert á móti stóralvar- legá hættu. „í almennum iðnaði virðist framleiðsla aðeins hafa aukizt um tvö prósent á síðastliðnu ári, sem er mun minni vöxtur en á undanförnum árum,” sagði Jóhannes Nordal. ,,Virðist hin öra hækkun framleiðslukostnaðar hafa komið allhart niður á af- komu iðnaðarins og hann því staðið verr að vígi í harðnandi samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur.” Þetta eru afleiðingar rangrar atvinnustefnu stjórn- valda, sem núverandi ríkisstjórn viðheldur. Gagnslaust er að fjölyrða um eitthvað skárri útkomu úr út- reikningum á gjaldeyrisstöðu og viðskiptajöfnuði, meðan undirstaðan er rotin. Seðlabankastjóri taldi framangreindar stærðir benda til „kyrrláts árs” en öðru gegndi, þegar litið væri á geigvænlega verðbólguþróun, þar sem verðbólg- an komst upp í 52 af hundraði í ágústmánuði. Verðbólgan er stærsta viðfangsefnið, en hún er bæði afleiðing og orsök rangrar stefnu á víðtæku sviði. Viðskiptaráðherra má vera ljóst af tölu seðlabanka- stjóra, að svokallað „góðæri” hans er gervigóðæri. Súdan: Gamall refur í úlfakreppu Það er ekki lítið þrekvirki að takast að standa af sér meira en tug upp- reisnartilrauna á tíu árum, en það tryggir ekki að maður geti lifað af næstu tilraun og næsta ár. 25. maí nk. getur Jaafar Nimeiri hershöfð- ingi í Súdan að öllum likindum haldið upp á tíu ára byltingarafmæli sitt og hann bældi auðveldlega niður tilraun trúarofstækismanna til þess að ná völdum núna í aprílmánuði. En hann hefur aldrei verið i meiri hættu. Mikill bragðarefur Á tíu ára valdatíma sínum, tíma mikilla bellibragða, hefur Nimeiri tekizt að bægja frá sér höggum kommúnista, ihaldssamra trúarleið- toga, aðskilnaðarsinna I suðri, upp- reisnargjarnra liðsforingja í hernum og málaliða frá Lýbíu. Ferðalag hans um frumskóga stjórnmálanna hefur fært Súdan allt frá sósíalisma Nasserstímabils í Egyptalandi til sam- leiðar og bræðralags með hinum íhaldssamari öflum í heimi araba. En trúlega hefur Nimeiri verið króaður af íþetta skipti. Falli Nimeiri úr valdastóli má bú- ast við miklu handapati og ganga- hlaupum í Kairó og Washington, vegna þess að Súdan er eina meiri- háttar arabaríkið sem styður sam- skipti Egypta við Bandaríkjamenn og friðarsamninginn við ísrael. Satt að segja er það þetta samband sem komið hefur stjórninni í Khartoum í svona mikinn bobba. Ríkjasambandið við Egyptaland, sem á með tíð og tíma að þýða algjör- an samruna þessara tveggja ríkja, hefur orðið tilefni harðvítugrar valdabaráttu i Súdan. Eina von Nimeiris um að halda völdum er nú talin sú að hann slíti sambandi sínu við Egypta, en það kynni um leið að verða ríkisstjóm hans að falli. Fátækt land Súdan er stærsta land í Afríku og þjóðin, 19 milljónir að tölu, er næst á eftir Egyptum í röðinni. Rétt er að geta þess að Súdan er lika fátækasta arabaþjóðin og þar eru skilin hvað skörpust milli fjölda kynþátta, trúar- bragða, þjóðflokka og tungumála. Fjórðungur Súdana í suðurhluta landsins er alls ekki múhameðstrúar- menn, sem tala arabísku, heldur þvert á móti svartir Afríkumenn, sem eru kristinnar trúar. Þessir sömu menn háðu grimmilega borgarastyrj- öld skömmu eftir að landið hlaut sjálfstæði og kostuðu þau átök hálfa milljónmannalífiðá 17árum. Eitt af meiriháttar afrekum Nimeiri var að binda enda á þau átök árið 1972 með því að veita sunnan- mönnum töluverða sjálfsstjórn, en nú er það mál enn í hættu. Fyrrum sósíalisti Þegar Nimeiri hrifsaði til sín völdin árið 1969 var hann dyggur fylgis- maður Nassers Egyptalandsforseta og verulega tengdur kommúnista- flokki Súdan. „Við munum,” lýsti hann yfir þá, „stofna hér í Súdan sama gósenland sósíalisma og Castro hefurgertá Kúbu.” Hann kom á nánu sambandi við Sovétmenn, sökkti sér í samarabísk stjórnmál og barði niður mótþróa íhaldssamra trúmanna af Ansar- þjóðflokknum með hervaldi. En hann ofsótti kommúnista ákaft eftir byltingartilraun þeirra árið 1971 og eftir að hafa gert friðarsamningana við sunnanmenn, sem ekki eru múhameðstrúar, árið 1972, eins og áður sagði, hætti hann afskiptum af samarabískum stjórnmálum. Óvinir á báðar hendur Þessi afstaða hans varð til þess að bæði Sovétmenn og samarabasinn-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.