Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979.
Aðförin að bfleigendum:
HAFA NU EKKIEFNIA AÐ FERDAST
UM LANDIÐ Á EIGIN BIFREIÐUM
Raddir neytenda
„Ég vil vekja athygli Neytendasíð-
unnar á máli, sem miklu skiptir neyt-
endur nú að nýhækkuðu bensinverði
og almennri aðför að pyngjum bíl-
eigenda. Þó að bíll teljist nú orðið til
sjálfsagðra heimilisþæginda, þá er
hérlendis að tiltölu meira af bif-
reiðum, sem þjóna einnig því hlut-
verki að koma eigendum sinum á
ieiðarenda i snjóþyngslum og ófærð.
Hér á ég við hina góðkunnu jeppa
(GP, General Purpose Vehicle, en
ekki Government Prpperty, eins og
Svarthöfði Visis gat sér stirðbusalega
til um uppruna nafnsins i dálkum
sínum nýlega) og frændur hans.
Auk heimilisnota hafa margir hér
notað þessi farartæki til skoðunar-
ferða og útivistar á háiendi íslands,
þar sem hjartsláttur þessa lands
verður bezt heyrður, eins og skáld
nokkurt hefur bent á, úr útlegð sinni
danskri.
Hlaupastrákar og gosar kalla þessi
ferðalög „fjalladellu” og það er
kannski ekki alveg úr lausu lofti
gripið, því að hálendið kastar
gjarnan töfraviðjum á þá sem þangað
koma og dregur þá til sín aftur og
aftur. Bílar til þessara nota eru dýrir
hlutir og landið ekki mjúkhent við
þá. Ég get trútt um talað. Ég eign-
aðist torfærubíl fyrir nokkrum árum,
sem má segja að ég keyrði upp til
agna, ef svo má að orði komast, eða
öllu heldur: Ég reis ekki undir sliti og
rcksturskostnaði, sem þurfd. Fólks-
bil eignaðist ég, sem með lítils háttar
breytingum mátti fara á utan al-
mannavega, en það var mikið púl.
Hann endaði svo feril sinn í gilbotni
og ég varð eftir það slys ófær um að
aka fjallvegi.
Og nú fer ég að komast að efninu.
„Fjalladellan” fór nefnilega ekki með
bílnum og ég sá af meðfæddum hygg-
indum mínum að bezt væri að prófa
að slást í för þeirra sem hafa fjalla-
ferðalög að atvinnu. Til þeirra hafði
ég oft séð þar efra, sýnandi túristum
landið okkar hringinn í kring. Stund-
um öfundað þessa forfrömuðu út-
lendinga, sem átu veizlumat uppi á
bláöræfum, meðan ég og mínir
háðum baráttu okkar við niðursuðu-
dósir og prímusa. Alla vega ekki
dotdð í hug að þeir væru nokkru
bættari þó að þeim væri bent á hinar
og þessar strýtur eða pytti eða sýndir
fossar stærstir á norðurhveli jarðar.
Ég sló þó til í fyrra og fór í eina
slíka SAFARI-ferð, mest vegna fötl-
unar minnar og með hálfum huga.
Skemmst er frá því að segja að þessi
ferð varð okkur hjónum ógleymanleg
ævintýraferð á flestalla fegurstu staði
landsins. Margt var gamalkunnugt,
en séð í fyrsta sinni og notið að fullu
með óþrjótandi fróðleik leiðsögu-
manns og bílstjóra. Engar áhyggjur
af matseld ogáhöidum. Eldhúsbíll ók
á undan og beið okkar i áningarstað
krásum hlaöið borð. Ágæt tjöld til-
lögð. Svefnpoki og vindsæng ef vill.
Engin leit að góðu og fallegu tjald-
stæði og góðu vatni. Það var fyrir-
fram tryggt í námunda við sæluhús
eða önnur skýli, sem leita má til i
óveðrum. Engar áhyggjur af bílnum,
vaðinu á ánni, viðgerð og varahlutum
í ókunnugum landsfjórðungi. Og
ekki sízt, nægur tími til að skoða og
njóta. öll kortalesning og tilgátur um
örnefni óþörf. Ekki farið framhjá
neinu af ókunnugleika. Haldiða sé
munur? (eins og karlinn segir i sjón-
varpinu).
Ekkert bensin að kaupa!
Við vorum einu íslendingarnir í
þessari ferð utan starfsfólks. Ég vona
að rekstrarhækkanir bifreiða opni
augu fólks fyrir þessum makalausu
ferðum. Skiljið bara Blazerinn eftir
heima. Kostnaður: afar sanngjarn.
Starfsfélagi minn fór á sama tíma
með kerlu sína á nýjum Lada Sport
og ók allt sem hægt var um Vestfirð-
ina. Hann hélt nákvæmt bókhald og
borgaði nær upp á eyri það sama og
okkar ferð kostaði. Síðan hefur
bensinið hækkaðum 119%.
Auðvitað er ég búinn að panta
aðra ferð í sumar og ég vona að saga
mín ýti við fleiri íslendingum, ekki
sízt þeim sem ekki eru kunnugir
óbyggðum. Þar skín sói skærar en á
Kanarí og Mallorka, jafnvel Miami.
Og hvert sem augað lítur er töfraver-
öld sem orð og myndir fá ekki lýst.
Gáið hvort þeir sem fara með far-
þega í slíkar fjallaferðir eiga enn laust
pláss og ferðizt ódýrt og áhyggjulaust
á Fróni og komið hlaðin lífsorku og
údtekin úr útilegumannabyggðum.
Ó.J.Ó.”
Allt innifalið í 10 þús. kr. á dag f
óbyggðaferðum ferðaskrif stofanna:
Aðeins að mæta
með tannburstann
og svefnpoka
Óbyggðaferðir með ferðaskrifstof-
um Úlfars Jacobsen og Guðmundar
Jónf • > riU'u K.tl;ie
urinn. Þar er llt innifalið. það er að
segja farmiðinn, tulli tæói, leiðsögn
ogg g : ,,.id_.n l..is og bcm er a 1
grein Ó.J.Ó. annars staðar hér á síð-
unni. Sem sagt algjört áhyggjuleysi.
íslendingar hafa samt sem áður
sýnt þessum óbyggðaferðum mun
minni áhuga en útlendingar, sem
jafnan eru fjölmennari í slíkum
ferðum. Edda Björk Hauksdóttir hjá
Úlfari Jacobsen sagði okkur að bók-
anir í suniar væru svipaðar og i fyrra.
Útlendingarnir væru fjölmennari en
alltaf væri þó eitthvert slangur af
íslendingum sem tækju þátt í ferðun-
um.
Signý Guðmundsdóttir hjá Guð-
mundi Jónassyni sagði okkur að út-
lendingarnir væru alltaf fjölmennari
meðal farþeganna, þó væru færri út-
lendingar búnir að bóka sig núna
miðað við í fyrra. Taldi hún það vera
vegna þess hve kalt hefur verið hér í
vor.
Brottför í fyrstu 12 daga ferðina
hjá Guömundi Jónassyni er mánu-
daginn 18. júní, — en síðasta brott-
för í þær ferðir er 20. ágúst. Kverk-
fjallaferðir hafa verið mjög vinsælar,
standa í 13 daga oger fyrsta brottför-
in 24. júní, og síðan annan hvern
sunnudag til 5. ágúst.
Fyrsta brottför í 13 daga hálendis-
ferð hjá Úlfari Jacobsen er sunnu-
daginn 1. júlí, í 12 daga hringferð er
fyrsta brottför mánudaginn 18. júní
og loks eru á boðstólum 6 daga ferðir
með brottför á mánudögum. — Þá er
brottför í 13 daga suðvesturferð á
sunnudögum, fyrst 1. júlí.
Hjá báðuni ferðaskrifstofunum er
hægt að fá leigðan svefnpoka og
vindsæng við vægu verði. -A.Bj.
Sumar-
bústaður
Bátaskýli — baðstofa
á góðum veiðistað við
Elliðavatn til sölu.
Upplýsingar i síma
13482 milli kl. 1 og 3
ídag.
Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af tjaldstæði eða matseld, svo ekki sé talað um bilaðan bil, óbrúaðar ár, ef farið er i
óbyggðirnar með reyndum mönnum eins og Guðmundi Jónassyni og Úlfari Jacobsen.
Leggjast ferðalög á
einkabflum nú niður
fyrir fullt og allt?
Ef borið er saman verð á óbyggða-
ferðunum frá ferðaskrifstofunum,
þar sem innifalið er fargjaldiö, leið-
sögn og fullt fæði auk tjaldaðstöðu
og svo hins vegar hvað það kostar að
fara á eigin vegum í langferð, er það
ferðaskrifstofuferðunum mjög í hag.
Hjá Sveini Oddgeirssyni hjá FÍB
fengum við þær upplýsingar að
hringferð um landið á Range Rover-
bíl kostaði 228.705 kr. og á Cortinu
164.910 kr. Þá er eftir að gera ráð
fyrir fæðiskostnaði og gistingu!
Óbyggðaferðir á einkabil kosta
líka miklu meira í bensíni og öðrum
kostnaði í sambandi við bílinn. Sagði
Sveinn að það færi allt eftir aðstæð-
um, en bensinkostnaðurinn getur
orðið allt að 50% meiri á fjallvegun-
um. Þannig er ekki nokkur leið að
skilja hvernig heilvita manni dettur í
hug að fara á einkabíl í óbyggðaferð!
Jafnvel þótt viö reiknum með því
að tveir séu í hverjum einkabíl, en
þejr geta varla verið fleiri, þvi ein-
hvers staðar verður allur farangur-
inn, tjöld, svefnptokar, cldunaráhöld
og matur að komast fyrir, — þá
verðurdæmið alltafdýraraþegarum
einkabílinn er að ræða.
,,Ef við fengjum bundið slitlag á
vegina, miöaðvið 72 kmhraða á klst.,
sparaðist um 22% af bensínkostn-
aðinum,” sagði Sveinn Oddgeirsson.
Heimildin fyrir þessu er ekki ómerk-
ari en sjálfur Alþjóðabankinn.
„Hið opinbera fær yfir 30 millj-
arða króna út úr bíleigendum, líklega
nær 40 í ár, en bundið sbtlag kostar
ekki nema um 10 milljarða,” sagði
Sveinn. Þannig ætti það ekki að vera
neinn vandi að fá varanlega vegi um
allt land!
- A.Bj.