Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 11
fóníuhljómsveit inn á stofugólf, rétt eins og sá hinn sami væri undir áhrif- um eiturlyfja, til dæmis peyóte, sem indíánar um alla Ameríku nota við helgiathafnir. Þannig mætti lengi telja. Eins og í öðrum trúarbrögðum skiptast fylgjendur visindanna í tvo hópa. Annars vegar eru þeir, sem trúa í blindni öllu sem menn í hvítum sloppum segja, og hins vegar þeir, sem hafa fyrirvara á öllu og trúa engu nema þeir hafi áður séð að minnsta kosti þrjú samhljóða linurit um málið. Því miður er fyrri hópurinn í mikl- um meirihluta og byggir margur slor- dómurinn í þjóðfélögunum á glóru- lausri trúgirni þessa fólks. Allur aug- lýsingaviðbjóðurinn er til að mynda gerður með þennan hóp í huga. Það nægir, að nýklipptur glæpamaður fari í hvítan slopp og Ijúgi ein- hverjum andskotanum í sjónvarpið og segi: „Þetta er vísindalega sann- að”, þá hlaupa allir upp til handa og fóta og flýta sér að kaupa einhvern djöfuls óþverra. í kringum þetta hafa þróast gervivísindi margs konar, sem virða allar leikreglur að vettugi en veifa töfraþulum vísindanna óspart. Með þessu móti er hægt að „sanna vísindalega” nánast hvað sem er, og eru hugtökin á góðri leið með að verða merkingarlaus. Flestir kannast við setningar eins og 'þessar: „Hangikjöt veldur krabbameini”, „Hænuegg valda kransæðastíflu” o.s.frv. Færri vita hins vegar, að traktorar valda hjarta- sjúk’dómum. Það hefursem sé komið í ljós að fylgni er á milli traktorseign- Kjallarinn Guðmundur Björgvinsson ar og hjartasjúkdóma. Þegar talao er um fylgni er átt við, að hlutfallslega fleiri traktorseigendur fái hjartasjúk- dóma heldur en þeir, sem engan traktor eiga. En málið er flóknara. Það er til dæmis mikill munur á því, hvort fylgnin er tíu prósent eða hundrað prósent. Og til þess að gera málið enn flóknara fléttast óteljandi breytu- þættir inn í myndina, sem ógerningur er að hafa nokkra stjórn á. Til að mynda má gera ráð fyrir, að yfir- gnæfandi meirihluti traktorseigenda sé bændur, en bændur verða fyrir ýmsum áhrifum, sem borgarbúar verða aldrei fyrir, eins og skítalykt stórgripa. Það er þess vegna eins vist, „Albert Einstein varð fyrstur manna til að færa rök fyrir því að vísindin eru trú- arbrögð. Með formúlunni orka er sama og massi sinnum Ijóshraði í öðru veldi (E = mcJ) sýndi hann fram á, að Búddha hafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði: „Heimurinn er blekking”.” SUDAN Nýklipptir glæpa- menn í hvítum sloppum En því verður ekki neitað, að vís- indin eru hagnýt trúarbrögð eins og önnur frumstæð trúarbrögð. Visind- in hafa til dæmis reynst mjög vel i landbúnaði og kvikfjárrækt og standa að því leyti ekki langt að baki göldrum og særingum. Og með full- tingi vísindanna má setja saman hin margvíslegustu undratæki, sem gera manninum mögulegt að svífa um loftin, kafa ofan í undirdjúpin, þjóta gegnum hóla og jafnvel særa sin- DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAl 1979. VÍSINDADÝRKUN Gwynne Dyer kröfðust fuUtrúar sunnanmanna á sameiginlegum þingfundi þinga Súdan og Egyptalands að gengið yrði til þjóðaratkvæðis um samninginn við Egypta, sem þeir ásökuðu um að sýna á sér hUð nýlenduveldis. Þremur mánuðum fyrr hafði Sadiq al-Mahdi trúarleiðtogi, sem tekinn hafði verið í sátt eftir byltingartil- raunina árið 1976, sagt af sér öllum embættum og flúið land í mótmæla- skyni við stuðning Súdana við friðar- samningaumleitanir Egypta og ísra- elsmanna. Þetta hefur orðið til þess að áköfustu múhameðstrúarmenn- irnir hafa snúið baki við Nimeiri og á undanfömum vikum hefur her hans látið ófriðlega, þar eð yfirmönnum þar þykja áhrif Egypta á herinn vera orðin fuUmikU. Hæfileikar Nimeiris kunna því ekki að nægja tU þess að hjálpa honum út úr þessari úlfakreppu. Uppreisnartilraunin í aprU reyndist ekki hafa til að bera þann styrk sem til þarf, hvað sem síðar reynist. Og ef Nimeiri fer frá völdum, eru Egyptar skyndilega einir í heimi fjandsamlegra arabaríkja. Og það sem verra er, óvinveitt ríkisstjórn situr á valdastóU í ríki því, þar sem Nílarfljót á upptök sín, en NU er ein- mitt lífæð Egyptalands. Þýð. hp Þegar fæðingarhríðir vísindanna voru rétt að byrja uppúr andláti Jóns Arasonar á Hólum og kumpánar eins og Kópemikus, Galeleó og Newton spreyttu sig á torráðnum gátum, fannst kirkjunni upplagt að útrýma þessum andskota með öUum til- tækum ráðum. Þetta skyldi með- höndlast eins og hver önnur drepsótt. Helst vUdu kirkjunnar blysberar brenna alla þessa lúmsku útsendara djöfulsins, sem létu sér detta aðra eins hálfvisku í hug og að jörðin væri hnöttótt, meðan það stóð skýrum stöfum í Biblíunni, að hún væri eins og pönnukaka. Þetta var ekki einu sinni fyndið. En það varð vísindunum til lífs, að prestarnir voru svo önnum kafnir við að brenna galdramenn, tortíma há- menningu indíána í Ameríku og drepa hver annan í guðfræðilegum bófahasar, að þeir höfðu orðið lítinn tíma aflögu til að stunda vísindaút- rýmingar að gagni. Þó tókst þeim með afburða elju og dugnaði að stúta nokkrum vísindamönnum í tóm- stundum. En vísindin héldu áfram að grafa um sig í bólugröfnu sálarlífi afvega- leiddra manna, sem höfðust við í dökkum vistarverum. Og einn góðan veðurdag vaknaði kirkjan upp við þann vonda draum, að vísindin höfðu lagt undir sig heiminn. Æxlið hafði verið illkynjaðra en prestarnir reiknuðu með og orðið nánast óvið- ráðanlegt, nema til kæmi sérstök neyðarhjálp að ofan. Og ekki bætti það stöðu kirkjunn- ar, að ýmsum háttsettum mönnum var orðið meinilla við, að prestarnir kveiktu í fólki. Það vakti að vonum mikla furðu, því að margir þessara manna voru hinir mestu öðlingar. Greinilegt var, að djöfullinn hafði náð undirtökunum allt upp í æðstu valdastöður. Allir falla til jarðar í lotningu En kirkjan lét ekki deigan síga og hélt baráttu sinni áfram af fullum eldmóði, að þessu sinni með pennann að vopni. En baráttan var fyrirfram töpuð, og æ fleiri fylktu sér undir fána vísindanna. Þegar prestunum var ljós hin vonlausa staða sín, héldu þeir nokkrar ráðstefnur um málið og komust að þeirri niðurstöðu eftir miklar umræður, að vísindin efla alla dáð. Og í dag eru flestir prestar í grundvallaratriðuni fylgjandi þessari niðurstöðu, fyrir utan nokkra þrjóska þverhausa, sem kunna ekki að tapa. Þessi aldalanga barátta kirkjunnar gegn vísindunum er líkast til meginorsökin fyrir því, að menn hafa tilhneigingu til að tefla trúar- brögðum fram sem andstæðu vísind- anna. Þetta er náttúrlega hinn mestu misskilningur, því að vísindin eru í reynd ekkert annað en venjuleg trúar- brögð, með sina sérstöku helgisiði, spámenn og hugmyndafræði. I stað- inn fyrir að segja: „í Jesú nafni” segja menn: „Þetta er vísindalega sannað”, og allir falla til jarðar í lotningu. Albert Einstein varð fyrstur manna til að færa rök fyrir því, að vísindin eru trúarbrögð. Með formúlunni orka er sama og massi sinnum ljós- hraði í öðru veldi (E = mc’) sýndi hann fram á, að Búddha hafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði: „Heimur- inn er blekking.” Með öðrum orð- um, á ljóshraða hættir tíminn að líða og heimurinn hverfur. Því miður hefur þetta ekki verið sannað vísinda- lega ennþá, því að þeir, sem hafa náð ljóshraða fram að þessu, hafa undan- tekningalaust horfið með öllu. að það sé skitalyktin, en ekki traktor- arnir, sem veldur hjartasjúkdómum. T rúarsannf æring og hassneysla Hlutverki vísindamanna er í raun- inni lokið, þegar fylgnin hefur verið reiknuð út, og fara þeir yfirleitt mjög varlega í túlkanir á niðurstöðum sínum. En þá koma peningablóðsug- ;umar skríðandi hver út úr sínu jskúmaskoti og sjóða saman hinar ólíklegustu alhæfingar upp úr þess- um niðurstöðum. Þannig keppast smjörlíkisframleiðendur við að sann- færa almenning um, að smjör valdi kransæðastíflu, og menn byrja að éta smjörliki við ólíklegustu tækifæri. Yfirleitt eru vísindamennirnir sak- lausir af þessum ófögnuði, þó að nokkrir hafi orðið uppvísir að því að leggja nöfn sín og sloppa við svona lagað (fyrir vænar fúlgur að sjálf- sögðu). Einn og einn hefur jafnvel lagst svo lágt að falsa eða brengla niðurstöður rannsókna. Áróðursstríðið gegn marijúana og hassi er gott dæmi um það, þegar vís- indamenn láta hafa sig út í óþrifaleg ævintýri. í því tilfelli eru það stjórn- völd, sem sjá sér hag i að blekkja lýð- inn, vegna þess að einhvern veginn verður að réttlæta það, þegar með- ferð saklausra efna kostar einangrun í fúlum fangelsisklefum, meðan önnur efni og skaðlegri eru í háveg- um höfð í opinberum samkvæmum. Þegar vísindamaður segir til dæmis, að það sé vísindalega sannað, að hass- neysla leiði til neyslu sterkari efna, gæti hann með sams konar „vísinda- legum sönnunum” fullyrt, að brjóst- sykursneysla leiði til áfengisdrykkju. Það hefur nefnilega ekkert bent ótví- rætt til, að hass sé hættulegra en ópal, því síður brjóstsykur, og allir, sem halda einhverju öðru fram, eru að opinbera trúarsannfæringu sína. Þegar vísindin eru komin út á slíkar ævintýrabrautir, hætta þau að vera hagnýt, en verða þess í stað hættuleg andlegu og líkamlegu lífi fólksins. Þá fer að styttast í, að menn í hvítum sloppum taki upp þráðinn, þar sem kirkjan skildi við hann á sínum tíma, og fari að kveikja í fólki. Guðmundur Björgvinsson Ethiopia aðir ofstækismenn bera óvildarhug til ríkisstjórnar Nimeiri, svo ekki sé meira sagt. Þar eð næsti nágranni hans í vestri er Lýbía, sem ekki hefur verið vöpd að meðulunum í baráttu sinni fyrir málstað araba og i austri er Eþíópía, sem skömmu síðar varð að marxísku ríki, vinveittu Sovétmönn- um, er Nimeiri umkringdur óvinum. Eftir alvarlega byltingartilraun, sem fjármögnuð var af Lýbíumönn- um í júlí 1976, sótti Nimeiri um frek- ari aðstoð til Egypta. ■ Samkvæmt þeim samningum munu Egyptar verja með hervaldi núverandi ríkis- stjórn í Khartoum. Þar er einnig greint frá því að ríkin muni renna saman í eitt í framtíðinni og lögð er meiri áherzla á múhameðstrú. Ótti í suðri Allt varð þetta til þess að sunnan- menn, sem fram til þessa höfðu unað glaðir við sitt, tóku að óttast um sinn hag, enda kristnir og svartir. í janúar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.