Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAl 1979. 15 SKOPTEIKNARAR SAMTÍMANS Númer 1: Kliban 1 dag og næstu laugardaga mun DB leitast viö að kynna nokkra erlenda skopteiknara sem staðið hafa framarlega í grein sinni undanfarin ár. Ekki verður gerð tilraun til að kynna þá „bestu” í grein- inni, enda ansi erfitt að búa til algildan gæðastimpil fyrir skopteiknara svo háðir sem þeir eru sinum heimahögum og tima. Auk þess er enginn hægðarleikur að komast yfir verk þeirra allra hér á landi. Ég hef reynt að ná saman verkum þeirra skopteiknara sem ekki eru algjörlega háðir atburðum dags- ins i dag, — en slíkir menn hafa venjulega lítið gildi fyrir morgundaginn, — þá sem reyna að sjá við- burði í samhengi og draga af þeim einhverjar ályktanir sem kurtna að hafa þýðingu fyrir framtíðina. Vopn þeirra er skopið, hvort sem þeir ígrunda rök tilverunnar almepnt, ráðast harkalega á stjórn- málamenn eða sökkva sér niður í eigin fantasíur. Sumir þeirra vekja hrossahlátra, aðrir eru broslegir eða góðlátlegir og enn aðrir eru meinfýsnir og áleitnir. En ég held að þeir veki allir til umhugsunar. Á þeim forsendum eru þeir valdir. Skopteiknari þessarar viku er bandaríski teiknarinn Kliban. Hann hefur um langt skeið skemmt lesendum ýmissa timarita í New York með myndum sínum þar sem ýmsar fjarstæður mannlífsins eru teknar til meðferðar. Kliban hefur mjög sérstakt skopskyn, sem jaðrar við absúrd-fyndni eða svokallaðan „svartan húmor". Furðulegir hlutir gerast í verkum hans, en virðast þó afar hversdagslegir. Dýramyndir Klibans eru rómaðar og sérstaklega hafa kettir reynzt honum notadrjúgir. Eftirfarandi myndir eru úr bókinni „Never eat anything bigger than your head & other drawings” sem gefin er út af Eyre Methuen i London. -A.l. Fæðing auglýsingaiðnaðarins. Húsið hans Freds. DIRPÍ FATftepHSrTS oV PfóSlDENTS FACS Skítug og feit manneskja situr ofan á andlitinu á forsetanum. IX. kafli ,,Þú ert sennilega að velta því fyrir þér hvað við erum að gera í garð- inum þínum,” sagði Andrew, sá eldri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.