Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. 9 Bandarískur vísindamaður: Engar sannanir fyrir að pillan valdi blóðtappa Allar þær rannsóknir og kannanir, sem fram hafa farið á liættu af blóðtappa af völdum getnaðarvarnarpillunnar hafa ekki við nein rök að styðjast. Þetta er niðurstaða þekkts bandarísks vísindamanns á þessu sviði, Alvan R. Feinstein læknaprófessors, sem ný- verið bar vitni fyrir sænskum rétti. Þar er nú rekið mál eitt sem fjallar um ásakanir kvennaum gagns leysi pillunar. Reka þær það gegn bandarísku lyfjafyrirtæki. Einnig er fyrirtækið sakað um að getnaðar- varnarpillan sé sýkjandi eða þannig að hún hafði meðal annars valdið dauða þeirra kvenna, sem hennar neyta. Málaferlin fjalla um tveggja barna móður í Svíþjóð, sem lézt eftir að hafa neytt pillunnar um langt skeið. Svipað mál er í uppsiglingu í Dan- mörku en þar ætla nokkrar konur að höfða mál gegn lyfjafyrirtækjum vegna þess að þær telja sig hafa feng- ið blóðtappa af neyzlu pillunnar. Málsvarar kvennanna sænsku segja að álit hins bandaríska prófessors verði að skoðast í því Ijósi, að hann sé vitni lyfjaframleiðanda og því séu orð hans léttvæg frá vísindalegu sjónarhorni. Ekki er búizt við dómsniðurstöðum í bráð þar sem báðir aðilar reka málsvörn og sókn af kappi og virðist ekki skorta skotskilfur til gagnasöfnunar. Carterforseti: RÓDESÍUKOSNINGAR EKKINÓGU GÓÐAR — Bandaríkin viðurkenna þvíekki hina nýju ríkisstjórn svartra og hvítra í bráð Jimmy Carter forseti Bandaríkj- anna hefur lýst yfir því að ekki verði af viðurkenningu ríkisstjórnar hans á hinni nýju stjórn hvítra og svartra i Ródesíu eða Zimbabwe Ródesíu eins og þetta Afríkuríki er nefnt nú. Sagði Carter að þingkosningarnar sem fóru fram í ríkinu fyrir nokkru og voru fyrstu kosningarnar þar sem svartir höfðu umtalsverð áhrif, hafi ekki verið nægilega frjálslegar né fullnægjandi. Þetta þýðir í raun að Bandaríkin munu ekki aflétta algjöru viðskipta- banni, sem verið hefur á Ródesíu nú um langt skeið. Jimmy Carter var allskorinorður í ræðu sinni og sagði meðal annars, að kosningarnar hefðu verið haldnar undir eftirliti hvítra íbúa Ródesíu eingöngu. Einnig hefðu þær verið haldnar í anda stjórnar- skrár, sem sett hefði verið og sam- þykkt af hvitum íbúum landsins án íhlutunar svartra. Fullvíst er að þessi yfirlýsing Bandaríkjaforseta mun fá misjafnar viðtökur þingmanna þar í landi. Sterk hreyfing er meðal þeirra um að viðurkenna hina nýju stjórn í Zimbabwe Ródesíu þar sem kosningarnar þar hafi verið eins full- komnar og með nokkurri sanngirni verði krafizt. Fólk áhugalaust um Evrópukosningar Þeir kjósendur sem ómökuðu sig á kjörstað í þeim fjórum rikjum Efna- hagsbandalagsins sem létu kosningar til hins nýendurskipulagða Evrópuþings fara fram í gær mega bíða úrslitanna um sinn. Kosið var í Bretlandi, Dan- mörku, írlandi og Hollandi. Ekki verður hafin talning atkvæða fyrr en kjörstöðum verður lokað að fullu en það verður á Ítalíu á sunnudaginn kemur. Þann dag munu kosningar fara fram í Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi, Ítalíu, Belgíu og Luxemburg. Áhugi á þessum fyrstu beinu kosningum til þings Efnahagsbanda- lagsins eða þar sem kjósendur fá að velja sé sína fulltrúa þar í beinum kosningum var að sögn ekki mikill. í Bretlandi og Danmörku var kosninga- þátttakan innan við 50%, sem verður að telja laklegt i samanburði við til dæmis þátttökuna í nýafstöðnum þing- kosningum í Bretlandi, þegar þrir af hverjum fjórum kosningabærum Bretum tóku þátt í þeirri ákvörðun að skella Callaghan forsætisráðherra Verkamannafiokksins úr valdastóli og setja frú Margréti Thatcher fyrsta kvenna í Evrópu í þann sess. Líbýa: VILJfl SKIPTA Á OLÍU 00 KORNI Fulltrúar rikisstjórna Bandaríkj- anna og Líbýu eru að semja um það sín á milli hvort ekki sé ráðlegt að skiptast á korni og olíu. Kemur þetta fram í tilkynningu bandarísku land- búnaðarsamtakanna i morgun. Fulltrúar þeirrar stofnunar vilja þó leggja sérstaka áherzlu á að þarna sé ekki um bein vöruskipti á milli að ræða eða að Bandaríkin séu á neinn hátt að ota sér bakdyramegin inn á heimsmarkaðinn á olíuvörum. Þarna sé aðeins um að ræða almennar viðræður þar sem kannað verði til hlítar hvort ekki megi fullnægja olíu- þörf bandarisks landbúnaðar með því að flytja nokkrar af hans háþróuðu framleiðsluvörum til Líbýu, sem er eitt mesta olíuland heimsins. Bandarisku landbúnaðarsamtökin eru samvinnufélag framleiðenda landbúnaðarafurða, ein þau stærstu þar í landi. Fulltrúar þeirra munu hyggja á Líbýuferð siðar á þessu sumri til að fylgja kornsöluhugmynd- um sínum eftir. Bandarískur land- búnaður á í stöðugum söluerfiðleik- um en hann er einn sá tæknivæddasti í heimi. Forráðamenn hans hafa mjög tekið undir hugmyndir um kornsölu til nágrannalandsins Mexíkó í skiptum fyrir olíu og jarðgas. Á síðustu stundu — Þetta var verra en stórbruni, sagði slökkviliðsmaðurinn i Kaupmannahöfn eftir að hann var búinn að tala um fyrir manni cinum í tuttugu mínútur. Aðstæður voru erfiðar þar sem maðurinn stóð á brún húss eins i tuttugu og fimm metra hæð og hugleiddi að stökkva fram af. Þar hefði ekkert beðið hans nema dauðinn en slökkviliðsmaðurinn stóð rétt hjá honum og reyndi aö fá hann ofan af ætlan sinni. — Ég reyndi að halda aftur af honum og leiða athygli hans að einhverju öðru, sagði slökkviliðs- maðurinn. Ég var þess fullviss að ef mér tækist aðeins að ná taki á honum mundi mér takast að halda honum uppi þó hann reyndi að stökkva. — Það tókst og á myndunum hér að ofan sést bezt hvernig málin þróuðust og lauk með því að maður steyptist inn fyrir þakbrúnina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.