Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. 1! .. .......... .... Frjálshyggjan og „framsóknarstefnan” Frjálshyggjan og Framsókn Ekki er mjög mikill munur á þeirri framsóknarstefnu sem Guðmundur setur fram i þremur liðum og frjáls- hyggju Sjálfstæðisflokksins. Þó eru þar nokkur atriði sem frjálshyggju- menn geta ekki fellt sig við. Frjáls- hyggjumenn geta ekki samþykkt að samvinnufélög skuli njóta einhverra forréttinda fram yfir fyrirtæki sem rekin eru með öðru fyrirkomulagi en þeirri stefnu hafa framsóknarmenn fylgt i reynd. Þeir neita því einnig að samvinnuhreyfingin hér á landi hafi sýnt fram á það að samvinnurekstur sé lýðræðislegasta rekstrarform sem til er, eins og Guðmundur fullyrðir í grein sinni. Samkvæmt skoðunum Guðmundar á rikisvaldið að beita áhrifum sínum til tekju- og eigna- jöfnunar með skattlagningu. Þetta var einmitt hugmyndin með hinum svokallaða tekjuskatti. En nú eru flestir sammála um það að hann er mjög óréttlátur og gegnir alls ekki þvi hlutverki sem honum var ætlað. Þetta dæmi og fleiri sýna að betra er að finna ríkisvaldinu einhver eðlileg og sanngjörn takmörk í skattheimtu sinni. Hlutverk skattheimtunnar er að halda uppi rikisvaldinu sem á að vera í lágmarki svo að það hefti ekki athafnafrelsi einstaklinganna meira en góðu hófi gegnir. Einkaeignaréttur á öllum framleiðslutækjum? Guðmundur heldur því fram að grundvöllur markaðskerfisins sé einkaeignaréttur á öllum framleiðslu- tækjum. Þetta er ekki rétt. Frjáls- hyggjumenn viðurkenna að þar sem ekki verður komið við samkeppni af einhverjum ástæðum og að óhag- kvæmt sé að láta markaðskerfið starfa þá eigi ríkisvaldið að hlaupa t skarðið. Aftur á móti hafa þeir sem boða ríkisafskipti sönnunarbyrðina fyrir því að sú staðhæfing sé rétt að markaðurinn geti ekki starfað eðli- lega. Ókostir frjálshyggjunnar? Guðmundur telur sig hafa fundið þrjá ókosti á frjálshyggjunni sem hann setur fram í grein sinni undir yfirskriftinni „ókostir auðhyggjunn- ar”. Athyglisvert er þó að hann telur ekki ástæðu til að rökstyðja þessar fullyrðingar sinar. Skipting tekna og eigna f lið eitt segir Guðmundur: „Skipt- ing tekna og eigna í þjóðfélaginu getur orðið mjög ójöfn og tækifæri einstaklinga til menntunar og ham- ingjuríks lífs mjög mismunandi.” Frjálshyggjumenn telja að rikis- valdið eigi að sjá svo um að allir þegnar þjóðfélagsins hafi jafnan rétt til náms, hafi þeir áhuga og getu til að ganga menntaveginn. Menntunin á ekki að vera forréttindi þeirra sem eru fjárhagslega efnaðir. Ójöfn skipting tekna og eigna þarf alls ekki að vera sök markaðskerfis- ins. Þetta sést best á þvi að alger jöfn- uður á þessu sviði fyrirfinnst ekki í neinu hagkerfi, hvort sem það byggir á kenningum sósíalismans eða frjáls- hyggjunnar. Einnig er það mögulegt að ójöfn tekju- og eignaskipting sé afleiðing þess að markaðskerfið er ekki látið starfa eðlilega. Nefna má sem dæmi þegar einstaklingur eða fyrirtæki nýtur einokunaraðstöðu á tilteknu sviði og kemur þannig í veg fyrir eðli lega samkeppni. Ójöfn tekju- og eignaskipting getur vitaskuld verið réttlát i mörgum til- fellum. Hér kemur til eðli mannsins sjálfs. Einstaklingarnir hafa mismun- andi þarfir og eru mismunandi kröfu- harðir. Það sem einn telur fullnægj- andi fyrir sig telur annar vera alveg ófullnægjandi. Menn hafa misjafna afstöðu til lífsins gæða bæði andlegra og veraldlegra. Frjálshyggjumenn telja að einstaklingurinn eigi að hafa frelsi til að ákveða það sjálfur hvað honum er fyrir bestu og virkja þannig athafnaþrá hans til hagsbóta fyrir all- an fjöldann. Þeir afneita öllum tii- hneigingum í þá átt að færa þetta vald yfir á embættismenn sem ein- ungis geta tekið slíkar ákvarðanir út frá sínum eigin hagsmunum og sínu eigin persónulega mati. Frjálshyggjan og atvinnuleysið í lið tvö segir Guðmundur að markaðskerfið geti „hæglega leitt af sér mikið atvinnuleysi. Hæfilegt at- vinnuleysi er jafnvel talið kostur.” Með þessum orðum er Guðmundur að gefa í skyn að „hæfilegt atvinnu- leysi”, hvað sem það nú er, sé eitt af þeim markmiðum sem menn vilja ná með markaðskerfinu. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá að þarna fer Guðmundur með staðleysu. Ekk- ert þjóðskipulag hefur leitt af sér eins mikla almenna velmegun og mark- aðskerfið. Margir fræðimenn hafa bent á það að atvinnuleysi er ekkert fyrirbæri sem einkennir hin vestrænu ríki sem búa við markaðskerfið. Þeir segja að það sé einnig til í sósíalísku ríkjun- um. Hér eiga þeir við dulbúið at- vinnuleysi. Dulbúið atvinnuleysi lýsir sér í því að forstjórar hinna rikis- reknu fyrirtækja leyna afkastagetu fyrirtækja sinna' visvitandi. Þetta gera þeir til þess að auðveldara sé að sinna þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í framleiðsluáætlunum ríkis- ins. Af þessu leiðir að fjöldi starfs- fólks getur orðið alltof mikill í fyrir- tækjunum. Þvi verður ekki neitað að atvinnu- leysisvandinn er til staðar i þeim ríkjum sem búa við markaðskerfið, og vonandi finnst. farsæl lausn á honum á næstu árum. Færa mætti rök að því, og það hafa margir gert, Kjallarinn GunnlaugurS. Gunnlaugsson að eitthvert atvinnuleysi sé það gjald sem við Vesturlandabúar þurfum að greiða fyrir það frelsi sem við erum aðnjótandi fram yfir aðrar þjóðir heims. Nýting náttúruauðlinda Guðmundur heldur þvi fram i lið þrjú að óheft samkeppni geti leitt til mjög óskynsamlegrar nýtingar nátt- úruauðlinda, t.d. fiskimiða, gróður- lendis, orkulinda o.s.frv. Þetta er undarleg kenning hjá Guðmundi. Sóun náttúruauðlinda, eins og t.d. fiskimiða, stafar einmitt af þvi að ekkert markaðskerfi er til á þessu sviði. Þetta lýsir sér í þvi að enginn einkaeignaréttur fyrirfinnst. Hver sem vill getur gengið að fiskimiðun- um sem sinni eign. Með skynsamlegri verðlagningu náttúruauðlindanna er þessi vandi auðleysanlegur. Bersýni- legt er að auðveldara er að koma í veg fyrir sóun náttúruauðlinda þegar ein- staklingar stunda heilbrigða sam- keppni á frjálsum markaði heldur en þegar misgóðir embættismenn taka allar ákvarðanir oft út frá lélegum forsendum vegna skorts á upplýsing- um á þörfum fólksins. Frjálshyggjan í sókn Eins og fram hefur komið í fréttum upp á síðkastið þá er frjálshyggjan i sókn um allan hinn vestræna heim. Þetta sést best á úrslitum þeirra kosn- -inga sem fram hafa farið upp á síð- kastið. Þeir flokkar sem aðhyllast frjálshyggju hafa slóraukið fylgi sítt á kostnað hinna sósíalísku flokka. Skýringin á þessari fylgisaukningu frjálshyggjunnar er einföld. Almenn- ingur er orðinn vantrúaður á gervi- lausnir sósialistanna. Fólkið sér að með þvi að greiða þeim atkvæði sitt fær það einungis stórhækkaða skatta i staðinn og ráðstöfunarfé þess minnkar að sama skapi. Það er mikið til í því þegar sagt er að með því að greiða sósialistum atkvæði i kosning- um þá breytist kjörseðillinn i skatt- seðil. Hið gífurlega ríkisbákn sem er afleiðing öfgafullrar „félagslegrar samhjálpar” er auðvitað peninga- frekt fyrirtæki. íslendingar virðast ekki ætla að verða neinir eftirbátar í þessari fylgisaukningu frjálshyggj- unnar. Stofnað var nýlega félag frjálshyggjumanna, og út hafa verið gefnar þrjár merkar bækur sem allar eiga það sameiginlegt að vera skrifaðar í anda frjálshyggjunnar. Fyrsta bókin sem við er átt er bók Ólafs Björnssonar prófessors, Frjáls- hyggja og alræðishyggja. Síðan er það bókin Uppreisn frjálshyggjunnar sem samanstendur af 15 greinum eftir jafnmarga höfunda. Heimdallur gaf síðan út bókina Sjálfstæðisstefnan, ræður og ritgerðir 1929—1979. Þess- ar þrjár bækur eru tillegg frjáls- hyggjumanna til málefnalegrar um- ræðu á sviði þjóðfélagsmála og þar eru þeir hvergi smeykir. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson laganemi „Almenningur er orðinn vantrú- aður á gervilausnir sósíalistanna.” legt að allir greiddu jafnt sem í sams konar ibúðum eru. Rafmagns- kostnaðurinn er hins vegar ýmsum óánægjuefni enda eru allir í tveggja herbergja íbúðum látnir greiða jafnt og svo greiða allir í eins herbergis ibúðum helmingi minna. Þetta þýðir að einstaklingur sem borðar úti og aldrei notar eldavél og á jafnvel ekki ísskáp greiðir jafnmikið i rafmagn og einstaklingur sem stöðugt notar mikið rafmagn. Það sem svo veldur enn meiri óánægju fólksins vegna þessa er sú staðreynd að rafmagns- mælir er fyrir hverja einustu íbúð og þvi einfalt mál að hver greiði það raf- magn sem hann notar. Á reikningsyfirliti 1976 frá stofn- uninni stendur líka þessi klausa, „Útreikningur á raunverulegum raf- magnskostnaði fyrir árið 1976 liggur ekki fyrir ennþá, en mun sendur yður strax og það verður.” Svo mörg voru þau orð, en enn bólar ekkert á raun- verulegum rafmagnskostnaði. Sé hins vegar litið á rafmagnsmæla t.d. á einni hæð að Hátúni lOb sést að mæl- arnir fyrir ibúðirnar sýna allt að 6000 kílóvattastunda mun. Sumir mæl- anna sýna rúmlega 1000 kwst. notkun en aðrir rúmlega 7000 kwst. Hugsanlegt er að lægri mælirinn sýni notkun einstaklings, en hærri mælir- inn notkun hjóna, en dæmið sýnir þó að algerlega er óverjandi að láta leigjenduma greiða rafmagnið með öðrum hætti en eftir mæli, ekki síst þar sem mælar eru fyrir allar íbúðir. Sé reiknað með rafmagnsverði í apríl sl. þá hefðu 1000 kwst. kostað 17.210 kr. en 7000 kwst. 120.470 kr. Af þessu má sjá hve gífurlegur munur er á notkun íbúanna og að sú ósk þeirra að greiða eftir mæli er hæsta máta eðlileg og sjálfsögð. Hvar er dagstofan? Á teikningum húsanna mun efsta hæðin hafa verið teiknuð sem dag- stofa eða sameiginlegt húsnæði íbú- anna, þannig að ætlunin var að þarna færi fram félagsstarf, smá samkomur eða skemmtanir. Á hverri hæð var síðan minna húsnæði ætlað íbúum hverrar hæðar til sömu nota. Reynslan mun vera sú að i fyrstu blokkinni hafa minni dagstofurnar á hverri hæð verið lítið notaðar og þvi var þessu húsnæði í siðari húsunum breytt í íbúðir. Efstu hæðirnar hafa hins vegar verið teknar allar undir aðra starfsemi og hafa íbúarnir því ekkert sameiginlegt húsnæði til fundarhalda eða slíks. Vera kann að nauðsynlegt hafi verið að breyta svo öllum áformum um notkun húsnæðis þessa, en engar skýringar hafa íbúarnir, enda lítt farið fyrir tilraun- um til þess að nýta salarkynni þessi ibúunum til sameiginlegrar ánægju og afþreyingar. Það hefur kannske enginn verið svikinn, en með þessu er þó öll aðstaða fólksins allt önnur en fyrirheit voru gefin um í upphafi. Loftræstingin f blokkinni Hátún lOb hefur loft- ræsting ekki enn komist í lag, en þar I f Kjallarinn Kristinn Snæland eru t.d. eldhús án opnanlegs glugga og salerni og bað gluggalaust. Vegna þessa er að sjálfsögðu afar nauðsyn- legt að Ioftræsting sé í lagi. Svörin sem íbúarnir fá eru svo breytileg eða ýmist er sagt að blásarar hafi ekki verið settir upp, loftræsti- kerfið sé stíflað eða að blásarar séu ekki nógu aflmiklir. Á fundi sl. haust var lofað að bæta úr þessu en engar efndir eru enn í því efni. Skýr svör Það má vera ljóst af framansögðu, að ýmislegt í rekstri þessara húsa þarfnast nánari skýringa. íbúar hafa leitað svara, en ekki með viðhlitandi árangri, og þau loforð sem hafa verið gefin hafa ekki verið efnd. Húsnæði sem þetta er ekki byggt með gróða- sjónarmið í huga og því ætti húsa- leiga ekki að þurfa að fylgja verðlagi. Fyrir hönd íbúa þarna óskast því skýr svör, og þau mcga ekki vera á stofnanamáli heldur islensku. Kristinn Snæland. „Rafmagnsmæiarnir sýna allt að 6000 kílóvattstunda mun ...” *

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.