Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 Púns á sumardegi Tilbreyting frá vodka f kóki „Þetta eilífa vodkaí kóki lýsir ómenningu þjóðarinnar. Menn drekka aldrei annað en þetta þó að þeir sem komnir eru upp á það að drekka ýmsar vínblöndur vilji ekki sjá þann ósóma,” sagði einn af vinum Neytendasíðunnar sem sendi henni nokkrar uppskriftir af skemmtilegum sumardrykkjum. „Með því skilyrði að nafnið mitt komi hvergi fram,” að því er hann sagði. Með því að birta þcssar uppskriftir er ekki verið að reyna að auka drykkju þjóðarinnar, því nóg er hún fyrir, heldur að beina henni inn á aðrar brautir. Um þessa sumardrykki alla gildir, nema heita púnsið, að þá á að drekka kælda. Gott er ef skálin sem blandað er í kemst í kæliskápinn þar til drykkurinn er framreiddur, en ef hún er of fyrirferðarinikil má láta hana standa í vaski sem í er látið kalt vatn. Sangría 1 og 1/2 flaska rauðvín 1/2 flaska koníak 1 appelsína 1 sítróna ananas, ferskjur og fleiri ávextir Ávextirnir eru látnir liggja niður- skornir í víninu í um það bil klukkustund áður en vínblandan er borin fram. Uppskriftin nægir í um það bil 20 bolla. Vinur okkar sagðist nýlega hafa fengið þessa uppskrift og ekki hafa reynt hana sjálfur. Hann vissi ekki hvað kínaepli voru og eru upplýsingar um það vel þegnar. Ferskjuvínbolla 4 stórar ferskjur 50 grsykur 1/2 peli koniak 2 flöskur hvitvín nokkur kirsuber nokkrar sitrónusneiðar Ferskjurnar eru skornar i bita og settar í kollu. Sykrinum er dreift yfir. Koníaki hellt þar yfir og látið standa í klukkustund. Hvítvíni er hellt út í. Bollarnir sem drekka á úr eru skreyttir sítrónusneiðum og kirsuberjum. Nægir uppskriftin i 10—12 bolla. Mínervupúns 1 og 1/2 flaska hvítvín 1/4 calonin líkjör (gronsted blaa) 1/2 flaska gin 1/4 flaska romm 2 sítrónur 1 flaska Ginger ale Sítrónurnar eru sneiddar og allt hráefnið sett í kollu. ísmolar látnir í. Þetta nægir í 15—20 bolla. Þo urvalið i vinbuðunum sé fjolbreytt halda sig flestir við sömu tegundina ár eftir ár. DB-mynd Kagnar 'l'h. 3—4 msk. sykur kanell negull (mjög litið) 2 flöskur rauðvín 1/4 flaska caloric 1/4 flaska romm Vatninu, sykrinum, kanel, negul er blandað saman og soðið. Kryddjurtirnar eru síðan síaðar frá. Víninu er hellt saman við og blandan er hituð. En hún má alls ekki sjóða. Uppskriftin nægir í 15 bolla. índversk sumarást 2 flöskur rauðvin 1/3 flaska gin 2 sítrónur, appelsinur og e.t.v. epli, svolitill sykur Ávextirnir eru kreistir og a'hýddir Hýðið er soðið ásamt sykri i safanum í 10 mínútur. Látið kólna og hellt út í vínið. Nægir í um 15 bolla. Jamacian holiday 3 flöskur hvítvín 1 peli Jamaica romni 2 kínaepli 2 sítrónur banani sykur Annað kínaeplið og önnur sítrónan eru afhýdd og skorin í bita. Hitt kínaeplið og hin sítrónan afhýdd og kreist. Bananinn er skorinn í bita og allt er soðið í svolitlu vatni í 10—15 mínútur. Kælt og sett út í vínið. Nægir í 10—12 glös. Sætur sumarglampi 4 faldur Grand-marínier 2 msk hunang 2 flöskur hvítvín 2 flöskur eplasafi 1 sítróna Grand-marinier er hellt í kollu. Hunangi er hrært saman við. Síðan er hvítvínið og eplasafinn látin út í. Sítrónusneiðarnar eru látnar fljóta ofan á. Uppskriftin nægir í lObolla. Brúðkaupskolla Fersk jarðarber eða hindber svolítill sykur 2 flöskur rósavin (ekki er verra að nota kampavín) sódavatn Berin eru skorin niður og stráð á þau sykri á botni kollunnar. Víninu hellt yfir og kælt. Svolitlu sódavatni erbætt í þegar drekka á blönduna. Heitt púns 1/4 lítri vatn Nií er að senda seðlana Það borgar sig að vera snöggur Nú hljóta allir að vera búnir að gera upp reikninga heimilisins fyrir maímánuð. Þáer um að gera að fylla út upplýsingaseðilinn til saman- burðar á heimiliskostnaði og setja hann fljótt í póst. Því miður urðu margir það seinir til í siðasta mánuði að seðlar þeirra bárust eftir að búið var að draga um hver fengi matarút- tektina. Meira að segja komu sumir seðlanna eftir að búið var að birta nafn hins heppna. Um er að gera að láta þetta ekki koma fyrir sig því það munar um aukabúsílag fyrir 106 þúsund krónur eins og síðasti vinningshafi fékk. Þið takið eflaust eftir að núna eru þið að fylla út fyrir siðasta mánuðinn á veggspjaldinu góða. Um næstu mánaðamót fáið þið sent nýtt vegg- spjald með Dagblaðinu eða Vikunni. Sniðugt væri að geyma gamla spjaldið til þess að geta séð aftur í tímann hvaðeyðslan breydst. -DS. *y; Smurbrauðstofqn BJQRNINN Njáisgötu 49 - íími 15105 Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér oröinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun me al almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærö og yðar. Þar aö auki eigið þér von í að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í maí-mánuði 1979 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö Alls kr. W I IfílV Fjöldi heimilisfólks Upplýsingaseóill til samanburðar á heimiliskostnaói Nafn áskrifanda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.