Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 trjálst, óháð daghlað Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónssor.. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí ritstjómar: Jóhannos Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aflalstoinn Ingólfsson. Aðstoflarfréttastjórí: Jónos Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómassop, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Gufljón H. Pólssorí. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörfiur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Óiafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Svoinsson. Droifing arstjórí: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Áskrift 3000 kr. ó mónufli innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Óvenjuleg fomariund Óeðlileg töf hefur orðið á því, að al- mennu verkalýðsfélögin fái þriggja pró- senta kauphækkun fyrir félagsmenn sina. Viðbrögð almennings iskoðanakönn- un, sem Dagblaðið hefur gert um tillög- ur um hækkun grunnkaups almennt um þrjú prósent og frystingu grunnkaupsins til áramóta eftir það, sýna, að fólk er enn tilbúið til fórna. Skiln- ingur almennings hefur mikið aukizt á hættulegum af- leiðingum mikilla krónutöluhækkana, sem auka verð- bólguna en skila sér að litlu í auknum kaupmætti. Hefðbundin viðbrögð við mikilli verðbólgu eins og nú geisar væru að sjálfsögðu að heimta og knýja fram sem allramestar kauphækkanir í von um að geta orðið feti á undan í verðbólgukapphlaupinu. Þessi viðhorf eru breytt nú sem stendur. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar leiða í ljós, að meirihluti laun- þega stefnir ekki að verulegum grunnkaupshækkunum við þær aðstæður, sem ríkja í dag. Þetta er þeim mun athyglisverðara sem flestir mundu telja sig þurfa kaup- hækkun mælda í tugum prósenta ,,til að halda í horf- inu” eins og komizt yrði að orði, væru menn spurðir á förnum vegi. Óvenjuleg fórnarlund er ríkjandi, sem er stjórnvöldum mikill stuðningur, ef þau kunna að færa sér hana í nyt í baráttunni við efnahagsvandann. Dagblaðið spurði í skoðanakönnuninni, hvort menn væru fylgjandi eða andvígir því, að grunnkaup yrði fryst til áramóta, eftir að allir hefðu fengið 3 prósent grunnkaupshækkun. Þetta er ein útgáfan af margvís- legri tillögugerð um meðferð kjaramála. Alþýðu- bandalagið hefur borið fram tillögur um, að ríkis- stjórnin hækki grunnkaup um 3 prósent með lögum en bindi grunnkaupið að öðru leyti ekki. Á bak við þær hugmyndir er vafalaust sú stefna, að semja megi við al- mennu launþegafélögin um, að þau krefjist ekki meiri grunnkaupshækkana fyrir fyrsta desember. í því felst jafnframt sú hætta, að einstakir hópar geti brotizt út úr, heimtað og hugsanlega knúið fram meiri kaup- hækkanir. Framsóknarmenn hafa borið fram tillögur um fryst- ingu grunnkaupsins, jafnframt því sem þeir gera ráð fyrir 3 prósent grunnkaupshækkun. Ummæli forystumanna almennu verkalýðsfélaganna í DB og viðar síðustu vikur gefa til kynna, að þeir geti hugsað sér þá lausn, að ríkisstjórnin hækki grunn- kaupið um 3 prósent og verkalýðsforingjarnir fallist síðan á, að grunnkaupið hreyfist ekki fyrir 1. desem- ber. Þetta byggist þó á þeim forsendum, að aðrir hópar, til dæmis farmenn, fái ekki meira en 3 prósent hækkun grunnkaups. Fram kemur í viðtölum við verkalýðsforingjana í Dagblaðinu, að fái aðrir hópar meira muni almennu verkalýðsfélögin bregða sverði og ganga til bardaga. Skoðanakannanir Dagblaðsins sýna, að almenn- ingur hefur ekki samúð með þeim frumskógarhernaði, sem í gangi er milli farmanna og vinnuveitenda. Þær sýna jafnframt, hversu tilefnislaust og líklegt til vandræða allsherjarverkbann vinnuveitenda væri, sem stefnt yrði gegn þessu fólki, sem einmitt nú gerir ekki kröfu til neinna verulegra hækkana grunnkaups. Jafnframt er undirstrikað, að ekki er réttmætt að draga almennu verkalýðsfélögin lengi á þeim sjálf- sögðu réttindum að þau fái 3 prósent grunnkaups- hækkun, sem betur stæðir hópar hafa fengið fram. Rotterdam-mark- aðurinn var sá hagstæðasti —er íslendingar fóru fram á að miða verðið við hann „Öll olíuviðskipti íslendinga við Rússa hafa árin 1978 og 1979 verið miðuð við verð á markaðnum í Rott- mfojn,” sagði Árni Þorsteinsson hjá Olíufélaginu hf. er hann var inntur eftir hver væri saga olíuverð viðmið- uðu að kaupa fisk upp í alla þá olíu er við keyptum af þeim. Var frá árinu 1953 olíuverðið miðað við svonefnda „U.S.Gulf”-skráningu. Var sú skráning við lýði allt til ársins 1%0. Árið 1961 var síðan tekin upp ný Eitt risaoliuskipanna sem smíðað var eftir lokun Súesskuröarins. Nú sigla þau um með dýra olíu sem miðað er við Rotterdammarkaðsverð. unar íslendinga í gegnum árin. Var í samningum þeim um olíukaup fyrir árið 1978, er samið var um í október 1977, í fyrsta sinn miðað við Rotter- damskráningu eingöngu, að ósk ís- lenzku olíufélaganna, en þá var Rotterdamskráningin sú hagstæðasta er völ var á fyrir íslendinga. Hafa íslendingar allt frá árinu 1953 keypt oliu af Rússum, fyrst sem hrein vöruskipti, þ.e. að Rússar lof- skráning á viðmiðunarverði olíu, svo- nefnd ,,Aruba”-skráning. Stóð sú skráning til ársins 1966. Þá var tekin upp verðmiðviðun við skráningu olíuverðsins í „Curacao”, sem er smá eyja, fyrrverandi hollenzk ný- lenda fyrir utan Venezúela í Suður- Ameriku. Var miðað við skráninguna í Curacao út árið 1974 og fram i apríl 1975 er farið var að miða olíuverðið að hálfu við Curacao og að hálfu við skráninguna í Rotterdam, sem þá var fremur hagstæð okkur íslendingum. Helzt þessi helmingaskipting á skrán- ingu olíuverðsins milli Curacao og Rotterdam út allt árið 1977 er var farið að miða við skráninguna í Rotterdam eins og fyrr greindi. Var Rotterdam-markaðurinn þá sá lang- hagstæðasti og sættu Rússar sig við að taka upp þá skráningu svo þeir hefðu einhverja fasta viðmiðun og beiddust þá þess að miðað yrði við einn markað í framtíðinni. Samið aftur í haust Hefur sá háttur verið hafður á samningunum við Rússa, sem árlega fara fram, að til skiptis fara menn frá olíufélögunum hér út til Moskvu eða að Rússar koma til íslands. Nú er röðin komin að Rússum og eru þeir væntanlegir til íslands í september til að semja um olíumagn til næsta árs. Hafa samningar þessir yfirleitt alltaf farið fram á haustin. Líkast til mun verða farið fram á við þá að einhver önnur verðmiðun en Rotterdammarkaðurinn verði tek- in upp, en þá er spurning um hvort um nokkra aðra og hagstæðari verð- viðmiðun sé að ræða fyrir okkur íslendinga. í Evrópu mun ekki um aðrar verð- viðmiðanir að ræða nema ef vera skyldi hin svonefnda „ARA” (Amsterdam, Rotterdam, Antwerp- en) verðviðmiðun, en hún er mjög svipuð Rotterdammarkaðinum. f V Hvað er hægt að kjðsa? „Ég hef á tilfinningunni að sagan eigi eftir að dæma svo, að þessi stjórnarmyndun sé ekki upphaf tíma- bils, heldur endir tímabils. Kynslóð haftakalla hefur tekist að mynda sína siðustu stjórn, hversu lengi sem hún varir. Skynsemin sigraði í kosningunum, en refsskapurinn sigraði i eftirleiknum. Það er auðvitað helv. hart, en staðreynd eigi að síður. En gengur þingræðiskerfi okkar upp? Ég held varla, eftir þetta grín. Auðvitað var vandinn sá, að þó að Alþýðufiokkur og Alþýðubanda- lag hafi sigrað í kosningum, þá höfðu þeir ekki nema 28 þingmenn. Þeir urðu að vinna með öðrum hinna til þess að geta myndað meirihluta. Svona fór það. En er ekki tímabært að huga að enn frekari breytingum á stjórnarskrá. Að kjósa fram- kvæmdavaldið sérstaklega.sem síðan velur sér rík isstjórn og kjósa síðan löggjafann sérstaklega. Ég hygg að þessar stjómarmyndunarviðræður séu undirstrikun þess að þessi breyting er nauðsynleg. Eftir kosningaúrslitin í vor á þjóðin ekki skilið ríkisstjórn sem er siðferðilegt á- fall En þessi ríkisstjórn er vissulega siðferðilegt áfall.” Þetta eru nokkur orð Vilmundar Gylfasonar í upphafi núverandi stjórnar. Allt frá síðustu kosningum hefur margt skrítið skeð í íslenskri pólitík. Hlutir sem allir þekkja sem eitthvað fylgjast með. En áhugi landsmanna á pólitik fer örugglega minnkandi með hverjum deginum (því miður). Loftur Guttormsson lýsir áhugaleysi manna á pólitík á eftirfarandi hátt í grein í Rétti 1965. 1 tengslum við fremd manna gagnvart ríkisvaldinu er hið pólitíska afskiptaleysi Vestur- landabúa sem er á góðri leið með að breyta hinum borgaralegu lýðræðis- stofnunum í innihaldslaus form. Fjöldi manna hefur það á til- finningunni að einu megi gilda hvort þeir neyti atkvæðaréttar síns eður ei: það séu hvort eð er ekki atkvæði þeirra sem ráði úrslitum. Jafnvel þótt frambjóðendur séu fulltrúar fyrir ólíkar stefnur er velja megi um þá sé ekki mark takandi á orðum þeirra og loforðum, þegar til kast- anna komi séu það ýmsar hagsmuna- klíkur og auðhringar sem ráði stefn- unni og sjái til þess að ekkert verði úr gefnum loforðum. Stjórnmála- flokkarnir séu þeim fyrirfram skuld- bundnir vegna framlaga i kosninga- sjóði og annars stuðnings í kosninga- baráttunni. Stjórnmálamennirnir séu annaðhvort valdagírugir einstakling- ar sem svífast einskis til að blekkja kjósendur eða draumórakenndir lýð- skrumarar er þekki ekkert til hinna raunverulegu stjórnmála. Margt fróðlegt kemur fram í þessari grein sem höfðar beint til okkar. Þetta er einmitt að gerast hjá okkur. Ekkert er hægt að gera fyrir þrýstingi frá hinum og þessum. Alþýðubandalagið „Kjörseðill er vopn í kjara- baráttu”. Þetta var aðalslagorð Alþýðubandalagsins fyrir síðustu kosningar. Flokkurinn sem kallaði sig verkamannaflokk og sagðist berjast fyrir smælingjana. Allt var notað til þess að blekkja fólk. Þjóðviljinn var sérstaklega notaður sem vopn í þessari baráttu. Og þar »„Fólk veit aö meö því að kjósa gömlu fíokkana kallar það yfir sig svik og ekk- ert annað ...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.