Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. Hvers eigum við að gjalda? —spyr húsmóðir á Flateyri Húsmóðir á Flaleyri skrifar: Hvers eigum við sjónvarpsáhorf- endur að gjalda sem búum hér á Vest- fjörðum? Af og til í vetur hefur sjón- varpsútsendingin verið með afbrigð- um slæm, en vikan 4.—9. júní hefur slegið allt út. Mjög léleg útsending, truflanir og læti. En i gærkvöldi (11. júni) sást ekkert og í kvöld sáralítið. Nú er dagskráin sem boðið er upp á ekki upp á marga fiska og hugsa ég að fleiri séu sammála mér um það. En það eru þó þættir innan um sem eru ágætir og nefni ég þar t.d. Huldu- herinn og Valdadrauma. Hér eru flestir komnir með litasjónvarp og þykir okkur það ekki nógu gott að þurfa að borga afnotagjald af því sem maður sér endrum og eins, fyrir utan það að hér horfir fólk mikið á sjónvarp og hlustar á hijópvarp, því það er ekki mikið um að vera hér eins og í Reykjavík. Símamálin alls ekki í lagi Nú vil ég líka minnast á símamálin hér sem eru frekar slæm. Ætli maður að nota sjálfvirka sambandið á tíma- bilinu 1 1 — 1 fyrir hádegi og kl. 8—10 á kvöldin, þá virðast allar línur upp- teknar. Hér þarf fólk eins og annars staðar úti á landsbyggðinni að nota isímann í sambandi við ýmsa þjónustu og er þetta því mjög bagalegt. Er ekki hægt að gera eitthvað í þessum mál- um? Við borgum okkar afnotagjöld eins og Reykvíkingar og viljum fá þá þjónustu sem okkur ber. Hvernig væri að alþingismenn okkar Vestfirð- inga gerðu eitthvað í þessum málum? m i Ajm&zmmpsýtífmm Flateyri. Sjónvarpsskilyrði eru þar slæm og simamálin líka I ólestri. Samt þarf að borga fyrir þjónustuna eins og allt væri i lagi. Hasshausar Vesalings rollan lagðist og dó Helgi skrifar: Hasshausar eru nú farnir að skrifa í Dagblaðið svo reglulega, að maður gæti haldið að um skipulagða dagskrá sé að ræða. Svo er auðvitað ekki, þvi Dagblaðið er ekkert sorpblað, heldur eru menn með sjúklega annarleg sjónarmið að not- færa sér frjálslyndi hins virta blaðs til að koma sínu orpna hugarfari á framfæri. Boðskapur hasshausanna er að telja isleii/i '.tm almenningi trú um að hassneyzlii sé æskileg, og allt að þvi guðdómleg, siðan lýsa þeir skynvillum sínum og reyna að verja hegðun sina með brjálæðislegu of- stæki. Aðalrók hasshausanna eru þessi: I) Þeim finnst þeir sjálfir ekkert vera undarlegir. 2) Hass er ekkert mikið verra en hið alræmda áfengi, sem er á góðri leið með að riða íslenzku þjóðfélagi að fullu. 3) Hass erekkiá- vanabindandi og skilur ekkert eftir, nema kannski fangelsisvist eða dóma í hinu skilningslausa og vonda þjóðfélagi. „Guðdómleg köllun" Hasshausarnir eru ekki að berjast fyrir hassnewiu af því að þeir hafi ánetjazt hassinu og eru á valdi þess, heldur kalla þeir þetta guðdómlega köllun til að vísa þjóðfélagssyst- kinunum sínum á betri og æðri lífs- brautir í fíknilyfjavímu. Þeir benda gjarnan á að í ýmsum löndum (sem síður en svo eru til fyrirmyndar) sé farið að leyfa hassnevzlu, eða hætt við að eltast við hasshausa. Þeir tala ekki um þá staði sem hafa hert mjög viðurlög við hasssölu og sölu annarra fíkniefna. Þcir skilja eðlilega ekki að þar sem vægara er tekið á hassneyziu, er það af þeirri ástæðu, að ekki ei lil löggivzia til að anna öllum hasshausunum. Er þá talið hag- kvæmara að láta visst hlutfall þegn- anna veslast upp i fíknilyfjaneyzÞ.i og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Á íslandi viljum við koma í veg fyrir að hverskonar fíkniefna- neyzla festi rætur. Fjöldi fiknilyfja- neytenda réttlætir síður en svo ósómann, heldur leggur áherzlu á vandann. Fjöldinn allur af leikum og lærðum hafa skýrt greinilega frá þeirri hættu sem hassneyzlan veldur, svo það ætti að vera óþarfi að endur- taka það hér i Dagblaðinu daglega, þó hasshausarnir staglist á sínum boðskap eins og vankaðir vitleysingar (sem þeir eru). Að fólk sem er misheppnað geti i einu virtasta dagblaði landsmanna borið á borð fyrir almenning áróður fyrir notkun fiknilyfja gengur fram af manni.. Suðurnesjakona skrifar: Það er alltaf skemmtilegt þegar eitthvað i dagblöðunum vekur hjá manni hugsun um annað en dægurþras og vandamál hvers konar. j DB laugardaginn 9. júní birtust Ijósmyndir sem hlotið höfðu viðurkenningu i keppninni „Sumarmynd Dagblaðsins 1979”. Þá urðu til þessar vísur: Fagurt er kvöldið og foldin í ró, I rjálst er þér myndir að taka. Vesalings rollan lagðist og dó, hún nennti ekki lengur að vaka. Hvi ,.n máv ber við mosató,- bái , j »atni raskar morgunró, eflj , myndari mundar sína vél, hristir mávur bæði væng og stél. Ætlar þú til sólar- landa í sumar? Sigrún Benediktsdóttir: Nei, ekki i suniar. Ég fór i fyrra og þar áður. Annars veitti manni svo sannarlega ekki af þvi. F.lías Baldvinsson: Nei, og hef engan áhuga á því né hugsað um það. Okkur er sagt af opinberum aöil- um að verðskyn íslenzkra neyt- enda sé svo til á núlli. Til að afsanna (eða sannprófa) þessa kenningu bjóðum við 15% AFSLÁTT af öllum vörum verzlunarinnar ÞESSA VIKU Geysimikið úrvalaf dömu- og barna- fatnaði Baldur Jónsson: Nci, ckki geti ég ráð fyrir þvi. Ég hef komið til Sviss, Italiti og Mið-Evrópu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.