Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. , í dag verður hœgviðri urri aUt land, skýjað og sumstaðar dálftil rigning, oinkum við sjóinn. Klukkan sex ( morgun var hriinn f Reykjavh 7 »ti9 »9 rigning I grennd,. Gufuskólar 7 stig og skýjað, Akureyri 9 stig skýjað, Raufarhöfn 6 stig V rigning, Dalatangi 7 stig og skýjað, Höfn 8 stig, þokumóða, Vestmonna- oyjar 7 stig, skýjað. Kaupmannahöfn 16 stig, léttskýj-. að, Osió 16 stig og láttskýjað, Stokk-| hólmur 16 stig, láttskýjað, London 17,i . heiðskfrt, París 14 stig, heiöskkt, Hamborg 11, alskýjað, Madrid 12,j láttskýjað, Mallorka 14, láttskýjað, Lissabon 13 stia og heiðskfrt. Guðmundur Kristjánsson, Hörðubóli, var fæddur að Dunki í Hörðudal 9. april 1901 og voru foreldrar hans Krist- ján Guðmundsson og Ólafia Hans- dóttir frá Gautastöðum. 6. desember 1931 kvæntist Guðmundur Beatrice Marie Stokke frá Noregi. Þau eignuð- ust einn son og ólu upp eina fóstur- dóttur. Fyrir nokkrum árum slitu þau hjónin samvistum. Guðmundur and- aðist 11. april 1979 og jarðarförin fór fram i kyrrþey. Þorgils Guðmundsson bakarameistari var fæddur 6. nóvember 1896 að Merkinesi, Höfnum, sonur hjónanna Guðmundar Einarssonar bónda frá Merkinesi og Guðríðar Sigurðardóttur frá Kirkjubæ í Fljótshlíð. Kona Þorgils var Anna S. Jónsdóttir en þau gengu i hjónaband 13. október 1917. Eign- uðust þau Ijögur börn. Anna lé?t 12. janúar 1979 en Þorgils lézt 9. jútii 1979. Illlllllllllllllllllll Ökukennsla—æfingatímar. Kenni á Cortinu 1600. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðmundur Haraldsson, sími 53651. Ökukennsla—Bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 79. Hringdu og fáðu reynslutíma strax án nokkurra, skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H. Eiðsson, sími 71501. Ökukennsla — æfingatimar — bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626, árg. 79. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Reynslutími áni skuldbindinga. Uppl. í síma 14464 og| 74974. Lúðvík Eiðsson. Ökukennsla—æfmgatímar. Kennslubifreið: Allegro árg. 78. Kennslutímar frá kl. 8 f.h. til kl. 10 e.h. Nemandi greiðir eingöngu tekna tíma. Ökuskóli — prófgögn. GísirArnkelsson, sími 13131. TÍKkyimlngar Sjötugur er í dag, 19. júní, Kristinn Sveinsson, Austurbrún 25. Hann tekur á móti afmælisgestum föstudaginn 22. júní að Síðumúla 35 kl. 19. Frá bókaútgáfunni BROSí Hafnarfirði Vinir og vandamenn Siggu Viggu leika lausum hala i skopteikningasafni eftir Gisla J. Ástþórsson, sem bóka- útgáfan BROS í Hafnarfirði er aðdreifa í verzlanir um þessar mundir. Bókin ber nafnið Plokkfiskur og er það samheiti teiknisyrpu sem höfundur hefur haldið úti i Sjávarfréttum undanfarin þrjú til fjögur ár. I Plokkfiski segir i stórum og smáum myndum með viðeigandi textum frá lífinu í fiskinum til sjós og lands — eða að minnsta kosti eins og GJÁ kýs að sjá þetta líf þegar sá gállinn er á honum. Fólkið í sjálfum slagn- um fer með aðalhlutverkin eins og vera ber, en ótindir landkrabbar koma samt lika við sögu, eins og stórfor- stjórar, kvennabósar og hart leiknir sáttasemjarar, að ógleymdum bankastjórunum, ógnvaldi allra sannra útgerðarmanna. Þetta e/ þriöja skopteikningabókin eftir Gisla J. Ástþórsson sem útgáfufyrirtækið BROS gefur út. Það hefur þegar sent frá sér tvær Siggu-bækur: Sigga Vigga og tilveran sem kom út í fyrra og Fjörutiu og sjö snúðar sem kom út núna i vetur. Sú fyrrnefnda mun uppscld hjá forlaginu og er önnur útgáfa ráðgerð þegar verkfalli lýkur. Loks mun von á þriðju Siggu-bókinni i lok þsssa mánaðar, og hefur hún hlotið nafnið Sigga Vigga og þingmaðurinn. Fíladelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Harrý Shaw talar og kveður. Handritasýning Stofnun Árna Magnússonar opnaði handritasýn- ingu i Árnagarði þriðjudaginn 5. júní og verður sýn- ingin opin í sumar að venju á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. 2—4. Þar verða til sýnis ýmsir mestu dýrgripri íslenzkra bókmennta og skreyti listar frá fyrri öldum, meöal annarra Konungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók, Konungsbók Grágásar, sem cr nýkomin til tslands og mcrkasta handrit tslend- ingasagna, Möðruvallabók. Bjamveig Guðjónsdóttir, Seljabrekku, fæddist 5. nóvember 1896. Eiginmaður Bjarnveigar var Guðmundur Þor- láksson frá Korpúlfsstöðum. Þeim varð sex barna auðið og dóttursonur þeirra ólst upp á heimili þeirra. Bjarn- veig andaðist 14. júní og verður hún jarðsett í dag frá Mosfellskirkju kl. 2 e.h. kominn út Ársrit Kvenréttindafélags tslands, 19. JÚNl, er komið út. Að þessu sinni tekur efni blaðsins mið af Alþjóða- ári barnsins og er fjallað um fjölskylduna frá ýmsum sjónarhornum. Birtar eru glefsur úr metsölubókinni „My Mother/My Self’, fjaljað um leikritið Stundarfrið, nýútkomnar* bækur og rætt við konu sem leggur stund á myndlist. Margt fleira áhugavert efni er í blaðinu. 19. JÚNl er myndum prýtt og fallegt blað, en öll fag- vinna er unnin í prentsmiðjunni Odda. Erna Ragnars- dóttir er ritstjóri fjórða árið í röð. Blaðið er til sölu í bókaverzlunum, blaðsölustöðum og á götum höfuðborgarinnar, auk þess sem þvi hefur verið dreift til söluaöila út um land. Tamningastöð Tamningastöð verður á Hvítárbakka í Borgarfirði i sumar. Tamningamenn: Leifur Helgason og Stefán Sturla Sigurjónsson. Upplýsingar á Arnþórsholti i Lundarreykjardal, simi um Skarð. Sjómannadagurinn á Hellissandi Sjómannadagurinn á Hellissandi hófst á laugardags- kvöld með sundkeppni i sundlaug Hellissands. Meðal annars var keppt i stakkasundi. Keppt var um farand- bikar og vann hann Reynir Benediktsson þriðja árið i röð og til eignar. Kl. 11 á sunnudag var sjómanna- messa í Ingjaldshólskirkju. Kl. 14 hófst skemmtun í Sjómannagarði með ýmsum Ieikjum. Kaffisala var ; Röst á vegum Slysavarnadeildarinnar Helgu Þórðar- dóttur. Diskótek var fyrir börn og um kvöldið var dansleikur og stóð hann langt fram á nótt. Sjómanna- dagsráði bárust margar peningagjafir. Jón, Þórður og Guömundur Júlíussynir gáfu 1 milljón, Átthagafélag Sandara 575 þúsund, Lionsklúbbur Nesþinga 500 þúsund, skipshafnir og útgerðir á Hamri, Skarðsvík, Saxhamri, Hamrasundi, Tjaldi, Brimnesi, Bjargey 800 þúsund, Guðmunda Haraldsdóttir 200 þúsund í minn- ingu föður síns, Haralds Guðmundssonar. 1 fyrra bárust gjafir að verðmæti 1 milljón króna. HJ/Hellissandi. Gjöf til kvenlækningadeildar Fyrir nokkru var kvenlækningadeild Landspitalans fært að gjöf stórt og vandað litsjónvarpstæki til notkunar í setustofu deildarinnar. Gefandinn var Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri félagsins, Þorvarður örnólfsson, afhenti deildinni tækið og kvað það gefið af þvi tilefni að þrjátiu ár væru liðin frá stofnun félagsins og með sérstöku tilliti til þess að jafnan væru fleiri eða færri krabbameins- sjúklingar á deildinni. Yfirhjúkrunarkona kvenlækningadeildar, Karólina Benediktsdóttir, tók við gjöfinni fyrir hönd spitalans. Kvað hún gjöfina vera mikið fagnaðarefni fyrir sjúklingana og færði Krabbameinsfélaginu þakkir! þeirra ogspitalans. Aðalfundur Sjóvá Sextugasti aðalfundur Sjóvátryggingarfélags Islands hf. var haldinn föstudaginn 8. júní síðastliðinn. Fund- arstjóri var Benedikt Blöndal haístaréttarlögmaður og fundarritari Hannes Þ. Sigurðsson deildarstjóri. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsemi félagsins og gerði grein fyrir reikningum þess árið 1978. Afkoma var góð í öllum vátrygginga- greinum, öðrum en bifreiðatryggingum og erlendum endurtryggingum, en hagnaður af starfsemi félagsins í heild nam 63,2 milljónum króna. Eigið fé nam 352 milljónum króna, þar af hlutafé 124 millj kr. Stjórn félagsins skipa nú Benedikt Sveinsson hrl., formaður, Ágúst Fjeldsted hrl., Björn Hallgrímsson, forstjóri, Ingvar Vilhjálmsson forstj. og Teitur Finnbogason fulltrúi. Framkvæmdastjóri er Sigurður Jónsson. Sama dag var haldinn aöalfundur Liftryggingar- félags Sjóvá hf. en stjórn þess skipa sömu menn. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins var 6,3 millj. kr. Iðgjaldatekjur ársins 1978 voru 55 milljónir króna og tjón ársins 20,5 millj. kr. Framlag í bónus- sjóð var 11,6 millj. kr. Líftryggingasjóður félagsins var i árslok 1978 99,9 millj. kr. Eigið fé nam 16,5 millj. kr., þar af hlutafé 11 millj. kr. Skyndihappdrætti Pólýfónkórsins Pólýfónkórinn efnir nú til skyndihappdrættis tii fjáröflunar fyrir starf kórsins næsta vetur. Meðal vinninga má nefna farseðla fyrir tvo til Lúxemborgar, sólarlandaferðir til Italíu, Búlgariu og Ibiza, ennfremur hálendisferð með Úlfari Jakobsen auk smærri vinninga. Dregið verður 3. júlí og er verð miða 800 kr., en upplag aðeins 6400. Allir kórfélagar Pólýfónkórsins, 150 talsins, munu annast sölu miðanna. Kórfélagar Pólýfónkórsins líta nú með eftir- væntingu til vetrarstarfsins en fyrirhugað er að reka bæði söngskóla og raddþjálfun. Þá virðist vera að ræt- ast úr húsnæðismálum kórsins fyrir velvilja mennta- málaráðherra og fræðsluyfirvalda. Þess má einnig geta að Pólýfónkórnum hafa borizt áhugaverö tilboö, m.a. hefur hinn heimsfrægi hljóm- sveitarstjóri Hubert Soudant látið í ljós áhuga á að stjóma tónleikum hérlendis á nassta ári með þátttöku kórsins. Soudant hefur stjórnað sem gestur öllum frægustu hljómsveitum Evrópu, m.a. Lohdon Phil- harmonic Orcestra, symfóníuhljómsveitinni 1 París, fílharmóniuhljómsveitum Berlínar og Vinarborgar og mun á næsta ári stjórna Ríkishljómsveitinni i Moskvu. Þá hefur sú hugmynd komið upp að Pólýfónkórinn komi fram á hljómleikum meðeinhverri af stórhljóm- sveitum álfunnar fyrir milligöngu Soudants og þá undir hans stjóm, en frá því hefur þó ekki enn verið gengið. Gengið GENGISSKRÁNING NR.111 - 18. júnf 1979. Ferðamanna- gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 BandarfltjadoHar 342,00 342,80 376,20 377,08 1 Stariingapund 719,80 721,50* 791,78 793,65* 1 Kanadadollar 291,75 292,45* 320,93 321,70* 100 Danskar krónur 6310,80 6325,60* 6941,88 6958,16* 100 Norskar krónur 6618,00 6633,50* 7279,80 7296,85* 100 Sœnskar krónur 7861,15 7879,55* 8647,27 8667,51* 100 Finnsk mörk 8625,45 8645,65* 9488,00 9510,22* 100 Franskir frankar 7819,80 7838,10* 8601,78 8621,91* 100 Belg. frankar 1128,00 1130,60* 1240,80 1243,66* 100 Svissn. frankar 20028,10 20075,00* 22030,91 22082,50* 100 GyNini 16499,40 16538,00* 18149,34 18191,80* 100 V-Þýzk mörk 18108,15 18150,55* 19918.07 19965,61* lOOLkur 40,35 40,45* 44,39 44,50* 100 Austurr. Sch. 2457,80 2463,50* 2703,58 2709,85* 100 Escudos 690,20 691,80* 759,22 760,98* 100 Pasatar 517,90 519,10* 569,69 571,01* 100 Yen 155,76 156,12* 171,34 171,73* •Breyting frá afðustu skráningu.j . Sfmsvari vagna gangisskráninga 22190^ Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t, Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafé- lags Samvinnutrygginga h.f., verte haldnir að Hótel Sögu i Reykjavik, þriðjud. 19. júni nk. og hefjast, kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmt sam- þykktum félaganna. Knattspyrna Þriðjudagur 19. júní: l.deild, Laugardalsvöllur .Fram-Haukar kl. 20. 4. flokkur D, KA-völlur, KA-Þ6r kl. 20. 4. flokkur E, Reyðarfjarðarvöllur Valur-Höttur kl. 20. 4. flokkur E, Eskifjarðarvöllur Austri-Þróttur kl. 20. 5. flokkur A, Árbæjarvöllur Fylkir-Fram kl. 20. 5. flokkur A, Vallargerðisvöllur UBK-Valur kl. 20. 5. flokkur A, Keflavikurvöllur IBK-Leiknir kl. 19. 5. flokkur A, Akranesvöllur ÍA-KRkl. 19. 5. flokkur B, Breiðholtsvöllur ÍR-Stjarnan kl.,20. 5. flokkur B, Varmárvöllur Afturelding-FH kl. 20. 5. flokkur B, Víkingsvöllur Vikingur-Haukar kl. 20. 5. flokkur B, Njarðvikurvöllur Njarðvik-Grindavik kl. 20. ' 5. flokkur C, Sandgerðisvöllur Reynir-Þór kl. 19. 5. flokkur C, Ármannsvöllur Ármann-Selfosskl. 19. 5. flokkur D, KA-völlur KA-Þórkl. 19. 5. flokkur E, Reyðarfjarðarvöllur Valur-Höttur kl. 19. 5. flokkur E, Eskifjarðarvöllur Austri-Þróttur kl. 19. Kappreiðar hestamanna- félagsis Harðar i Kjósarsýslu verða á skeiðvelli félagsins viö Arnar- hamar á Kjalarnesi laugardaginn 23. júní og hefjast meðgæöingakeppni kl. 14.00. Keppt verður í: 1. Gæðingakeppni A og B. 2. Unglingakeppni 10—12 ára og 13—15 ára. 3. Unghrossakeppni. 4. Kappreiðar: 250 m skeið, 250 m stökk, 300 m stökk og 400 m stökk. Tilkynna þarf þátttöku til Péturs Hjálmssonar. s. 66164 og 19200, Hreins ólafssonar, s. 66242, Péturs Lárussonar, Káraneskoti, eða einhvers í stjóm félags ins fyrir þriðjudag 19. júni. Æfingatímar í Hagaskóla frá ÍFR Mánudagur kl. 8: Borðtennis, lyftingar og botshía. Þriðjudagur kl. 8: Lyftingar ogbotshía. Miðvikudagur kl. 8: Borðtennis, lyftingar, botshia. Fimmtudagur kl. 8: Borðtennis, lyftingar, botshía. Laugardagur kl. 2: Borðtennis, lyftingar, botshia. Happdrætti Krabbameinsfélagsins Drcgiðvari happdrætti Krabbameinsfélagsins 17. júni. Vinningar komu á eftirtalin númer: Mercury Marquis Brougham bifreið nr. 91649 Lada Sport bifreið nr. 97529. Daihatsu Charade bifreið nr. 89792. Philips litsjónvarpstæki nr. 17656,66572 og 97047. Philips hljómflutningstæki nr. 44973, 48106. 125813 og 133443. Krabbamcinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í vorhappdrættinu að þessu sinni. Afmæii Síðustu sýningar á Stundarfriði Leikrit Guðmundar Steinssonar, STUNDARFRIÐUR, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt í allt vor, hefur hlotiö miklar vinsældir. Hefur ávallt verið sýnt fyrir fullu húsi og eru sýningar að nálgast 30. Leikári Þjóðleikhússins er nú að Ijúka og verða síðustu þrjár sýningarnar á Stundarfriði um helgina, á föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson, leikmynd og búningar eftir Þórunni S. Þorgrimsdóttur. Með stærri hlutverk fara Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Þor- steinn ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðrún Gisladóttir, Sigurður Sigurjónsson og Lilja Þorvaldsdóttir. Ferðafélag íslands Miðvikudagur 20. júnf. Kl. 20. Gönguferð um Álfsnes, létt kvöldganga. Verð kr. 1500, gr. v. bílinn. Fimmtudagur 21. júni.KI. 20. Gönguferð á Esju (851 m) um sumarsólstööur (næturganga). Verð kr. 2000 gr. v. bílinn. Föstudagur 22. júni.l. kl. 13. Drangey, Málmey, Skagafjarðardalir. Gist i húsi á Hofsósi, þaöan fariö með bát til eyjanna. Ekið um héraöið og komið m.a. að Hólum, Glaumbæ, Þorljótsstöðum, Mælifelli, Viðimýri og viðar. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 2. Kl. 20. Þórsmörk, gist í húsi. Kl. 20. Suöurhlíðar Eyjafjalla. Komið m.a. í Paradísarhelli, Rútshelli, að Kvernufossi og gengið meðfram Skógaá. Gist i húsi. 4. Kl. 20. Eiriksjökull (1675 m), gist í tjöldum. Farar- stjóri Tryggvi Halldórsson. 5. Kl. 21. Miðnætursólarflug tilGrímseyjar. Komiðtil baka um nóttina. Laugardagur 23. júni: Útilega í Marardal. 27. júní-1. júlí: Snæfellsnes — Látrabjarg — Dalir. 29. júní-3. júlí: Gönguferö um Fjörðu. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Stjórnmáfafiindir Norðurland vestra Alþingismennirnir Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Hofsós, þriðjudaginn 19. júni kl. 9 e.h. i félagsheim- ilinu. Sauðárkrókur, miðvikudaginn 20. júní kl. 9 e.h. í Sæborg. Blönduós, fimmtudaginn 21. júni kl. 9 e.h. í félags- heimilinu. Hvammstangi, laugardaginn 23. júní kl. 2 e.h. í félagsheimilinu. öllum heimill aðgangur. Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.