Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. Er stjómskipan lands- ins stórlega raskað? Skiptar skoðanir um sjónvarpsræðu Sigurðar L/ndal Dagblaðið birti í gær fræga og umdeilda sjónvarpsræðu Sigurðar Líndals lagaprófessors um verkföll, kjarasamninga og völd verkalýðs- hreyfingar. Þar segir m.a. að veigamiklar á- kvarðanir i efnahagsmálum séu tengdar gerð kjarasamninga, svo sem í húsnæðismálum, skattamálum, líf- eyrismálum, dagvistunarmálum og vaxta- og verðlagsmálum. Afleiðingin sé sú að stjórnskipan landsins sé stórlega raskað. Stjórn- málin séu með þessu flutt frá Alþingi og öðrum löglegum hand- höfum þjóðfélagsvalds til hagsmuna- aðila vinnumarkaðarins. „Og til hvers er þá verið að kjósa til Alþingis og mynda ríkisstjómir úr því að aðiljar vinnumarkaðarins ráða hinum veigamestu þáttum stjórn- málanna til lykta? Og það án þess að bera neina ábyrgð og án þess að nokkur trygging sé fyrir tilhlýðilegri málsmeðferð, svo sem því að á- kvarðanir séu teknar lýðræðislega," segir Sigurður Líndal i grein sinni. DB sneri sér til þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar, alþingismanns og prófessors í stjórnmálafræðum, og Sigurðar Gizurarsonar sýslu- manns, en þeir eiga báðir sæti í stjórnarskrárnefnd og spurði þá álits á þessum ummælum í ræðu Sigurðar Líndals. -GM. íhaldssamir lögfræð ingar berjast gegn lýðræðisþróun —segir Ólafur Ragnar Grímsson „Kenningar Sigurðar Líndal um áhrif verkfalla á verðbólgu og efna- hagslíf eru í senn þröngsýnar og einhæfur áróður fyrir hagsmunum atvinnurekenda,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „Það hefur borið á því á síðustu árum að íhaldssamir lögfræðingar hafa með tilvitnunum í stjórn- skipunarkenningar frá 18du og 19du öld verið að berjast gegn þeirri lýðræðisþróun, sem einkennt hefur Vesturlönd á síðustu áratugum. Sú lýðræðisþróun er fólgin í því að í kjölfar almenns kosningaréttar komi aukið vald margvíslegra samtaka fólksins, fyrst stjómmálaflokka, síðan hagsmunasamtaka og annarra fjöldasamtaka og loks aukið vald fólks á vinnustöðum. Þótt þessi þróun hafi eins og flest annað í mannlegu samfélagi ein- hverja galla, horfir hún samt i heild sinni til tvímælalausra framfara,” sagði Ólafur Ragnar ennfremur. „Eins og áður segir hafa ýmsir íhaldssamir lögfræðingar, oft af gömlum yfirstéttaættum, tekið upp baráttu gegn þessu aukna valdi fólksins og fyrr í vetur flutti hinn íhaldssami lögfræðingur Þór Vilhjálmsson, nokkur áróðurserindi í þessa veru. Það hefur hins vegar komið mér á óvart að Sigurður Líndal gerist nú lærisveinn Þórs Vil- hjálmssonar. Ég hélt að hann ætlaði sér stærri hlut,” sagði Ólafur Ragnar Grimsson að lokum. -GM. Stéttaþing gæti leyst vandann —segir Sigurður Gizurarson ,,Ég er sammála Sigurði Líndal um að verkalýðshreyfingin hefur vald en ekki ábyrgð,” sagði Sigurður Gizurarson. En önnur öfl en verka- lýðshreyfingin hefðu einnig haft áhrif í þá átt að breyta þriskiptingu ríkis- valdsins í löggjafar-, dóms- og fram- kvæmdavald, þ.á m. bankavaldið. Það yrði að taka inn i myndina. Sigurður Gizurarson kvað verka- lýðshreyfinguna hafa gífurlegt vald og vandinn væri sá hvernig unnt væri að gera hana ábyrgari. Sjálfur kvaðst hann hafa varpað fram þeirri hug- mynd í stjórnarskárnefnd að kosið yrði sérstaklega í gegnum fjölda- hreyfingar til efri deildar Alþingis. Þar yrði nokkurs konar stéttaþing, fulltrúar verkalýðshreyfingar, sam- vinnuhreyfingar o. fl. aðila. Neðri deild, sem yrði þjóðkjörin, gæti hins vegar borið efri deild atkvæðum. Hugmynd þessa kvað Sigurður vera franska, ættaða frá Mendes-France. Sigurður Gizurarson kvaðst ekki vilja taka svo sterkt til orða að stjórn- skipan landsins væri stórlega raskað vegna þess að veigamiklar á- kvarðanir í efnahagsmálum væru tengdar gerð kjarasamninga. En það væri aftur á móti rétt að stjóm- skipanin breyttist vegna þessa. -GM. V Norðmenn vilja dreifa olíu- gróðanum ef olía eða gas f innst út af Norður-Noregi Bjartmar Gjerde, norski olíu- og orkumálaráðherrann, varpaði fram gagnmerkri spumingu á fundi nor- rænna ráðherra á Húsavik 14. júni sl. Spurði ráðherrann hvernig hagnýta mætti hugsanlegar olíuauðlindir sem fyndust norðan Tromsö og vestur af Hammerfest í þágu þeirra íbúa er nyrzt á norðurhveli búa, hinum svonefndu ,,norðurkollu”-löndum. Vildi Gjerde nota auðæfin er þarna kynnu að finn- ast til að auka atvinnutækifæri íbú- anna á þessu norðlæga svæði. Hvatti norski olíufurstinn til þess að könnun yrði gerð á því hvaða möguleikar væru til samvinnu milli allra á „Norðurkolli” ef til þess kæmi að olía eða gas fyndist þarna út af Norður-Noregi. -BH. í POLLABUXUM Á PATRÓ X Það rigndi dálítið hressilega þegar blaðamaður DB var á ferð á Patreks- firði í liðinni viku. En krakkarnir á gæzluvellinum létu slíka smámuni ekki á sig fá. Þeir mættu í tilheyrandi polla- buxum og úlpum og drógu húfurnar niður undir augu. Rólurnar gengu fram og aftur og vegasöltin upp og niður. Sum brugðu sér inn og fengu sér mjólk og bita, en önnur létu sér nægja að borða sandinn. Myndavélin vakti forvitni krakkanna og allir voru tilbúnir að sitja eða standa fyrir á mynd. Þó voru ýmsir orðnir lúnir enda áliðið dags og pabbar og mömmur að tínast á „gæzló” að sækja ungviðið. Fóstrurnar á gæzluvellinum eru tvær, þær Sigríður Guðmundsdóttir og Dröfn Árnadóttir, og sögðu þær að nú væru 30—40 börn.á gæzluvellinum en þegar mest er er fjöldi barnanna um 80. Hægt er að taka við öllum börnum á Patreksfirði á völlinn, þ.e. þeim börnum, sem eru áaldrinum 2—6 ára. -JH. I.auslegar teikningar af ráðstefnuhóteli eða námskeiðahúsi i Munaðarnesi voru lagðar fram á þingi BSRB. Teikningar unnu Þorvaldur Kristmundsson arkitekt og Magnús Guðmundsson. Þing BSRB felldi tillögu um 120 milljóna ráðstefnuhótel „Þingið tók önnur verkefni fram yfir,” sagði Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, í samtali við DB þegar hann var spurður um tillögu stjórnar sambandsins um að ráðizt yrði í byggingu ráðstefnuhótels eða nám- skeiðahúss í Munaðarnesi. Tillaga þessi var felld á nýafstöðnu þingi BSRB. „Annars var þessi tillaga ekki síður lögð fram til kynningar, eins og stjórnmálamennirnir segja á Alþingi,” bætti Kristján Tþoriacius við. Hann kvað það vera hugmynd stjórnarinnar að koma upp i Munaðarnesi vísi að félagsmálaskóla. BSRB stendur fyrir fjölmörgum félagsmálanámskeiðum árið um kring og ætlunin var að efla það starf með nýrri byggingu í Munaðarnesi. „Það stóð til að byggja þetta hús í áföngum. En miðað við byggingar- verð íbúðarhúsa í Reykjavík um þess- ar mundir hefði heildarkostnaður orðið um 120 milljónir,” sagði Kristján ennfremur. Að lokum sagði formaður BSRB að enda þótt tillaga um byggingu námskeiðahúss í Munaðarnesi hefði verið felld þá hefði þingið samþykkt að halda áfram byggingu orlofshúsa og fól stjórninni að útvega land undir þær framkvæmdir. -GM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.