Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979. 9 Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi: BIRGDIR HRANNAST UPP — gífurlegt atvinnuleysi íbyggingariðnaði framundan ef ekki rætist úr fljótlega ,,Ef ekki tekst að byrja strax á grunni þeirra húsa sem eiga að komast undir þak fyrir frost þá er ljóst að at- vinnuleysi verður hjá byggingar- iðnaðarmönnum ailan næsta vetur,” sagði Friðrik Jónsson, útgerðarstjóri hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, í samtali við Dagblaðið. „Við erum með á borðinu beiðni fyrir 5 þúsund tonnum af sementi sem bíða eftir afgreiðslu. Við erum búnir að leita eftir undanþágu bæði fyrir Freyfaxa fyrir sekkjasement og Skeiðfaxa fyrir laust sement til Reykja- víkur og ísafjarðar. Undirtektirnar hafa verið dræmar. Páll Hermanns- son blaðafltr. FFSÍ lýsi því yfir að þeir leituðust við að stöðva ekki atvinnulíf í landinu. Ég benti honum á að það er atvinnuleysi í byggingariðnaðinum alls staðar á landinu. Aðalsöluaðilinn á Akureyri, KEA, er búinn að vera sementslaus í þrjár vikur. Farmanna- sambandið hefur verið látið vita af þessu en þeir hafa ekki séð sér fært að veita jtessar undanþágur,” sagði Friðrik. Hann bætti því við að í Sements- verksmiðjunni væri stöðugt unnið við sementsframleiðsluna og væri sement flutt fyrir Hvalfjörð á sjö tankbílum og auk þess hefði verksmiðjan tekið nokkra vörubíla á leigu. Þetta hefði auðvitað mikinn kostnað í för með sér og það hlyti að koma inn i sements- verðið. Þrátt fyrir það hafa miklar birgðir af sementi nú safnazt í sements- verksmiðjunni og sagði Friðrik að þar sem umbeðnar undanþágur hefðu ekki fengizt hefði orðið að setja hluta af birgðunum undir bert loft. -GAJ- Frá Sementsverksmiðjunni. Þar hafa birgðir hrannazt upp að undanförnu og er hluti þeirra geymdur utandyra, eins og sjá má. DB-mynd Árni Páll. Breytt innheimtufyrirkomulag hjá Hitaveitu Suðurnesja Loksins umtalsvert lát á umferðarslysum — Tölur um slys mun hagstæðari en í fyrra Loksins í maí varð nokkurt lát á um- ferðarslysum, svo orð sé á gerandi. Á öllu landinu urðu í mánuðinum 475 umferðarslys. Eitt þeirra var dauða- slys og er talan sú sama og í maí í fyrra. Slys með meiðslum urðu í mai í ár 32 en voru 54 í maí í fyrra. 442 slys leiddu í maí nú aðeins til eignatjóns en voru 483 í maí í fyrra. Kemur þetta fram í skráningu Umferðarráðs. í maí i ár slösuðust 43 í umferðinni en voru 76 í fyrra. Af þeim hlutu nú 28 meiriháttar meiðsli móti 32 í fyrra. Minniháttar meiðsli hlutu 15 nú en 44 í maí í fyrra. Ef litið er á tölurnar fyrir 5 fyrstu mánuði ársins kemur i ljós umtalsverð fækkun slysa frá því á sama tímabili 1978. Dauðaslysin eru nú 3 á móti 5 i fyrra. Slys með meiðslum eru 147 'í ár en voru 171 í fyrra. öll fækkun slysanna er í þéttbýli. Þar hafa 116 slasazt í ár en voru 142 í fyrra. í dreifbýli eru tölúr um slasaða jafnar bæði árin, eða 34 slasaðir. Fjöldi slasaðra í ár er 199 á móti 258 í fyrra. Af þeim hafa 108 orðið fyrir minniháttar slysum, en voru 156 í fyrra. 91 hefur í ár orðið fyrir meiri- háttar slysum, en voru 102 í fyrra. 82 hafa verið lagðir á sjúkrahús á 5 fyrstu mánuðum ársins í ár en voru 101 í fyrra. -ASt. „Við hættum við þetta nýja innheimtufyrirkomulag þegar ljóst var hversu mikilli óánægju það olli,” sagði Albert Sanders, bæjarstjóri í Njarðvík og stjórnarformaður Hitaveitu Suður- nesja, í samtali við DB. Var sá háttur hafður á innheimtu fyrir heita vatnið að sendur var reikningur til hvers not- anda, t.a.m. tveir reikningar í tvíbýlis- hús, þó svo að einn hemill væri þar á vatninu. Vildi eins og gengur og gerist brenna við að einhverjir borguðu ekki ‘svo loka varð fyrir hemilinn og bitnaði það þá jafnt á þeim sem þegar höfðu greitt. Var þá tekinn upp sá háttur að hætta að senda inn marga reikninga og þess í stað sendur inn einn reikningur, eins og tíðkast í fjölbýlishúsum i Reykjavík, og íbúarnir látnir sjá um greiðslu á þessum eina reikningi. Olli þetta mikilli óánægju meðal notenda hitaveitunnar, svo á föstudaginn var, 15. júní, var ákveðið í stjórn Hitaveitu Suðurnesja að snúa aftur til gamla fyrirkomulagsins, með smábreytingu þó. Verða eins og áður sendir inn reikningar á hverja og eina íbúð. En komi til lokunar verður áður send inn lokunartilkynning og öllum þeim er loka á hjá tilkynnt um af hverra völdum það er. Geta þeir þá e.t.v. gert ráðstafanir áður en til lokunar kemur, greitt reikninginn sjálfir, eða gengið á viðkomandi trassa. -BH. Munið frímerkjasöfnun Geðverndar ó innlendum og erlendum frímerkjum. Gjarna umslögin heil, einnig vélstimpluð umslög. Pósthólf 1308 efla skrrfstofa félagsins Hafnar- ÍMEovBMMnéeua NstANosi strasti 5, sfmi 13468. Rúta frá Guðmundi Jónassyni föst í aurbleytu á leið i Húsafell. DB-mynd Árni Páll. Vegleysur á Vesturlandi: Matarvagn Þjóðverjanna sat fastur Á yfirreið sinni um Vesturland og Snæfellsnes í vikunni komust DB-menn að því að ástand vega er víða mjög bág- borið. Víða var ástandið slæmt sökum aurbleytu en þar sem vegir voru þurrir var ástandið oft litlu skárra. Sem dæmi má nefna að DB-menn keyrðu fram á rútu frá Guðmundi Jónassyni þar sem hún var föst í aurbleytu við Skorradal. Rúta þessi var nokkurs konar eldhúsvagn fyrir þýzka ferðamenn sem voru á leið í Húsafell. Varð bílstjóri rútunnar að snúa henni við eftir að honum hafði tekizt að losa hana úr aurbleytunni. Vonandi hefur slæmt ástand vegarins þó ekki orðið þess valdandi að hinir þýzku ferða- menn hafi svelt í Húsafelli. TÖSKUR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Ennfremur nýjar sendingar af kjólum, mussum, blússum og diskó-settum (buxur og kjóll). mMm Vorum að fá mikið úrval af alls konar töskum og diskóveskjum úr satíni og striga. 20 tegundir og margir litir. POSTSENDUM Melíssa Laugavegi 66 Sími12815 -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.