Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 23
Kvikmynd Ágústs Lítilþúfa: Hefur sjónvarpið ekki áhuga á sýningu? Frá flugslysinu í Bandaríkjunum þar sem DC-10 þota fórst nálægt Chicago. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. Ágúst Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður er nú staddur í London til að ljúka við gerð myndar sinnar Lítil þúfa, sem hann hefur verið að kvikmynda í vetur, en Ágúst fékk styrkveitingu til gerðar myndarinnar. Kvikmyndin segir frá 16 ára stúlku sem er í námi. Hún verður barnshaf- andi og lýsir myndin félagslegum við- brögðum'og vandanum sem því fylgir að eiga óskilgetið barn. Myndin var að mestu tekin i heimahúsum. Einnig á Fæðingar- heimili Reykjavíkur, þar sem ung móðir lánaði bam sitt, stuttu eftir að það kom í heiminn til kvikmyndunar- innar. Ennfremur var myndin tekin hjá viðkomandi stofnunum sem koma við sögu. Engir atvinnuleikarar eru í mynd- inni, en alls eru leikendur um 20—30 talsins. Aðalhlutverk lék ung stúlka í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að sögn Jóns Hermannssonar aðstoðarmanns Ágústs hefur sjón- varpið ekki sýnt áhuga á mynd Agúst Guðmundsson kvikmyndagerðar- maður kemur með mynd sina fullbúna frá London i júnilok. « Myndin Litil þúfa fjallar um félagslegan vanda sem þvi fylgir að ala óskilgetið barn i heiminn. þessari en komið hefur til tals að kvikmyndahús fái hana. Ágúst kemur með myndina full- búna í júnilok hingað heim og verður að líkindum fjallað meira um hana fyrir frumsýningu. -ELA. Hvernig er lífi og störfum iðnverkakvenna háttað i dag. Um það fjallar myndin i kvöld. DAGLEGT BRAUЗsjónvarp kl. 20,30: KJÖR 0G STÖRF IÐNVERKAKVENNA Daglegt brauð nefnist mynd sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl. 20.30 og er það fimmta og síðasta mynd þeirra Ólafs Hauks Simonarsonar og Þor- steins Jónssonar, sem sjónvarpið sýnir. Mynd þessi lýsir lífi og kjörum iðn- verkakvenna á íslandi. Inn í myndina er siðan fléttað viðtölum við iðnverka- konur, Davíð Scheving Thorsteinsson formann Félags íslenzkra iðnrekenda og Guðmund Þ. Jónsson formann Iðju, félags verksmiðjufólks. Þrjú ár eru síðan byrjað var að taka þessa mynd en henni var lokið nú um síðustu áramót. Hinar myndirnar sem sjónvarpið hefur sýnt í þessum flokki nefnast V_________________________________l Fiskur undir steini, Gagn og gaman, Lífsmark, öskudagur og nú síðast Dag legt brauð. Það var næst siðasta útvarpsráð sem samþykkti töku þessara mynda sem eru hálftími að lengd. -ELA. _________________________________t HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÖSP MIKLUBRAUT 1 Wklk PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR LAGNINGAR BLASTRAR - LITANIR GERUM GÖT I EYRU SIMI24596 RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR hjördIs sturlaugsdóttir UMHEIMURINN—sjónvarp kl. 21.00: Páf inn og flug- slysið í Banda- ríkjunum í Umheiminum i kvöld sem er á dag- skrá kl. 21,00 verður fjallað um sitt lítið af hverju. Til að mynda heimsókn páfa til Póllands. Mestum tíma þáttarins verður þó varið til þess að fjalla um flugslysið mikla sem varð í Bandaríkjunum nýlega er þota af gerðinni DC 10 hrapaði og fjöldi fólks fórst. Rætt verður við sérfróða menn um orsakir slyssins og þær afleiðingar sem það hefur þegar haft í för með sér, og kann að hafa i náinni framtíð. Viðmælendur verða þeir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Halldór Guðmundsson forstöðumaður verkstæðis- og viðhaldsþjónustu Flug- leiða. Einnig verður rætt við Torfa Ólafs- son en hann er manna fróðastur um kaþólsk málefni hér á landi. Ögmundur Jónasson fréttamaður er umsjónarmaður þáttarins sem er fimmtíu mínútna langur. -ELA Sumarkjólar Fóðraðir Verðkr. 19.900,- Elízubúðin Skipholti 5 Verð aðeins kr. 37.600.- m. söluskatti RAFHLUTIR HF. SÍÐUMÚLA 32 - SÍMI 39080 Tilvalid læki fyrir þann sem vill framkvæma sinar viðgerðir sjálfur. ★ ★ ★ ★ ★ ★ Rafsuðusett Eins árs ábyrgð Létt og fyrirferðarlítið. Power 100 amper. Tilvalið til bíla- og boddívið- gerða. Hægt að nota við 13— 15 ampera öryggi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.