Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 10
10 mBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað Lltgefandi: DagblaðM) tyf- Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjénsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Monning: Aðalstoinn IngóHsson. AÖstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pélsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómassop, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pélsson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjélmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þréinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Droifing arstjórí: Mér E.M. Halldórsson. Rititjóm Síöurnúla 12. Afgreiðsla, éskriftadeild, augfýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 3000 kr. á ménuði innanlands. í lausasölu 150 kr. ointakið. Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 10. Biýn þjóðamauðsyn Stöðvun vinnudeilu með lagasetningu hlýtur alltaf að vera neyðarúrræði og aðeins réttlætanleg til að vernda þjóðar- heildina fyrir verulegum áföllum. Sú staða er komin upp í farmannaverkfall- inu, að réttlætir slíka stöðvun þess með lögum. Verkfallið hefur staðið í nærri tvo mánuði. Vissu- lega hafa farmenn veitt verulegar undanþágur, meðan verkfallið hefur staðið, sem hafa frestað neyðarástandi á ýmsum stöðum úti á landsbyggðinni. Án þeirra smuga, sem þannig hafa opnazt, hefðu aðgerðir ríkis- stjórnar orðið tímabærar fyrir löngu. Engu að síður hafa lamandi áhrif verkfallsins smátt og smátt drepið vissar greinar atvinnulifsins í dróma. Iðnfyrirtæki loka vegna hráefnisskorts og önnur ganga við illan leik. Skorts gætir víða úti á landi á mikilvægum sviðum. Markaðir okkar erlendis eru í vaxandi hættu og fisk- birgðir hrannast upp innanlands. Þjóðin á við mikinn háska að glíma um þessar mundir. Gífurleg hækkun olíuverðs dynur yfir þjóðar- búið, sem er viðkvæmt vegna annars efnahagsvanda. Allir landsmenn verða að bera réttlátlega byrðar vegna olíuhækkananna. Ríkisstjórnin hafði misst tök á verðbólgunni, jafnvel áður en olíuhækkunin kom til. Enn eitt árið stefnir í óðaverðbólgu og tvísýnt, hvenær stíflan brestur og stoðir atvinnulífsins falla af völdum verðbólgunnar. Við þær aðstæður er ekki grundvöllur til mikilla al- mennra kauphækkana. Þjóðartekjur munu minnka á þessu ári. Minna verður til skiptanna. Þannig er sízt svo í pottinn búið, að tiltölulega vel launaðir hópar geti vænzt raunveru- legra kjarabóta, nema þá með þeim hætti, að aðrir landsmenn taki á sig þær byrðar, sem af því leiðir. Augljóst er af yfirlýsingum forystumanna almennu launþegafélaganna, að þau munu telja sig tilneydd að fylgja á eftir, fái farmenn umtalsverðar kauphækkan- ir. Samningar við farmenn mundu þannig verða fyrir- myndin. Allir aðrir kæmu á eftir og fengju að sjálf- sögðu fyrr eða síðar fram sömu kauphækkanirnar. Útkoman yrði sú ein, að verðbólgan ykist sem þeim kauphækkunum umfram getu þjóðarbúsins næmi, eftir að gengi hefði verið fellt til að mæta kauphækk- unum. Allir stæðum við því verr eftir sem verðbólgan gengi nær undirstöðum atvinnulífsins. Enginn hefði þá fengið raunverulega kauphækkun, hvorki farmenn né aðrir. Þegar slíkur háski vofir yfír þjóðarbúinu, er nægi- lega brýn nauðsyn inngrips ríkisvaldsins. Farmenn og Vinnuveitendasambandið hafa háð frumskógarhernað, sem ekki hefur notið samúðar al- mennings. Skoðanakönnun Dagblaðsins sýndi fyrir skömmu, að sjötíu af hverjum hundrað, sem afstöðu tóku til málsins, álitu, að farmannaverkfallið bæri að stöðva með lögum. Nauðsyn þess hefur mikið vaxið, síðan þessi skoðanakönnun var gerð. Dagblaðið hefur fordæmt það allsherjarverkbann, sem Vinnuveitendasambandið hefur boðað gegn laun- þegum almennt, einkum þar sem fram hefur komið, svo að ekki fer milli mála, að hinn almenni launþegi ber ekki um þessar mundir fram neina umtalsverða kröfupólitík. Vinnuveitendasambandið ber ekki síður en farmenn ábyrgð á ástandinu. En fyrir þjóðarheild- ina skiptir mestu, að við svo búið má ekki standa. Brýna þjóðarnauðsyn ber til að binda enda á þessa vinnudeilu. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979. P0LLAND: Ríkið og kirkjan sameinast í þjóð- emisstefnunni Pólsk stjórnvöld hafa nú í raun viðurkennt kaþólsku kirkjuna sem einn af máttarstólpunum í stjórnkerfi hins kommúniska Póllands. Á sama hátt ntá þá einnig segja að kirkjan i Póllandi hafi viðurkennt pólitísk völd kommúnistaflokksins í landinu. Svo segir í fréttaskýringu í danska blaðinu Information eftir Emmu Fattorini. Hún segir að þessi gagn- kvæma viðurkenning kaþólskra og kommúnista komi i sjálfu sér ekki því við að Jóhannes Páll páfi hafi getið - þess i fyrstu predikun sinni að i fræðslukerfi hins sósíaliska ríkis sé trúarsiðfræðin gegnumgangandi. Sú sannfæring kaþólsku kirkjunnar sé í fullu gildi, að ekkert geti komið i staðinn fyrir hana til að frelsa manns-. sálina. Hins vegar hefur endurvakin þjóðerniskennd Pólverja orðið til þess að sameina þessi tvö hingað til ósættanlegu öfl. Gierek forsætisráð- herra nefndi í ræðu þeirri, sem hann flutti við komu páfa til Ppllands, nokkur atriði þar sem kirkjan og kommúnistaflokkurinn gætu unniðt saman. Stefnan að friði væri sam- eiginleg, bæði gætu minnzt sameigin- lega baráttunnar á árum síðari heims- styrjaldarinnar og einnig vildu báðir aðilar vinna að því að velferð fjöl- skyldnanna yrði tryggð. Emma Fattorini telur að rök Giereks hafi verið til muna fátæk- legri en páfans, sem á grundvelli upp- runa síns hafi getað tengt saman hug- takið þjóð og þjóðerniskennd Pól- verja. Páfi hafi einnig á frábæran hátt skýrt út fyrir fólki hvernig þetta allt tengdist þeirri fullyrðingu hans að hin sigursæla kirkja væri og hefði alltaf verið síðasta vígið i baráttunni fyrir mannréttindum og viðhaldi þjóðernisins. Grundvallarmannréttindi eru eitt af þeim atriðum sem ávallt hljóta að hafa meginþýðingu, sagði páfinn í ræðu fyrsta daginn sem hann var í Póllandi. Trúfrelsið hlýtur einnig að vera einn af meginpunktum mann- réttinda. Þetta hefur að sögn páfa -•«- . II i. ^' meginþýðingu og einnig á þeim vett- vangi sem í daglegu tali er kallaður pólitískur. í predikun einni er Jóhannes Páll páfi sagður hafa bent á að pólsk þjóðernistilfinning væri upprunnin djúpt í hinni eilífu sameiginlegu sál trúar og þjóðernis. Hefði þetta þróazt í hinni sameiginlegu sögu þessara afla í gegnum aldirnar þar sem skiptzt hefðu á skin og skúrir. Þetta væri einnig orsökin fyrir þvi að Kristur væri lykillinn að skilningi á pólskri sögu. Þessi sérstaða Póllands er mjög mikilsverð að sögn páfa því allir kristnir menn líta á hverja þjóð sem guðs börn. Gildi hverrar þjóðar ræðst af þvi að þar er hópur fólks með óbreytanleg megineinkenni. Af þessum megineinkennum einum getur ríkisvaldið aðeins dregið vald sitt. Á þennan hátt virðist páfinn eða Vatikanið réttlæta þá ákvörðun sína að viðurkenna i raun veldi kommún- ista í Póllandi. Með þessu er verið að reyna að sýna fram á að ríkisvaldið hafi aldrei nein raunveruleg völd nema að það byggi það á þjóðerninu og því fólki sem búi í landinu. Hvort þessi tilraun kaþólskra yfirvalda og kommúnista í Póllandi tekst mun framtíðin skera úr. Er Jóhannes Páll páB kom aftur heim til Rómar eftir niu daga ferðsina um Pólland tók ítalski forsætisráðherrann Giulio Andreotti á móti honum. Ferðin þykir mikilvægur þáttur I þeirri stefnu páfa að fá kaþólsku kirkjuna viðurkennda sem sjálfstæðan aðila I baráttunni fyrir friði. Þátt sem gangi þvert á allar stjórnmála- ojf þjóðernisstefnur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.