Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 23. JUNÍ1979 — 140. TBL. RITS TJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSI.A ÞVERHOLTI 11.—AfULSÍMI 27022. ki ramhaldandi uppsagnir Flugleiða: —uppsagnir f lugmanna um næstu mánaðamót — koma til f ramkvæmda 1. október Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, og framkvæmdastjórar deilda héldu í gær fund með stjörnum beggja flugmannafélaga Fluglerða, FÍA og FLF. Það koro fram í máli forstjórans að tjðst væri að segja þyrfti upp ftugmönnum og munu þær uppsagnir tilkynmar um næstu mánaðamót og koma til fram- k væmda hinn 1. október nk. Farið var fram á það að flugmenn sameinuðu starfsaldurslísta sinn, en i samtali við einn stjórnarmanna í aðalstjórn FÍA i gær kom fram að FÍA væri ekki til umræðu um það mát. FÍA menn teljá að uppsagnirnar komi fyrst og fremst fram hjá Loft- leiðamönnum, en e.t.v, verði nokkr- um Flugfélagsmönnum sagt upp. Þeir segjast ails ekki samþykkja að Loftleiðamenn gangi i þeirra störf. Ekki voru neinar tölur nefndar varðandi uppsagnir flugmanna, en það mun fara eftir þvi hvernig ti! tekst með útvegun leiguflugs og hvað gerist í málefnum DC-10 véíanna. Þá eiga Loftleiðamenn rétt á að fljúga vélum Air Bahama. Flugmenn FÍA eru 60 og L.ofileiða- fiugmenn eru 55. Þessar flugmanna- uppsagnir fylgja í kjölfar uppsagna skrifstofu- og stjórnunarfólks Flug- teiða eins og DBgrciridi frá í gíer. -JH Sólin miskunnaði sig yfir Reykvíkinga í gœr og krakkarnir gripu tœkifœrið til að busla í sundlaugunum. Kátinan leynir sér ekki. DB-mynd Hörður Sjórall79: Glæsileg verðlauna- getraun: Yfir milljón í verðlaun fyr- ir rétta röð bátanna — sjánánarábls.5 Dagblaðið efnir nú til glæsilegrar verðlaunagetraunar í tengslum við sjórall Dagblaðsins og Snarfara. Fimm verðlaun verða veitt að verð- mæti 1.1 milljón króna. Sá sem getur sagt fyrir um það mániidaginn 2. júlí, hver verður röð keppendanna fimm í sjórallinu fær í verðlaun sportbát. Önnur verðlaun eru utanborðs- mótor, þriðju talstöð, fjórðu dýptar- mælir og fimmtu sjónauki. Getraunin er ákaflega einföld og í dag birtir DB fyrsta getraunaseðilinn, eh þeir verða einnig birtir næstu daga. Þrautin felst einungis í því að spá fyrir um röð keppendanna og skila verður lausn- urri fyrir 2. júlí. Verði fleiri en einn með rétta lausn verður dregið úr þeim. Verðlaun verða veitt sunnudagskvöldið 8. júlí, um leið og bátarnir koma aftur til Reykjavíkur. Góða skemmtun og allir með. Það erauðvelt. -JH. Þetta er báturinn sem veittur veröur i fyrstu verðlaun f getrauninni um röð keppenda i Sjóralli '79. Hæfileikakeppni DB og hljóm- sveitar Birgis Gunnlaugssonar hefstámorgun: Trúáeigin hæfileika ernóg veganesti — áhorf endur skera svo úr um hver stendursigbezt — utanlandsferð og 100 þúsund í vasapeninga í verðlaun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.