Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. Meira um Hrafnistumálið: „Einhvem tíma hefði þetta talizt hneykslismál” G. Björnsson 3050-0849 skrifar: í tilefni lesendabréfs i DB þann 18. júni, þar sem skýrt er frá hótunum um uppsagnir starfsfólks á Hrafn- istu, birtist daginn eftir samtal i Þjóðviljanum við aðra forstöðukonu Hrafnistu. Þar kemur greinilega fram að það sem haldið var fram í lesenda- bréfinu í DB var hvergi orðum aukið. Skal nú vikið að þvi nokkrum orðum. Hún segir: „Konurnar eru sáttar við þessa breytingu.” — Trúi þvi hver sem vill að láglaunafólk sé sátt við að gefa eftir 30% af laununt sinum sem það hefur áunnið sér með miklu erfiði á löngum tíma. Það hlýtur að vera eitthvað mikið sem þetta starfsfólk fær í staðinn fyrir að gefa þetta eftir. Forstöðukonan svarar því sjálf þannig: „Konurnar fá að halda starfi sínu áfram” — starfi sem þær hafa haft allt upp í 10 ár. Hún bætir við að þau hefðu talið það æskilegra að konur sem starfi allan daginn tækju þetta á sig líka. Þarf frekari skýringar við til að sjá hvað hér var á ferðinni? Þeim voru settir kostir Það átti að losa sig við þessar konur ef þær féllust ekki á að gefa eftir af kaupi sinu. Aðrar konur sem voru á lægri launum áttu að taka starfið að sér. Hnda var ekkert farið leynt með þetta þegar komið var til kvennanna og þeim tilkynnt: að þeirn yrði sagt upp daginn eftir, ekkert gæti breytt þessu annað en að þær féllust á að gefa eftir af launum sinum. Hér er vert að gefa gaum að tveim ntioum malstns, þ.e. fjárhags- og sið- ferðilegu hliðunum. Fjárhagshliðin er slæm en sú siðferðilfga er alveg óþolandi. Starfsfólk sem búið er að starfa hjá sama vinnuveitanda i mörg ár af dugnaði og samvizkusemi ætti að hafa áunnið sér velvild og tillits- scmi vinnuveitanda. Þetta fólk hlýtur að mega vænta þess að það hafi ekki unnið til þess að vera sparkað einn góðan veðurdag vegna þess að með dugnaði sínum hefur það á sínum tíma verið metið að verðleikum og fengið nokkra launauppbót. Stéttarafstaða Þjóðviljans Ein grein í Þjóðviljanum hefur birzt þar sem eingöngu er haft viðtal við fulltrúa vinnuveitanda á staðnum og má það teljast kaldhæðnislegt af þvi blaði. Er ekki einmitt hér að leita orsakanna fyrir því sambandsleysi verkalýðsforystunnar við fólkið i félögunum. Fólkið leitar ekki til for- ystu sinnar vegna þess að það finnur ekki stuðning frá þeim í erfiðleikum sinum og oft á tiðum er forystan vilja-og getulaus. Atvik það sem hér hefur vcrið minnzt á hefði verið talið stórt hneykslismál fyrir nokkrum árum i verkalýðsbaráttunni. Og mættu verkalýðsforingjar því nokkuð marka sina stöðu í dag út frá því. Hljómleikafilman með JethroTull: Er komin íhendur sjónvarps- manna Starfsmaður Fálkans hringdi: Á lesendasíðu DB hafa orðið um- ræður um kvikmynd frá hljómleikum Jethro Tull, sem Óðal sýndi í video- tækjum sínum fyrir skömmu. Menn hafa spurt hvort Sjónvarpið gæti ekki sýnt myndina þar sem vinsældir hljómsveitarinnar hér á landi eru miklar. Fálkinn útvegaði Óðali myndina til sýningar og ég get upp- lýst að nú hefur Sjónvarpið myndina undir höndum og hefur sýningarrétl- inn i sínum höndum. Nú virðist bara vanta meiri þrýsting frá Jethro Tull- aðdáendum til að af sýningu verði. Raddir lesenda Um hnútu- kast Einars I.J. hringdi: Ég vil að þegar í stað verði hætt að greiða niður landbúnaðarvörur til út- flutnings og peningarnir i staðinn notaðir til að greiða niður vörurnar á islenzkum markaði. Kunningi minn var í Færeyjum ekki alls fyrir löngu og var þá boðið í mat til færeyskrar fjölskyldu. íslenzkt kindakjöt var á borðum. íslendingurinn spurði hvort þau borðuðu ekki oft fuglakjöt eins og lengi hefur tiðkazt þar í landi. „Þvi skyldum við vera að veiða fugla til að borða þegar íslendingarnir gefa okkur kindakjötið?” svöruðu Færey- ingarnir þá. Segir þetta svar ekki at- hyglisverða sögu? Helgi skrifar: Ég er undantekningarlaust algjörlega á móti því að Víetnömum verði hleypt til Islands. Þessu fólki er engin greiði gerður með því og sá fjöldi sem um er að ræða mun ekki hafa nein áhril á lausn flóttamannavandamála í heimmuin en mundi skapa íslend- ingum óbærileg vandamál til fram- búðar. Forsendan fyrir þvi að ég, og ég vona þorri íslendinga, er á móti því að fólk af kynþáttum óskyldum islendingum setjist að á íslandi er kynþáttahagsmunir islenzku þjóðar- innar. Án kynþáttar síns verður íslenzk þjóð ekki til og er þetta þvi spursmál um líf og dauða íslenzku þjóðarinnar. íslendingar eru nú blessunarlega svo til lausir við kynþáttavandamál sem eru að kollriða þjóðum allt í k-ringum okkur. Eflaust verða íslend- ingar ekki mjúkhentari en aðrir i þessum efnum, þeir munueflausttaka á kynþáttavandamáli á íslandi sam- kvæmt alvöru þess fyrir þjóð sína, el' 6755-9436 skrifar: ,,Ég er eindregið mótfallin þvi að við tökum við flóttafólki frá Víetnam og tel mig hafa nokkra reynslu í þeim efnum. Ég starfa á Keflavikurflugvelli, þar sem eru bæði Filippseyingar og svert- svo ber til, og vei þeim sem vilja bera ábyrgðá því. Ég mótmæli atlögu hins danska djöfuls sem i nafni Sameinuðu þjóð- anna vill vega svo lúalega að íslend- ingum. Ef þessi framkoma sýnir afstöðu Sameinuðu þjóðanna gegn Íslendingum eiga islendingar hiklaust að endurskoða þátttöku sína í þeim félagsskap. Það hefur nú komið gróflega í Ijós að innlendir og erlendir alþjóðasinn- ar og föðurlandssvikarar ætla sér á skipulagðan hátt, að þessu sinni með vesalings flóttamenn að vopni, að eyðileggja islenzkan kynstofn fyrir fullt og allt. Er þvi timi til kominn fyrir islenzka þjóðernissinna að sam- einast og búast til varnar. Þjóðernis- sinnar, sendið nafn, heimilisfang og símanúmer til: Samtök íslenzka þjóðernissinna Pósthólf 4420 Reykjavik. Farið verður með upplýs- ingarnar sem trúnaðarmál og.það verður haft samband við þig. ÍSI.ANDl AI.I.T ingjar. Hvitir, ameriskir hermenn eru yfirleitt á móti því að hafa þetta fólk hér. Það er bæði frekar og ágengara í öllum viðskiptum. Þá munu dæmi þess i Keflavík að ungiingsstúlkur hafi orðið fyrir ágengni þessara manna.” 111 SilH il i Skvldi þart eica fvrir mér að ligfýa, að cnda ævina sem niðurgreiddar læris- sneiðar og kótelettur á færevsku matborði?” „GÓDAR ERU GJAFIR ÞÍNAR...” „Þeir ætla að eyðileggja kynstofninn...” „Slæm reynsla af slíku fólki” Þakkir til Sérfræð- ingafélagsins Megum við ná í tollinn okkar? Sigurður Hreiðar skrifar: Athygli mín hefur verið vakin á þvi að Einar Hannesson hjá Veiðimála- stofnun sendir mér pistil í DB hinn 23. júni. Hann finnur sig þar knúinn til að senda mér hnútur vegna kjall- aragreinar minnar í DB hinn 18. júní sl. Einsog þeir vita, sem lásu þá kjall- aragrein, fjallaði hún um frágang skýrslna vegna stangaveiði eingöngu, en hvorki um laxveiði í net né greina- fmucn þn. sem ég hef skrifað un^r s '■mm í'iiin. Ef Einar hei em hvað ui .i giein mína að setja, Nð eg liann vinsantlega að halda sig við efni hennar. — Annars er ekki mein ing mín að gera lítið úr þeim hjá Veiðimálastofnun, þaðeróþarfi. Ingibjörg hringdi: Ég las í DB 20. júní um mótmæli Sérfræðingafélags íslands vegna ný- legrar hækkunar á greiðsluhluta sjúklinga fyrir sérfræðilæknishjálp og rannsóknir utan spítala. Sér- rræðingarnir telja að hækkunin hafi ekki átt að taka til öro kubótaþcga. ellilífeyrisþega og olks með mjög langvarandi skerta starfsorku af þeim sökum. Ég vil þakka Sérfræðingafélaginu fyrir mótmæli þeirra og það að vekja athygli á málinu. Ég hef farið tvisvar til sérfræðings eftir hækkunina og þurfti að borga 8.000 kr. fyrir viðtal og meðul í annað skiptið og 7.500 kr. í hitt skiptið. Þetta er ægilegur baggi sem lagður er á okkur sem mikið þurfum að leita til sérfræðinga. Óhress flugfarþegi hringdi: Ég var einn af þeim sem lentu í því að koma heim frá útlöndum á meðan Fríhöfnin í Keflavík var lokuð. Menn vissu ekkert um þetta og treystu á að kaupa þarna „tollinn”, gjafir og fleira. Almennt var urgur i fólkinu yfir að geta ekkert verzlað i Fríhöfn- inni og mig langar til að forvitnast um það hvort ekki sé framkvæman- legt að hleypa farþegunum, sem komu heim verkfallsdagana, inn í Fríhöfnina gegn framvísun farmiða. Þannig gæti Fríhöfnin bætt sér upp hluta tekjutapsins og farþegar yrðu ánægðari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.