Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. Spurning dagsins 3 Hong Kong 13. júni: Flóttamenn frá Víetnam bfða eftir að komast inn í einar af mörgum yfirfullum búðum flóttamanna. Rauði krossinn álitur að aðeins einn af hverjum þremur sem flýr Víetnam lifi af flóttann. Bergný Guðmundsdóttir skrifar: Flótamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna hefur beðið um hæli fyrir 50 flóttamenn frá Víetnam á íslandi. í Dagblaðinu 21.6. ’79 er frá því skýrt að margir haft látið frá sér heyra varðandi þetta en „allir reyndust ákaflega andvígir hugmyndunum.” „Upphaf úrkynjunar kynstofns vors”, er haft eftir „einum". Já, göfugir erum vér íslendingar, af vík- ingum og kóngum komnir! En hvers virði er sú ættartala ef við höfum ekki hlotið kærleik að erfðum. Og á erlendri grund erum við því miður allt of víða illa kynntir sökum drykkjuskapar og skrilsláta. Hjálp! Þið sem viljið hjálpa þessu hrakta fólki látið í ykkur heyra. Og látum það finna að það sé velkomið. Stöndum saman í jákvæðri og gleði- legri afstöðu að hjálpa náunganum. Engin gleði er meiri en að gefa. Veitum okkur þá gleði að hjálpa bræðrum okkar. „Ekki rúm fyrir kynþáttafordóma í okkar litla heimi,” sagði utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal, í viðtali við Dag- blaðið. Þetta vil ég taka undir. Ekki er heldur rúm fyrir hatur og illdeilur. En sköpum rúm fyrir kærleikann. Herra biskup á íslandi, Sigurbjörn Einarsson, prestar landsins og aðrir kirkjunnar menn. Hjálpið okkur að berjast gegn mannvonzku, hroka, neikvæðni og fordómum. Hjálpið því óhamingjusama fólki sem þekkir ekki gleðina að gefa. Það segir sem svo: Ég á ekki að gæta bróður míns því við erum svo ólíkir. Hans augu eru brún en mín eru blá. Vart erum við Jesú Kristi æðri en hann sagði: „Komið til mín, allir þér sem áhyggjum og þunga eru hlaðnir.. .”. Hikum ekki, bætum heiminn! Þingmenn eru þarfaþing Þingmenn eru þarfaþing, Ekta krossa eiga að fá, þegar þeir sitja heima. ekki má því gleyma, Um skyldustörf og skuldbinding, bæði brjóst og bökin á, skyldi þá vera að dreyma? bara ef þeir sitja. 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Gylfi Ægisson hljómlistarmaður skrifar: Mig langar til að taka undir það sem Diddi fiðla skrifaði í DB mánu- daginn 25. júní. Við vorum að mig minnir samskipa þessa eftirminnilegu nótt. Óneitanlega var maður feginn að stíga á land í Þorlákshöfn og sjá og finna hve íslendingar eru sam- stilltir þegar eitthvað bjátar á. En því skrítnara finnst mér að það sé eitt- hvert mál þegar fátækt flóttafólk á í hlut að því sé hjálpað og leyft að vera á skerinu á meðan það er að ná sér upp. Ég tel það ómannúðlegt að vera alltaf að benda á litarháttinn. Þetta er fólk sem hefur ekki minni tilfinn- ingar en við og hefur liðið það miklar kvalir að mál er til komið að það fái að sjá eitthvað annað en svarta litinn á tilverunni. Ég hugsa að við yrðum fegin að fá skjól í öðru landi ef hér yrðu svo miklar náttúruhamfarir að ekki væri líft fyrir ösku, eiturgufum og rennandi hrauni. En þetta er alltaf fyrir hendi eftir því sem Hafnarfjarðarhraun segir mér. Ég læt svo þessar fáu línur nægja og vona að ef flóttafólkið kemur hingað sjái fólk sóma sinn í því að sletta skyrinu í verri átt en að því. Hringið ísíma GOLFTEPPI fyrir heimili—stigahús—skrifstofur AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 82499 Gylfi Ægisson „VH> YRDUM FEGIN AÐ FÁ SKJÓL” Á að gefa sólarfrí þegar sól er? Ágústa Þórðardóttir: Já, alveg skil- yrðislaust, alla vegaeftir hádegið. Helgi Guðfinnsson: Já, það væri ekk- ert sem mælti á móti því. Valur Arnórsson: Já, það er svo sjald- an gott veður hér og það ætti að vera fri allan daginn. Eiður Steingrímsson: Nei, alls ekki, það er alveg nóg að nota þcnnan klukkutíma sem maður hefur i mat. Atli Þórsson: Já, alveg tvimælalaust. Nota sólina á meðan hún gefst. Gerða Jónsdóttir: Já, það væri ægilega heillandi að hugsa um það en ég býst bara við að það mundi ekki ganga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.