Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 24
Hver hefur olíu til sölu? íslenzku olíufélögin vantar 20 þúsund tonn af svartolfu Svo mikill er skorturinn á olíu núna í. heiminum að miklum erfið- leikum er bundið fyrir íslenzku olíu- félögin að útvega litil 20 þúsund tonn af svartolíu. Vegna aukinnar notkunar svartolíu á skip og báta hef- ur komið i ljós að svartolíumagn það sem samið var um í september á síðasta ári að Rússar afhentu okkur í ár, dugir hvergi nærri. Notkun íslendinga af svartolíu allt árið 1978 var 133 þúsund tonn. Samkvæmt samningum áttu íslendingar að fá frá 117—143 þúsund tonn af svartolíu hjá Rússum á þessu ári. Nú hefur hins vegar komið í ljós eins og fyrr greindi, að þetta dugir ekki til svo leita þarf á öðrum mörkuðum eftir svartolíu á lausu, þar eð Rússar hafa ekki séð sér fært að veita þetta auka- magn til íslendinga. Varð það þvt úr að olíufélögin þrjú hér á landi leituðu eftir olíu „hjá sínum gömlu samböndum’’ þ.e. Esso, Shell og BP. Reyndist ekkert þessara fyrirtækja aflögufært um 20 þúsund tonn af svartoliu svo leita varð á enn önnur mið. Hafa olíufélögin leitað til Portúgala með kaup á þessum auka 20 þúsund tonnum; en ennþá er óvíst hvort það munganga. -BH. segir nýi skólameist - arinn á ísafirði Björn Teitsson „Það verður ugglaust nóg að gera,” sagði Björn Teitsson sagnfræðingur i samtali við DB í morgun í tilefni þess að í gær var hann settur skólameistari við Menntaskólann á ísafirði frá 1, september nk. um eins árs skeið. Björn Teitsson kvað starf skóla- meistara yfirgripsmikið þar sem á staðnum væri 80 manna heimavist og á næstunni þyrfti að fylgjast með bygg- ingu nýs skólahúss. En verkefnið væri þó heillandi. Hann kvaðst hlakka til að koma vestur. „ísafjörður er ánægju- legur og vingjarnlegur staður,” sagði nýi skólameistarinn. Björn er fæddur 1941. Hann varð magister í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands 1970. Árin 1972 og 1974-76 var hann settur í lektor i sagn- fræði við skólann. Aðrir umsækjendur um stöðu skóla- meistara voru: Arndis Björnsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir, Haraldur Jóhannesson og Sveinn Eldon. -CM Greenpeace-menn: og i dag má búast við að hann rigni Hun hafði það gott í sólinni í læknum i \ >nthóls>ik í ga r þessi stúlka — eins og I dag og næstu nótt er búizt við rigningu — nema á Norður- og Austurlandi. Þar ih iri. En eins og öll él birtir upp um síðir skin sólin ekki of lengi í einu sunnanlands. I ] verður léttskýjað í dag og ágætt sólbaösveður. DB-mynd: Hörður. ÓKNYTTAHÓPUR UPPRÆTTUR í HRÍSEY .v„.msóknarlögreglumaður frá Akureyri upplýsti í gær faraldur innbrota og skemmdarverka í Hrisey. Sex piltar, fimm 15 ára og einn 16 ára, hafa játað að hafa framið þessi afbrot og það sem af er sumri. Þrír piltanna eru úr Hrísey, en hinir eru frá Reykja- vik og búa í sumarbústöðum á eynni með foreldrum sínum. Skotspónn piltanna hefur aðallega verið kaupfélagið, þrir staðir hjá hraðfrystihúsinu og skólinn á staðnum. Þar brutu þeir handrið og rúður. í verkunarsölum frystihússins brutu þeir og skemmdu og stálu töluverðú úr kaupfélaginu. Piltirnir hafa einnig viðurkennt að hafa kveiki i strigayfirbreiðslu í bát rétt hjá verbúðunum klukkan eitt að nóttu. Mildi var að sá eldur uppgötvað- ist i tíma, annars hefði getað orðið stór- tjón. Sá piltanna sem orðinn er 16 ára mun vafalaust sæta dómi, en líklegt er að foreldrar hinna piltanna greiði skaðabætur fyrir það tjón sem þeir hafa valdið. -VÞ/A.St./GM morgun „Við erum sannarlega alls ekki skildir að skiptum við Hval h.f.,” sagði einn forsvarsmanna Greenpeace- samtakanna um borð í Rainbow Warrior i morgun. En hins vegar hefði enn ekki verið afráðið hvað tekið yrði til bragðs. Það myndi rætt á fundum sem áhöfnin heldur með sínum mönnum í landi í dag og endanleg á- kvörðun í málinu síðan ekki tekin fyrr en skömmu fyrir hádegið á morgun á fundi um borð i Rainbow Warrior. Ekki af baki dottnir, afráðið um aðgerðir á TURBINANIKROFLU- VIRKJUN STÓRSKEMMD — gaBlaður vökvi frá holu 12 hef ur valdið verulegu sliti og tæringu f tiírbínunni — túrbínan ryðgar og skemmist f tíðum stoppum Túrbínan í Kröfluvirkjun er veru- lega skemmd vegna slits og tæringar. Efnasamsetning gufunnar, sérstak- lega í nýjustu holunni, holu 12, hefur valdið mlkilli tæringu. Stýriblöð og skóflur í túrbínunni eru ónýt af þeim sökum. Svonefndar labyrintur, sem eru eins konar miðflóttaflsþéttingar, sem forða vatni frá að lenda í olí- unni, eru horfnar vegna tæringar. Dagblaðið bar fréttir af þessum skemmdum í Kröfluvirkjun undir Einar Tjörva Elíasson yfirverk- fræðing Kröfluvirkjunar. Einar sagði það rétt vera, að túrbinan væri slitin. ,,En hún er ekki slitnari en svo,” sagði Einar, ,,að við förum í gang með hana aftur og hún verður keyrð næsta ár.” Skemmdirnar á túrbínunni komu í ljós í marz sl. er unnið var við viðgerð ventla. „Ástæðan fyrir þessum skemmdum á túrbinunni er talinn hola 12 , ' sagði Einar, „þótt sér- fræðingar séu ekki alveg sammála hvað valdi. Flestir eru þeirrar skoð- unar að saltið sé til komið vegna þess að fast efni, aur og sandur hefur borizt frá holunni inn í vélarnar. Þá stafar tæringin frá holu 12 vegna þess að sölt geta borizt upp úr holunni sem er yfirhituð eins og kallað er, og vatnslítil. Söltin berast þá upp sem duft og tæra fremur en gufa sem berst úr vatnsmiklum holum. Eftir að vart varð skemmdanna voru hola 12 og 9 tengdar saman, en 9 er vatnsmikil. Síðan hafa tæringar- áhrifin horfið, að því er mælingar sýna . Ég tel þó,” sagði Einar, ,,að skemmdirnar stafi ekki eingöngu frá holu 12. Það hefur lika áhrif hvernig virkjunin er keyrð. Hún er keyrð t.d. í fjóra mánuði og er síðan stopp í 6 eða 7. Allt verður kalt og fyllist af ryði, og það er ekki allt hægt að hreinsa. Tilkoma holu 12 hefur síðan aukið áskemmdirnar. Hola 12 var boruð sl. haust og tengd í febrúar sl. Við erum að læra nýtt með þessar yfirhituðu holur,” sagði Einar. „Hitt er e.t.v. ekki svo alvarlegt þótt „labyrinlur” fari. Það hefur gerst víðar, m.a. í Svartsengi. Það er óvarlegt að áætla kostnað vegna þessara skemmda. Virkjunin fer aftur í gang 10. júli eða þar um bil. Síðan verður ástandið aftur kannað fyrir veturinn, en það ælti ekki að verða meira en 3-4 daga stopp í haust. Málið verður síðan kannað nánar næsta sumar. Það bendir allt til þess að við séum búnir að yfirstíga þennan vanda. Það er að vísu vandamál hve túrbínan er keyrð á litlum hraða. Skemmdirnar verða mun meiri vegna þess. En það er þó ekki hægt að kenna framleiðendum vélanna, Mitsubishi Japan, um þessar skemmdir. Þetta eru okkar vanda- mál,” sagði Éinar Tjörvi. -JH. fijálst, áháð dagblað I MIÐVIKUDAGUR 27. JCNl 1979. Björn Teilsson „Ugglaust nógað gera”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.