Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. 7 Erlendar fréttir REUTER Genf: OPEC ráð- herrar ræða verðoggæði olíunnar Ráðherrar olíusöluríkjanna þretlán innan OPEC, sem halda fund í Genf um hve mikið eigi að hækka oliuverð á heimsmarkaði, hafa sett á fót sérstaka nefnd til að taka ákvörðun um gæði þeirrar oliu, sem seld er og einnig hve mikið á að taka tillit til mismunandi flutningskostnaðs hinna einstöku ríkja. Haft var eftir írönskum embættis- manni á fundinum í gær að hann gæti ekki útilokað þann möguleika að hon- um mundi Ijúka með ósamkomulagi og tvenns konar verði á olíu frá OPEC rikjunum. Ekki er þó talið ólíklegt að sætzt verði á hækkun upp að 20 dollur- um tunnan eða þar um bil. Saudi- Arabar hafa verið í forustu þeirra, sem vilja halda verðinu neðar en riki eins og Líbýa og íran hafa viljað fara enn hærra. Núgildandi heimsmarkaðsverð hefur verið skráð 14,55 dollarar en er engan veginn raunhæft lengur. Kínverjar958 milljónir um síðustu áramót — stefna að minni fjölgun íbúar Kína voru rétt rúmlega 958 milljónir við lok síðasta árs samkvæmt upplýsingum Hagstofu þeirra þar eystra. í þeim tölum sem gefnar voru upp var að visu sagt að ibúar Kína væru 975,230 milljónir en þá voru ibúar Taiwan innifaldir. Að sögn þarlendra yfirvalda eru ibúar Taiwan 17,2 milljónir. Vegna örrar fjölgunar þá eru íbúar Kina orðnir um það bil fimm milljónum fleiri á þessari stundu. Þeim fjölgar um 1,2% á ári eða það er það hlutfall, sem gefið er upp sem mis- munur á fæddum og dánum þar í landi. Kínversk stjórnvöld stefna að því að hægja á fjölgun íbúa og beita til þess ýmsum ráðum. Stefnt er að því að ná fjölguninni niður í einn af hundraði á næsta ári og aðeins 0,5 af hundraði þar næsta ár._____________ Bandaríkja- menn lofa ísraelum olíu Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa opinberlega lýst því yfir að ríkið hafi lofað israelsmönnum að sjá þeim fyrir oliu næstu fimmtán árin takist þeim ekki að útvega hana annars staðar. Er þetta einn af liðum sem tengdur var friðarsamningum ísraels og Egypta en hefur ekki fengizt viðurkenndur opinberlega fyrr ennú. Malasíumenn lofa að taka við flóttamönnum Malasíustjórn hefur lofað að taka við þeini víetnömsku flóttamönnum, sem þangað koma ef Bandarikin komi upp flóttamannabúðum á sinu landi. Enn eru þeir flóttamenn, sem til Mala- siu koma reknir aftur á haf út. Nicaragua: BANDARÍKJAMENN VISSIR UM FALL SOMOZASTJÓRNAR — harðir bardagar í Managua á átjánda degi uppreisnarinnar Enn hallar undan fæti fyrir Somoza einræðisherra í Nicaragua. Bardagar halda stöðugt áfram í höfuðborginni Managua á átjánda degi innrásar skæruliða sandinista. í Washington var haft eftir talsmönn- um utanríkisráðuneytisins að hernaðarstaða iiðs Somoza hefði versnað svo síðustu daga að fall hans væri nú staðreynd.aðeins timaspurs- mál hvenær það yrði. Sjálfur ber Somoza til baka allar fregnir um að hann hyggist segja af sér völdum. Fórseti nágrannaríkisins Panama mun í dag taka á móti til viðræðna fulltrúum sandinista, hreyfingarinnar sem berst fyrir því að koma Somoza frá völdum. Hann hefur undanfarið ásakað stjórn Panama um að hafa séð skæruliðum sandinista fyrir vopnum. Fregnir frá Managua herma að engar horfur virðist á vopnahléi eða sigri annars hvors aðilans þar þrátt fyrir stöðuga og harða bardaga. Sandinistar munu ráða yfir mestum hluta úthverfanna, þar sem fátækari hluti íbúanna býr. Hefur þjóðvarð- liðum Somoza ekki tekizt að hnika skæruliðum þaðan þrátt fyrir Kona í Managua, höfuðborg Nicaragua, sárbænir einn af þjóðvarðliðum Somoza einræðisherra um lcyfi til að komast aö stöðugar stórskotliðsárásir. húsi sínu, sem orðið hafði fyrir sprengju. Þar inni voru eiginmaður hennar og sonur. Létt göngut/öld Keflavíkurflugvöllur —vörugeymsla Fríhafnar Tilboð óskast í að reisa og fullgera vörugeymslu fyrir Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli með aðkeyrsluvegi og athafnasvæði. Skemman skal vera að stærð um 1000 m2 og er útlit hússins mótað. Sérstaklega skal tekið fram að bjóðendur leggi fram burðarþolsteikningu af húsi og undirstöðum með tilboði sínu. Verkinu skal lokið 1. des. 1979. Útt>oðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7 Reykjavík, gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. júlí kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Góð vélritunarkunnátta Óskum að ráða stúlku til vélriiunar- starfa, góð íslenzkukunnátta skilyrði. Vinnutími kl. 1—6 mánuðina júlí og ágúst. Tilboð er greini menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Dag- blaðsins, Þverholti 11, fyrir 30. júní merkt „Sumarvinna”. Mazda station Stórfallegur og vel með farinn Mazda 818 station árg. 76, var að koma inn. Blór. Ekinn 55 þús. km. Til sýnis í sýningarsal. BJLAKAMP 1M±LIIMM±LUAU* SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.