Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. Rækta ótal tegundirílitlugróðurhúsi Tíu kfíáa melóna og vínber Snemma í vor var ritað um það á þessari síðu hvar fá maetti lítið gróðurhús til þess að hafa i görðum og rækta í blóm og grænmeti. Nú er sá tími þegar þeir sem slík hús eiga eru að skera upp ávexti erfiðisins. Dagblaðið leit inn hjá einum nýgræð- ingi í faginu, Herði Þormóðssyni -tæknifræðingi hjá ísal. Hörður og Inger kona hans eru búin að eiga gróðurhús í eitt ár og eru að fá sína fyrstu reglulegu uppskeru. Hörður keypti grindina að húsinu og setti glerið sjálfur í. Kökuvogin tók ekki melónuna Þó gróðurhús þeirra Harðar og Inger sé ekki stórt rúmast ótrúlega m » Hörður og Björn sonur hans með stóru melónuna sundurskorna. DB-mynd Sv. Þorm. Fylltir tomatar með brauðmylsnu og jurtum Þar sem tómatarnir_ eru aftur í sviðsljósinu látum við fylgja með cina tómatauppskrift. Réttur þessi, fylltir tómatar með brauðmylsnu og jurtum er handa fjórum. Rétturinn hentar afar vel meðglóðuðu kjöti. 4—6 tómatar 2—3 dl brauðmylsna eftir stærð tómatanna 1/2 dl olía eða brætt smjör 1—2 hvitlauksrif 1/2 knippi af nýrri steinselju eða 2 msk. af þurrkaðri, salt og pipar 1. Setjið ofninn á 175 gráður, ef þið bakið tómatana ekki með neinu öðru. Hitinn þarf ekki að vera mjög nákvæmur. 2. Þvoið tómatana og þurrkið. Bræðið smjör, ef þið notið það. Saxið laukinn og steinseljuna, ef þið notið hana nýja. 3. Skerið lok af tómötunum og holið þá að innan án þess að á þá komi gat. Ef tómatarnir eru mjög stórir, er bezt að skera þá í tvennt og hola út helmingana. 4. Blandið mylsnunni, olíunni eða smjörinu, hvítlauknum og steinseljunni saman og setjið í tómatana. 5. Setjið inn í ofn, sama hvar, en athugið að hitinn er misjafn eftir því hvar er í ofninum. Bakið í 15—20 mín., eða þar til mylsnan er orðin gullin á litinn. Tilvalið er að fylla tómatana með kjöti. -GAJ- Tómatarnir hækka aftur — salan jókst um helming á „útsölunni” Tómatamir hafa nú aftur hækkað í 1150 krónur eftir að hafa verið seldir i heildsölu á 600 krónur í eina viku. „Þetta var bara tilraun sem við gerðum i eina viku og við gátum það raunverulega ekki,” sagði Þor- valdur Þorsteinsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er Dagblaðið hafði samband við hann. ,,Ég á von á að þetta verð, 1150 krónur, breytistekki og það er út af fyrir sig lækkun að halda sama verði þegar allt er að hækka,” sagði Þorvaldur. „Þessi tilraun okkar gafst mjög vel. Salan jókst um helming og það er meira en gerzt hefur áður. Það sem vakti fyrir okkur með þessari tilraun var að fólk vendist á að nota tómata meira en það gerir,” sagði Þorvaldur. Hann sagði, að þótt þeir hefðu viljað halda þessari útsölu áfram þá hefðu þeir ekki getaö það vegna þess að tóm- atarnir hefðu hreinlega verið búnir. Ekki hefði verið hægt að hafa slíka útsölu nema i litlu magni. -GAJ- Hörður og Inger eru með 8 tómat- plöntur og dugar uppskeran þeim vel yfir veturinn. í garðinum rækta þau svo jarðar- ber i ábætinn. Þau eru ræktuð undir plasti til að byrja með þannig að þau kali ekki. í garðinum var líka eplatré en það var hálfræfilslegt og bar engin epli. „Ég ætla að prófa að fara með það inn og vita hvað það gerir,” sagði Hörður. Og fleira stendur til. Þau ætla að fara að hefja rækt á dvergbanönum. Að visu verður gróðurhúsið í það smæsta fyrir jurtina. En koma tímar koma ráð. „Kunningjarnir segja að það eina sem ég get ekki ræktað sé döðlur, því döðlupálminn verði 4 metra hár. En þetta er tóm vitleysa. Ég grefbara4metradjúpaholuofan i jörðina og slaka svo pálmanum niður eftir því sem hann vex,” segir Hörður. -DS. Vínberjaklasarnir voru fullgrænir enn til þess að hægt væri að borða berin. Ný stjóm Neyt- endasamtakanna Þeir menn sem við þetta borð sitja skipa nýkjörna stjórn og varastjórn Neyt- endasamtakanna. Á myndina vantar reyndar þrjá menn sem eru i þessum stjórnurn, þá Árna Berg Eirfksson, Jón Magnússon og Iðunni Gísladóttur. En á myndinni eru, talið frá vinstri, Birgir Ohversson logfræðingur samtakanna, Jóhannes Gunnarsson formaður Borgarnesdeildar, Dröfn Farestveit, Sigríður Friðriksdóttir gjaldkeri, Jónas Bjarnason, varaformaöur, Reynir Ármannsson, formaður, Rafn Jónsson ritari, Gísli Jónsson, Steinunn Jónsdóttir, Sigrún Gunnlaugsdóttir formaður Ákranesdeildar og Gunnlaugur Pálsson. -DS. margar tegundir í því. Agúrkur af tveim gerðum, tómatar, paprika, vín- ber, gráfíkjur, amerísk bláber og síðast en ekki síst tvær tegundir af melónum. Þegar við vörum stödd hjá þeim hjónum var einmitt verið að taka niður ávöxt af annarri melónu- tegundinni. Þetta er svonefnd rís- melóna og var ávöxturinn feikistór. Inger kom með kökuvogina til að vita hvað hann væri þungur. En þegar kökuvogin var komin í botn við 6 kiló var greinilegt að melónan var töluvert þyngri. Þá var baðvogin sótt og kom þá í ljós að melónan var rúmlega 10 kíló. En hvað á svo að gera við ávöxtinn? „Ég sulta hann,” sagði Inger. Og fyrir væntanlega garðyrkjumenn gaf hún uppskrift af aðferðinni. Melónan er afhýdd og skorin i aflanga bita sem eru um það bil 4 sentimetrar á lengd. Bitarnir eru lagðir í blöndu af ediki, salti og vatni og látnir liggja yfir nótt. Þá eru þeir veiddir upp og soðnir i vatni þar til þeir verða glærir.í vatnið er sett 600- 700 gr. af sykri (miðað við kíló af melónu), 1 tsk engifer og þetta látið sjóða. Þá er sett 1 /2 tsk af rotvarnar- efninu atamon sem fá má í kjör- búðum, þetta er síðan kælt og sett í glös. Melónan er síðan borðuð með kjöti og endist stór melóna eins og Inger og Hörður voru með vetrar- langt að þeirra sögn. Plantan sem ber slíkan ávöxt vex hins vegar á aðeins nokkrum mánuðum. Kökuvogin fór I botn og virtist ekki nægilega stór fyrir melónuna stóru. Enda reyndist hún rúm 10 kiló. Tómata og gúrkur frysta þau Björn sonur Inger og Harðar I gróðurhúsinu. hjónin. Gúrkurnar í sneiðum sem síðan eru þýddar í edikslegi þegar þarf að nota þær. Tómatdrnir eru hins vegar skornir í báta og raðað í álform sem fá má i búðum. Sett er lag af tómötum neðst, þá plast, aftur tómatar og svo framvegis. Þessa tómata er síðan upplagt að nota í pizzur eða rétti úr kjöthakki. DB-myndir Sv. Þorm. DB á ne ytendamarkaði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.