Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1979. 5 GREENPEACE- MENNLAUSIR —en óvíst hvað þeir muni taka til bragðs David McTaggart, forsvarsmaður áhafnarinnar á Rainbow Warrior. DB-mynd Hörður Úrskurður um lögbann á aðgeðir Greenpeace manna var kveðinn upp af Þorsteini Thorarensen borgarfógeta í gærdag. Þýðir þetta að ef áhöfnin á Rainbow Warrior heldur áfram að trufla hvalveiðar Hvals hf. muni Hvalur hf. krefjast þess að lögbanninu verði framfylgt af íslenzkri löggæzlu. Þýðir það að Landhelgisgæzlan mun verða látin sjá til þess að hvalbátarnir geti stundað veiðar sínar í friði. Lögbannið var lagt á gegn einnar milljón króna tryggingu. Með því að úrskurður í lögbannsmál- inu hefur nú verið kveðinn upp er ekk- ert því til fyrirstöðu að Rainbow Warrior geti siglt úr höfn án þess að eiga það á hættu að verða sóttur aftur af varðskipi. Að sögn Davids McTaggarts, for- svarsmanns áhafnarinnar á Rainbow Warrior, er enn ekki afráðið hvað Greenpeace menn muni taka til bragðs, hvort þeir nú muni sigla út á hvala- miðin og halda áfram að trufla hval- veiðarnar. Hins vegar sé þeim þvert um geð að brjóta gegn íslenzkum lögum og vilja sízt verða þess valdandi að það þokkalega almenningsálit sem þeir hafa þó áunnið sér hér verði brotið niður. Annars mun áhöfn Greenpeace funda um þessi mál með vildarvinum sínum hér á landi og þeirra álits leitað áður en endanleg ákvörðun verður tekin. McTaggart tók fram að hann mundi ekki hvetja til þess að hætt yrði að kaupa islenzkar vörur í útlöndum, slíkt væri ekki í þágu hvala. Kvaðst hann hafa rætt við landbúnaðarráðherra og rætt um möguleika á því að í stað hvalaafurða þeirra er Íslendingar selji nú úr landi muni Greenpeace stuðla að aukinni sölu á t.d. íslenzkum ostum i Bandaríkjunum. En engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um þessi málennþá. - Bll Uppsagnirflugvirkja: Arnþór Bjarnason stendur þama með einn minkinn. Minkahundurinn hangir i hinum dauða mink, en svo mikil er grimmdin að þeir ráðast að hræjunum. DB-mynd RagnarTh. „HRQNSUÐU TIL” — og bönuðu átta minkum Bjarni Bjarnason minkabani og sonur hans Arnþór fóru að „hreinsa til” við Elliðaárnar eins og þeir feðg- arnir kalla það. Það er að leita uppi og drepa minka sem halda til i og við Elliðaárnar. Tóku þeir rispu á mánudagskvöldið, bönuðu hvorki meira né minna en átta minkum og tóku tvo yrðlinga lifandi. Náðu þeir feðgar einu greni og tveim dýrum sem voru á flækingi. Minkur virðist allalgengur við Elliða- árnar og keppa við laxveiðimenn um laxinn. Eftir þessa síðustu hreinsun ætti þó að draga úr samkeppni stang- veiðimanna og minka um laxinn. . BH Allt viðhald og skoðanir heim — er krafa flugvirkja en um 80% viðhalds Flugleiða fer f ram erlendis Boðaðar hafa verið uppsagnir flug- virkja hjá Fluglciðum eins og DB greindi frá i gær. Uppsagnir þessar fylgja i kjölfar boðaðra uppsagna skrifstofu- og stjórnunarfólks auk flugmanna. Staða flugvirkja er þó nokkuð sér- stök hvað boðaðar uppsagnir varðar vegna þess hve mikið af viðhaldi Flugleiða fer fram erlendis. DB ræddi við einn af stjórnarmönnum Flugvirkjafélags íslands, Sverri Guð- T mundsson, í gær og grennslaðist fyrir um viðbrögð flugvirkja. Sverrir sagði boðun þcssara upp- sagna furðulega, þar sem spara mætti vcrulega í gjaldeyri nteð því að l'æra ýmis verk, sem unnin væru vtra, heim, bæði skoðanir á vélum og við- gerðir á einstökum hlutum. í gangi cr nú hjá flugvirkjum at- hugun á þessum málum en Ijóst er að •bæta þarf aðstöðu hérlendis veruiega til þess að hægt sé að sinna þessum efnum. Sverrir sagði að nú færi um 80°7o alis viðhalds og skoðana á vél- um Flugleiða fram erlendís. Ef allt viðhald og skoðanir færu fram hérlendis þyrfti fremur að bæta við flugvirkjum en fækka þeim. Að auki má nefna það að fjórir fíug- virkjar vinna hjá Landhelgisgæzl- unni óg sjá um daglegan rekstur á L.andhelgísgæzluvélunum tveimur. Þær eru af gerðinni Fökker F 27 eða sömu gerðar og innanlandsvélar Flugleiða. Þó þurfti að senda aðra 1 .andþclgisgæzlu véli na í stóra skoðun i Skotlandi. Auk þess má nefna að um 100 eínkavélar eru í notkun hcrlendis, en bæði vantar aðstöðu og flugvirkja til þess að skoða þær. Þær vélar verða oft að bíða viðgerðar vegna þessa. Sverrir lagði áherzlu á gjaldeyris- sparnað sem yrði þvi samfara að læra allt viðhald sem hægl er ínn i landið og stærri skoðanir, auk at- vinnuörýggis tlugvirkja. - JII Vísir áfram i Blaðaprenti — setningartæki prentsmiðjunnar lasburða Trésmiðir neituðu leiðsögn Sigurðar Líndal íViðey Sigurður Lindal prófessor átti að vera leiðsögumaður félags- manna í Trésmíðafélagi Reykja- víkur i Viðeyjarferð sl. laugar- dag. Samkvæmt heimildum DB hafði ferð þessi verið fastmælum bundin áður en Sigurður flutti umdeilda sjónvarpsræðu sína um verkföll og kjarasamninga. Trésmiðir töldu að ummæli i ræðu Sigurðar beindust gegn hagsmunum þeirra og bundust um það samtökum að rifta samn- ingi við hann um leiðsögn til Við- eyjar. Var í hans stað fenginn Örlygur Hálfdánarson bókaút- gefandi. -GM I síðasta Helgarpósti var frá þvi greint að dagblaðið Vísir stefndi alfarið að því að draga sig út úr samstarfinu i Blaðaprenti. Forráðamenn blaðsins hefðu þegar fest kaup á lóð undir ný- byggingu og um þessar mundir væri verið að kanna kaup á tækjum til prentunar. DB bar þessa frétt undir Hörð Einarsson, annan ritstjóra Vísis, og sagði hann þessa frétt úr íausu lofli gripna. Hann sagði að vis’u að dag- ATHUGASEMD í frétt Dagblaðsins i gær af meintu fjármálamisferli fyrrum sveitarstjóra á Stokkseyri varð meinleg villa. Þar átti að standa, að eftir því sem DB vissi bezt væri kærucfnið það að sveitar- stjórinn hefði gefið upp fleiri oliustyrk- blaðið Visir hefði fengið loð fyrit u.þ.b. ári, vegna gamallar umsóknar, en ekkert væri farið að hugsa nánar um notkun hennar. Það væri ekkert annað á dagskrá en að halda áfram samstarfinu innan Blaðaprents. Aðspurður sagði Hörður að pressan í Blaðaprenti ætti að duga í 100 ár i viðbót með góðu viðhaldi en setningartæki prcntsmiðjunnar væru orðin frekar lasburða. þega en um væri að ræða og tengdist meint fjármálamisferli þvi. DB tetlaði sér ekki að fullyrða neitt unt réttmæti ákærunnar cn það mátti skilja a l'rétt- inni. Er hér með beðizt velvirðingar a mistökunum. -GAJ - JII ÞJÓNUSTA SENDIBÍLASTÖDIN H.F. B0RGARTUNI21

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.