Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 2
2 r Seljið 4000 króna spjöld í strætisvögnum! Farþegi hringdi: Við sem ferðumst daglega með strætisvögnum hér í Reykjavík reynum að sjálfsögðu að gera sem hagstæðust kaup á farmiðum. Það þýðir að við kaupum spjald á 4000 kr. En sá galli er á gjöf Njarðar að þetta spjald er ekki hægt að fá keypt Raddir lesenda nema á Hlemmi og Lækjartorgi. Vagnstjórar afgreiða aðeins 1000 króna spjöld, en þau eru mun óhag- stæðari. Mér er sagt að þessi tilhögun sé höfð til að spara vagnstjórum fyrir- höfn. En ég fæ bara ekki séð hvaða voðalega ómak það er fvrir vagn- stjórann að selja 4000 króna spjöld- in. Getur einhver svarað því? Ég skora á yfirmenn SVR að breyta þessu og leyfa sölu 4000 krónu spjalda í vögnum. Það er til mikils hagræðis fyrir okkur farþega sem sjaldan megum vera að þvi að stoppa| á Hlemmi og Lækjartorgi. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1979. Það væri til mikilla þæginda fyrir farþega SVR ef 4000 kr. farmiöaspjöld væru seld i vögnunum. DB-mynd Ragnar Th. Athugasemd um ,háaloffogTkjallara’ Einar Hannesson skrifar: Sigurður Hreiðar gerir í smá- orðsendingu í blaðinu í gær að umtalsefni pistil minn um skrif hans hér fyrr í blaðinu um frétt Veiði- málastofnunar varðandi heildarveiði úr íslenzku laxveiðiánum. Telur Sigurður þar m.a. að „Háaloftið” sé þessu óviðkomandi. Eg vil vinsamlegast minna hann á, að fyrir um það bil tveimur árum ieit hann pistil í sitt háaloft um sama efni og nú í kjailara. Og þess vegna vék ég að búferlaflutningum hans af háalofti í kjallara. Það er auðvitað hátíðlegra og merkilegra að skrifa kjallaragrein en endurtaka háalofts- þátt með viðauka. Að öðru leyti var ég ekki að fjalla um aðra þætti Sig- urðar á háaloftinu: ■\ Smáauglýsingar BIAÐ5IN5 Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Þessir krakkar voru að æfa hjólreiðar fyrir nokkru f porti Austurbæjarskólans. Það veitir vist ekki af að fara varlega þegar maður er á reiðhjóli. ÖRYGGISMÁL HJÓLREIÐAMANNA VERDUR AÐ ST0KKA UPP! Rukkari hringdi: Hugvekja „hjólreiðamanns” i DB á laugardaginn var tímabær. Við sem notumst við reiðhjól daginn út og inn erum hreinlega í lífshættu á sumum götum hér i Reykjavík. Bílstjórar sýna okkur alveg dæmalaust tillits- leysi og virðast álíta að reiðhjólamenn séu réttlausir í um- ferðinni. Ég hef margsinnis orðið að fara upp á gangstétt til að forðast að lendaíslysi. Þetta er mál sem DB ætti að taka upp. Nú þegar hjólreiðamönnum fer að fjölga hljóta raddir að verða há- værari um að öryggismál hjólandi •fólks séu stokkuð upp. Athafnaleysi umferðaryfirvalda undanfarin ár hefur verið þeim til skammar. Hverra hagsmunum eru þau að þjóna? Sundlaug Breið- holtsskóla verði opin ísumar! Sigríður hringdi: Af hverju er sundlaugin í Breiðholtsskóla ekki opin að sumar- lagi? Þetta er yndislega lítil sund- laug, heppileg fyrir börn í hverfinu. Mér er sagt að borgaryfirvöld loki lauginni vegna þess að það sé of kostnaðarsamt að hafa hana opna. Því trúi ég varla. Ég held að hljóti að nægja að hafa einn baðvörð við laugina að sumarlagi og það getur ekki kostað mikið. Það mundi áreiðanlega mælast vel fyrir í Breiðholti ef sundlaugin fengi að vera opin í sumar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.